Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 35 UMRÆÐAN                       Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri http://www.myndak.is/ - info@myndak.is Umsóknarfrestur um skólavist er til 25. maí 2005. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958. auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2005 - 2006 FAGURLISTADEILD-FRJÁLS MYNDLIST Nám í fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. LISTHÖNNUNARDEILD-GRAFÍSK HÖNNUN Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa rannsóknarritgerð. Með prófskírteini fylgir skrá um námsárangur nemenda allan skólaferilinn ásamt umsögn prófdómara um lokaverkefni. Námseiningar: 90 MIG LANGAR til að deila með ykkur mínum kynnum af Össuri Skarphéðinssyni og störfum hans. Um jólahátíðina 2003 skrifaði ég opið bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem þá um ára- mótin tæki við starfi mennta- málaráðherra. Einnig sendi ég þetta bréf til allra alþingismanna og á alla fjölmiðla. Þetta bréf innihélt spurningar mínar og vangaveltur um stöðu Listaháskóla Íslands og stöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna gagnvart fólki sem hefði hug á að sækja listanám erlendis. Eins og fyrr segir, sendi ég þetta bréf á alla alþingsmenn Ís- lands. Sendi ég þetta bréf laust eftir miðnætti annan í jólum og bjóst svo sem ekki við að fá svar strax frá neinum þing- mannanna. Það sem gerist í fram- haldinu er að um 3.30 sömu nótt fæ ég bréf frá Össuri Skarphéð- inssyni þar sem hann biður mig um frekari upplýsingar og fleira um þetta tiltekna bréf. Sendi ég honum það sem hann bað um sömu nótt og fékk svar aftur til baka. Það sem gerðist í framhald- inu er það að Össur kom mér í samband við Björgvin G. Sigurðs- son og Katrínu Júlíusdóttur al- þingismenn og þau héldu málinu áfram. Össur hélt málinu einnig áfram með því að vera í sambandi við mig í gegnum netpóst. Össur var eini alþingismaður Íslendinga sem svaraði mér, og það að nóttu til annan í jólum. Að mér vitandi hafði Össur ekki vitneskju um það að ég væri flokksmaður Samfylk- ingarinnar. Þetta er aðeins eitt dæmi um elju og þá hugsjón sem Össur hefur sem pólitíkus. Össur er maður fólksins og er tilbúinn til þess að leggja mikið á sig til þess að vinna fyrir það, það hefur hann sýnt og sannað. Öss- ur er mjög svo öfl- ugur leiðtogi. Það sýndi sig virkilega í fjölmiðlamálinu á síð- asta ári og einnig í því að hann hefur leitt Samfylkinguna í það að vera miðlungs- flokkur í skoðanakönnunum í það að verða næststærsti stjórn- málaflokkur Íslands. Nú síðast í skoðanakönnun Gallup hinn 2. maí mælist Samfylkingin með 32% fylgi en betur má ef duga skal og ég trúi því að Össur muni fá það traust flokksmanna sem hann á svo sannarlega skilið og við mun- um veita honum brautargengi til þess að leiða flokkinn áfram og með það traust á bakinu muni honum ásamt öflugri forystu tak- ast að sigra stórsigur í næstu al- þingiskosningum sem verða 2007 að öllum líkindum og Samfylk- ingin muni verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Helgina 20.