Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stökktu til Rimini 23. júní eða 30. júní frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í júní. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin Verð kr. 29.990 í viku 30. júní Verð kr. 39.990 í 2 vikur, 23. eða 30. júní Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 39.990 í viku 30. júní Verð kr. 49.990 í 2 vikur, 23. eða 30. júní Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og ís- lensk fararstjórn. AMMONÍAK lak úr gámi um borð í Lagarfossi vegna þess að krani á rúmlega 500 lítra ammóníakskeri hafði af einhverjum ástæðum opn- ast meðan skipið var í hafi. Talið er að á bilinu 300–350 lítrar hafi lekið út. Mikill viðbúnaður var á Grund- artanga þegar skipið lagðist þar að bryggju í gærmorgun og biðu þar á þriðja tug slökkviliðsmanna auk lögreglu, hafnarstarfsmanna og fjölmiðlamanna. Lagarfoss er leiguskip og er skipstjórinn rússneskur. Aðrir í áhöfn eru Rússar og Filippseying- ar auk eins Íslendings, Jóns Guðnasonar löndunarstjóra. Skipið var statt út af Aberdeen í Skot- landi þegar lekinn kom í ljós en gámurinn með ammóníakinu hafði verið lestaður í Immingham í Eng- landi nokkru áður. Í gámnum voru fimm 525 kílóa ammóníakhylki og 48 minni hyllki sem hvert um sig inniheldur um 66 kíló af efninu, samkvæmt upplýsingum frá Eim- skipi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að skipverjar hefðu orðið varir við lekann seint á föstudagskvöld þegar þeir voru í reglubundinni eftirlitsferð með frystigámum. Talsverð ammóníakslykt hefði bor- ist frá gámnum og sökum þess að ammóníak sem geymt er undir þrýstingi verður gríðarkalt þegar það kemur í snertingu við and- rúmsloft, hefði gámurinn hrímað að utan. Jón sagði að í kjölfarið hefði verið haft samband við strandgæsluna í Skotlandi sem hefði sagt skipstjóranum að stöðva skipið og bíða átekta. Tíu eiturefnakafarar á hafnarbakkanum Að sögn Jóns varð enginn um borð fyrir óþægindum af völdum lekans, þó hefði örlítil lykt fundist í vélarrúmi en til að koma í veg fyrir að ammóníak bærist inn í skipið var slökkt á loftræstikerfum. Eftir um tíu klukkustunda stopp, um klukkan 8 á laugardagsmorgun, hefði lekinn stöðvast og var skipinu þá siglt áfram áleiðis til Íslands. Engin tilraun var gerð til að stöðva lekann. „Þetta gekk yfir á tíu tím- um,“ sagði Jón Guðnason löndun- arstjóri. Þó að skipverjar á Lagarfossi sæju ekki lengur ummerki um lek- ann var ekki talið óhætt að sigla skipinu rakleiðis til Reykjavíkur, enn var talin hætta á ammóníak- leka og óvíst hvort að önnur hylki í gámnum hefðu orðið fyrir skemmdum, að sögn Birgis Finns- sonar, sviðsstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í öryggis- skyni var því ákveðið að Lagarfoss myndi fyrst leggjast að bryggju á Grundartanga þar sem gámurinn með ammóníakinu yrði færður á land. Grundartangi varð fyrir val- inu þar sem þar er langt í þéttbýli og þar var nokkur vindur af suð- austri. Grundartangi er í umdæmi Slökkviliðsins á Akranesi en að sögn Birgis var ákveðið að Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins annaðist aðgerðir á vettvangi, skipið hefði upphaflega átt að leggjast þar að bryggju auk þess sem það ræður yfir meira af búnaði til að takast á við eiturefnaslys. Slökkviliðið á Akranesi sendi þó um tug manna sem voru til reiðu ef þörf krefði. Þegar Lagarfoss lagðist að bryggju á ellefta tímanum voru tíu eiturefnakafarar á hafnarbakkan- um og öflugar vatnsdælur voru til taks til að sprauta á ammóníaksský en með því að bindast vatni verður ammóníakið óvirkt. Tveir eitur- efnakafarar opnuðu síðan gáminn og kom þá í ljós að enn lak örlítið ammóníak úr einu af 525 kíló hylkjunum. Að sögn Birgis Finns- sonar var ástæðan fyrir lekanum einfaldlega sú að annar krani af tveimur á hylkinu var opinn