Morgunblaðið - 09.05.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 21
MEÐAL hátíða í Rússlandi
hefur Sigurdagurinn 9. maí alveg
sérstakan sess. Ein minning frá
árum seinni heimsstyrjald-
arinnar sem ber rússneska heitið
Stóra föðurlandstríðið fær hjart-
að í hverjum íbúa Rússlands til
að slá hraðar. Jafnvel nú að 60
árum liðnum finnur maður varla
fjölskyldu í landinu sem ekki hef-
ur verið snortin af logum stríðs-
ins. Stríðsárin færðu þjóðum
Sovétríkjanna
þungar byrðar, en
þær sýndu dæmi
hetjuskapar, per-
sónulegs kjarks og
sannrar föðurlands-
ástar. Þess vegna
hefur Stóra föð-
urlandsstríðið feng-
ið alveg sérstakt
pláss í sögunni.
Fyrir marga, þ. á
m. þátttakendur
þess er þetta mjög
persónuleg hátíð, en
hetjurnar eru því
miður að yfirgefa okkur. Megi
minning þeirra lengi lifa sem
börðust á landi, á sjó og í lofti til
að verja föðurlandið gegn pest
20. aldar svo og þeirra sem voru
kvaldir til bana, hengdir, skotnir,
brenndir lifandi í fasískum út-
rýmingarbúðum, dóu í þræla-
vinnu eða úr kulda og hungri í
umsátrum.
Einn er sá lærdómur sem al-
þjóðasamfélagið getur dregið af
atburðunum sem eru 50-60 ára
gamlir en samt full ástæða til að
halda á lofti. Að undanförnu hafa
farið fram heitar umræður um þá
í mörgum löndum. Ekki eru það
endilega deilur um túlkun á ýms-
um atburðum stríðsins heldur
siðferðislegir dómar um upphaf
þess, framvindu og niðurstöður
sem tengjast beint evrópskum og
heimsstjórnmálum nútímans.
Enda er sagan pólitík sem bein-
ist að fortíðinni.
Síðari heimsstyrjöldin var
tímamótaviðburður. Í fyrsta sinn
í sögu mannkynsins var líf heilu
þjóðanna í húfi. Gasklefar útrým-
ingarbúða í Buchenwald, Ausch-
wiz, Salaspils og fleiri hafa sýnt
hvað fasismi bar með sér og
hvaða framtíð svo kölluð „nýskip-
an“ var að færa heiminum. Og
þeir sem í sumum löndum draga
í efa bæði þýðingu Sigursins og
hlutverk þjóðar okkar gleyma því
að án Sigursins gæti lönd þeirra
vantað á heimskortið í dag.
Bakgrunnur tilraunanna til að
rangfæra stríðssöguna felst í því
að eigna sigursheiðurinn Vest-
urlöndunum og smækka hlutverk
Sovétríkjanna og jafnhliða því að
kenna þeim síðarnefndu ábyrgð á
því að Hitler kom styrjöldinni af
stað.
En ef við skoðum sögu fyr-
irstríðsáranna þá má ekki
gleyma þeirri stefnu Vesturland-
anna að friða fasista í Þýskalandi
með það fyrir augum að bægja
frá sér árásarstríði og færa það í
austurátt gegn Sovétríkjunum.
Hápunktur þessarar stefnu varð
München-samsærið árið 1938.
Friðunin skilaði sér árið eftir í
byrjun síðari heimsstyrjald-
arinnar þegar fasistar hertóku
mörg Evrópulönd.
Staðhæfingar um „ýkt innlegg
Sovétríkjanna í Sigurinn“ stand-
ast enga gagnrýni. Árið 1944 var
sovésk-þýsk víglína 4 sinnum
lengri en heildarvíglína banda-
manna Sovétríkjanna. Á sama
tíma barðist að hámarki 201 her-
deild nasista á austurvígstöðvum
en bandarísk-breskar hersveitir
tókust á við 2 til 21 herdeild.
