Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 6
FEÐUR sem er sagt upp störfum vegna fæðingarorlofstöku eru farnir að leita til Verslunarmanna- félags Reykjavíkur (VR) í ríkari mæli eftir að lög um jafnan rétt til fæðingarorlofs tóku gildi. Elías Magnússon, forstöðumaður kjara- málasviðs VR, segir að þetta sé nýr málaflokkur hjá VR og að svo virðist sem það halli smám saman jafnmikið á karla og konur í þess- um efnum. Hann giskar á að VR fái í kringum tuttugu mál á ári þar sem uppsögn tengist beint fæðingarorlofi eða þungun. Elías segir þó að enn sé munur á kynjunum í þessum efnum. „Konur lenda frekar í því að vera sagt upp þegar þær tilkynna þungun eða eru að koma til baka úr fæðingarorlofi. Karlar lenda hins vegar frekar í því síðar enda taka þeir oft fæðingarorlofið seinna en konurnar.“ Elías bendir á að karlar hafi átján mánuði til að taka orlofið og að margir taki kannski mánuð fyrst en bíði svo með að taka hitt. „Þá dreifist fæð- ingarorlofið á lengra tímabil. Þá vakna spurningar um það að ef karlar geyma réttinn í allt að 18 mánuði, hvort megi segja þeim upp á þeim tíma,“ segir Elías og bendir á að meðan á fæðing- arorlofi stendur njóti fólk lög- bundinnar verndar. Missa vinnuna vegna feðraorlofs 6 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKIRKJULEG minningar- og bænastund var haldin í Hallgríms- kirkju í gær til minningar um að sextíu ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sig- urbjörnsson, boðaði til athafn- arinnar, en fulltrúar rómversk- kaþólskra, rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar og prestur af Keflavíkurflugvelli tóku þátt í bænastundinni, auk þess sem rabbíni tónaði hina hebresku bæn, Kaddish, til minningar um þá sem létu lífið í helförinni. Davíð Odds- son forsætisráðherra flutti ávarp og fulltrúi íslenskra sjómanna sem sigldu í skipalestunum í heims- styrjöldinni síðari las ritning- arlestur. Biskup Íslands sagði í ávarpi sínu að enn væru á meðal okkar þau sem lifað hefði heimsstyrjöld- ina síðari og þau minntust þessa dags fyrir sextíu árum sem fegins- dags og léttis yfir því að hatursbál hildarleiksins var slökkt, dags þakklætis og fagnaðar yfir friði og frelsi. Slær á sára stengi „En minning stríðslokanna slær og aðra strengi og sárari. Aldrei í veraldarsögunni hafa hernaðarátök valdið óbreyttum borgurum, sak- lausum almenningi, öðrum eins þjáningum og heimsstyrjöldin síð- ari. Henni fylgdu ólýsanleg grimmdarverk og eyðilegging, og djöfulleg, kaldrifjuð útrýming fólks í milljónatali, helför, þjóðamorð, sem er smánarblettur á sögu og minningu mannkynsins. Því má mannkyn aldrei gleyma! Hér mun- um við sérstaklega minnast þess er við fáum að hlýða á hið hebr- eska bænamál, Kaddish, bænina fyrir þeim látnu.“ Hann sagði að þessi stund með þátttöku ríkisstjórnar Íslands, full- trúa annarra þjóða og trúfélaga og trúarbragða, væri áminning um að varanlegur friði yrði ekki fyrr en einstaklingar, stjórnvöld og trúar- brögðin tækju höndum saman að sameina réttlæti og miskunnsemi. „Mannkyn er samt við sig. Skefja- laus valdafíkn, hernaðarhyggja og kynþáttahatur leiddu Evrópu og heimsbyggðina alla út í hildarleik heimstyrjaldarinnar. Þau reginöfl leika enn lausum hala í mannlífinu. Þau mega aldrei ná undirtökunum, afvegaleiða, blinda og blekkja ein- staklinga og þjóðir og ginna inn í björg sín. Minning stríðsloka hlýtur að vera öllum hugsandi, velviljuðum mönnum áminning og heitstreng- ing: Slíkt má aldrei endurtaka sig. Aldrei! Og sameinumst í að semja sátt og flytja frið, og í bæn fyrir friði, friði milli þjóða, kynþátta, trúarbragða, bæn, borna uppi af fyrirheiti þeirrar framtíðarsýnar sem Jesaja spámaður lýsti endur fyrir löngu, og þau orð eru reynd- ar skráð á útvegg aðalstöðva Sam- einuðu þjóðanna: „Guð mun dæma meðal lýðanna og skera úr málum margra þjóða. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða gegn annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar (Jes. 2.4).“ Tóku sinn toll Davíð Oddsson utanrík- isráðherra sagði við athöfnina að það væri vert að minnast þess „að til voru menn og til voru þjóðir sem höfðu kjark, styrk og stað- festu til að bjóða harðstjóranum byrginn.