Morgunblaðið - 09.05.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 09.05.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA Auglýsing um framlagningu skattskrár 2004 og virðisaukaskatts- skrár fyrir rekstrarárið 2003 Í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laganna. Tekin hefur verið saman skattskrá þar sem fram koma barnabætur, vaxtabætur, tekjuskattur, eignarskattur og önnur þau gjöld sem skattstjóri lagði á hvern gjaldanda í umdæmi sínu álagningarárið 2004, vegna tekna ársins 2003 og eigna í lok þess árs. Einnig hefur, samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt verið tekin saman virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 2003. Tilgreindur er ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur virðisaukaskattsskyldra aðila. Skattskrár og virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum skatt- umdæmum mánudaginn 9. maí 2005 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju um- dæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana 9. maí til 20. maí 2005 að báðum dögum meðtöldum. 9. MAÍ 2005 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. LÁRA Ingólfsdóttir er eðl- isfræðikennari í Breiðholtsskóla. Hún hefur stundað kraftgöngu í 6–8 ár, segir hún. „Þetta er rosalega fín hreyf- ing. Ég mæti þrisvar í viku, og við byrjum á því að hita upp inni, síðan förum við út og göng- um. Ég er alltaf í buxum, stutt- ermabol og flíspeysu, sama hvaða veður er, því mér verður aldrei kalt. Við göngum svo hratt og böslum svo mikið. Við göngum í Öskjuhlíðinni og stoppum alltaf öðru hvoru, ger- um læraæfingar, teygjum á mitt- inu og gerum handleggjaæfingar og allt það sem gert er á líkams- ræktarstöðvunum. En mér finnst mikill plús að vera úti, þar sem ég vinn inni allan daginn.“ Lára hefur alltaf verið í ein- hverri leikfimi, stundaði m.a badminton en varð fyrir slysi og varð að hætta. „Núna gæti ég alveg byrjað aftur í badminton, en mig langar það ekki lengur, kraftgangan er komin í staðinn.“ Lagaði bakverkinn með göngu Lára segist fá mest út úr úti- vistinni og þeirri vissu að hún haldi heilsunni. „Ég er að verða sextug og vinkonur mínar eru með vöðvabólgu, olnbogarnir að gefa sig og margar mjög slæmar víða. Ég finn hvergi til og er í mjög góðu formu. Ég þakka það kraftgöngunni.“ Um daginn fór Lára í ferðalag og fékk í bakið og kenndi um sætinu í bílnum. En þá skellti hún sér bara í göngu, gekk frá Hveravöllum og niður að Þingvallavatni og lagaði bakverkinn með því. „Ég trúi á hreyfinguna,“ segir hún, og bæt- ir við að félagsskapurinn í kraft- gönguni sé mjög skemmtilegur, en nokkrar konur úr kraftgöng- unni gengu m.a. á Kilimanjaro í vetur. Lára er í hraðasta tím- anum, en hægt er að velja um þrjú miserfið stig. „Ég get þess vegna hægt á mér með tímanum og farið í auðveldari tíma. En ég held áfram í kraftgöngunni eins lengi og ég get. Eins lengi og kennarinn þraukar,“ segir Lára brosandi.  HREYFING|Kraftganga Mikill plús að vera úti Kraftganga er fyrir fólk á öllum aldri, af báðum kynj- um og í öllu ásigkomulagi. Líkamsþjálfunin felst í upp- hitun, göngu og æfingum úti, auk æfinga og með miklum teygjum innandyra í lokin. Kraftganga stendur fyrir gönguferðum með og án hækkunar, í öllum erf- iðleikaflokkum, auk þess að kenna fólki að bjarga sér á fjöllum. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir. www.kraftganga.is Fyrir alla Morgunblaðið/Golli Lára Ingólfsdóttir stundar kraft- göngu af kappi. Samkvæmt skýrslu sem lögð var fram á ráðstefnu heila- og tauga- sérfræðinga í Brussel nýlega, þjást 127 milljónir íbúa Evrópu af sjúkdómum í heila. Þetta svarar til fjórða hvers Evr- ópubúa, að því er fram kemur á vef Aftenposten. Þetta eru sjúk- dómar eins og Parkinsons, floga- veiki, heilaæxli, kvíði og mígreni. Sérfræðingarnir telja að meira fjármagn þurfi að renna til rann- sókna á sjúkdómum af þessu tagi og mismunurinn á umfangi þeirra og rannsóknarfjár sé slá- andi. Fjórði hver Evrópubúi með heilasjúkdóm  SJÚKDÓMAR NÚ hefur Ávaxta- bíllinn keyrt ávexti og grænmeti í allt að 300 fyrirtæki í heilt ár og enn bætast í hópinn sælir ávaxtaneyt- endur. Haukur Magn- ússon segir bananana vin- sælasta hjá sér, en síðan komi eplin, og þar á eftir appelsínur og perur. Hann segir að fimm ávextir eða ígildi þess af grænmeti á dag sé gott viðmið. „Það eru bráðnauðsynleg efni í ávöxtunum eins og trefjar og vítamín, auk sindurefna sem berjast gegn hrörnun frumna. Ávextir eru mjög auðmeltanlegir. Það tekur lík- amann nokkra klukkutíma að melta kjöt, en ávextirnir fara í gegnum lík- amann á tuttugu mínútum og hafa þannig mjög hreinsandi og losandi áhrif,“ segir Haukur, sem hefur í hyggju að auka neyslu skólabarna á ávöxtum, en samkvæmt nýjum rann- sóknum borða íslensk og spænsk börn minnst af ávöxtum og græn- meti allra barna í Evrópu. Hreinsandi og losandi  ÁVEXTIR TENGLAR .............................................. www.avaxtabillinn.is Ávextir eru mjög auðmelt- anlegir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.