Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
MATARKISTAN
Sumarsalat í sól og blíðu
Mo
rg
un
bla
ðið
/G
oll
i
Kjúklingasalat með hunangssinnepssósu.
Morgunblaðið/Golli
Guðrún Hilmarsdóttir, verslunar-
stjóri á American Style í Skipholti.
Léttari matur á sumrin
„Neyðin rekur mig út í að elda
og því vil ég frekar elda eitthvað
gott en að eyða tímanum í vondan
mat,“ segir Gunnar Sigurðsson
smali, stjórnmálafræðingur og
mataráhugamaður.
„Ég er mjög hrifinn af grænmeti
og ávöxtum og borða mikið af því.“
Gunnar er líka uppalinn í sjáv-
arbænum Ólafsvík svo fiskur er í
miklu uppáhaldi hjá honum.
Hann kveðst borða öðruvísi mat
á sumrin en á veturnar: „Maður
borðar léttari og ferskari mat yfir
heitasta árstímann.“
Að sögn Gunnars eiga kaldur
bjór og pan con Tomate vel heima
með salatinu. „Þá er best að skera
baguette brauð í tvennt og rista að-
eins í ofni. Skrapa svo brauðið með
hvítlauk og klína tómati, skornum í
helming, yfir það. Að lokum er gott
að setja gróft salt og góða ólífuolíu
yfir brauðið.“
Sumarsalat Smalans
Einn poki salat special frá Náttúru
½ pakki beikon smátt saxað og
steikt upp úr ögn af olíu
½ mangó, skorið í strimla
½ ferskur chilli, saxaður smátt
½ askja cherry-tómatar, skornir í
fernt
3-4 msk. Feta-ostur
¼ pakki af furuhnetum, brúnaðar
á pönnu án olíu.
4 msk, úrvals ólífuolía.
Öllu saman steypt í eina góða
skál og blandað að vild. Gott er að
rífa ferskan parmesan og strá yfir
herlegheitin.
Garðurinn gjöfull í salöt
Kristínu Þóru Harðardóttur
laganema þykir flest vænt sem vel
er grænt og hún ræktar sitt græn-
meti í garðinum heima hjá sér.
Ferskleikinn er því ávallt í fyrirrúmi
og þegar sumarið og góða veðrið fer
á stjá þá er hún ekki lengi að skella
saman góðgæti í skál og bera á borð
úti í garði og býður fjölskyldunni eða
gestum að gæða sér á. Hún býr líka
til sína eigin salatolíu og sitt eigið
pestó sem er frábært á brauðið sem
hún ber fram með salatinu.
Fagurt salat sem
léttir lund
150–200 gr. spínat
100 gr. lambasalat
1 rauðlaukur
1 dsl. Fagioli baunir
1 lítil dós kapers
250 gr. jarðarber
2 kúlur mozzarella skorinn í bita.
Furuhnetur og/eða ristuð sólblóma-
fræ.
Salatolía
½ dsl. græn ólífuolía
¼ dsl rauðvínsedik
3 tesk. hunang
salt, pipar, timían.
Rucola pesto
400 gr. rucola salat
100 gr. parmasan ostur
1–2 dl. græn olífuolía
50 gr. furuhnetur
1 búnt basilika
salt og pipar
Allt sett í blandara og maukað.
Með hækkandi sól vilja
margir gæða sér á ein-
hverju léttu og sum-
arlegu og hér koma
nokkrar uppskriftir að
sumarsalati sem sómir
sér vel á kvöldverð-
arborðinu núna ein-
hvern daginn þegar
veðrið leikur við okkur.
Hollur skyndibiti
Kjúklingasalatið á veitinga-
staðnum American Style er bæði
ferskt og matarmikið enda vin-
sælt hjá þeim, sem vilja fá sér
hollan skyndibita. Tíu ár eru liðin
síðan þessi alíslenska keðja var
opnuð á Íslandi og eru þrír veit-
ingastaðir nú reknir undir heitinu
American Style.
Að sögn Bjarna Gunnarssonar
framkvæmdastjóra er matseðill-
inn það fjölbreyttur að flestir
fjölskyldumeðlimir ættu að finna
eitthvað við hæfi. „Við bjóðum
upp á hamborgara af öllum
stærðum og gerðum, pítur, steik-
ur, samlokur, fisk að ógleymdum
barnaboxum.“
Það var auðvitað sjálfsagt mál
að fá uppskrift að kjúklingasal-
atinu góða, sem boðið er upp á í
tveimur stærðum á verðinu 795
og 1.195 kr.
Kjúklingasalat
Steiktur kjúklingur
fetaostur
kryddaðir brauðteningar
rauð paprika
kokkteil-tómatar
iceberg
rauðlaukur
Þvoið og skerið allt grænmetið
niður í hæfilega bita.
Öllu hráefninu er blandað sam-
an í skál og salatið má síðan bera
fram með hunangssinnepssósu
eða balsamikediki.
Morgunblaðið/Eyþór
Gunnar Sigurðsson er ákaflega
hrifinn af grænmeti og ávöxtum.
Morgunblaðið/Eyþór
Fagra salatið hennar Kristínar Þóru komið á garðborðið.