Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 159. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Með mörg járn í eldinum Hróður Áskels Mássonar berst víða um lönd Menning Innrás er yfirvofandi Lokbrá er hljómsveit Fólksins þessa vikuna Menning Íþróttir í́ dag Alla Gokorian í Val  Heiðar Helgu- son bíður eftir réttu verði  Liðum fjölgar í kvennahandboltanum Dublin. AP, AFP. | Evrópusam- bandið hefur samþykkt að írska tungan, þ.e. gelískan, verði tek- in í hóp opinberra tungumála ESB. Eru þau þar með orðin 21. Ákvörðun ESB þýðir að frá og með 1. janúar 2007 mun öll meiri háttar löggjöf sambands- ins verða þýdd á írsku. Þá munu fulltrúar Írlands á ráðherra- fundum ESB og Evrópuþinginu geta talað á írsku. En fyrir vikið þarf að ráða 20-30 túlka til starfa hjá stofnunum ESB og mun það kosta skattgreiðendur í ESB-ríkjunum 3,5 milljónir evra ár hvert, rúmlega 270 millj. ísl. króna. Næstum allir íbúar Írlands töluðu gelísku við upphaf sex- tándu aldar. Eftir það tók hún hins vegar að hopa fyrir enskri tungu, sú var notuð sem tungu- mál stjórnsýslunnar og í við- skiptum. Endurreisn gelískunn- ar varð þó að mikilvægu stefi í sjálfstæðisbaráttu Íra á nítjándu og tuttugustu öld en undanhald hennar var þá of langt gengið, til að þjóðernis- sinnum tækist að skapa henni sess sem því máli sem Írar töl- uðu dags daglega. Fáir tala írskuna daglega Manntal árið 2002 leiddi í ljós að um 1,4 milljónir af þeim fjór- um milljónum manna sem búa á Írlandi telja sig búa yfir kunn- áttu til að tala tunguna. En að- eins fjórðungur þeirra sagðist tala hana daglega. Á nokkrum svæðum, einkum á vesturhluta eyjunnar, svæðum sem kölluð eru Gaeltacht, er hún þó enn lif- andi tungumál, þar sem íbúarn- ir nota hana í öllum sínum sam- skiptum. Éamon Ó Cuiv, ráðherra málefna Gaeltacht, sagði í fréttum RTÉ í gær að formleg staða tungumála skipti sköpum fyrir þau. Þessi breyt- ing væri því afar mikilvæg og gæfi írskunni færi á að vaxa og dafna sem nútímatungumál. „Ég sé ekki hvers vegna við ein- ir Evrópuþjóða eigum að þurfa að hugsa um kostnaðinn sem hlýst vegna túlkana.“ Gelískan verður eitt opinberra mála ESB KVIÐDÓMUR í Santa Maria í Kali- forníu sýknaði í gær söngvarann Michael Jackson af öllum ákærum í einu umtalaðasta dómsmáli síðari ára í Bandaríkjunum en Jackson var sakaður um að hafa beitt krabba- meinssjúkan dreng kynferðislegu of- beldi. „Réttlætið sigraði, maðurinn er saklaus. Hann var það raunar allt- af,“ sagði verjandi Jacksons, Thom- as Mesereau, í yfirlýsingu eftir að úrskurður var ljós. Hundruð aðdáenda Jacksons biðu úrskurðarins fyrir utan dómshúsið í Santa Maria og mátti að sögn við- staddra heyra saumnál detta síðustu andartökin áður en farið var að lesa upp úrskurð kviðdómsins. Var úr- skurðinum útvarpað beint en engar sjónvarpsmyndavélar voru leyfðar í réttarsalnum. Ákæruatriðin í málinu voru alls tíu og viku fjögur að ósæmilegri hegðun og fjögur að tilraunum til að veita barni undir lögaldri áfengi. Eitt ákæruatriði vék að meintu samsæri um að ræna drengnum og fjölskyldu hans og halda þeim föngnum á Neverland-búgarðinum til að reyna að hylma yfir kynferðislega ofbeldið. Annað ákæruatriðið, sem var al- mennt talið hið mikilvægasta, vék síðan að meintu kynferðislegu of- beldi Jacksons á drengnum. Brotin áttu að hafa verið framin á Neverland-búgarði Jacksons á árun- um 2000–2003 en ákærandi Jacksons var þá tíu til þrettán ára gamall. Ef Jackson hefði verið dæmdur sekur um öll ákæruatriðin hefði hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. Efast um trúverðugleika Söngvarinn neitaði öllum sakar- giftum og verjandi Jacksons, Thom- as Mesereau, hélt því fram að móðir drengsins, sem