Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.05.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 27 MINNINGAR Fagran vordag hinn 9. maí fyrir hundrað ár- um fæddist móðurbróð- ir minn, yngsta barn prófastshjónanna sr. Björns Jónssonar og frú Guðfinnu Jensdótt- ur, að Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði. Það var efnilegt svein- barn, sem hlaut í skírn- inni nafnið Bergur. Eldri systkini hans voru sem hér segir, tal- in í aldursröð: Guð- brandur, Elínborg, Þor- steinn, Sigríður, Jón, Guðbjörg, Guðrún, Gunnhildur, Ragnheiður og Jensína. Bergur ólst upp á Miklabæ við mik- ið ástríki foreldra sinna og systkina. Snemma kom það skýrt í ljós, að hann var góðum gáfum gæddur og því kom aldrei annað til mála en hann gengi menntaveginn. Grunnskólanám allt stundaði hann í heimahúsum undir handleiðslu föður síns, sem var mikill fræðari og hafði oft börn og unglinga við nám á heimili sínu. Þannig munu öll Miklabæjarsystkinin hafa stigið sín fyrstu skref í skólanámi heima í föðurranni. Bergur stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Á sumrin dvald- ist hann jafnan heima hjá foreldrum sínum. Faðir hans fékk lausn frá prestsskap árið 1921, þá orðinn al- blindur. Fluttu þau hjónin þá í Sól- heima í sömu sveit og áttu þar heima upp frá því. Sr. Björn lést 3. febrúar 1924, en frú Guðfinna andaðist 12. október 1938. Að afloknu stúdentsprófi 1924 hóf Bergur nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Lauk hann embættisprófi þaðan 13. febrúar 1931 með hárri fyrstu einkunn. Um haustið, 27. sept- ember það sama ár var hann vígður til þjónustu sem sóknarprestur í Breiða- bólstaðarprestakalli á Skógarströnd. Þar starfaði hann um sex ára skeið. En árið 1937 fékk hann veitingu fyrir Stafholtsprestakalli. Frá október 1960 til júní 1961 fékk hann leyfi frá embætti og kenndi þann vetur við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík. Sr. Bergur fékkst talsvert við kennslustörf í embættistíð sinni. Auk kennslunnar í Lindarskóla var hann stundakennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi 1946–1960, nema vet- urinn 1950–1951, er hann var kennari við Gagnfræðaskólann á Akranesi. Þá var hann stundakennari við Vélskóla Íslands 1970–1979. Sr. Bergur var talinn góður kenni- maður, sómi sinnar stéttar, bæði fyrir altari og í prédikunarstól. Sérstak- lega var til þess tekið hve tækifær- isræður hans voru afburða snjallar. En svo vel sem hann var til prests- starfa fallinn, þá hygg ég, að kenn- arinn hafi ekki skipað síðri sess í huga hans. Einkum lét honum vel kennsla erlendra mála, enda var hann mikill tungumálamaður. Búskapinn stund- aði hann líka með miklum myndar- brag, svo segja má, að hvað sem hann fékkst við, hafi verið vel að verki stað- ið og vel af hendi leyst. Prófastur var hann settur í Mýraprófastsdæmi 1945–1961. Hinn 7. mars árið 1931 gekk sr. Bergur að eiga unnustu sína, Guð- björgu Sigríði Pálsdóttur. Hún var Reykjavíkurmær, glæsileg svo af bar, sennilega meðal fegurstu fljóða, sem á þeim árum fetuðu um stræti Reykjavíkurborgar. Og hjá henni var ekki aðeins um ytri glæsileik að ræða. Hún var gædd þeirri innri fegurð, góðleika og göfgi, sem gerði hana lík- BERGUR BJÖRNSSON asta goðumborinni veru í augum okkar systkina- barna sr. Bergs, þegar hann kom með hana norður í Skagafjörð til þess að kynna hana fyr- ir móður sinni, og systk- inum sumarið 1930. Guðbjörg er enn á lífi, þegar þetta er ritað, nærfellt 98 ára að aldri. Þau voru stórglæsileg hjón, sr. Bergur og frú Guðbjörg, vel gerð og