Jafnvel eftir að Vesturlöndin
höfðu opnað vesturvíglínuna
höfðu bandamennirnir 1,5 millj-
ónir hermanna á móti 560 þús-
undum Þjóðverja. En fyrir aust-
an á sovésk-þýsku víglinunni
tókust á 4,5 milljónir þýskra her-
manna við 6,5 milljónir Sov-
étmanna. Nasískar hersveitir
biðu mest tjón í bardögum gegn
sovéska Rauða hernum sem kost-
uðu þá 70% hermanna og 75%
hergagna. Stríðið kostaði líf 27
milljóna sovéskra ríkisborgara
(þ.e. 1/8 alls íbúafjölda) á tíma-
bilinu 1941-45, þ.á m. 9 milljóna
hermanna og liðsforingja. 11
milljónir biðu bana í útrýming-
arbúðum fasista. Rúmlega 1700
borgir og næstum 100.000 þorp
voru lögð í rúst. En stríðið þjapp-
aði sovésku þjóðinni
saman og verk-
smiðjur héldu áfram
að vinna. Eftir
stríðslokin var efna-
hagur landsins end-
urreistur innan 4ra
ára án aðstoðar að
utan sem ber vitni
um sálarstyrk sig-
ursællar þjóðar.
Churchill, for-
sætisráðherra Bret-
lands skrifaði: „Það
er nefnilega rúss-
neski herinn sem
réð niðurlögum þýsku stríðsvél-
arinnar.“ George Bush Banda-
ríkjaforseti tekur undir það, en
hann lét eftirfarandi orð falla á
hátíðarhöldum vegna 60 ára af-
mælis landgöngu bandamann-
anna í Normandí: „Án Rússlands
hefði þetta ekki verið mögulegt.“
Enginn hefur rétt á að lækka það
verð sem þjóð okkar og land
greiddu í stríðinu né að minnka
umfang glæpa nasista og hvað þá
að hetjutigna þá.
En við skiptum ekki Sigrinum
í prósentur árið 1945 né gerum
það nú. Ásamt bandamönnum
okkar fögnuðum við 60 ára af-
mæli opnunar vesturvíglínunnar
og saman höldum við upp á stór-
afmæli Sigursins í Moskvu.
Stríðið var unnið af öllum banda-
mönnunum í andnasísku sam-
steypunni. Þetta er okkar sam-
eiginlegi sigur.
Við gleymum aldrei hetjulegu
framlagi litlu íslensku þjóð-
arinnar á Norður-Atlantshafinu.
Um Ísland lá stysta leiðin fyrir
birgðaflutninga fyrir Rauða her-
inn í hafnirnar Múrmansk, Ark-
angelsk, Molotovsk (Severod-
vínsk) og fl. Það var 41 skipalest
(797 skip) sem flutti 4 milljónir
tonn af ýmsum varningi. Nas-
istar sendu á vettvang um 100
kafbáta auk margra herskipa og
orrustuflugvéla. Þeim tókst að
sökkva 83 lestarskipum og 15
varðskipum. Samanlagt eyði-
lögðu bresk, bandarísk og sovésk
skip og flugvélar 27 kafbáta, 2
línuskip og 3 tundurspilla óvin-
arins.
Íslenskir sjómenn ásamt
starfsbræðrum sínum frá öðrum
löndum settu líf sitt í hættu með
því að sigla á skipum undir fána
Bandaríkjanna, Bretlands, Nor-
egs, Hollands og Panama við að
færa Sovétmönnum matvæli,
vopn, skotfæri. Þjóð okkar hefur
ekki gleymt og mun aldrei
gleyma þessum ómetanlega
stuðningi á erfiðustu þrautaár-
unum.
Meginniðurstaða stríðsins er
ekki aðeins sigur annars þjóða-
bandalags á hinu. Þetta er í
rauninni Sigur skapandi afla og
siðmenningar á öflum eyðilegg-
ingar og siðleysis. Sigur lífs á
dauða.
Heimsstyrjöldin varð að
stærsta harmleik fyrir þjóðir
Evrópu og heimsins alls. Skylda
sagnfræðinga er að segja sann-
leikann um harmleikinn en þetta
má ekki nota í pólitísku braski. Í
dómum vegna stríðsins má ekki
færa til siðferðisstoðir. Í ræðu
sem Vladimir Pútín forseti Rúss-
lands flutti 27. janúar sl. í Aus-
weiz kallaði hann algjörlega sið-
lausar allar tilraunir að endurrita
sögu stríðsins, jafna réttindi
fórnarlamba og böðla, frelsara og
hernámsliða.
Reynsla af alþjóðlegu bræðra-
lagi frá stríðsárunum eignast
sérstaka þýðingu þegar enn er
verið að bjóða mannkyninu birg-
inn, í þetta skipti frá alþjóðlegri
hryðjuverkastarfsemi sem hefur
þegar drepið þúsundir óbreyttra
manna. Hægt er að ráða við
þessa ógnun eingöngu á grund-
velli samheldni og gagnkvæms
trausts eins og fyrir 60 árum.
