Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Höfn í Hornafirði að
morgni laugardagsins 7. maí.
Hafsteinn Jónsson,
Bára Hafsteinsdóttir, Bjarni Stefánsson,
Steinþór Hafsteinsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANNES GUÐVARÐARSON,
lést föstudaginn 6. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kolbrún Viggósdóttir,
Albína Jóhannesdóttir, Ingibergur H. Hafsteinsson,
Almar Jóhannesson, Hólmfríður Lovísudóttir,
Steinn Arnar Jóhannesson, Sveinbjörg Gunnarsdóttir,
Víðir Jóhannesson
og barnabörn.
Ástkær sonur og bróðir okkar,
AÐALSTEINN JANUS SVEINJÓNSSON,
Sólheimum 25,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 10. maí kl. 11.00.
Jarðsett verður á Kotströnd.
Kolbrún Aðalsteinsdóttir,
Brynjar Örn Sveinjónsson,
Aníta Rut Harðardóttir,
Sveinjón Jóhannesson,
og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar,
KJARTAN ÓLAFSSON
bóndi,
Sandhólum, Bitrufirði,
lést á Landspítalnum við Hringbraut fimmtu-
daginn 5. maí.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 11. maí kl. 13.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Óla Friðmey Kjartansdóttir,
Gísli Kristján Kjartansson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Bæ í Króksfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 10. maí kl. 15.00.
Jóhanna Friðgeirsdóttir, Gunnar Þórólfsson,
Hrefna Friðgeirsdóttir, Kjartan Hálfdánarson,
Salome Friðgeirsdóttir, Sveinn Geir Sigurjónsson,
Magnús Friðgeirsson, Sigurveig Lúðvíksdóttir,
Sigurveig Sigurðardóttir, Karl Guðmundsson,
ömmubörn og fjölskyldur þeirra.
Þessa dagana eru
fjörutíu ár síðan ég fór
fyrst um borð í Sam-
bandsskip. Það var
Dísarfellið elsta með
trélúgur og skerstokka
og skipstjóri Jörundur Kristinsson.
Þá var farmennska ennþá ævintýri
fyrir unga menn enda ferðir til út-
landa ekki orðnar almennar og höft á
ýmsum innflutningi. Við áttum þann
sameiginlega lúxus farmenn, um-
fram flesta aðra Íslendinga, að borða
beikon og egg í morgunmat á sunnu-
dögum. Þá þótti hentugt að selja
sælgæti og kvenfatnað að utan á
höfnum landsins, að ég tali ekki um
séniver og bjór.
Yfirmenn höfðu flestir stofnað
fjölskyldu, en á dekkinu var geldpen-
ingurinn, glaðsinna hópur ungra
manna sem gekk um í kakífötum
hversdags og stóð sína plikt. Nú eru
þeir flestir látnir, gömlu félagarnir á
Dísarfellinu. Fóru sumir í sjóslysum
en aðrir á sóttarsæng, margir langt
um aldur fram.
JÖRUNDUR
KRISTINSSON
✝ Jörundur Krist-insson fæddist í
Reykjavík 16. ágúst
1930. Hann lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 24. apríl
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 4. maí.
Þeir undirsátar hjá
Eimskipafélaginu sem
vildu slá um sig litu
heldur niður á Sam-
bandsskipin og áhafnir
þeirra, kölluðu útgerð-
ina „Gæruna“, víst
vegna andúðar á sauð-
fjárbúskap og fólki í
sveitum að mér skild-
ist.
Útgerðin hélt vel í
gamlar hefðir og var fá-
skiptin um hagi starfs-
manna sinna sem
sigldu oft mánuðum
saman án þess að koma
í heimahöfn og hitta fólkið sitt. Miklu
skipti því ef góður andi var um borð í
skipunum og enginn betur til þess
fallinn að ráða því en skipstjórinn.
Mörgum voru mislagðar hendur á
því sviði eins og gengur.
