Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 22

Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 22
22 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SIV Friðleifsdóttir hefur ásamt fleiri þingkonum lagt fram frum- varp um breytingar á tóbaksvarn- arlögum sem m.a. felur í sér bann við reykingum á skemmtistöðum og veitingahúsum. Frumvarpinu fylgir vandaður rökstuðningur þar sem gerð er grein fyrir hættunni sem af óbeinum reykingum stafar og tíundaðir eru kostir þess að draga úr möguleikum á skaða af völdum beinna sem óbeinna reyk- inga. Í ljósi ágætis þessa frumvarps mætti ætla að flestir þingmenn hefðu tekið því fagnandi og það jafnvel verið lagt fram sem stjórn- arfrumvarp. Það virðist að minnsta kosti ólíkt mikilvægara fyrir fram- tíð þjóðarinnar en mörg önnur þrætuefni sem ríkisstjórnarflokk- arnir hafa sameinast um. En reyndin hefur orðið önnur. Stjórn- málamenn hafa stigið á svið og staðhæft að nú sé ekki rétti tíminn til að herða tóbaksvarnarlögin, nóg hafi verið að gert þar sem frelsi einstaklinga hafi verið takmarkað um of, frelsi atvinnurekenda sé skert verði frumvarpið að lögum o.s.frv. Lítum eitt andartak nánar á þessi rök. Frelsi hvers er verið að vernda með því að leyfa mönnum t.d. að reykja á matsölustöðum? Tvennum rökum er jafnan haldið á lofti. Annars vegar er staðhæft að verið sé að vernda rétt reykinga- manna og hins vegar er það réttur þeirra sem eiga mat- sölustaðina. Skoðum fyrst rétt reykingamannsins. Stór hluti Íslendinga hefur komið auga á að þau rök lykta illa og eru raunar moð- reykur, enda hvernig getur einn maður haft rétt til að reykja yfir öðrum manni eða mönnum sem hafa ekki gefið þar til sitt leyfi? Fullyrða má að allir munu samdóma eftir fáein ár, líklega fyrr, eftir að reykingar verða bannaðar á matsölustöðum að sjálfsagt sé að virða rétt þeirra sem vilja njóta matarins einir eða með fjölskyldum sínum án þess að þurfa að sitja í reykjarkófi. Það getur ekki talist frekja eða árás á frelsi annarra að vilja njóta matar síns í hreinu lofti, og án þess að eiga á hættu heilsutjón. Frelsi fel- ur ekki í sér rétt til að skaða aðra. Langflestir íslenskir reykingamenn láta varla hvarfla að sér að reykja yfir fólki sem snæðir mat sinn í heimahúsum eða mötuneytum fyr- irtækja og stofnana. Mjög margir reykingamenn eru sammála banni við reykingum t.d. á matsölustöð- um. Bítum ekki svo fast í okkur frelsishugsunina að það brengli dómgreindina og blindi okkur á einföldustu staðreyndir. Afleiðingar tóbaksreykinga eru sífellt að koma skýrar fram. Sumar hætturnar eru leiddar í ljós af vís- indamönnum á tilraunastofum, aðr- ar uppgötva einstaklingar í einrúmi og örvæntingu á eigin vaxandi heilsuleysi eða veikindum barna sinna. Gildir það bæði um þá sem reykja og hina sem aðeins hafa orð- ið fyrir þeirri ógæfu að dvelja lang- tímum saman í reykmettuðu um- hverfi. Á sama tíma og skelfilegar afleiðingar reykinga eru hverju barni orðnar augljósar (nema um sé að ræða einstaklinga sem hafa peningalega hagsmuni af því að leiða þær hjá sér) hefur engum tekist að benda á nokkuð jákvætt við þennan leiða ósið, þessa miklu fíkn. Víst má enda telja að eftir 20 ár þyki það ámóta ósiður að reykja og nútímamanni þykir sá löngu af- lagði háttur að hrækja í þar til gerð ílát eða í námunda við þau. En hvað um frelsi þeirra sem vilja reka matsölustað og bjóða gestum sínum upp á reykingar? Margar spurningar hljóta að vakna um slíkan atvinnurekstur. Hver er t.a.m. ábyrgð atvinnurekenda gagnvart heilsutjóni sem starfs- menn hljóta á reykmettuðum vinnustöðum? Hver er ábyrgð þeirra sem vita um hættuna en gera lítið eða ekkert til að draga úr henni? Það hvarflaði t.d. varla að nokkrum manni fyrir aðeins örfá- um árum að tóbaksframleiðendur gætu þurft að greiða skaðabætur vegna vöru sinnar. Annað hefur komið á daginn. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Við þekkjum a.m.k. enga aðra starfs- grein á Íslandi þar sem atvinnurek- endur myndu vitandi vits leyfa sér að stofna heilsu og lífi starfsmanna sinna í hættu ef þeir ættu þess kost að komast hjá því. Á vinnustöðum er sú krafa einfaldlega gerð að for- svarsmenn fyrirbyggi hættur og reyni að útiloka lífshættur í stað þess að velta ábyrgðinni yfir á starfsfólk sitt. Sorglegt er að fylgjast með því þegar skynsamt fólk leyfir sér að nota almenn og þvæld frelsisrök í þágu málstaðar sem kominn er fyr- ir löngu í rökþrot. Sorglegast er þó fyrir unnendur einstaklingsfrelsis að horfa upp á slíka misnotkun. Af þessum sökum teljum við undirritaðir að þingheimur eigi að sameinast um frumvarp til tóbaks- varna og leggja eitt andartak til hliðar karp um fánýtari efni til að samþykkja lög sem stuðla að því að auka landsmönnum lífsgæði og lífs- líkur. Tóbaksreykur er afþakkaður Kári Bjarnason og Róbert H. Haraldsson fjalla um frumvarp um breytingar á tóbaksvarn- arlögum ’Sorglegt er að fylgjastmeð því þegar skynsamt fólk leyfir sér að nota al- menn og þvæld frels- isrök í þágu málstaðar sem kominn er fyrir löngu í rökþrot. ‘ Róbert H. Haraldsson Kári er íslenskufræðingur. Róbert er dósent við HÍ. Kári Bjarnason MEÐ frumvarpinu um framtíð- arskipan Ríkisútvarpsins, sem keyra á í gegn á síðustu dögum vorþings, eru stjórnvöld aftur komin í sama far og þau lentu í með fjölmiðlafrumvarpið svokallaða sl. vor, sem þau kusu þó að draga til baka fremur en að þjóðin fengi að segja sitt álit á því. Það ætti að vera sjálfsagt að breytingar á lögum um Ríkisútvarpið væru gerðar með hliðsjón af og í tengslum við laga- breytingar sem unnið var að í góðri samvinnu allra flokka og snerta aðra ljósvakamiðla, þ.e. lög um starfsemi fjöl- miðla. En í stað þess að leita eftir pólitískri sam- stöðu líkt og gert var með vinnu fjölmiðla- nefndarinnar svoköll- uðu var Ríkisútvarpið tekið út fyrir sviga og í flýti samið frumvarp sem er alveg ófullburða. Hvernig á til dæmis að vera hægt að samþykkja að Ríkisútvarpið verði sameignarfélag þegar enginn veit hvernig nýtt lagafrumvarp við- skiptaráðherra um sameignarfélög kemur til með að líta út? Flokkspólitísk völd og leynd Það er heldur ekki reynt að losa Ríkisútvarpið undan hinu flokks- pólitíska valdi heldur þvert á móti. Stjórn Ríkisútvarpsins fær sam- kvæmt frumvarpinu vald til að ráða og reka útvarpsstjóra og ráðningartími hans er ekki skilgreindur. Það þýðir einfaldlega að hætta er á að útvarps- stjóri telji sér ekki fært að ganga gegn vilja stjórnarinnar. Annar ókostur við frumvarpið er að samkvæmt því er langt frá því að stjórnin endurspegli valdahlutföllin á Alþingi þar sem ekki geta allir stjórnmálaflokkarnir átt full- trúa þar. Í umsögn fjármálaráðuneytis um frumvarpið, sem fylgir því, kemur fram að sameignarfélagið tilvonandi verði „losað undan ýmsum lögum og reglum sem gilda sérstaklega um rík- isrekstur, svo