„Tvöfeldni“ í tilviki hryðjuverka-
manna er eins ófyrirgefanleg og
tilraunir til að endurreisa æru
samverkamanna fasista. Að veita
hryðjuverkamönnum ræðustól til
að boða mannhaturshugmyndir
sínar er eins siðlaust og ónátt-
úrulegt og að leyfa skrúðgöngur
fyrrum nasískra SS-liða í löndum
sem gera tilkall til hollustu við
lýðræðisleg gildi.
Skylda okkar við þá sem borg-
uðu með blóði sínu til að verja
mannkynið gegn nasisma felst
fyrst og fremst í því að koma í
veg fyrir umburðarleysi, kyn-
þáttar-, þjóðernis- og trúarhroka,
sem hylja tilkall til heimsyfirráða
og eru jarðvegur fyrir nýjar ógn-
ir. Samheldni landa and-
hryðjuverkabandalagsins, sam-
stillt þróun samskipta milli
mismunandi þjóða og trúar-
bragða, umburðarlyndi og gagn-
kvæmt traust, varðveisla menn-
ingarfjölbreytni, opin og
uppbyggileg samverkan menn-
ingarheima eru aðalskilyrði sig-
urs á hatri, aðskilnaðar- og öfga-
stefnu.
60 ára afmæli Sigurs á ekki að
verða að átyllu til árekstra og
uppgjörs gamalla reikninga.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 8.
og 9. maí sem Dögum minningar
og sátta. Í þeim anda fara fram
hátíðarhöld í Moskvu sem for-
ystumenn meira en 50 ríkja og
forsvarsmenn helstu alþjóðlegra
samtaka taka þátt í. Sig-
ursafmæli er einnig fagnað á Ís-
landi. 18. apríl voru íslenskum
hetjum afhentar rússneskar heið-
ursorður, mönnum sem sigldu í
skipalestum, þeim Pétri H. Ólafs-
syni og Guðbirni Guðjónssyni.
Félag menningartengsla Íslands
og Rússlands, „MÍR“ efndi til
sýningar stríðsplakata og sýndi
kvikmyndir um síðari heims-
styrjöldina. Í Reykjavík, á Ak-
ureyri, Neskaupstað og í Reyð-
arfirði fara fram sýningar
sovéskra stríðsljósmynda. Fyrir
nokkrum dögum voru færðar
hamingjuóskir Vladimirs Pútíns
forseta Rússlands til þátttakenda
stríðsins. Í dag, á Sigurdeginum,
verður afhjúpaður minnisvarði
undir titlinum „Nadezhda“
(„Von“), gerður af einum fræg-
asta myndhöggvara Rússlands,
Vladimir Súrovtsev, og verður
hann settur upp í Fossvogs-
kirkjugarði í Reykjavík til minn-
ingar um fallna þátttakendur í
siglingum skipalesta á stríðs-
árunum. Svipaðar athafnir eru
skipulagðar í mörgum löndum
heimsins. Mikilvægt er að yf-
irstandandi hátíð stuðli að sam-
einingu allra landa og þjóða og
efli samheldni okkar í baráttu
gegn helstu ógnunum 21. aldar.
Okkar sameiginlegi sigur
og lærdómur hans
Eftir Alexander Rannikh ’Meginniðurstaðastríðsins er ekki að-
eins sigur annars
þjóðabandalags á
hinu. Þetta er í raun-
inni Sigur skapandi
afla og siðmenningar á
öflum eyðileggingar
og siðleysis. Sigur lífs
á dauða.‘
Höfundur er sendiherra
Rússlands á Íslandi.
Alexander Rannikh
irspurnir berist frá Íslendingum og
útlendingum, bæði búsettum innan
lands og utan. Um sé að ræða fólk
sem ýmist hefur lokið doktorsnámi
eða er að ljúka því. „Það eru ekki
mjög mörg tækifæri fyrir þá sem
vilja fara í rannsóknir í tækni- og
verkfræði. Það er langt á milli þess
að stöður losni og flókin ráðn-
ingaferli. Nú eru ýmsir úti í atvinnu-
lífinu en hafa haft áhuga á að starfa í
háskólageiranum án þess að hafa
fengið tækifæri til þess.“
Mikil þörf fyrir þessa menntun
En er mikil þörf fyrir fólk með þá
menntun sem tækni- og verk-
fræðideild HR ætlar að bjóða upp á?