Nú svona löngu síðar þegar ég
heyri lát Jörundar rifjast þessir
gömlu tímar upp. Ekki síst óvenju-
leg umhyggja hans fyrir áhöfn sinni
og frjálslegt fas.
Mér fannst á þessum dögum hann
hefði allt sem hæfði sómamanni. Við
vorum svo ekki samskipa eftir þetta
sumar, en unnum lengi hjá sömu út-
gerð. Jörundur Kristinsson gat sér
alls staðar gott orð í áranna rás og
söknuður var í augum samferðafólks
sem kvaddi hann í Fríkirkjunni 4.
maí síðastliðinn.
Kári Valvesson.
Hún Silla vinkona okkar og
skátafélagi til margra ára er látin, far-
in heim eins og skátar segja. Nýkom-
in heim af sjúkrahúsi mætti hún í
saumaklúbbinn með okkur fyrir fáum
vikum, glöð og reif að vanda, full af
áhuga fyrir ferð sem sem verið var að
ráðgera að fara í maí nk.
Hún hefur verið höfuð klúbbsins
okkar frá því hann var stofnaður fyrir
meira en þrjátíu árum, unnið fyrir
hann af alúð og áhuga og séð um fjár-
málin, því margt hefur verið gert á
þessu tímabili, sérstaklega þegar St.
Georgsgildið var að koma upp skál-
anum sínum við Hvaleyrarvatn, þá
var haldinn jólabasar þar sem allir
munir voru unnir af félögunum,
prjónaðar peysur, húfur o.fl. og allt
selt til að styrkja skálabygginguna.
Að því öllu vann hún af dugnaði og
áhuga og naut þess að sjá árangur af
þessum störfum okkar.
Það er skarð fyrir skildi í klúbbnum
okkar þar sem hún er horfin, við
söknum hennar og minnumst hennar
því „þótt árin líði, er andinn þó samur
og jafn, sem skátar og vinir við eigum
margt yndislegt minningasafn“.
Við þökkum af alhug fyrir að hafa
átt vináttu hennar og notið samveru
og starfa með henni í öll þessi ár.
Börnum hennar og fjölskyldu allri
biðjum við blessunar, minnug þess að
góðar minningar eru fjársjóður til
framtíðar.
Blessuð sé minning Sigurlaugar
Arnórsdóttur.
Saumaklúbbur St. Georgsgildis í
Hafnarfirði.
SIGUR-
LAUG
ARNÓRS-
DÓTTIR
✝ Sigurlaug Arnórsdóttirfæddist á Jófríðarstöðum í
Hafnarfirði 21. mars 1923. Hún
lést á gjörgæsludeild Borgarspít-
alans sunnudaginn 24. apríl síð-
astliðinn og var jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju 29. apríl.
Látin er heiðurskon-
an Ólöf Sigurbjarnar-
dóttir. Hún er ein af
vönduðustu manneskj-
um, sem ég hef kynnst,
og það er mér ljúft og skylt að minn-
ast hennar hér í fáeinum orðum.
Ólöf var komin yfir sjötugt, er hún
kom til okkar Dóru á Lynghaga 4. Á
slíkum aldri hafa margir látið af
störfum, en Ólöf vann hjá okkur í all-
mörg ár. Það var mikið lán fyrir okk-
ÓLÖF
SIGURBJARNAR-
DÓTTIR
✝ Ólöf Sigurbjarn-ardóttir fæddist
á Litla Kálfalæk í
Hraunhreppi 20. júlí
1914. Hún lést á
Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Grund
11. apríl síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kapellu 20. apríl.
ur að fá að njóta starfs-
krafta hennar, og hún
veitti okkur afar mikil-
væga heimilisaðstoð.
Samskipti við hana
voru öll ljúf og ánægju-
leg. Hún var vandvirk
og samviskusöm, og
allt varð hreint og fal-
legt í höndum hennar.
Mikilvægast var þó,
að Ólöf var einstaklega
barngóð og hjartahlý,
og hún annaðist dætur
okkar af mikilli alúð.
