Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 8
8 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það verður ekkert „hægt og hljótt“ í valdabaráttunni um Ísland.
Það lætur nærri að ánæstu þremur ár-um eigi framleiðsla
á rafmagni með jarðgufu
eftir að þrefaldast. Hægt
er að framleiða um 200
MW í dag í þeim gufuafls-
virkjunum sem eru í
rekstri, en horfur eru á að
þessi tala verði komin upp
í 540 MW árið 2008.
Kostnaður við þær virkj-
anir sem nú eru í byggingu
eða í undirbúningi hjá
Orkuveitu Reykjavíkur og
Hitaveitu Suðurnesja er
tæplega 50 milljarðar.
Bjarnarflagsvirkjun var
fyrsta jarðgufuvirkjunin sem reist
var á Íslandi, en hún var tekin í
notkun árið 1969. Hún er enn í
rekstri og getur framleitt um 3
MW. Virkjunin var eins konar til-
raunavirkjun, en reynslan af
henni þótti gefa fullt tilefni til að
stíga stærri skref á þessu sviði. Í
framhaldinu var ráðist í byggingu
Kröfluvirkjunar. En það gekk
hins vegar á ýmsu við að koma
henni í gagnið. Boranir gengu mis-
jafnlega og eins setti það strik í
reikninginn að miklar jarðhrær-
ingar hófust á svæðinu þegar
framkvæmdir voru langt komnar.
Virkjunin hóf engu að síður fram-
leiðslu árið 1975. Uppsett afl virkj-
unarinnar í dag er um 60 MW.
Að sögn Þorsteins Hilmarsson-
ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj-
unar, eru uppi áform um að
stækka virkjunina upp í 100 MW
og jafnvel enn frekar síðar.
Stækkunin muni þó að öllum lík-
indum haldast í hendur við aukna
orkusölu á svæðinu þar sem ráð-
ast þurfi í miklar fjárfestingar á
raflínum ef það eigi að flytja
orkuna um langan veg. Stækkun
Kröflu er hins vegar hagstæður
kostur og bendir Þorsteinn á að
borholur á svæðinu gefi nú þegar
meiri orku en vélar Kröfluvirkjun-
ar geti nýtt.
Reykjanesvirkjun tekin
í notkun eftir eitt ár
Hitaveita Suðurnesja hóf fyrst
orkufyrirtækja hér á landi að sam-
hæfa sölu á heitu vatni til húshit-
unar og framleiðslu á rafmagni.
Þetta var gert í virkjun í Svarts-
engi, en virkjunin getur í dag
framleitt 45 MW.
Hitaveita Suðurnesja er núna
að byggja 100 MW virkjun á
Reykjanesi sem tekin verður í
notkun í maí á næsta ári. Áætlaður
kostnaður við virkjunina er 9–10
milljarðar. Öll orkan frá Reykja-
nesvirkjun fer til Norðuráls á
Grundartanga.
Albert Albertsson, aðstoðarfor-
stjóri HS, segir engar ákvarðanir
hafa verið teknar um stækkun
Reykjanesvirkjunar. Gera þurfi
frekari rannsóknir á svæðinu og
meta reynsluna af virkjuninni áð-
ur en farið verði að skoða það.
Hann sagði að áhugi væri hins
vegar á betri nýtingu á virkjuninni
í Svartsengi.
HS er einnig með rannsóknar-
leyfi í Trölladyngju og er búin að
bora þar eina tilraunaholu.
Framleiðsla OR fer
úr 90 MW í 330 MW
Orkuveita Reykjavíkur stendur
núna í miklum fjárfestingum í
jarðgufuvirkjunum. Fyrirtækið
framleiðir í dag 90 MW á Nesja-
völlum og í september verður tek-
in í notkun ný vél sem framleiðir
30 MW. Þá er fyrirtækið að
byggja stóra virkjun á Hellisheiði.
Fyrri áfangi virkjunarinnar, 90
MW, verður tekinn í notkun
haustið 2006 og sá seinni, 30 MW,
árið eftir. Þá er OR að láta vinna
umhverfismat vegna stækkunar
Hellisheiðarvirkjunar um 90 MW,
en miðað er við að þessi hluti virkj-
unarinnar verði tekinn í notkun
2008.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur,
sagði að kostnaður við fyrstu tvo
hluta Hellisheiðarvirkjunnar væri
áætlaður um 25 milljarðar.
Stækkunin sem áformað er að tek-
in verði í notkun 2008 myndi kosta
9–10 milljarða til viðbótar.
Guðmundur sagði að það færi
eftir mögulegri orkusölu hvað
tæki við eftir árið 2008. Það væri
mat sérfræðinga að það væri hægt
að taka um 600 MW orku úr Heng-
ilssvæðinu, en þegar búið væri að
hrinda núverandi áformum um
uppbyggingu fyrirtækisins á
svæðinu í framkvæmd yrði fram-
leiðslan 330 MW.
Auk þeirra virkjana sem þegar
hafa verið nefndar rekur Hita-
veita Húsavíkur litla gufuafls-
virkjun, en hún nýtir lághita.
Virkjunin getur framleitt um 1,7
MW.
Almennt er talað um að það sé
heldur ódýrara að byggja gufu-
aflsvirkjun en vatnsaflsvirkjun, en
rekstur gufuaflsvirkjana sé hins
vegar talsvert hærri. Með því að
samnýta heitavatnið til húshitun-
ar og raforkuframleiðslu fæst
veruleg hagræðing.
Oft hefur verið rætt um að gufu-
aflsvirkjanir séu mun umhverfis-
vænni en vatnsaflsvirkjanir. Hafa
þarf þó í huga að með gufunni
kemur talsvert mikið af koltvísýr-
ingi, sem er sama efnið og kemur
frá útblæstri bíla. Þá verður ekki
horft framhjá því að talsvert jarð-
rask fylgir gufuaflsvirkjunum.
Fréttaskýring | Framleiðsla á raforku með
jarðgufuvirkjunum er að aukast mikið
Þreföldun á
framleiðslu
Kostnaður við byggingu virkjananna er
áætlaður tæplega 50 milljarðar króna
Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður
tekin í notkun haustið 2006.
Í dag eru framleidd um
200 MW með jarðgufu
Í dag er hægt að framleiða um
200 MW af raforku með gufuafls-
virkjun. Til samanburðar geta
allar vatnsaflsvirkjanir landsins
framleitt um 1.150 MW, en það
þýðir að 78% orkunnar koma frá
vatnsafli. Hlutur jarðgufunnar
mun aukast á næsta ári þegar
Hellisheiðar- og Reykjanesvirkj-
arnir verða teknar í notkun. Það
breytist svo aftur 2007 þegar
Kárahnjúkavirkjun kemur með
690 MW inn á markaðinn.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is