Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 33

Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 33 UMRÆÐAN Sögur Astridar Lindgren eru fullar af fjöri og spennu. Hér má lesa um sjóræningja, eldspúandi dreka, fljúgandi furðuhluti og anda í flösku svo fátt eitt sé nefnt. Bækur sem ekkert barn má missa af! Fáanleg aftur Allar sögurnar í einni bók Ný Ný Fáanleg aftur Í GEGNUM árin hefur frum- greinadeild Tækni(há)skóla Íslands þjónað mikilvægu hlutverki á sviði tæknimenntunar. Hennar hlutverk er skýrt: Að tryggja verkmenntuðu fólki viðhlítandi undirbúning að frekara námi og að auðvelda þeim sem ekki hafa stúdentspróf, eða hafa stúdentspróf af „rangri“ braut, að komast í háskólanám. Sem slík hefur hún veitt fjöldamörgum tækifæri til að hefja háskólanám við Tæknihá- skóla Íslands. Nýverið var ákveðið að sameina THÍ og Háskólann í Reykjavík og hefur frumgreina- deildin fengið nýtt nafn, frum- greinasvið, en mun starfa með nán- ast óbreyttu sniði við hinn nýja skóla. Við sem skrifum þessa grein erum að útskrifast úr frum- greinadeild og er tilgangurinn með skrifunum að vekja athygli annarra á þeim tækifærum sem deildin hefur fært okkur. Á haustönn 2005 mun hið nýja frumgreinasvið hefja störf. Það heyrir undir tækni- og verk- fræðideild hins nýja skóla, enda fyrst og fremst ætlað sem brú inn á þau svið sem þar eru, s.s. hinar ýmsu tækni- og verkfræðigreinar og tölv- unarfræði. Þeir sem fylla sæti frum- greinadeildar eru iðnaðarmenn, fólk með stúdentspróf sem vantar ein- ingar í stærðfræði og eðlisfræði og fólk með talsverða starfsreynslu. Flestir nemendur frum- greinasviðs eru iðnaðarmenn. Þess er þó ekki krafist að þeir hafi sveins- próf heldur er nóg að hafa lokið iðn- skólanum eða sambærilegu námi. Frumgreinasviðið er nánast óbreytt hvað snertir þennan hóp og er áfram þrjár annir í dagskóla. Að því loknu hafa nemendurnir fjölmarga mögu- leika á háskólastigi. Tæknifræði- greinarnar eru vinsælasti kosturinn, enda eru þær nátengdar iðnaðinum í landinu, en einnig eru verkfræði og tölvunarfræði opin, ásamt fleiru. Þessum nemum stendur einnig til boða að taka aðeins eina önn og fara í diplómanám í iðnfræði. Iðnfræðin er kennd í fjarnámi og hafa iðnfræð- ingar jafnframt meistararéttindi í iðn sinni. Það eru margir sem fá í magann við tilhugsunina um raungreinar. Oft eru þá valdar brautir í mennta- skóla með lágmarks stærðfræði, eðl- isfræði og efnafræði þar sem fólk telur sig ekki hafa færni til að takast á við þessar greinar. Sú var raunin með einn undirritaðra. Nú tíu árum eftir stúdentspróf er ég að ljúka frumgreinadeild Tækniháskólans. Það að koma í stærðfræðitíma eftir margra ára hlé er ekki það auðveld- asta sem hægt er að hugsa sér. Samt kom í ljós að þetta var alls ekki ómögulegt og fyrst ég get það þá er ekkert ómögulegt. Þetta er mikil vinna en skemmtileg. Frum- greinadeildin er sett saman fyrir okkur sem viljum bæta við okkur námi og komast áfram í tækni- og verkfræðinám. Hér er bekkjarkerfi sem skilar mikilli samvinnu innan hvers bekkj- ar og eldri nemendur eru þolinmóðir við að aðstoða þegar þörf er á. Hvort sem valið er að halda áfram og fara í tækni- eða verkfræði hérna í skól- anum, þá er ég með góðan grunn, og reynslan sýnir að skólar erlendis kunna líka vel að meta þetta nám. Frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands hefur opnað mörgu fólki úr atvinnulífinu óteljandi dyr inn í framtíðina. Ég, sem er þrítugur sjó- maður að norðan, líki þessu tækifæri við upphaf nýs kafla í lífi mínu, þar sem ég sé mig sem smápeð í öllum þeim hafsjó stúdenta sem stefna á áframhaldandi menntun. Þetta er stærsta tækifæri lífs míns og er óhætt að segja það að metnaðurinn og viljinn er svo mikill að ég ætla að þróa og þroska þetta peð sem best ég get. Þar sem ég er búinn að vera fulltrúi frumgreinadeildar innan nemendafélags THÍ hef ég komið mikið nálægt því sameiningarferli sem skólarnir stóðu í hvað varðar hagsmuni nemenda og verð ég að segja að niðurstaðan er hreint frá- bær. Það liggur nú ljóst fyrir að fólk með mikla starfsreynslu stendur frammi fyrir sama tækifæri og ég hafði í hinum nýja skóla HR. Ég skora hér með á alla í sömu sporum og ég var, sem sagt hugs- andi um hvort þetta væri hægt eða ekki, að láta slag standa og láta gamla drauminn um menntun verða að veruleika. Það eru spennandi nýir tímar framundan og gaman verður að taka þátt í og sjá hinn nýja skóla rísa upp úr mýrinni og verða glæsi- legasti skóli landsins og þótt víðar væri leitað. Nám við frumgreinasvið HR er krefjandi nám og þar ríkir gott and- rúmsloft. Þar kenna metnaðarfullir kennarar duglegum og áhugasömum einstaklingum og er það margsann- að að þessir einstaklingar skara fram úr á tæknisviðunum. Okkur þykir afar mikilvægt að frum- greinadeildin/sviðið gleymist ekki í sameiningu skólanna tveggja heldur haldi sæti sínu sem mikilvæg brú í tækninám. Brú í tækni- og verkfræðideild HR Björn Erlendsson, Björn Óm- arsson og Gunnar Hrafn Hall fjalla um frumgreinadeild THÍ – frumgreinasvið HR ’FrumgreinadeildTækniháskóla Íslands hefur opnað mörgu fólki úr atvinnulífinu ótelj- andi dyr inn í framtíð- ina.‘ Gunnar Hall Höfundar eru nemendur í frum- greinadeild Tækniháskóla Íslands. Björn Ómarsson Björn Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.