vel gefin, bæði í sjón og raun. Í prestsstarfinu naut sr. Bergur mikilla vinsælda meðal sóknarbarna sinna. Og þar stóð frúin manni sínum síst að baki. Gestrisni þeirra var með eindæmum. Frá Staf- holti fór enginn gestur án andlegrar og líkamlegrar næringar og það í rík- um mæli. Enda lágu margra leiðir í Stafholt á þeim árum. Þau hjónin eignuðust tvo syni. Ragnar Heiðar, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, f. 25. júní 1935 og Guðmund Pál, sem er fulltrúi hjá Brunamálastofnun Íslands í Reykja- vík, f. 7. mars 1942. Fósturdóttir þeirra (og sonardóttir) er Berglind Guðmundsdóttir, bankaritari í Reykjavík, f. 2. mars 1965. Árið 1961 varð það að ráði, að sr. Bergur fékk lausn frá prests- og pró- fastsstörfum. Fluttist fjölskyldan þá til Reykjavíkur og var sr. Bergur skipaður fulltrúi í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Þar starfaði hann um 10 ára skeið, en var veitt lausn frá því embætti haustið 1971. Kennslu- störfum hélt hann áfram til 1979, svo sem áður er frá greint. Félags- og trúnaðarstörfum gegndi sr. Bergur í embættistíð sinni. M.a. var hann formaður fræðsluráðs Mýrasýslu 1951–1961 og í stjórn Hall- grímsdeildar Prestafélags Íslands. Heiðursfélagi Hallgrímsdeildar var hann kjörinn árið 1990. Synirnir báðir fylgdu foreldrum sínum til Reykjavíkur. Skömmu síðar hóf Guðmundur sambúð með Erlu Valtýsdóttur. Dóttir þeirra er áður- nefnd Berglind. Erla andaðist 21. apr- íl 1969. Síðari kona Guðmundar er Gerður Daníelsdóttir, bankastarfs- maður. Þeirra börn eru Björn og Guð- björg. Afkomendur sr. Bergs og Guð- bjargar eru nú orðnir 10 talsins. Síðustu 11 árin sem sr. Bergur lifði átti hann við mikla vanheilsu að stríða af völdum heilablæðingar, sem hann fékk í ársbyrjun 1980. Hann missti málið og lamaðist að verulegu leyti. Fyrstu árin á eftir var lifað í voninni um einhvern afturbata, sem þó varð aldrei að teljandi veruleika. Hann komst að vísu á fætur og klæddist hvern dag fram undir leiðarlok. Þess- ari þungu reynslu tók Guðbjörg kona hans á þann veg, að hún gekk inn í hlutverk hjúkrunarkonunnar, sem breiðir yfir umhverfi sitt miskunn og líkn hins fórnandi kærleika. Ef til vill hefir Guðbjörg aldrei stigið hærra í tign og göfgi þess kærleika, sem aldr- ei fellur úr gildi, en á þessum síðustu baráttu- og erfiðleikaárum. Sem hin sanna kærleikshetja stóð hún við hlið ástvinar síns, vakti yfir velferð hans og var honum allt. Þó skal þáttur Ragnars sonar þeirra hvorki vanmet- inn né gleymdur, því hann var bæði mikill og blessunarríkur. En hin ást- ríka umhyggja eiginkonunnar stend- ur öllu öðru ofar. Sr. Bergur andaðist á heimili sínu í Reykjavík 16. október 1990. Blessuð sé minning hans. Björn Jónsson, Akranesi. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Eyjólfur KristinnLemann Alfreðs- son fæddist í Reykja- vík 17. desember 1948. Hann lést í Reykjavík 27. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Alfreð Þ. Kristinsson bakarameistari, f. í Reykjavík 22. mars 1908, d. 4. nóvember 1978, og Sigurveig Oddsdóttir húsmóð- ir, f. á Akranesi 22. mars 1923, d. 30. október 1986. Systk- ini Eyjólfs eru: 1) Lilja Bóthildur, f. 26. júní 1943, gift Guðmundi Ægi Aðalsteinssyni, f. 29. apríl 1941, d. 27. desember 1999. Þau skildu. Börn þeirra eru Sigurveig, f. 3. júlí 1962, Aðalsteinn, f. 17. júní 1963, Alfreð Ægir, f. 2. maí 1968, og Pálmi, f. 9. mars 1971. 2) Haraldur Gunnar Borgfjörð, f. 15. desember 1952, kvæntur Grace Borgfjörð, f. 31. maí 1956. Börn þeirra eru Dia Irine, f. 10. júlí 1985, Har- aldur Gunnar, f. 18. júní 1987, og Krist- inn Þór, f. 31. maí 1991. 