Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 24

Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 24
24 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGINN 30. apríl birtist í Morgunblaðinu fréttaskýring und- ir fyrirsögninni „Þrír mánuðir eða 30 dagar?“ Þar segir m.a.: „Drífa Snædal, fræðslu- og kynn- ingarstýra Kvennaathvarfsins, segir að mikilvæg leiðrétting hafi verið í dómi Hæstaréttar þar sem því hafi verið hafnað að konan ætti sök á of- beldinu. „Þetta er það sem okkar barátta snerist um,“ segir Drífa en gagnrýnir löggjöfina fyrir að taka hvergi á kynbundnu ofbeldi. „Það er alveg horft framhjá því að 95% þeirra sem beita heimilisofbeldi eru karlar og 95% sem verða fyrir því eru konur.““ Þær tölur sem þarna eru nefndar eru vissulega athygl- isverðar. En eru þær réttar? Ég hef fyrir framan mig grein úr breska blaðinu Sunday Times. Greinin er eftir blaðamanninn og rithöfundinn Patriciu Pearson. Þar stendur m.a.: „Á fundi sem Al- þjóðlegt félag um rannsóknir á of- beldi (International Society for Research on Aggression) hélt í síð- astliðnum mánuði greindi John Arc- her frá Háskólanum í Mið- Lancashire frá því að rannsóknir á þúsundum karlmanna og kvenna í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kan- ada sýndu að í heimiliserjum væru konur jafn líklegar til að beita of- beldi og karlmenn. Tölur Archers staðfesta niðurstöður bandarískra félagsfræðinga sem í 20 ár hafa sent frá sér skýrslur þess efnis að kannanir sem ná til þjóðfélagsins í heild, en takmarkast ekki við hópa kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi, leiði í ljós að konur slái, löðrungi, sparki, kýli, fleygi hlutum og beiti vopnum eins oft og karlmenn. Þótt kannanir sýni að konur verði venju- lega fyrir meiri skaða í átökunum sleppa karlmennirnir ekki alltaf ómeiddir þegar á þá er ráðist. Rannsókn á bandarískum sjúkra- húsum, sem birt var í ágúst 1997 og náði til eins árs, leiddi í ljós 30.000 tilvik þar sem karlmenn höfðu orðið fyrir meiðslum vegna heimilis- ofbeldis.“ Í grein sem blaðið birti síðar, eft- ir dálkahöfundinn Melanie Phillips, er reyndar gengið lengra og því haldið fram að nýjasta samantekt á nær 100 rannsóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum bendi til þess að konur eigi oftar upptökin að ofbeldi á heimilum. Ofbeldi kvenna heima fyrir fari vaxandi með auknum völd- um þeirra á heimilunum. Í greininni segir að margar rannsóknir á heim- ilisofbeldi séu hlutdrægar því að þær séu eingöngu byggðar á frá- sögnum kvenna sem leitað hafi til kvennaathvarfa. Þegar kannað hafi verið hverjir hefðu hlotið sýnilega áverka í heimilisátökum hafi þriðj- ungur þess hóps reynst vera karl- menn. Í þessu sama blaði (Sunday Times) hafa birst frásagnir af stæðilegum lögreglumönnum og jafnvel sérsveitarmönnum sem komið hafa til vinnu sinnar bláir og marðir eftir eiginkonurnar. Þessir menn neyttu ekki aflsmunar, lögðu ekki fram kærur, og tilvikin koma ekki fram í neinum skýrslum. Með tilliti til þessara upplýsinga er rétt að spyrja: Hvaðan koma þær tölur sem birtust í Morgunblaðinu hinn 30. apríl og notaðar eru til að réttlæta hugtakið „kynbundið of- beldi“? Er líklegt að á Íslandi sé hegðun kynjanna alls ólík því sem gerist í nágrannalöndum? ÞORSTEINN SÆMUNDSSON Bólstaðarhlíð 14, Reykjavík. Kynbundið ofbeldi? Frá Þorsteini Sæmundssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í UMRÆÐU, bæði á Alþingi og öðrum vettvangi, um framlög ríkisins til starfsemi Mannrétt- indaskrifstofu Ís- lands hefur verið vitnað til starfs- reglna Amnesty Int- ernational er lúta að móttöku fjár frá yf- irvöldum. Því hefur verið haldið fram að sú grunnregla Amn- esty International að leita ekki eftir op- inberu fé til starf- semi samtakanna feli í sér að samtökin séu þeirrar skoðunar að yfirvöld skuli ekki styðja við mannrétt- indastörf sem unnin eru af öðrum en ríkisvaldinu sjálfu. Mikilvægi framlags samtaka, sem ekki lúta beinni stjórn yf- irvalda til mannréttinda, er óum- deilt. