Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 44

Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Sundfélagið Óðinn auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirþjálfara félagsins frá 1. ágúst 2005. Óðinn er með stærri sundfélögum landsins og eru iðkendur um 170 talsins á aldrinum 4-19 ára. Yfirþjálfari sér um að þjálfa Afrekshóp ásamt því að hafa yfirumsjón með þjálfurum yngri flokka. Hann skipuleggur æfinga- og keppnisferðir, tekur meðal annars þátt í undir- búningi móta og fjáraflanna, kemur að heima- síðugerð og vinnur með stjórn félasins að starfseminni í heild sinni. Við leitum eftir þjálfara sem er tilbúin að taka þátt í metnaðarfullu starfi og áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Æskilegt er að umsækjandi hafi íþróttakenn- aramenntun eða sambærilega menntun, hafi reynslu af sundþjálfun afreksfólks, sé sam- viskusamur og lipur í samskiptum. Umsóknafrestur er til 31. maí 2005. Nánari upplýsingar veita: Ásta Birgisdóttir, formaður, s. 864 6403, asta@raftakn.is og Karl Á. Halldórsson, varaformaður, s. 892 5593, karl@slipp.is Háskólasetur Vestfjarða ses auglýsir eftir umsóknum um starf forstöðumanns Háskólasetur Vestfjarða var stofnað með sér- stakri skipulagsskrá sem samþykkt var á stofn- fundi setursins 12. mars 2005. Tilgangur þess er að stuðla að fjölbreyttri uppbyggingu há- skólamenntunar, rannsókna og þekkingarstarfs á Vestfjörðum, og vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefnum á sviði rann- sókna, háskóla- og símenntunar, fjölþjóðlegra samstarfsverkefna, nýsköpunar og byggða- og atvinnuþróunar. Aðilar að Háskólasetrinu eru stofnanir, félög og fyrirtæki sem í rekstri sínum fást við rannsóknir, fræðslu, þróun eða annað þekkingarstarf. Heimili þess og aðal- starfsstöð er á Ísafirði. Forstöðumaður stýrir uppbyggingu og rekstri Háskólasetursins í umboði stjórnar og annast daglegan rekstur þess. Hann fer með fjármál og reikningshald setursins og ræður fólk til starfa. Hann ber ábyrgð gagnvart stjórn og vinnur samkvæmt ráðningarsamningi og sér- stakri starfslýsingu. Stjórn Háskólaseturs ræður forstöðumann. Umsækjandi skal vera með meistara- eða dokt- orsgráðu á sínu sviði eða sambærilega mennt- un . Hann skal hafa reynslu af rekstri og stjórn- unarstörfum og hafa þekkingu á akademísku umhverfi. Hann þarf að geta starfað sjálfstætt, haft frumkvæði í krefjandi uppbyggingarstarfi, deilt verkefnum til annarra og skapað sterka liðsheild. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda, stjórnunarreynslu, rannsóknir og ritsmíðar, og hver þau önnur verkefni sem hann hefur unnið við og varpa ljósi á færni hans til að sinna starfinu. Ennfremur yfirlit um námsferil og afrit af prófskírteinum. Umsókn- inni skal fylgja greinargerð um hugmyndir um- sækjanda um starfið og hvernig hann sér fyrir sér uppbyggingu þekkingastarfs til lengri fram- tíðar. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en 10. júní nk. til stjórnar Háskólaset- urs Vestfjarða, c/o Halldór Halldórsson, for- maður, Stjórnsýsluhúsinu, 400 Ísafirði. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Fyrir- spurnir um starfið, merktar: „forstöðumaður“ skulu sendar á netfang bstj@isafjordur.is Aðstoðarmaður framleiðslustjóra Emmessís hf. óskar eftir að ráða í starf aðstoð- armanns framleiðslustjóra í framleiðsludeild fyrirtækisins. Í starfinu fellst m.a. verkstjórn í framleiðsludeild fyrirtækisins. Allar upplýsingar um starfið veitir framleiðslu- stjóri í síma 569 2388. Umsóknir skulu sendast til skrifstofu Emmessís hf., Bitruhálsi 1, pósthólf 10240, eða á netfangið Saevara@Emmess.is, fyrir 20. maí nk. Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Hollvinasamtök Gufubaðs- og smíða- húss, Laugarvatni, bjóða þig velkominn Aðalfundur samtakanna verður haldinn laugardaginn 7. maí 2005 kl. 14:00 í Menntaskólanum að Laugarvatni. Dagskrá:  Skýrsla stjórnar, Friðrik Guðmundsson for- maður stjórnar Hollvinasamtakanna flytur. Ársreikningur 2004 kynntur, kosning stjórnar auk almennra aðalfundarstarfa.  