„Já, við teljum vera mikla þörf
fyrir það. Kannanir Samtaka iðn-
aðarins og fleiri sýna beina þörf fyrir
fólk með þessa menntun. Við segjum
einnig að það sé ekki hægt að hafa of
marga með þessa menntun, því þetta
er fólkið sem skapar tækifærin. Það
er mikið talað um þekkingarsam-
félagið. Við leggjum mikla áherslu á
að huga að grunni þess. Tökum sem
dæmi orkuframkvæmdir fyrir aust-
an þar sem erlendir aðilar hafa
þekkinguna að stórum hluta og fara
svo með hana úr landi þegar fram-
kvæmdum er lokið. Eins má nefna
fjármálaheiminn. Það er mikilvægt
að hafa traustan grunn, svo að þekk-
ingin verði til staðar í landinu. Þetta
eru allt að verða hátæknigreinar.
Framleiðslan flyst þangað sem hún
er ódýrust, en forskot Vesturlanda
hefur legið í nýsköpun og þekkingu,
sem byggist algjörlega á menntun.
Nýlegar tölur sýna að við Íslend-
ingar erum á eftir nágrannaþjóðum
hvað varðar fjármögnun háskóla.
Þótt við færumst í rétta átt eigum
við talsvert í land með að standa
jafnfætis nágrönnum okkar. Hér er
um sameiginlegt verkefni að ræða.
Hlutföll nemenda í háskólanámi
hér sýna að það eru hlutfallslega fáir
í verk- og tækninámi hér á landi,
samanborið við nágrannalönd.“
Samstarf við aðra skóla
Bjarki nefnir að nýlega hafi komið
hingað gestur frá háskóla í Finn-
landi sem sagði að þar væru um 50
þúsund nemendur í tækni- og verk-
fræðinámi, sem jafngilti 1% af
finnsku þjóðinni. Samsvarandi tala
fyrir Ísland væri því um um 3.000
nemendur.
„Hvort sem þessar tölur eru rétt-
ar eða ekki þurfum við ekkert að sjá
ofsjónum yfir að hér séu tvær há-
skóladeildir, hvor með um 1.000
nemendur í tækni- og verk-
fræðigreinum,“ segir Bjarki. „Ég
hef ekki áhyggjur af því að það
stefni í offramleiðslu á verkfræði- og
tæknimenntuðu fólki. Einn banki
eða fyrirtæki á borð við Össur og
Marel eru með hundruð starfs-
manna. Ef á að vera hægt að stofna
fleiri slík fyrirtæki í framtíðinni þarf
að fjölga því fólki sem getur gripið
boltann og hlaupið með hann
áfram.“
Bjarki segist sjá fyrir sér sam-
starf við verkfræðideild HÍ í fram-
tíðinni. Hann segist vera opinn fyrir
því en eftir sé að útfæra slíkt sam-
starf nánar. „Tækni- og verk-
fræðideild HR var ásamt verk-
fræðideild HÍ að stofna
rannsóknasetur í fræðilegri tölv-
unarfræði 29. apríl síðastliðinn. Við
teljum okkur geta unnið bæði með
verkfræðideild HÍ og eins raunvís-
indadeild eða læknadeild HÍ. Mér
finnst vel koma til greina að t.d. upp-
götvanir sem eðlisfræðingar vinna
að komi síðan til okkar og við
vinnum að þróun þeirra til hagnýt-
ingar. Eins gætum við átt gott sam-
starf við læknadeild um verkefni á
sviði heilbrigðisverkfræði. Okkur
þykir það sjálfsagt og eðlilegt.
Markmið okkar er ekki að stækka
deildina endalaust, heldur að hún sé
góð og hafi sterkt námsframboð.