3) Margrét Ósklín, f. 10. ágúst 1959, var í sambúð með Jóhannesi Guðnasyni, f. 11. mars 1957, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Kolbrún Helga, f. 19. apríl 1985, og Alfreð Þór, f. 4. apríl 1994. Eyjólfur hóf nám í Offsetprenti 28. janúar 1966, lauk sveinsprófi í hæðaprentun 20. júní 1970 og í offsetprentun 23. maí 1975. Eyjólfur vann í Offsetprenti, Prentsmiðju Hafnarfjarðar, End- urprenti, Grafík, Leturprenti, Prentsmiðjunni Odda og nú síðast í Prentsmiðjunni Viðey. Útför Eyjólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Eyvi stóri bróðir. Síst átti ég von á að þú færir svo skjótt frá okkur öllum sem þekktum þig og elskuðum þig. Þetta eru fátækleg orð en mér er orða vant af sorg. Þegar ég rifja upp margar góðar stundir sem við systkinin áttum saman verð ég glöð, en sorgmædd samt. Þú sagðir alltaf að ég, litla systir, hefði harðan haus sem þyldi allt. Þetta var okkar einkahúmor, en hjartað mitt er ekki eins hart og hausinn á mér því þá væri ég ekki svona sorgmædd. Ég er þó glöð þín vegna því ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna. Við aðhylltumst ekki sömu trú, en það skiptir ekki máli, við höfum öll rétt til að trúa því sem við viljum og ég bið minn Guð að blessa þig í nýj- um heimi. Ég trúi því líka að við munum hittast seinna. Ég sakna þín svo, Eyvi minn, og eins gera börnin mín, Kolla Helga og Alfreð Þór. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þín litla systir Gréta. Heilindi, hógværð, ljúfmennska, hrífandi gáfur, hæfilegur grallara- skapur, næmi á fólk og mannvirðing einkenndu persónu þína. „Hættu nú,“ mundir þú segja og fara að hlæja. „Ekkert ofhól hér.“ Það var gott að eiga vináttu þína. Þökk sé þér. Þó ljóð mitt Minning hafi ekki verið þér tileinkað í upphafi þá vil ég tileinka þér það þegar þú kveður okkur nú á vordögum: Ó, hve einmana ég er á vorin þegar sólin strýkur blöðum trjánna líkt og þú straukst vanga minn forðum og þegar ég sé allt lifna og grænka minnist ég þess að þú gafst einnig lífi mínu lit og þegar ég sé sólina speglast í vatninu, speglast minningin um þig í hjarta mínu og laufgast á ný. Systkinum þínum og fjölskyldu allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur – og öðrum þeim fjölmörgu sem þótti vænt um þig. Góða ferð til Valhallar, kæri vin- ur. Björg Elín Finnsdóttir. EYJÓLFUR ALFREÐSSON Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, JÓN B. KVARAN, loftskeytamaður, Laugarásvegi 66, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 13. maí kl. 11.00. Hrafnhildur E. K. Egilsson, Gunnar Ó. Kvaran, Sigríður Þ. Kvaran, Elísabet M. Kvaran, Þorvaldur G. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru BJARGAR ANTONÍUSDÓTTUR frá Núpshjáleigu, Dilksnesi, Nesjum, síðast til heimilis á Skjólgarði, Höfn. Jóhanna Jónsdóttir, Ingólfur Dan Gíslason, Björn Lúðvík Jónsson, Bryndís E. Hólm, Kristján A. Jónsson, Ingunn Ólafsdóttir, Birna Jónsdóttir, Vignir Hjaltason, Agnes Olga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VAGNBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 12. maí kl. 15.00. Þórarinn Árnason, Bertha Þórarinsdóttir, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Þorbjörg Jóhanna Þórarinsdóttir, Aðalsteinn Hermannsson, Rúnar Þórarinsson, Þorbjörg Friðriksdóttir, Magnús Þórarinsson, Eiður Þórarinsson, Heiður Friðriksdóttir, Róbert Anderson, Ásdís Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ALDARMINNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.