–22. maí næstkomandi mun það koma í ljós hvor verður formaður mjög svo öflugs stjórnmálaflokks, nú- verandi formaður Össur Skarp- héðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, núverandi varafor- maður og tilvonandi þingmaður. Ingibjörg er svo sannarlega góður leiðtogi og góður pólitíkus en ég sé ekki ástæðu til þess nú að skipta um formann, sérstaklega ekki í ljósi góðs árangurs flokks- ins í mörgum mikilvægum málum og í skoðanakönnunum. Því hefur Össur nú þegar fengið mitt at- kvæði og hvet ég alla til að kjósa, hvort heldur sem það er Össur eða Ingibjörg. Þitt atkvæði skiptir máli. Formannskjör í Samfylkingunni Matthías Freyr Matthíasson fjallar um formannskjörið í Samfylkingunni ’Þetta er aðeins eittdæmi um elju og þá hugsjón sem Össur hef- ur sem pólitíkus. ‘ Matthías Freyr Matthíasson Höfundur er meðferðarfulltrúi. UNDIRRITUÐ hefur eins og svo margir aðrir leitað þjónustu ráðningarfyrirtækja þegar leitað skal að öðru starfi. Hef nú verið stans- laust á skrá hjá tveimur þeirra í fimm ár, og verður að segj- ast að uppskeran hef- ur verið heldur rýr. Nú er það ekki svo að ég sé búin að ganga um atvinnulaus allan þennan tíma, en eins og svo margt ungt fólk hef ég verið tilbúin til að takast á við ný verkefni og breyta til eins og stendur í ferilskránni minni. Mér er fullljóst að margir eru um hituna þegar störf eru ann- ars vegar og þá sér- staklega störf þar sem krafist er háskóla- menntunar en ég er einmitt í þeim hópi. Það sem undrar mig hins vegar er hversu lítið virðist gerast eftir að maður skráir sig. Fyrsta stigið er að mæta í viðtal með ferilskrá meðferðis og hef þá fengið góðar móttökur. Starfs- menn ráðningarfyrirtækja lofa yf- irleitt að hringja „mjög fljótlega“ og ég hef verið beðin að hafa vak- andi auga fyrir störfum sem séu auglýst, svo og þeim sem hringt yrði í mig út af. Skemmst er frá því að segja að símtölin hafa látið bíða eftir sér og sömuleiðis við- tölin. Ég veit um fjölda fólks sem er á skrá hjá ráðningarstofum borg- arinnar og margir eflaust búnir að steingleyma að þeir séu á skrá. Flestir á skrá eru líklega í störf- um en eins og ég tilbúnir að tak- ast á við ný verkefni ef tækifæri gefst. Í happdrættum á Íslandi eru vinningsmöguleikar auglýstir. Vinningslíkur í happdrætti SÍBS eru t.d. ein á móti fjórum, en mun minni í lottóinu. Hverjar skyldu vinningslíkur vera hjá ráðningarfyrirtækjum, þ.e. hverjar eru lík- urnar á að verða boð- uð í viðtal, hvað þá að fá þar starf? Forvitnilegt væri að fá að vita hversu margir væru þar á skrá og hve mörg störf væru í boði á hverjum tíma. Sem þjónustuþegi ráðning- arfyrirtækja fyndist mér eðlilegt að fá þessar upplýsingar. Væri meira að segja til í að borga ákveðna upphæð mánaðarlega ef ég fengi í staðinn haldbærar sannanir fyrir því að eitthvað væri verið að gera í mínum málum. Upp- lýsingar eins og hve margir hefðu sýnt minni umsókn áhuga, eða hvort ég væri bara einhvers staðar í blaðabunkanum óhreyfð og safnaði ryki. Mér skilst að ráðningarfyrirtækjum sé óheimilt að taka greiðslu fyrir þjónustu sína. Hver bannar það, og hver á þessi fyrirtæki? Þetta eru upplýs- ingar sem mér finnst að ættu að liggja fyrir. Er í vinnu nú sem áður en held áfram að vera á skrá hjá ráðning- arfyrirtækjum borgarinnar, en spyr sjálfa mig aftur og aftur, til hvers? Ætli líkurnar séu ekki svip- aðar og að vinna í lottó, – þar er ég þó allavega að styrkja gott mál- efni. Starfsemi ráðn- ingarfyrirtækja Hugrún Sigurjónsdóttir fjallar um vinnubrögð ráðningarstofa Hugrún Sigurjónsdóttir ’ Það sem undr-ar mig hins veg- ar er hversu lít- ið virðist gerast eftir að maður skráir sig.‘ Höfundur er sálfræðingur á Skólaskrifstofu Austurlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.