Kynntar verða þær endurbætur sem unnar hafa verið s.l. ár og sagt frá stofnun Eignar- haldsfélagsins Gufa ehf., sem stefnir að upp- byggingu gufubaðs og heilsulindar á Laugar- vatni. Framsögur:  Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, fjallar um Heilsulandið Ísland - hlut- verk Laugarvatns.  Kristján Einarsson, formaður stjórnar Eignar- haldsfélagsins Gufa ehf., gerir grein fyrir stofnun félagsins, kynnir lög og samþykktir þess og framtíðaráform. Allir hollvinir, áhugaaðilar um gufuböð, lækn- ingar og ferðaþjónustu velkomnir á fundinn. Eðalveitingar í boði hollvina. Fundarmönnum boðið í Gufuna eftir fundinn. Allir velkomnir. Stjórn Hollvinasamtaka Gufubaðs- og smíðahúss, Laugarvatni. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlun- um í Reykjavík. Ártúnshöfði - Axarhöfði Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða, vegna götunnar Axarhöfða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gatan Axar- höfði., sem áður var aðkomugata fyrir hús við Bíldshöfða 8 – 18, verði almenn umferðargata með tvístefnuakstri. Ný aðkoma mun koma frá Breiðhöfða að Bíldshöfða og mun gatan verða frá Bíldshöfða 8 til 20. Lagt er til að lóðar- mörkum verði breytt og lóðir stækkaðar við Axarhöfða. Gert er ráð fyrir hraðatakmörkum í götu og nýtast þær sem upphækkaðar stíga- tengingar til að komast að gangstíg við nýja götu. Göngustígur fyrir almenna umferð verður sunnan við aðkomuveg. Kvöð er á að aðkomuvegur skuli liggja í gegnum lóð Hús- gagnahallarinnar við Bíldshöfða 20 og verði þannig tenging milli Bíldshöfða og Höfða- bakka. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hamrahlíð 10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mennta- skólans við Hamrahlíð 10 og Háuhlíð 9. Deiliskipulagstillagan sýnir afmörkun lóðanna Hamrahlíðar 10 og Háuhlíðar 9 og gerir m.a. ráð fyrir tveimur nýjum viðbyggingum við menntaskólann. Viðbygging I, íþrótta- og kennsluhús, 4000m2 og viðbygging II, kennslu- hús, 1985m2. Tengihús við núverandi hús skal taka mið af núverandi húsnæði skólans. Á uppdrætti hefur verið afmarkaður bygginga- reitur fyrir þessi mannvirki. Sérstakar kvaðir eru fyrir viðbyggingar og allir hlutar húss skulu standa inna byggingarreits. Tvær bráðabirgða kennslustofur eru á lóð og er gert ráð fyrir að þær verði fjarlægðar þegar viðbygging II verður reist. Bílastæðaþörf fyrir skólann verður fullnægt á lóð skólans. Bygging að Háuhlíð 9 verður óbreytt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hádegismóar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingarreitur verði stækkaður um 640m2 við suðurenda lóðarinnar fyrir nýbyggingu skrifstofuhúss. Breytingin nær eingöngu til lóðarinnar nr. 3 við Hádegismóa. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar áfram. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 6. maí til og með 17. júní 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingar- sviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 17. júní 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. maí 2005 Skipulagsfulltrúi ReykjavíkurFélagslíf I.O.O.F. 12  186568½  9.0.I.O.O.F. 1  186568  Ungt fólk í Evrópu Styrkjaáætlun ESB Næsti umsóknarfrestur er til 1. júní 2005. Hægt er að sækja um styrki hjá UFE fyrir 1. júní vegna verkefna sem eiga að hefj- ast á tímabilinu 1. september 2005 til 31. janúar 2006. UFE styrkir fjölbreytt verk- efni, m.a. ungmennaskipti hópa, sjálf- boðaþjónustu einstaklinga, frumkvæðis- verkefni ungmenna, námskeið, ráðstefn- ur o.fl. Öll umsóknarform og frekari upplýsingar er að finna á www.ufe.is . Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, sími 520 4646 — ufe@itr.is Styrkir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.