Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 34

Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 34
34 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.003 WWW.BORGARBIO.IS Frá leikstjóra Die Another Day  Sýnd kl. 8 og 10 B.I 12 ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA  TV Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER  ÓÖH DV Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 5.30. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 6. m. ísl taliSýnd kl. 10.15 . B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 5.45 og 8. kl. 7 og 10. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Die Another Day Frá leiks óra Die Another Day Þ að er ekki að undra, eins og heimurinn veltist þennan tímann, að trúarbrögð séu viðfangs- efni í kvikmyndum og víðar – söluhæsta bók í Frakklandi fjallar um það efni, eða öllu heldur um gildi þess að vera trúlaus, eftir heimspekinginn Michel Onfray. Það er tími krossferðanna sem ameríski leikstjórinn Ridley Scott (Blade Runner, Gladiator) fjallar um í Kingdom of Heaven, nánar tiltekið þriðja krossferð. Þetta er mikilfengleg afþreying sem gleður augað mjög, hvergi slakað á kröfum. Togstreitan milli tveggja aðalpersónanna er líka frumleg, nokkurs konar samkeppni í umburðarlyndi milli riddarans Balian sem Orlando Bloom leikur og soldánsins Sal- adin sem er leikinn af sýrlenska leikaranum Ghassan Massoud. Sá síðarnefndi er stjarna mynd- arinnar með sinn mikilúðlega persónuleika, en hin góða og laglega söguhetja dauf í fram- göngu. En það er þekkt listrænt vandamál að erfitt er að gera góðar persónur nógu litríkar til þess að þær haldi athygli. Ég held það hefði verið til bóta að hafa þessa tilteknu algóðu sögu- hetju ekki alveg svona óskap- lega snotra líka, og jafnvel sæma hana athyglisverðum út- litsgalla eins og valbrá eða klumbufæti. Það er einn kostur við King- dom of Heaven að hún er gerð af einlægni (leikstjórinn segir að kaldhæðnin sé auðveld) og vilja til þess að vega upp á móti ein- faldri og fordómafullri mynd af heiminum. Og riddarinn góði sem endar á því að verja Jerú- salem lætur borgina af hendi til þess að bjarga fólkinu sem í henni er. Það má alveg kalla Kingdom of Heaven „politically correct“ bíómynd (þótt franska blaðið Le Monde dragi reyndar í efa að þétttrúuðum Banda- ríkjaleiðtogum fyndist það) en hún er það ekki svo augljóslega að hún líði fyrir það. Með þessari mynd var borðað á veitingastaðnum Verdi, rétt við aðaltorgið í Montpellier. Þessi staður er í fremsta flokki þeirra sem ég hef prófað, og ódýr líka. Hráefnið að hluta til kunnuglegt, nætursaltaður þorskur, en ég hef ekki áður kynnst honum djúpsteiktum eins og hér, með mjög stökkri húð úr fínu raspi. Forréttur var innbökuð snilld úr eggaldini, tómötum og ferskum geitaosti, og eftirréttur kökuafbrigði (flan) spækað upp með amaretti-líkjör. Við drukkum Chianti með þessu, þótt úr nógu sé að velja af víni frá svæðinu kringum Montpellier. Þjónninn sagði okkur eitt og annað um það efni sem að gagni má koma. Þegar komið er í nýtt land eða á nýtt svæði er það jafnan góð aðferð að leita fróðleiks um vínin í kring hjá vínfróðum veitinga- manni. B í ó k v ö l d í M o n t p e l l i e r Úr Himnaríki Eftir Steinunni Sigurðardóttur Kingdom of Heaven er nýjasta mynd leikstjórans Ridley Scott. