Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF  MATARKISTAN Sumarsalat í sól og blíðu Mo rg un bla ðið /G oll i Kjúklingasalat með hunangssinnepssósu. Morgunblaðið/Golli Guðrún Hilmarsdóttir, verslunar- stjóri á American Style í Skipholti. Léttari matur á sumrin „Neyðin rekur mig út í að elda og því vil ég frekar elda eitthvað gott en að eyða tímanum í vondan mat,“ segir Gunnar Sigurðsson smali, stjórnmálafræðingur og mataráhugamaður. „Ég er mjög hrifinn af grænmeti og ávöxtum og borða mikið af því.“ Gunnar er líka uppalinn í sjáv- arbænum Ólafsvík svo fiskur er í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann kveðst borða öðruvísi mat á sumrin en á veturnar: „Maður borðar léttari og ferskari mat yfir heitasta árstímann.“ Að sögn Gunnars eiga kaldur bjór og pan con Tomate vel heima með salatinu. „Þá er best að skera baguette brauð í tvennt og rista að- eins í ofni. Skrapa svo brauðið með hvítlauk og klína tómati, skornum í helming, yfir það. Að lokum er gott að setja gróft salt og góða ólífuolíu yfir brauðið.“ Sumarsalat Smalans Einn poki salat special frá Náttúru ½ pakki beikon smátt saxað og steikt upp úr ögn af olíu ½ mangó, skorið í strimla ½ ferskur chilli, saxaður smátt ½ askja cherry-tómatar, skornir í fernt 3-4 msk. Feta-ostur ¼ pakki af furuhnetum, brúnaðar á pönnu án olíu. 4 msk, úrvals ólífuolía. Öllu saman steypt í eina góða skál og blandað að vild. Gott er að rífa ferskan parmesan og strá yfir herlegheitin. Garðurinn gjöfull í salöt Kristínu Þóru Harðardóttur laganema þykir flest vænt sem vel er grænt og hún ræktar sitt græn- meti í garðinum heima hjá sér. Ferskleikinn er því ávallt í fyrirrúmi og þegar sumarið og góða veðrið fer á stjá þá er hún ekki lengi að skella saman góðgæti í skál og bera á borð úti í garði og býður fjölskyldunni eða gestum að gæða sér á. Hún býr líka til sína eigin salatolíu og sitt eigið pestó sem er frábært á brauðið sem hún ber fram með salatinu. Fagurt salat sem léttir lund 150–200 gr. spínat 100 gr. lambasalat 1 rauðlaukur 1 dsl. Fagioli baunir 1 lítil dós kapers 250 gr. jarðarber 2 kúlur mozzarella skorinn í bita. Furuhnetur og/eða ristuð sólblóma- fræ. Salatolía ½ dsl. græn ólífuolía ¼ dsl rauðvínsedik 3 tesk. hunang salt, pipar, timían. Rucola pesto 400 gr. rucola salat 100 gr. parmasan ostur 1–2 dl. græn olífuolía 50 gr. furuhnetur 1 búnt basilika salt og pipar Allt sett í blandara og maukað. Með hækkandi sól vilja margir gæða sér á ein- hverju léttu og sum- arlegu og hér koma nokkrar uppskriftir að sumarsalati sem sómir sér vel á kvöldverð- arborðinu núna ein- hvern daginn þegar veðrið leikur við okkur. Hollur skyndibiti Kjúklingasalatið á veitinga- staðnum American Style er bæði ferskt og matarmikið enda vin- sælt hjá þeim, sem vilja fá sér hollan skyndibita. Tíu ár eru liðin síðan þessi alíslenska keðja var opnuð á Íslandi og eru þrír veit- ingastaðir nú reknir undir heitinu American Style. Að sögn Bjarna Gunnarssonar framkvæmdastjóra er matseðill- inn það fjölbreyttur að flestir fjölskyldumeðlimir ættu að finna eitthvað við hæfi. „Við bjóðum upp á hamborgara af öllum stærðum og gerðum, pítur, steik- ur, samlokur, fisk að ógleymdum barnaboxum.“ Það var auðvitað sjálfsagt mál að fá uppskrift að kjúklingasal- atinu góða, sem boðið er upp á í tveimur stærðum á verðinu 795 og 1.195 kr. Kjúklingasalat Steiktur kjúklingur fetaostur kryddaðir brauðteningar rauð paprika kokkteil-tómatar iceberg rauðlaukur Þvoið og skerið allt grænmetið niður í hæfilega bita. Öllu hráefninu er blandað sam- an í skál og salatið má síðan bera fram með hunangssinnepssósu eða balsamikediki. Morgunblaðið/Eyþór Gunnar Sigurðsson er ákaflega hrifinn af grænmeti og ávöxtum. Morgunblaðið/Eyþór Fagra salatið hennar Kristínar Þóru komið á garðborðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.