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur til að mynda ítrekað verið lögð áhersla á að yf- irvöld hvarvetna skapi aðstæður sem og hlúi að starfsemi slíkra samtaka. Amnesty International setur sig aldrei upp á móti op- inberum framlögum til samtaka og stofnana sem sinna mannrétt- indastarfi þó samtökin sjálf hafni slíkum framlögum til eigin starf- semi. Þar sem starfsreglur Amnesty International hafa verið dregnar inn í umræðu um framlög stjórn- valda til reksturs Mannréttinda- skrifstofu Íslands, meðal annars til að réttlæta skerðingu á rekstrarfé til hennar, er nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning sem fram hefur kom- ið í þeirri umræðu og skýra regl- ur Amnesty International er lúta að fjármögnun samtakanna. Mannréttindasamtökin Amn- esty International voru stofnuð árið 1961 eða við upphaf hins svokallaða Kalda stríðs. Frá upp- hafi lögðu samtökin megináherslu á óhlutdrægni, sjálfstæði og al- þjóðlega samstöðu. Ein þeirra meg- inreglna sem sam- þykkt var á fyrstu árum samtakanna var sú að samtökin myndu treysta á fé- laga og framlög þeirra til að standa undir kostnaði við starfsemina en hafna opinberu fé. Margar ástæður lágu að baki þessari ákvörðun, meðal annars að tryggt væri að engin stjórnvöld gætu stýrt verkefnavali samtakanna. Önnur ástæða laut að möguleikum sam- takanna til að stofna deildir í öll- um löndum óháð stjórnarfari. Ein undanþága er þó í dag frá þessari meginreglu sem lýtur að opinber- um stuðningi við mannréttinda- kennslu. Amnesty-deildir geta leitað eftir opinberum styrkjum til slíkar kennslu og fræðslu. Ís- landsdeild Amnesty International fékk til að mynda fyrir þremur árum styrk frá Menntamálaráðu- neytinu til útgáfu á handbók um mannréttindafræðslu sem ætluð er til að auðvelda kennurum kennslu um mannréttindi. Ástæða þess að mannréttinda- samtökin Amnesty International vinna eftir svo skýrum reglum varðandi fjármögnun á starfsemi samtakanna er sú að þau eru al- þjóðleg samtök sem leggja mikla áherslu á að starfa í sem flestum löndum og vera fullkomlega óháð í verkefnavali. Þessar reglur miða allar að því að tryggja sjálf- stæði samtakanna annars vegar og möguleika á að starfa sem víð- ast og við alls konar aðstæður hins vegar. Meðal annars vegna þessarar reglu samtakanna hafa Amnesty-deildir getað starfað í löndum þar sem ástand mann- réttinda hefur verið bágborið og yfirvöld ekki sýnt framgangi mannréttinda nokkurn stuðning, jafnvel lagt stein í götu þess starfs. Þótt Amnesty International hafi af ofangreindum ástæðum sett sér reglur um móttöku op- inbers fjár til starfsemi samtak- anna felur það ekki í sér að sam- tökin telji að yfirvöld skuli ekki veita fé til mannréttindastarfs al- mennt. Þvert á móti. Amnesty International starfar náið með fjölmörgum öðrum mannréttinda- samtökum sem mörg hver eru rekin af opinberu fé. Samtökin leggja ríka áherslu á að yfirvöld stuðli með virkum hætti að opinni og uppbyggilegri umræðu um mannréttindi og hafa þeir fjár- munir sem yfirvöld hafa til skamms tíma veitt til Mannrétt- indaskrifstofu Íslands stuðlað á mjög jákvæðan hátt að slíkri um- ræðu hér á landi. Framlög til mannréttinda- starfs og starfsreglur Amnesty International Jóhanna K. Eyjólfsdóttir fjallar um framlög til mannréttinda- starfs ’Amnesty Internationalsetur sig aldrei upp á móti opinberum fram- lögum til samtaka og stofnana sem sinna mannréttindastarfi þó samtökin sjálf hafni slíkum framlögum til eigin starfsemi. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International. ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið árás Kjartans Ragn- arssonar á Maríu Kristjánsdóttur í Morgunblaðinu föstudaginn 6. maí. Í greininni sem hann ritar vegna leiklist- argagnrýni hennar á Dínamíti Birgis Sig- urðssonar í leikstjórn Stefáns Baldurssonar í Þjóðleikhúsinu ræðst hann á hana persónulega á lúa- legan hátt og gerir henni upp biturleika vegna þess að hún hafi ekki fengið að leikstýra nóg í leik- hússtjóratíð Stefáns Baldurssonar. Að vísu er það rétt, að Stefán Baldursson réð frekar unga karl- leikara til leikstjórn- arstarfa í leikhúsinu en reynda og gagn- menntaða kvenleik- stjóra. En María er þar reyndar und- antekning, þar sem hún leikstýrði þríveg- is í Þjóðleikhúsinu í