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Iceland International Film Festival, IIFF, lauk síðasta mánudag. Alls sóttu 34 þúsund gestir hátíðina á þeim rúma mánuði sem hún stóð. Að- standendur kvikmyndahátíð- arinnar segja aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum en annar eins fjöldi hefur aldrei sótt kvikmyndahátíð á borð við þessa, hér á landi og stenst hátíðin fylli- lega samanburð við margar er- lendar hátíðir. Svokallaðar „Spurt & svarað“ sýningar þar sem gest- um gafst tækifæri til að spyrja leikstjóra og leikara út í kvik- myndir þeirra, slógu í gegn og lofa aðstandendur áframhaldandi gestakomum á hátíðir í framtíð- inni. Best sótta mynd hátíðarinnar var Der Untergang en sú vinsæl- asta var að mati bíógesta Hotel Rwanda og hlýtur leikstjóri mynd- arinnar Terry George þar með verðlaun IIFF, Jökulinn. Stærstu kvikmyndahátíð Íslands lokið Bruno Ganz í hlutverki Adolfs Hitlers í Der Untergang. 1. Downfall 2. Motorcycle Diaries 3. Bad Education 4. Hotel Rwanda 5. House of Flying Daggers 6. A Hole in My Heart 7. Napoleon Dynamite 8. 9 Songs 9. Vera Drake 10. Maria Full of Grace Topp 10 aðsókn 1. Hotel Rwanda 2. Motorcycle Diaries 3. Downfall 4. Garden State 5. Vera Drake 6. Bad Education 7. Maria Full of Grace 8. Napoleon Dynamite 9. House of Flying Daggers 10. Woodsman Topp 10 kosning EIN þekktasta þungarokkssveit allra tíma, Megadeth, mun halda hljómleika í Kaplakrika, Hafn- arfirði, 27. júní næstkomandi. Tón- leikarnir eru lokatónleikar á Evr- óputúr sveitarinnar sem hefst 3. júní í Hollandi. Þessi goðsagnakennda sveit, sem leidd er af fyrrverandi Metallica- meðlimnum Dave Mustaine, lagði grunninn að hinni svokölluðu „thrash-metal“ tónlist ásamt Metal- lica, Slayer og Anthrax í upphafi ní- unda áratugarins. Megadeth hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli en sneri þríefld til baka í fyrra með plötunni The System Has Failed. Sú plata hefur fengið feiknagóða dóma og þykir Mustaine hafa náð að fanga rétta tóninn á nýjan leik, eftir áralangt þrugl og bull. Sveitin var reyndar lögð niður árið 2002 og var útlit fyrir að Mustaine gæti aldrei leikið á gítar framar þar sem taugar í öðrum handleggnum sködduðust eftir að hann hafði sofið eitthvað fáranlega á honum. Auk þess glímdi hann við heróínfíkn. En þegar ráðist var í endurútgáfu á eldri plötum Megadeth í fyrra kviknaði neisti í Mustaine á nýjan leik og áðurnefnd plata var hljóð- rituð. Þykir hún það besta sem sveitin hefur gert síðan hin stórgóða Rust in Peace kom út 1990. Þrjár fyrstu plötur Megadeth eru þá allar vel yf- ir meðallaginu. Fyrsta platan, Kill- ing Is My Business ... And Business Is Good! kom út árið 1985 og og ári síðar kom Peace Sells ... But Who’s Buying? en hún er að flestra mati meistaraverk sveitarinnar. So Far, So Good...So What! kom svo út árið 1988. Her manna hefur gengið í gegn- um raðir sveitarinnar, en hinn hæfi- leikaríki Mustaine ku „erfiður“ og ekki skrýtið að hann hafi ekki þolað við í röðum Metallica þar sem tveir herforingjar, þeir Ulrich og Het- field, voru þegar fyrir. Sveitin sem hingað kemur er skipuð Mustaine (gítarar, söngur) Glen Drover (gít- arar), James MacDonough (bassi) og Shawn Drover (trommur). Miðaverð verður 4500 krónur og hefst sala 22. maí. Nánari upplýs- ingar munu birtast á www.rr.is. Megadeth til Íslands Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Megadeth. Dave Mustaine er annar frá vinstri. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.