sakaði Jackson um að hafa misnotað sig, hefði áður not- að börn sín til að hafa fé af þekktum mönnum. Þykir ljóst af úrskurði kviðdómsins að verjendum Jacksons tókst að vekja spurningar um trú- verðugleika ákærandans og móður hans, en hún bar vitni í málinu og þótti ekki koma vel fyrir. Michael Jackson er 46 ára gamall og þriggja barna faðir. Hann er ein stærsta poppstjarna í heimi og hefur verið allt frá barnsaldri. Ferill hans hefur þó verið heldur á niðurleið undanfarinn áratug og hegðun Jack- sons hefur lengi þótt undarleg. Langt er síðan fyrst fóru að heyrast raddir um að ekki væri eðlilegt að fullorðinn maður leitaðist eftir sam- skiptum við ung börn með sama hætti og Jackson hefur gert. Tólf manns voru í kviðdómnum er sýknaði Jackson, átta konur og fjórir karlar, og sátu þau á rökstólum í meira en þrjátíu klukkustundir áður en þau komust að niðurstöðu sinni. Réttarhöldin sjálf höfðu staðið í um fjóra mánuði og höfðu um 140 vitni komið fyrir réttinn. Jackson sýkn saka AP Michael Jackson sýndi lítil svipbrigði er hann kom út úr dómshúsinu í Santa Maria í gær, veifaði einungis stuttlega til aðdáenda sinna, sem fögnuðu niðustöðu dómsins fyrir utan, en hvarf síðan inn í bifreið og var ekið á brott. Sýndi lítil svipbrigði „Réttlætið sigraði, maðurinn er saklaus“ Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is RÍKISENDURSKOÐUN telur í minnisblaði sem stofnunin skilaði frá sér í gær að Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra hafi ekki verið van- hæfur til að fjalla um sölu á hlut rík- isins í Búnaðarbankanum til S-hópsins. Segir Ríkisendurskoðun Halldór og fjölskyldu hans með hlut sínum í Skinney-Þinganesi hf. hafa haft óverulegra hagsmuna að gæta miðað við umfang sölunnar. Ríkisendurskoðun segir í minnis- blaðinu óþarft sé að hugleiða sérstak- lega hæfi Halldórs til að fjalla um söl- una til S-hópsins þar sem hann hafi verið í veikindaleyfi haustið 2002 og ekki tekið þátt í þeim þætti sölunnar sem meginmáli skipti. Tengsl hans við fyrirtækið séu auk þess það lítil að jafnvel þótt hann hefði ekki verið í veikindaleyfi hefði hann getað fjallað um sölu bankans. Halldór Ásgrímsson sagði á frétta- mannafundi sem hann boðaði til í gær að hann hefði aldrei verið í vafa um hæfi sitt í málinu. Honum hefði sárn- að umfjöllun um sín mál að undan- förnu og hefði hann þó verið lengi í stjórnmálum. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Mörgu ósvarað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, segir sér- kennilegt að minnisblaðið skuli hafa verið kynnt á blaðamannafundi for- sætisráðherra áður en það var kynnt fjárlaganefnd. Að mati Ingibjargar er mörgum pólitískum spurningum ósvarað um einkavæðingarferli bank- anna. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, telur vinnubrögð við kynningu minnis- blaðsins forkastanleg. Hann telur minnisblaðið hins vegar segja lítið enda komi þar fram að ríkisendur- skoðandi líti ekki á það sem hlutverk sitt að kveða upp lagalegan úrskurð. Magnús Stefánsson, formaður fjár- laganefndar, og Einar Oddur Krist- jánsson, varaformaður nefndarinnar, gera ekki athugasemdir við það að forsætisráðherra hafi kynnt niður- stöður minnisblaðsins áður en það var kynnt fjárlaganefnd. Einar segir að ríkisendurskoðandi sé frjáls að því hvað hann taki til skoðunar og hvern- ig hann birti það. Halldór ekki vanhæfur Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Ásgrímsson kynnir minnisblaðið á blaðamannafundi í gær.  Aldrei í vafa | Miðopna Eftir Björn Jóhann Björnsson, Svavar Knút Kristinsson og Þóri Júlíusson  Forsætisráðherra aldrei í vafa  Stjórnarandstaða segir mörgu ósvarað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.