stjórnunartíð hans. Auk þess var María lengst af leiklist- arstjóri Útvarpsleikhússins á þessu tímabili og var því ekki beinlínis í atvinnuleit. Það hefur alltaf verið titringur í kringum góða krítikera, en það er aðeins á konur sem klínt er orðinu biturleiki og ráðist á þær persónu- lega. Þetta kalla ég kvenfyrirlitn- ingu. Og kvenfyrirlitning er það sem ég tel einkenna sýningu Þjóð- leikhússins á Dínamíti. Að vísu geri ég ráð fyrir því, að mest af henni sé skrifað inn í textann, en er það ekki með ólíkindum, að þessar tvær fúríur sem okkur eru sýndar úr lífi Nietzsche, Elísabet systir hans og Lou Salome, skuli sýndar á þann hátt sem raun ber vitni: Önnur gerist beinlínis nauðgari fyr- ir augum okkar og hin rekur höndina undir nef hinnar, eftir að hafa strokið svita í hana undan hand- arkrika sínum. Þessar senur lýsa ógeði á konum og hafa ekkert með samskipti þeirra við bróðurinn og heimspekinginn Nietzsche að gera. Reyndar er hann ekki sýndur sem virtur heimspekingur í verk- inu, heldur sem fliss- andi fáráðlingur, sem hagar sér eins og ást- sjúkur unglingur rændur allri sjálfs- virðingu. Voru þær e.t.v. dínamítið og þá í neikvæðri merkingu? Ég veit um margar konur sem voru mjög óánægðar með þessa sýningu, enda virkar hún, sem og grein Kjartans Ragnarssonar, sem blaut tuska í andlit kvenna á þeim tíma- mótum sem rétt 35 ár eru liðin frá stofnun Rauðsokkahreyfing- arinnar á Íslandi. Bitrar konur Messíana Tómasdóttir gerir at- hugasemdir við grein Kjartans Ragnarssonar um leiklist- argagnrýni Messíana Tómasdóttir ’Það hefur allt-af verið titr- ingur í kringum góða krítikera, en það er aðeins á konur sem klínt er orðinu biturleiki og ráðist á þær persónulega.‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi leikhúslistamaður. ÞEGAR ég gekk til liðs við Samfylkinguna var tvísýnt um hvernig henni myndi farnast. Í dag hefur Össuri Skarphéðinssyni í samstarfi við þing- menn, ötult sveit- arstjórnarfólk og flokksfólk um allt land tekist að gera Samfylkinguna að hreyfingu sem eng- inn efast lengur um að muni setja svip á öldina. Hún er stór og sterk með skýra stefnu. Dugnaður og eljusemi Össurar ásamt hæfileika hans til að laða fólk til samstarfs eiga stór- an þátt í hversu vel hefur tekist að byggja hreyfinguna upp um allt land. Innihald og tilfinning Áherslur Össurar á jöfn tækifæri allra, jöfnuð og samhjálp hafa styrkt Samfylkinguna. Það er innihald og tilfinning í því sem Össur er að segja. Mörgum ungum foreldrum finnst skorta á skilning stjórn- málamanna á vandanum sem fylgir þeirri vegsemd að ala upp ung börn. Össur talar hins vegar af skilningi um þau mál. Hann þekkir þau af því hann er sjálfur líka að ala upp ungar dætur. Áhersla hans á gjaldfrjálsan leikskóla, niðurgreiðslu á þátt- töku barna í íþrótta- og tóm- stundastarfi, hækkun barnabóta, lækkun matarskattsins og lækkun skatta á barnaföt skipta miklu máli fyrir okkur sem erum með ung börn. Hugmyndir Össurar fela í sér beinar kjarabætur fyrir barnafólk og aukin lífsgæði barnanna okkar. Jákvæð menntastefna Hugmyndir hans um menntun fyrir alla, líka þær tugþús- undir fullorðinna Ís- lendinga sem hafa að- eins grunnskólapróf eða minna, finnast mér sem kennara og náms- og starfs- ráðgjafa mjög já- kvæðar. Ég tek einnig heilshugar undir að efld verði starfs- menntun og tækifæri menntafólks til at- vinnu á landsbyggð- inni verði aukin til muna. Þáverandi borg- arstjóri sagði þegar hún ákvað að færa sig yfir í landsmálin að hún gerði það ekki síst til að gæta hagsmuna Reykvíkinga á þingi. Mér þykir vænt um höfuðborgina mína. Landsbyggðarkonu eins og mér finnst hins vegar gott að hafa for- mann eins og Össur sem sinnir landsbyggðinni með tíðum ferða- lögum og hefur sýnt að hann skil- ur vandamál hennar. Barnapólitík og aukin lífsgæði Aníta Jónsdóttir fjallar um for- mannskjör í Samfylkingunni Aníta Jónsdóttir ’HugmyndirÖssurar fela í sér beinar kjarabætur fyr- ir barnafólk og aukin lífsgæði barnanna okk- ar.‘ Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi og ritari Samfylking- arinnar í Eyjafjarðarsveit. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.