“ Davíð minntist einnig þeirra Ís- lendinga sem lögðu sitt af mörkum í styrjöldinni. „Við Íslendingar stóðum ekki hjá sem ósnortnir áhorfendur. Við héldum framan af að yfirlýsingar okkar um ævarandi hlutleysi hefðu raunverulegt gildi. Við felldum engan mann í styrjöld- inni, svo vitað sé, en hún tók samt sinn toll hér og þess er vert að minnast með söknuði og þökk til þeirra sem stóðu sig svo vel við þær aðstæður,“ sagði Davíð. Biskup Íslands við samkirkjulega minningarstund vegna stríðslokanna „Slíkt má aldrei endurtaka sig“ Morgunblaðið/Golli Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Davíð Oddsson utanríkisráðherra og séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, við minningar- og bænastundina í Hallgrímskirkju í gær. Morgunblaðið/Golli Rabbíi tónaði Kaddish, hina hebresku bæn fyrir hinum látnu, til minningar um þau sem létu lífið í helförinni. Margir sóttu athöfina í Hallgrímskirkju. ÖLVAÐUR ökumaður var tekinn á 146 km hraða á Hafnarfjarðarveg- inum um klukkan tíu í gærmorgun þar sem hámarkshraði er 70 km. Hann var að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði ekki sviptur ökurétt- indum á staðnum en mun missa þau í kjölfar atviksins. Ölvaður á 146 km hraða SÝNING hefur verið opnuð á til- lögum í alþjóðlegu hugmynda- samkeppninni, Akureyri í öndvegi, en úrslit samkeppninnar voru til- kynntar á laugardag. Tillaga skoska arkitektsins Graeme Massie í Edinborg í Skotlandi hlaut fyrstu verðlaun. Massie hlaut 3,3 milljónir króna í verðlaun fyrir hugmynd sína sem m.a. gerir ráð fyrir að síki verði gert frá Pollinum og upp í gegnum miðbæinn að Skátagili. Hugmynd fjögurra ungra arki- tekta frá Póllandi, Juliusz Dudnic- zek, Magdalena Kalinowska, Karol- ina Salska og Ewu Wielinska hlaut önnur verðlaun, 2,5 milljónir króna. Á sýningunni í Glerárgötu 36 á Akureyri verða til sýnis allar tillög- urnar, 151 talsins, en þær eru frá 35 löndum. Sýningin verður opin til 16. maí. Fjölmargir skoðuðu sýn- inguna um helgina. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar þeirra arkitektastofa sem hlutu verðlaun í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni um skipulag miðbæjarins á Akureyri, auk fulltrúa þeirra stofa sem keyptar voru hugmyndir af. Sýning á tillögunum stendur yfir. Margir skoðuðu sýninguna um helgina UMHVERFISRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi fyrir helgi bók- un þar sem segir að ráðið hafi talið rétt að samráð hefði verið haft við það þegar Háskólanum í Rekjavík var úthlutað lóð í Vatnsmýrinni. Furðu sæti að þetta skuli ekki hafa verið gert. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu bókunina fram og var hún samþykkt sam- hljóða. „Lóðin er á svæði sem er að hluta til á svæði sem skipulagt hefur verið sem útivistar- og grænt svæði. Þar að auki er fyr- irhugað byggingarland alveg ofan í vinsælum útivistarsvæðum – Öskjuhlíðinni, göngustíg með ströndinni og ylströndinni í Naut- hólsvík – og því enn meiri ástæða fyrir Umhverfisráð að taka málið til umfjöllunar. Það sætir því furðu að það ráð sem helst á að sinna grænum svæðum og umhverfis- málum í borginni skuli aldrei hafa tekið málið til umfjöllunar og ein- setur ráðið sér að láta slíka hand- vömm ekki henda aftur. Ráðið fagnar því hins vegar að Háskól- inn í Reykjavík hefur fengið lóð í Reykjavík,“ segir í bókuninni. Lóðin í Öskjuhlíð Aldrei haft samráð við umhverfisráð SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri kl. 15 í gær en þar logaði sinueldur sunnan við ný- byggingu spítalans. Þegar slökkvilið kom á staðinn var þar mikill reykur, sem m.a. lagði yfir spítalann. Greiðlega gekk að slökkva sinueldinn með hjálp lög- reglu. Einhver reykur fór í loft- ræstikerfi spítalans og olli óþæg- ingum, mismiklum þó, og ekki kom til þess að rýma þyrfti sjúkrastofur, að sögn Einars Bjarnasonar, tæknimanns á FSA. Að sögn lögreglu voru það ungir drengir að fikta með eld sem ollu sinubrunanum. Sinubruni í nágrenni FSA INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hefur meiri stuðning kjósenda Samfylkingarinnar en Össur Skarphéðinsson í formannsslag flokksins. Össur hefur aftur á móti meiri stuðning ef horft er til allra landsmanna. Þetta eru nið- urstöður könnunar sem Frjáls verslun gerði í síðustu vikunni í apríl. Könnunin var gerð í gegn- um síma og úrtakið var rétt yfir 800 manns. 655 svöruðu og þar af tóku 68% afstöðu til þess hvort Ingibjörg eða Össur ætti að verða formaður Samfylkingarinnar. Sex af hverjum tíu sögðust styðja Össur í formannskjörinu en af kjósendum Samfylking- arinnar voru það aðeins þrír af hverjum tíu. 70% sögðust styðja Ingibjörgu. Össur átti einnig fleiri stuðn- ingsmenn meðal þeirra sem ekki voru vissir um hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa; þar hafði Ingi- björg aðeins 36% atkvæða en Öss- ur 64%. Fleiri velja Össur en flokksmenn vilja Ingibjörgu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.