Einnig er nauðsynlegt að auka rann-
sóknavirkni í þessum greinum hér á
landi. Það er sjónarmið út af fyrir
sig að það eigi vera ein öflug há-
skóladeild hér á landi á sviði tækni-
og verkfræði í stað tveggja. En við
teljum að víxlverkun milli tveggja
framsækinna deilda vegi þyngra en
að vera með eina stóra. Við höfum
þá eitthvað til að bera okkur saman
við hér innanlands.“
áa nem-
kfræðigrein-
andlega 20–
msbraut og
era það
óran hóp
li. Það verð-
m sölum,
hefðbundið í
kólum. Við
stustig og
spillast fjár-
falla úr
kaða. Við
nnig betra,
pil innbyrðis
eirra og
um. Að
rjátíu
erkefnum
verk-
uhættir og
öðru sniði en
um háskóla-
fimm nám-
rða fjögur
kur sem lýk-
eta nemar
mur vikum
r mjög sam-
inbeitt sér
ta auðveldar
afyrirlesara
an lands og
ið.“
fi gengið að
Við vorum
a, tækni-
rumgrein-
seri byrjum
ræðigrein-
a kennara
gu námsins.
gar umsókn-
ra mikill
sum nýju
ð fyr-
amboði á
ntuðu fólki
/Árni Sæberg
á sínum tíma átt lengi í viðræðum við mennta-
málaráðuneytið varðandi breytingu TÍ í
tækniháskóla. SI hafi ekki séð rekstr-
arforsendur fyrir því að taka yfir reksturinn á
þeim tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra hafi síðan tekið málið
upp í fyrrahaust og því hafi lyktað með sam-
einingu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í
Reykjavík (HR).
„Við fögnuðum því mjög,“ segir Sveinn. „Þá
var gengið til viðræðna við þrenn samtök at-
vinnulífsins sem nú standa að HR, það er
Verslunarráð Íslands, Samtök atvinnulífsins
og Samtök iðnaðarins. Í því sambandi lögðum
við mikið upp úr því að tæknifræði, iðnfræði og
frumgreinadeild, sem er aðfaranám iðn-
aðarmanna fyrir háskólanám, yrði tryggður
sess í hinni nýju tækni- og verkfræðideild HR.
Á tímabili vorum við hræddir um að tækni-
fræði- og iðnfræðinám væri að leggjast af og á
förum úr landi.“
Samtök iðnaðarins hafa gert samning við
THÍ um fjarnám í frumgreinadeild sem flyst
nú yfir í HR. Sveinn segir að SI vilji styðja
áfram við uppbyggingu skólans.
kfræði er forsenda þess að hátækniiðn-
rinn geti vaxið og dafnað.
ú er að verða bylting í atvinnulífi okkar, að
i Sveins. Aukin hlutdeild hátæknivara og
nustu í verðmætasköpuninni er til vitnis um
a. Til að sú þróun geti haldið áfram verði
tyrkja ýmsar stoðir atvinnulífs og þjóðlífs,
ra á meðal er menntunin. Sveinn telur að
ækni- og verkfræðideild Háskólans í
kjavík bæti úr brýnni þörf fyrir menntað
í þessum geira atvinnulífsins.
Gallup gerði fyrir okkur könnun meðal að-
rfyrirtækja okkar þar sem könnuð var þörf
ra fyrir raungreinamenntað fólk,“ segir
inn. „Niðurstöðurnar voru birtar í janúar
4. Þar kom fram að fyrirtækin töldu sig
fa að bæta við 800 nýjum starfsmönnum
raungreina- og tæknimenntun næstu þrjú
. Það er meira en skólakerfið er að skila
ur af fólki með þessa menntun.“
gnar sameiningu THÍ og HR
veinn segir að SI hafi lengi verið einskonar
hjarl gamla Tækniskóla Íslands (TÍ), sem
r varð Tækniháskóli Íslands (THÍ). SI hafi
nda vaxtar hátækni
TÆKNI- og verkfræðideild
hefur formlega göngu sína við
Háskólann í Reykjavík á kom-
andi hausti. Deildin er að
stofni til grundvölluð á tækni-
deild, heilbrigðisdeild og
frumgreinadeild Tæknihá-
skólans og tölvunarfræðideild
HR. Skólarnir tveir hafa verið
sameinaðir undir nafni Há-
skólans í Reykjavík.
Tækni- og verkfræðideild
HR hefur göngu sína með um
þúsund nemendur. Það er
svipuð stærð og verk-
fræðideild HÍ. Um þúsund
nemendur hafa verið í
Tækniháskólanum og um 400
nemendur í tölvunarfræði HR.
Í deildinni verður lögð höf-
uðáhersla á verkfræði, tölv-
unarfræði og tæknifræði auk
frumgreina, sem eru und-
irbúningur fyrir háskólanám á
þessum sviðum.
Tækni- og
verkfræðideild
Háskólans í
Reykjavík