Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 23

Morgunblaðið - 09.05.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 23 UMRÆÐAN FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Átt þú 5-8 ára barn? Skóli Ísaks Jónssonar er lítill og persónulegur skóli sem hefur sérhæft sig í kennslu 5 til 8 ára barna frá árinu 1926. Forskot í lestri og íslensku Markmið skólans er að lestrarkunnátta í lok 6 ára bekkjar sé sambærileg við það sem aðrir skólar ná í lok 7 ára bekkjar. Enska í öllum bekkjum Enn betri undirbúningur undir frekara nám. Áhersla á heilbrigða lífshætti Skólinn leggur mikið upp úr því að nemendur temji sér heilbrigða lífshætti og jákvætt lífsviðhorf. Lífsleikniþjálfun er snar þáttur í skólastarfinu. Vinnufriður í skólastofum Við leggjum áherslu á að kenna nemendum markviss og öguð vinnubrögð. Skráning stendur yfir í Ísaksskóla Skáning og nánari upplýsingar í símum 553 2590 og 893 1440. Einnig má senda fyrirspurnir á isaksskoli@isaksskoli.is. UNDANFARIÐ hafa borist fréttir af góðum árangri af for- varnastarfi hér í borg og um landið allt. Rannsóknir á tóbaks-, áfengis og vímu- efnaneyslu sýna að ís- lensk ungmenni kjósa fremur að halda út í líf- ið án þessara efna. Þessar gleði- fregnir kalla fram spurninguna hvað valdi? Engin ein skýring er haldbær enda hafa margir lagt sitt lóð á vog- arskálarnar, ekki síst ungmennin sjálf, en oft vill gleymast að þessi ár- angur er fyrst og fremst þeirra. Áhrif foreldra á börn þannig að þau velji heilbrigðan lífsstíl verða seint ofmetin. Rannsóknir sýna að slag- orðið foreldrar eru bestir í for- vörnum er í fullu gildi. Þegar kemur að neyslu tóbaks, áfengis eða ann- arra vímuefna skiptir umhyggja, eft- irlit og aðhald foreldra miklu máli. Í nýrri samevrópskri könnun á tóbaks-, áfengis- og vímuefnaneyslu kom fram að eftirlit foreldra og að- hald skiptir miklu hvað varðar það hvort unglingar byrji að reykja, neyta áfengis eða annarra vímuefna. Í könnuninni voru nemendur spurðir hvort foreldrar vissu hvar þeir væru á laugardagskvöldum. Í 30 löndum af 31 kom fram fylgni milli þessara þátta þannig að ef foreldrar vissu ekki um unglingana var líklegra að þeir reyktu, drykkju eða notuðu önnur efni. Sterkust var fylgnin fyr- ir alla þættina þrjá hér á Íslandi. Ís- lenskar rannsóknir sýna skýrt að þeir unglingar sem telja sig njóta umhyggju og aðhalds foreldra fara síður að reykja eða drekka. Foreldrar sem fyrirmyndir Börn líta mjög til foreldra sinna eftir leiðbeiningum um hegðun og þau gera eins og við gerum frekar en eins og við segjum. Foreldrar ættu sérstaklega að hafa þetta í huga þeg- ar um er að ræða tóbak, áfengi og önnur fíkniefni. Hvernig foreldrar fara með þessi efni og hvaða viðhorf þeir hafa til þeirra skiptir gríð- armiklu máli fyrir það hvort og þá hvernig barnið velur að nota þau. Stuðningur og reglur Mikilvægt er að foreldrar sýni börnum sínum stuðning og leiði þau til heilbrigðs lífs. Skilaboðin til barnanna verða að vera skýr og regl- urnar sem þau eiga að fylgja verða að liggja ljósar fyrir. Það hefur sýnt sig að ef foreldrar eru samtaka um þær reglur sem eiga að gilda um líf barnanna þá verða þær fljótt sjálf- sagður hlutur sem allir fylgja. Kannanir á viðhorfum foreldra til ýmissa þátta sem snúa að lífi ung- menna hafa verið gerðar nokkuð reglulega undanfarin ár. Í nið- urstöðum þeirra kannana hefur komið fram skýr rammi sem for- eldrar vilja hafa um líf barna sinna. Sem dæmi má nefna að meirihluti foreldra segist ekki leyfa eftirlits- laus partí fyrir börn sín á grunn- skólaaldri, ekki útvega þeim áfengi, virða reglur um útivistartíma og ekki leyfa þeim að fara eftirlitslausum á útihá- tíðir. Fjöldi rannsókna á samskiptum unglinga og foreldra og tengslum þeirra við áhættuhegðun sýna að foreldrar eru lykilað- ilar í forvarnastarfi. Með leiðandi uppeld- isháttum sem einkenn- ast af hlýju, nálægð, eftirliti og aðhaldi er líklegra að barnið velji heilbrigða lífshætti. Foreldrar hafa sýnt í verki vilja og getu til að vera þessir aðilar. Til þess þarf að hvetja og fræða foreldra og búa tilþannig samfélag sem styður við bak þeirra í þessu verkefni. Foreldrar eru bestir Hildur Björg Haf- stein fjallar um for- varnastarf ’Fjöldi rannsókna ásamskiptum unglinga og foreldra og tengslum þeirra við áhættu- hegðun sýna að for- eldrar eru lykilaðilar í forvarnastarfi. ‘ Hildur Björg Hafstein Höfundur er verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.