Börnum fylgir oft
margvíslegt umstang,
en hún hafði sérstakt lag á að um-
gangast þau af ást og umhyggju. Ná-
vist hennar var einkar þægileg, og
það var góð tilfinning að vita af börn-
um sínum öruggum í hennar umsjá.
Við mátum mikils það sem hún gerði
fyrir okkur, og það var mikið
ánægjuefni, að hún kom stundum
síðar til okkar á hátíðar- og gleði-
stundum. Hún var ein af þeim mann-
eskjum, sem bregða ljóma á um-
hverfi sitt. Þegar ég heimsótti hana
löngu síðar, barst tal okkar stundum
að stúlkunum, sem hún annaðist, og
þá brosti hún jafnan fallega, og sér-
stakur glampi kom í augu hennar. Er
ég hugsa til Ólafar, er mér jafnan
þakklæti efst í huga.
Ólöf gerði ekki miklar kröfur til
annarra, en einkar strangar kröfur
til sjálfrar sín. Hún var hógvær, og
hún kaus að láta verkin tala. Hún
kom jafnan til okkar, hvernig sem
viðraði. Og þótt ég byði henni oft
heimakstur síðdegis, taldi hún það
óþarfi, en hún lét þó stundum tilleið-
ast, er ég sagði, að ég ætlaði einmitt
að fara þessa leið.
Að leiðarlokum langar mig til að
kveðja Ólöfu, hina traustu hjálpar-
hellu okkar, með orðum Valdimars
Briem sálmaskálds:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Vandamönnum eru sendar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning Ólaf-
ar Sigurbjarnardóttur.
Ólafur Oddsson.
Þegar ég hugsa um
ömmu rifjast upp ým-
islegt. Það var til dæm-
is oft gaman uppi á lofti
í gamla bænum þegar öll ömmubörn-
in voru í heimsókn. Þegar við komum
til að smala skóginn var amma heima
og alltaf tilbúin með mat eða kaffi
handa öllum. Og kom síðan upp í
fjárhús til að sjá féð. Þegar ég var
unglingur var ég stundum á Sigríð-
arstöðum á vorin og sumrin. Þá sagði
amma mér ýmislegt, t.d. að hún hefði
kveðið burtu draug úr fjósinu.
Ömmu fannst gaman að koma upp
í fjárhús og fylgjast með okkur að
vinna og tala við kindurnar. Ég man
líka eftir öllum ferðunum sem við
fórum á Landrover, t.d. upp í Hjalta-
dal þar sem við fengum okkur kaffi í
Staupasteini og svo var tekin mynd
HULDA LAUFEY
DAVÍÐSDÓTTIR
✝ Hulda LaufeyDavíðsdóttir
fæddist í Brúnagerði
í Fnjóskadal 26.
mars 1914. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 19.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Hálskirkju í
Fnjóskadal 30. apríl.
af okkur fyrir utan hús-
ið. Þessi mynd er svo í
Byggðir og bú S-Þing.
Þetta voru skemmti-
legar ferðir. Þegar ég
var í Stórutjarnaskóla
fórum við Birna og
Helga labbandi út í Sig-
ríðarstaði til að heim-
sækja ömmu. Þá tók
amma alltaf brosandi á
móti okkur. Hún gaf
okkur eitthvað að
drekka, kannski laum-
aði hún að okkur
skúffuköku ef hún var
til. Annars fundust mér skonsurnar
hennar alltaf góðar með sultu og osti.
Ég fór í heimsókn til hennar þegar
hún varð 91 árs. Þá fannst mér hún
vera orðin ansi þreytt að sjá. Því held
ég að hún hafi verið hvíldinni fegin
og að komast til afa og litlu dóttur
sinnar sem hún fékk ekki sjá vaxa
upp. Ég veit að þau fylgjast núna
saman með okkur afkomendum sín-
um. Ég er ánægð að hafa átt hana
ömmu svona lengi að. Nú kveð ég þig
í hinsta sinn, elsku amma, nafna mín.
Ég vona að þú fylgist með mér að of-
an. Kær kveðja.
Þín nafna,
Laufey.