Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 15

Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Glæsilegur Lego barna- fatnaður í miklu úrvali, nú í BabySam Skeifan, Smáralind ����� ������� ������� ����������� � ����������� Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 F A B R IK A N Afgreiðsla Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 er lokuð í dag, föstudaginn 6. maí vegna framkvæmda við húsnæðið. Þjónustuver sjóðsins er opið og svarar fyrirspurnum. Síminn er 569 6900 eða gjaldfrjálst númer 800 6969. ���������� �������������� �� ����� � ��� ENSKA knattspyrnufélagið Chelsea vonast til þess að enski meistaratitill- inn, sem félagið tryggði sér á dögun- um, muni bæta samkeppnisstöðu þess gagnvart Manchester United. Stefnir félagið á að verða vinsælasta enska knattspyrnuliðið á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum. Fjárhagsleg staða félagsins þykir góð, enda virð- ast vasar eigandans, Romans Abramovich, að því er virðist ótæm- andi, auk þess sem félagið gerði ný- verið 6 milljarða króna stuðnings- samning við Samsung til 5 ára. Vinsældir Chelsea hafa enda aukist til muna eftir að framkvæmdastjórinn Jose Mourinho tók þar við stjórninni og hefur áhorf á leiki liðsins aukist til muna. Samkvæmt tölu félagsins hef- ur stuðningsmannahópur þess í Bret- landi stækkað um 300% á aðeins 2 ár- um, er nú 2,9 milljónir manna og nærri 20 milljónir manna um heim all- an. Félagið nýtur mikils fjárhagslegs stuðnings hinna auðugu íbúa Chelsea- hverfisins í Lundúnum. Áhangendur liðsins eru mestu eyðsluklær allra liða í Evrópu, eyða mestum peningum á vellinum og í hverskonar varning sem tengist liðinu. Stjórnarformaður Chelsea segist sannfærður um að félagið muni ná markmiðum sínum. Félagið hafi með samningnum við Samsung tryggt sér traustan og vel þekktan samstarfs- aðila, einkum á framtíðarmarkaðs- svæðum félagsins, þ.e. Bretlandi, Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. „Markmið næstu fimm ára er sára- einfalt: Að mála heiminn bláan,“ er haft eftir Kenyon. Chelsea færir út kvíarnar Morgunblaðið/Einar Falur Vinsælastir Chelsea stefnir á að verða vinsælasta enska knatt- spyrnuliðið á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum. Eiður Smári Guð- johnsen með boltann. ● TEKJUR þýsku fjölmiðlasamsteyp- unnar Bertelsmann, fjórða stærsta fjölmiðlafyrirtækis heims, námu alls 2,6 milljörðum króna á fyrsta fjórð- ungi ársins sem er 6% aukning frá sama tíma síðasta árs. Hagnaður fyrirtækisins dróst hins vegar saman vegna samruna við útgáfufyrirtækið Sony BMG í ágúst á síðasta ári. Bertelsmann stendur m.a. á bak við Pop Idol söngvarakeppnina og Sony BMG er næststærsta útgáfufyr- irtæki í heimi, gefur m.a. út söngkon- urnar Anastacia og Beyonce Knowl- es. Bertelsmann á auk þess RTL, stærstu sjónvarpsstöð Evrópu, og Random House, stærstu bókaútgáfu Bandaríkjanna sem m.a. gaf út Da Vinci lykilinn og ævisögu Clinton. Minni hagnaður hjá Bertelsmann ● BANDARÍSKI tölvuframleiðandinn IBM ætlar að taka starfsemina í Evr- ópu til endurskoðunar, að því er fram kemur í frétt á vefmiðli New York Tim- es. Áætlað er að allt að 10-13 þús- und starfsmönnum IBM um allan heim verði sagt upp en þó aðallega í Evrópu. Greint var frá því í tilkynningu frá IBM að fyrirtækið hefði tekið upp viðræður við hlutaðeigandi aðila. Til- kynningin kemur í kjölfar verri af- komu fyrirtækisins á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs en ráð var fyrir gert. Víðtækar uppsagnir hjá IBM ● NORSKI kaupsýslumaðurinn Kjell Inge Røkke var ánægður þegar yf- irheyrslum yfir honum fyrir undirrétti í Ósló lauk seinnipartinn síðastliðinn miðvikudag. Réttarhöldin hófust á því að norska sjónvarpsstöðin TV2 óskaði eftir að fá að taka yfirheyrsl- una yfir Røkke upp. Lögfræðingur hans, Ellen Holager Andenæs, bar því hins vegar við að það myndi verða mikið álag fyrir Røkke að flytja mál sitt undir slíku, enda væri hann ekki vanur því að þurfa að mæta fyrir rétt, og var fallist á þau rök. Røkke, sem er einn af efnuðustu mönnum Noregs, er sakaður um að hafa orðið sér úti um skipstjórn- arréttindi með því að múta sænsk- um embættismanni svo hann gæti siglt stórri lystisnekkju sinni sjálfur. Hann sagði í samtali við norska við- skiptablaðið Dagens Næringsliv, eft- ir að hann kom út úr réttarsalnum á miðvikudaginn, að það hefði verið gott að fá að útskýra sína hlið á þessu máli. Þá sagði Andenæs, lög- fræðingur hans, að hún vonaðist til að málið myndi upplýsast að fullu þegar réttarhöldunum yrði fram hald- ið, en það verður í dag. Røkke ánægður eftir dag í réttinum ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.