Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 8

Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir því að næsta holl skelli sér í halelúja-þvottinn… Fyrir Alþingi liggjaþrjú frumvörp ervarða breytingar á áfengislögum. Í fyrsta lagi er rætt um að lækka áfengiskaupaaldur úr 20 árum í 18 ár. Í öðru lagi er rætt um afnám einkasölu ÁTVR á áfengi, þ.e. létt- víni og bjór. Í þriðja lagi er rætt um að lækka skatta á áfengi. Forvarnaaðilar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa og telja þetta ógæfuspor og sú forvarna- vinna sem unnin hafi verið sé að mörgu leyti fyrir bí ef frum- vörpin verða að lögum. Ef litið er til þess frumvarps sem nefnt var fyrst þá er ætlunin með því að lækka aldursmörk úr 20 árum í 18 til neyslu á léttvíni og bjór, að samræma löggjöfina við það sem fyrir löngu hefur verið gert hjá flestum þeim þjóðum sem við berum okkur saman við eins og segir í viðkomandi frum- varpi. Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum, bendir á ef þessir þrír þættir eru skoðaðir nánar þá hafi rannsóknir sýnt fram á að verði frumvörpin að lögum muni áfeng- isneysla aukast almennt. Hann nefnir sem dæmi að Nýsjálend- ingar hafi lækkað áfengiskaupa- aldurinn árið 1999 úr 20 árum í 18. Það hafi haft þær afleiðingar að neysla hafi aukist töluvert hjá ald- ursflokknum 15–16 ára. „Þar gaus neyslan upp og fóru menn að skoða málið og niðurstaðan varð sú að þessi lækkun úr 20 í 18 hefði opnað nýja og auðveldari leið fyr- ir ungu krakkana,“ segir Árni. Hann segir tvítuga einstaklinga frekar hafa hikað við að vera milligöngumenn til áfengiskaupa fyrir 15 ára unglinga en þeir sem eru 18 ára, enda þeir nær í aldri. Árni segist vilja tengja þessa niðurstöðu þeirri umræðu að á undanförnum árum hafi náðst góður árangur í forvarnastarfi hérlendis, en dregið hefur úr áfengisneyslu grunnskólanema. Hann segir forvarnaaðila hafa áhyggjur af því að sá árangur fjúki einfaldlega út um gluggann ef frumvörpin verða samþykkt. Hann segir varðandi aðgengi að áfengi og sölufyrirkomulag að með því að leyfa sölu á áfengi í verslunum muni heildaráfengis- neysla aukast. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hafi m.a. bent á það að slíkar breytingar komi nið- ur þar sem síst skyldi, þ.e. hafi meiri áhrif á þá sem drekki mikið en hófdrykkjumenn. Nauðsynlegt sé að snúa blaðinu við hvað þetta varðar. Hætta á aukinni neyslu Hann bendir á að stjórnvöld, sveitarfélög og fjölmörg almanna- samtök hafi með stefnumörkun og beinum aðgerðum unnið mark- visst að því að draga úr áfeng- isneyslu íslenskra ungmenna. Jafnframt bendir hann á að í heil- brigðisáætlun, sem Alþingi sam- þykkti árið 2001, sé stefnt að því að árið 2010 verði áfengisneysla nánast engin hjá börnum 15 ára og yngri. Lækkun aldursmarka til áfengiskaupa ógni því markmiði og ætla megi að hún leiði til auk- innar neyslu unglinga undir 18 ára aldri, sem geri forvarnastarf erfiðara. Árni segir ljóst að miklir hags- munir liggi að baki áfengissölu hérlendis, t.a.m. hjá áfengisinn- flytjendum og seljendum. Hann segir að fyrirhugaðar breytingar- tillögur á áfengislögum verði að meta af kostgæfni áður en ákvörðun er tekin. Farið sé þess á leit að allsherjarnefnd Alþingis taki frumvarpið ekki til endan- legrar afgreiðslu fyrr en þing- menn hafi kynnt sér nauðsynleg- ar forsendur og leitað álits sérfræðinga í áfengis- og vímu- efnamálum og málefnum ung- menna. Hann vekur athygli á að á vegum forsætisráðuneytis sé unn- ið að stefnumörkun í málefnum fjölskyldunnar. Frumvarpið um lækkun aldursmarka til áfengis- kaupa varði þann málaflokk um- talsvert og ástæða til að efni þess fái umfjöllun í þeirri nefnd áður en það sé afgreitt frá Alþingi. Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að seldir alkóhóllítrar á hvert mannsbarn á Íslandi frá 15 ára aldri voru 6,7 lítrar á síðastliðnu ári. Hefur ver- ið um stöðuga aukningu að ræða síðastliðin tíu ár og fram kemur að nú sé svo komið að blikur séu á lofti. Félag áfengisráðgjafa hefur einnig lýst áhyggjum sínum yfir þeirri þróun sem eigi sér stað í áfengismálum þjóðarinnar undan- farin ár. Telja þeir ofangreind frumvörp ekki til þess fallin að snúa þróuninni við. Varar félagið eindregið við að frumvörpin verði að lögum. Einnig kallar félagið eftir stefnumótun íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og hvetur þingmenn og ráðherra til að sýna ábyrgð og leita sér ráða hjá sérfræðingum í heilbrigðis- málum um þessi mál. Velferðar- ráð Reykjavíkurborgar hefur sömuleiðis tekið í svipaðan streng og lýst sig andsnúið lækkun áfengiskaupaaldurs. Slíkt myndi auka aðgengi unglinga að áfengi og þar með stuðla að aukinni drykkju þeirra. Fréttaskýring | Þrjú frumvörp á Alþingi sem varða breytingar á áfengislögum Forvarnastarf verður erfiðara Forvarnaaðilar lýsa yfir áhyggjum vegna breytinga á áfengislöggjöf Bjórsala hefur aukist mikið hérlendis. Stóraukin áfengisneysla heilsufarsvandi  Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra lýsti yfir áhyggjum sín- um vegna vaxandi áfengisneyslu á Norðurlöndunum á Norður- landaráðsþingi í Svíþjóð sl. haust. Benti hann á að hér hefði neyslan aukist um 40% sl. áratug. Hann sagði m.a. ljóst að stór- aukin áfengisneysla í dag myndi á endanum koma fram sem heilsufarsvandi einstaklinganna. Slíkt myndi krefjast aukinna út- gjalda til málaflokksins. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is KENNINGIN um ratvísi laxa seg- ir að gönguseiði snúi ávallt aftur sem kynþroska laxar til hrygn- ingar í sömu á og þau klöktust út í. Við það er yfirleitt miðað þegar sett eru upp líkön um ferðir villtra stofna Atlantshafslaxins. Vísinda- menn hjá INRA, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins í Frakk- landi, hafa nú sýnt fram á að sú eðlisávísun laxins að snúa aftur heim í ána þar sem hann klaktist út, virðist ekki vera eins nákvæm þegar stutt er á milli áa. Flæði laxa milli áa getur skipt máli fyrir lítil vatnasvæði Afleiðingar þessa eru mikil- vægar, ekki aðeins fyrir líf og þró- un tegunda, heldur einnig hreyfi- fræði fiskistofna og veiðistjórnun. Samkvæmt ratvísiskenningunni má meta ástand stofna Atlants- hafslaxins í hverri á fyrir sig. Oft eru notuð líkön við stjórnun fiskistofna, sérstaklega þegar sett- ar eru takmarkanir við veiðum í einstökum ám. En samkvæmt þessum niðurstöðum eru sumir laxar ekki svo ratvísir, sérstaklega þar sem árnar liggja nærri hver annarri. Líklegt er að flæði kyn- þroska laxa milli áa geti skipt máli fyrir mörg lítil vatnasvæði við strendur Evrópu. 30% fullvaxinna laxa eru gleymin Vísindamenn INRA hafa notað þessar upplýsingar við skoðun vatnakerfis tveggja áa, Sée og Sél- une í sunnanverðu Normandí, sem hafa sameiginlega árósa í Mont Saint Michel flóanum. Þeir not- færðu sér umfangsmikil gögn, sem safnað var um langan tíma, um ferðir kynþroska laxa og unglaxa í Oir ánni, þverá Sélune, jafnframt því sem teknir voru laxar til rann- sókna úr bæði Sée og Sélune. Þessar upplýsingar hafa gert þeim kleift að meta flæði einstakl- inga innan þessa vatnakerfis. Rannsóknirnar gefa til kynna að meira en 30% kynþroska fisks gleymi því að jafnaði í hvaða far- vegi vatnakerfisins þau klöktust út. Með tilliti til stjórnunar laxa- stofna sýna þessar rannsóknir mögulega að svæðisbundna nálgun ætti ekki lengur að einskorða við stök vatnasvið heldur skoða stofn- ana í stærra samhengi. Enn er lax veiddur í reknet við Írland Og meira af Atlantshafslaxinum sunnar í Evrópu. Laxveiðiráð Ír- lands mælti með því í vor að 167.500 laxar yrðu veiddir í ár – 139.000 af sjómönnum í reknet og 27.500 af stangveiðimönnum. Þetta er gert þrátt fyrir ráðleggingar fiskifræðinga um 37% minni veiði og hávær mótmæli stangveiði- samtaka og umhverfissinna um alla Evrópu. Írar eru einir eftir af þeim þjóð- um sem veiddu lax í reknet í hafi úti við Evrópu, en ýmis samtök vara við því að netaveiðarnar ógni þeim litlu stofnum sem eftir eru af villta írska laxinum. Undan strönd Írlands ganga einnig laxar sem skila sér í ár í Wales, Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og Spáni, og gera menn ráð fyrir að netin taki sinn toll af þeim stofnum. veidar@mbl.is STANGVEIÐI Ratvísi laxa véfengd þegar stutt er á milli áa Morgunblaðið/Sölvi Ólafsson Veiðimenn losa fluguna úr stórri hrygnu í Vatnsdalsá. Að því búnu var henni sleppt aftur. Miðað við rannsókn frönsku vísindamannanna, gæti verið samgangur milli laxa Vatnsdalsár og Láxár í Ásum, sem deila ósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.