og sagði Birgir að annaðhvort hefði hann opnast meðan skipið var í siglingu, hugsanlega vegna þess að hlíf sem var yfir krananum var laus, eða að honum hefði ekki verið lokað nægjanlega vel þegar hylkið var sett í gáminn. Þegar til kom var því einfalt að loka fyrir amm- óníaklekann. „Við bara skrúfuðum fyrir kranann,“ sagði hann. Að sögn Eyþórs H. Ólafssonar, öryggisstjóra Eimskipa, tafðist sigling Lagarfoss um 12–13 tíma. Löndun hefði þó varla tafist um meira en sjö klukkustundir. Síð- degis í gær voru eigendur að farmi í gámum sem voru við hliðina á ammóníaksgámnum að aðgæta hvort skemmdir hefðu orðið á varningi en svo virtist ekki vera að sögn Eyþórs. Mikill viðbúnaður vegna ammóníakleka í gámi um borð í Lagarfossi „Við bara skrúfuðum fyrir“ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Eiturefnakafarar hreinsa gáminn sem ammóníakskútarnir voru í. GERÐUR hefur verið samningur milli menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis annars vegar og Fljótsdalshéraðs hins vegar um byggingu kennslu- og stjórn- unarálmu við Menntaskólann á Eg- ilsstöðum. Er stefnt að því að ljúka verkinu haustið 2006. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tóku fyrstu skóflustunguna að hinni nýju bygg- ingu í hádeginu í gær. Álman verður um 1.067 fermetr- ar að stærð og verður heildarstærð skólahúsanna með þessari viðbót hátt á sjötta þúsund fermetra. Skiptist stofnkostnaður hennar þannig að ríkissjóður greiðir 60% en sveitarsjóður 40%. Á neðri hæð nýbyggingarinnar verður fyr- irlestrasalur með sætum fyrir 80 manns, fjarfundastofa og tölvustofa auk tæknirýmis, geymsluherbergja o.fl. Á efri hæð verður m.a. stjórn- unar- og skrifstofurými og vinnuað- staða kennara. Byggja kennslu- og stjórnunarálmu við ME Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Soffía Lárusdóttir taka fyrstu skóflu- stunguna að viðbyggingu Menntaskólans á Egilsstöðum. Eitt þúsund fermetra álma byggð við skólann ICELANDAIR gaf 530 farþegum, sem urðu fyrir miklum ferðatöfum til og frá San Fransisco, farmiða að eigin vali á flugleiðum félagsins. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Icelandair, orsakaðist töfin af bilun sem varð í ventli í öðrum hreyfli flugvélar sem átti að flytja farþega héðan til San Fransisco í fyrradag og var vélinni lagt meðan beðið var vara- hlutar erlendis frá og að viðgerð lyki. Um 260 manns fóru síðan í loftið áleiðis til Bandaríkjanna um þrjúleyt- ið í fyrrinótt. Ytra biðu 270 farþegar þess að komast til Íslands. Vegna þessa féll niður flug til Berlínar í gær- morgun. Guðjón sagði flugfélagið hafa þó komið farþegunum þangað á áfangastað eftir öðrum leiðum. Fóru þeir með vél félagsins fyrst til Kaup- mannahafnar og Lundúna áður en þeir komust til Berlínar. Allir farþegarnir 530 sem töfðust vegna bilunarinnar fengu flugmiða frá Icelandair. Guðjón sagði í gær í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að um sárabætur væri að ræða vegna þeirrar löngu og leiðinlegu tafar sem þeir hefðu orðið fyrir vegna bilunar- innar. „Við gerum þetta af góðum vilja,“ sagði Guðjón. Um er að ræða flugmiða báðar leiðir á öllum flugleið- um Icelandair og gildir miðinn í tvö ár. Flugvél Icelandair fór síðdegis í gær frá San Fransisco með 270 far- þega innanborðs. Farþegar fengu far- miða í sárabætur Miklar tafir vegna bil- unar í flugvél Icelandair LÖGREGLAN á Blönduósi tók í fyrradag ökumann á 146 kílómetra hraða á þjóðveginum í Langadal. Þá tók hún annan ökumann á 132 km hraða sem reyndist vera með útrunnið ökuskírteini. Ætlaði sá að fá vin sinn til að sækja sig en leidd- ist að bíða, fór aftur af stað og var tekinn af lögreglunni í annað sinn. Blönduóslögreglan tók 70 manns fyrir hraðakstur um helgina. Hraðakstur í Húnaþingi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.