sem varðandi fjárreiður, upplýsingagjöf, starfsmannahald og lántökuheimildir“. Þetta getur varla talist nútímaleg, opin stjórnsýsla. Er ekki einmitt sérstaklega mikilvægt að eigandi Ríkisútvarpsins, þjóðin, eigi aðgang að öllum upplýsingum varð- andi þau atriði sem þarna eru nefnd og að öll stjórnsýsla sé gagnsæ? Ef Ríkisútvarpið á að vera lýðræð- isleg stofnun er æskilegt að taka upp fyrirkomulag sem gæti leitt til al- mennrar sáttar um það. Það væri best gert með því að fara í gagnstæða átt við þá stefnu sem mörkuð er í frum- varpinu og hafa æðstu stjórn stofn- unarinnar breiðari og umfram allt fag- legri en þar er gert ráð fyrir. Það vekur sérstaka athygli að starfsmenn Ríkisútvarpsins eiga enga lögboðna aðkomu að stjórn þess. Víða í ná- grannalöndum okkar er æðsta stjórn rík- isútvarps skipuð fulltrú- um ýmissa þjóðfélags- hópa. Það væri bæði faglegt og lýðræðislegt ef hægt væri að koma á fót einhvers konar aka- demíu sem yrði hluti af æðstu yfirstjórn Rík- isútvarpsins. Þar sætu fulltrúar þjóðarinnar, eigenda útvarpsins, þeirra sem nýta sér þjónustu þess. Stærð slíkrar akademíu gæti verið allt frá 10 manns upp í 20–30. Þar ættu t.d. sæti fulltrúar ýmissa almanna- samtaka, íþróttahreyfingar, verka- lýðshreyfingar, stjórnmálaflokka, há- skólasamfélagsins, blaðamanna, nýbúa og síðast en ekki síst starfs- manna Ríkisútvarpsins; það má hugsa sér að í þessu ráði væri jöfn skipting kynjanna og þar væru fulltrúar allra landshluta. Þetta ráð kæmi saman t.d. tvisvar á ári og seta í því væri mikilsverð við- urkenningar- og virðingarstaða, í það væri valið hið hæfasta fólk með víða sýn yfir samfélagið. Hlutverk þess- arar akademíu væri að standa vörð um fagleg sjónarmið og frelsi Rík- isútvarpsins gagnvart utanaðkomandi þrýstingi. Þetta þekkist víða annars staðar, líkist meðal annars því sem nefnt er „Board of Governants“ hjá BBC. Flas er ekki til fagnaðar Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dag- skrárgerð og að standa vörð um tung- una og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil, það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. Hins vegar á Ríkisútvarpið ekki að vera málpípa stærstu stjórnmálaflokkanna hverju sinni, þá er það varla „Útvarp allra landsmanna“. Það er mjög brýnt að vanda gerð frumvarps um Rík- isútvarpið, þjóðarútvarp okkar. Þess vegna á ekki að keyra það í gegnum þingið nú á síðustu dögum þings, held- ur þarf að leyfa frjálsri og lýðræð- islegri umræðu um frumvarpið að þróast meðal þjóðarinnar svo frum- varpið geti breyst til batnaðar frá því sem nú er. Fari svo fram sem horfir um afgreiðslu þessa máls verður það að vera eitt fyrsta verk nýrrar lands- stjórnar að taka þau lög til endurskoð- unar. Frumvarp í flaustri Margrét Sverrisdóttir fjallar um frumvarp um framtíð- arskipan Ríkisútvarpsins ’Það er mjög brýnt aðvanda gerð frumvarps um Ríkisútvarpið, þjóð- arútvarp okkar. Þess vegna á ekki að keyra það í gegnum þingið nú á síðustu dögum þings.‘ Margrét Sverrisdóttir Höfundur er formaður Hollvina- samtaka Ríkisútvarpsins. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur án efa unnið gott starf undanfarin misseri að mannrétt- indamálum. Það virðist hins veg- ar þvælast fyrir þeim aðilum hver baráttumálin eru. Það er sagt vera atlaga að mannrétt- indum í landinu að stjórnvöld hafi skorið niður fé til reksturs skrifstofunnar. Það er ný kenn- ing að fjárframlög teljist til mannréttinda. Starfsemi mannréttindasam- taka er gríðarlega mikilvæg í hverju samfélagi. Mannréttindi eru brotin oft á dag, jafnvel í hinum siðmenntuðustu samfélög- um og þar eru stjórnvöld í hlut- verki hins brotlega. Mannrétt- indasamtök þurfa stöðugt að anda ofan í hálsmál stjórnvalda til að tryggja rétt borgaranna. Eðli máls samkvæmt þurfa slík samtök því að vera óháð stjórn- völdum. Aldrei má efast um sjálf- stæði slíkra samtaka né heilindi. Mannréttindasamtök sem starfa í skjóli stjórnvalda eru ekki trú- verðug og minna frekar á hin ríkisreknu mannréttindasamtök sem starfrækt voru í Sovétríkj- unum forðum. Það er því bæði rétt og nauð- synlegt að stjórnvöld rjúfi þau fjárhagslegu tengsl sem verið hafa milli ríkisins og Mannrétt- indaskrifstofunnar. Mannrétt- indasamtök eiga að reiða sig á frjáls framlög einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins þannig getur almenningur verið þess fullviss að barátta fyrir mannréttindum sé unnin af heilindum. Sveinn Andri Sveinsson Mannréttinda- ákvæði fjárlaga Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. HLUTI alþingismanna veltir því nú fyrir sér að lækka áfeng- iskaupaaldurinn úr 20 árum niður í 18 ár. Til þessa hefur 18 ára ung- lingum reynst leikur einn að komast yfir áfenga drykki, og hafa þeir sem aðhyllast lækkunina beitt þeim rökum að úr því að 18 ára hvort eð er geti komist yfir áfengi eigi þeir eins vel að geta keypt það. Veltum því eilítið fyrir okkur hvernig 18 ára ungling- ar hafa til þessa getað komist yfir áfengi. Jú, það hafa þeir gert með því að beita fyrir sig 20 ára félögum sínum, sem margir hverjir hafa hvorki nægilega dómgreind til að bera né nægan þroska til að neita bón um áfengiskaup fyrir sér yngri félaga. Verði áfengiskaupaaldurinn hins veg- ar lækkaður niður í 18 ár má gera því skóna að 16 ára unglingar og jafnvel enn yngri börn eigi greiðan aðgang að áfengi. Mig langar að biðja ykkur, les- endur góðir, að velta þessari spurn- ingu sem snöggvast fyr- ir ykkur: Haldið þið að unglingar verði ein- hverju bættari, ef þeir komast yfir áfengi? Verður líf 18 ára (og yngri) unglinga á ein- hvern hátt jákvæðara, betra, innihaldsríkara eða sælla ef þeir eiga auðveldara með að kom- ast yfir áfenga drykki? Rannsóknir sýna að líkurnar á ofdrykkju og drykkjusýki magnast í takt við lægri aldur fyrstu drykkju. Engu að síður eru margir tilbúnir til að aðhyllast lækkun áfengiskaupaaldurs. Bera þeir hinir sömu umhyggju fyrir æsku landsins eða vakir einungis fyrir þeim að koma eigin skoðunum á framfæri? Sumir beita þeim rökum að úr því keyra megi bíl 17 ára, gifta sig og kjósa 18 ára, hvers vegna megi þá ekki kaupa áfengi á þessum aldri. Margir gleyma því hins vegar, og oftar en ekki í nafni frjálshyggju, að sjaldgæft er að menn gangi um óðir og drepi hver annan þótt þeir gifti sig eða fái að kjósa. Vita menn hve hátt hlutfall allra glæpa og slysa á Íslandi á rætur að rekja til áfengisneyslu? Er ástæða til að hækka það hlutfall? Lækkun áfengiskaupa- aldurs, hvers vegna? Guðlaug Kjartansdóttir fjallar um áfengiskaupaaldur ung- menna ’Sumir beita þeim rök-um að úr því keyra megi bíl 17 ára, gifta sig og kjósa 18 ára, hvers vegna megi þá ekki kaupa áfengi á þessum aldri.‘ Guðlaug Kjartansdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi og fram- haldsskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.