Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NIÐURSTAÐA RÍKISENDURSKOÐANDA Ríkisendurskoðandi hefur kom-izt að tvíþættri niðurstöðu íathugun sinni á hæfi Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum til svonefnds S-hóps. Í fyrsta lagi telur ríkisendurskoðandi að óþarft hafi verið að hugleiða hæfi Halldórs Ásgrímssonar í þessu sam- bandi vegna þess, að hann hafi ekki tekið þátt í þeim þætti umræddrar sölu, sem meginmáli skipti. Í öðru lagi telur ríkisendurskoð- andi, að þegar litið sé til þeirra sjón- armiða, sem búi að baki 6. tölulið 1. mgr. 3. greinar stjórnsýslulaga og 2. málsgreinar sömu greinar hafi Hall- dór Ásgrímsson ekki verið vanhæfur til að fjalla um þetta mál á sínum tíma. Í minnisblaði ríkisendurskoðanda kemur fram, að Halldór Ásgrímsson hafi verið frá störfum vegna veikinda frá 14. október 2002 til 26. nóvember það ár. Þessi veikindi ráðherrans voru á almanna vitorði á þeim tíma og jafn- framt ljóst að þau voru þess eðlis, að varla gat hann sinnt miklum störfum af sjúkrabeði sínu. Á þetta hefur Hall- dór Ásgrímsson sjálfur bent í um- ræðum um þetta mál síðustu vikur og mánuði án þess, að tillit hafi verið tek- ið til þess af hálfu þeirra, sem að hon- um hafa sótt og er það óvenjulegt í stjórnmálaumræðum hér svo ekki sé meira sagt. Í 2. málsgrein 3. greinar stjórn- sýslulaga, sem vitnað er til í minn- isblaði ríkisendurskoðanda segir m.a.: „Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagmunir, sem málið snýst um, eru það smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfs- manns eða nefndarmanns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg sjónar- mið hafi áhrif á ákvörðun.“ Ríkisendurskoðandi bendir á, að á þeim tíma, sem sala Búnaðarbankans fór fram hafi Halldór Ásgrímsson átt 1,33% hlut í Skinney-Þinganesi hf. (sem hann fékk í arf eftir lát föður síns). Síðan segir: „Þannig metinn væri hinn óbeini hlutur Halldórs af hinu selda um 0,03% eða sem svarar til um 3,5 milljón króna. Óbeinn hlut- ur venzlafólks hans metinn með sama hætti væri um 0,55% eða sem svarar til um 66,5 milljóna króna.“ Nú er auðvitað álitamál hvaða hags- munir teljast „smávægilegir“ í skiln- ingi stjórnsýslulaganna. Hlutdeild í hlutafélagi, sem nemur 0,03% er ekki há hlutdeild en á bak við þá tölu geta verið umtalsverðir fjármunir, alla vega í augum hins almenna borgara, hvort sem um er að ræða 3,5 milljónir króna að nafnverði eða hærri upphæð. Hitt fer ekki á milli mála, að í sam- hengi við þær háu fjárhæðir, sem um var að tefla í sölu Búnaðarbankans er ekki um stóra hlutdeild að ræða. Ríkisendurskoðandi hefur fært málefnaleg rök fyrir sinni niðurstöðu og tímabært að þeir stjórnarandstæð- ingar, sem ganga nú hvað lengst í að koma höggi á forsætisráðherrann horfist í augu við að þeir ná ekki efnis- legum árangri á þessu sviði. Hitt er svo annað mál, sem Morg- unblaðið hefur áður vikið að í þessu samhengi, að gagnrýnin á Halldór Ás- grímsson vegna hlutafjáreignar hans getur verið vísbending til stjórnmála- manna um, að tímabært sé fyrir þá, eigi þeir hlutabréf eða aðrar sam- bærilegar eignir að fela umsjón með þeim eignum óháðum aðilum á meðan þeir gegna störfum á Alþingi eða í rík- isstjórn. Þar með firra þeir sig óþarfa ámæli og gagnrýni. Halldór Ásgríms- son er áreiðanlega ekki eini stjórn- málamaðurinn, sem á hlutabréf og fleiri í þeim hópi geta orðið fyrir áreiti af því tagi, sem hann hefur nú kynnzt. Þess vegna geta það verið sameigin- legir hagsmunir þeirra, sem starfa að stjórnmálum að koma sér saman um starfsreglur sem þessar. Að þessu sögðu er ástæða til að gera athugasemdir við tvennt í þessu máli. Í minnisblaði ríkisendurskoð- anda segir: „Rétt þykir áður en lengra er haldið að taka fram, að svar við spurningum um hæfi eða vanhæfi stjórnvaldshafa er lögfræðilegt álita- efni, sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr.“ Í framhaldi af þessari athugasemd rökstyður ríkisendurskoðandi svo þá ákvörðun sína að leggja eftir sem áð- ur mat á hæfi ráðherrans og segir: „Eins og mál þetta er vaxið og með hliðsjón af fyrri afskiptum stofnunar- innar af því þykir eðlilegt að huga að þessum þætti enda verður að telja að athugun á hæfisskilyrðum þeirra, sem komu að ákvörðunum af hálfu stjórn- valda í tengslum við sölu á eignum ríkisins, geti eftir atvikum verið eðli- legur þáttur í stjórnsýsluendurskoð- un eins og hún er skilgreind í fram- angreindu lagaákvæði.“ Ekki verður sagt að ríkisendur- skoðandi sé sjálfum sér samkvæmur í þessum málatilbúnaði. Minnisblað ríkisendurskoðanda er stílað á formann fjárlaganefndar. Í því ljósi verður að taka undir athuga- semdir Helga Hjörvar, alþingismanns Samfylkingar, á Stöð 2 í gærkvöldi, þegar hann lýsti furðu á því, að for- sætisráðherra sjálfur hefði kynnt þessar niðurstöður á blaðamanna- fundi síðdegis í gær. Úr því að minnisblað ríkisendur- skoðanda, sem heyrir beint undir Al- þingi en ekki ríkisstjórn, er stílað á formann fjárlaganefndar var eðlilegt að formaður fjárlaganefndar kynnti nefndinni það fyrst og gerði grein fyr- ir því opinberlega í kjölfarið á því. Það er klaufalegt af forsætisráð- herra að kynna þessar niðurstöður með þeim hætti, sem gert var. Og þó að það breyti engu um efni þeirra gef- ur hann stjórnarandstöðunni nýtt færi á að hamast á sér vegna þessara vinnubragða. Í málum sem þessum skiptir miklu að réttar boðleiðir séu farnar og það var augljóslega ekki gert í þessu máli. Ýmsir talsmenn stjórnarandstöð- unnar hafa reynt að gera Halldór Ás- grímsson tortryggilegan vegna eign- arhlutar hans í Skinney-Þinganesi hf. og sölu Búnaðarbankans. Það er ekki réttmætt og haldi þeir því áfram eftir að fyrir liggja þær upplýsingar sem ríkisendurskoðandi hefur dregið fram og mat hans á stöðu málsins verður ekki sagt að það sé gert af málefna- legum hvötum. Með skömmum fyrirvara boðaðiHalldór Ásgrímsson fréttamenntil fundar við sig í Ráðherrabú-staðnum síðdegis í gær. Hann var þá kominn með í hendur afrit af minnisblaði Ríkisendurskoðunar sem sent hafði verið for- manni fjárlaganefndar, Magnúsi Stefánssyni. Í minnisblaðinu er tekið fyrir hæfi Halldórs til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbank- anum til S-hópsins. Með fjölmennum hópi fréttamanna rakti Halldór þau helstu atriði minnisblaðsins sem hann taldi upp úr standa. Er greint frá nið- urstöðum Ríkisendurskoðunar hér í opnunni. Halldór benti á þá niðurstöðu Ríkisendur- skoðunar að hann hefði verið hæfur til að fjalla um sölu bankanna jafnvel þótt hann hefði ekki verið fjarverandi vegna veikindaleyfis. Á það hefði ekki reynt þar sem Ríkisendurskoðun hefði talið óþarft að fjalla sérstaklega um það. Fjölskyldan verði látin í friði „Ég hef aldrei verið í neinum vafa um hæfi mitt í þessu máli. Ég hef verið lengi í stjórn- málum, í yfir 30 ár, og ég skal viðurkenna það að mér hefur sárnað sú umfjöllun sem hefur verið síðustu daga og vikurnar. Ég hef lagt mig fram allan þennan tíma að vinna mín störf af einlægni og heiðarleika. Það er ný reynsla fyrir mig að vera sakaður um eitthvað annað, eins og hefur verið núna upp á síðkastið. Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði. Það er allt í lagi að fjalla um mig og gagnrýna mig, ég biðst ekki undan því, en ég biðst undan því, eins og hefur verið undanfarið, að það beinist gagnvart minni fjölskyldu,“ sagði Halldór, alvarlegur í bragði. Hann sagði minnisblað Ríkisendurskoðunar sýna að umrætt fyrirtæki væri ekki fjölskyldu- fyrirtæki, rangt væri að halda því fram að fjöl- skylda hans ein ætti Skinney-Þinganes. „Ég vænti þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Ríkisendur- skoðun er eftirlitsstofnun Alþingis,“ sagði Halldór og benti á að hann hefði átt þátt í því sem ungur þingmaður að flytja frumvarp um starfsemi og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoð- unar. Spurður á fundinum í gær hvort ekki hefði verið eðlilegt að skýra frá þessum eigna- tengslum á meðan viðræðunum við S-hópinn stóð, sagði Halldór aldrei hafa reynt á það. Enginn hefði haft orð á því, enda hefði legið fyrir á þeim tíma að hann hefði ekki verið á þeim fundum þar sem ákvarðanir í málinu voru teknar. Halldór sagðist hafa tekið það fram í um- ræðum á Alþingi í vor að hann hefði verið fjar- verandi á þessum tíma. Stjórnarandstaðan hefði kosið að láta sem það hefði aldrei verið sagt. „Það hefur verið mjög undarlega að þessu máli staðið af hálfu stjórnarandstöðunnar. Það er alve hefur v halda þ um hæt Meira Hann Skinne hópnum störfum isins. S um kau heyrt a borgar hjá stjó dór ekk fyrirtæ ingarne upplýsi á Heste Halld gert m en efni forsæti hlutur h arð kró „Ég er Halldó Forsætisráðherra boðaði fréttamenn til funda Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ýmsu hafa kynnst á löngum ferli í stjórnmálum en honum hafi sárnað umfjöllun um sig að undanförnu. Björn Jóhann Björnsson var á fréttamannafundi Halldórs og kynnti sér minnisblað Ríkisendurskoðunar, sem telur forsætisráðherra ekki hafa verið vanhæfan til að fjalla um sölu ríkisbankanna. Aldrei í vafa um hæfi sitt „MÉR finnst at- hyglisvert á þessu stigi máls og gerði athuga- semdir við það á föstudag að Ríkisendur- skoðun skuli vera að vinna þetta verk,“ seg- ir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um minnisblað Ríkisendurskoðunar um meint vanhæfi Halldórs Ásgríms- sonar, forsætisráðherra. Hún segir koma fram að þetta sé lagalegt álitaefni sem löggjafinn hafi ekki ætlað stofnuninni að leysa úr. „Þá hlýtur maður að spyrja af hverju hún tók sér fyrir hendur að gera það.“ Ingibjörg telur sérkennilegt að skýrslan skuli hafa verið kynnt á blaðamannafundi forsætisráðherra áður en hún var kynnt fjár- laganefnd. „Ríkisendurskoðun er auðvitað stofnun á vegum Alþingis og maður skyldi ætla að hún gerði fyrst þingnefndinni grein fyrir skýrslunni áður en ráðherra gerði grein fyrir henni,“ segir Ingibjörg en að hennar mati er ljóst að full ástæða var til þess að skoða hæfi ráðherra. „Mér hefur fundist ráð- herra umgangast það eins og per- sónulega árás sem það er auðvitað ekki. Þegar menn fara með fram- kvæmdavald þá eru þeim alltaf sett- ar ákveðnar skorður í athöfnum sín- um og þeir þurfa að lúta meðal annars reglum um hæfi. Ráðherra á ekki sjálfur að úrskurða um eigið hæfi eða vanhæfi. Ef það kemur til álita þá er það annarra að úrskurða um það og mér finnst að honum hafi borið ákveðin frumkvæðisskylda að vekja athygli á því. Þeirri skyldu sinnti hann ekki. Málið snýst um að stjórnvaldsathafnir séu hafnar yfir allan vafa um hagsmunaárekstur.“ Ingibjörg segist ekki geta svarað því nú hvort hún sætti sig við nið- urstöðu Ríkisendurskoðunar um hæfi ráðherra en bendir á að mörg- um pólitískum spurningum sé ósvarað um einkavæðingaferli bank- anna. „Það eru fleiri þættir í þessu máli og þetta er bara einn liður af því. Þannig hafa ekki fengist pólitísk svör við því af hverju svo oft var breytt um stefnu í ferlinu, af hverju hætt var við dreifða eignaraðild og farið í kjölfestufjárfesta, af hverju hætt var við alþjóðlegt útboð þrátt fyrir að menn hefðu áður lagt áherslu á mikilvægi þess að bjóða þetta út erlendis þegar menn höfðu áður talað um að það væri mikilvægt að fá erlenda bankastofnun inn á ís- lenskan markað, bæði vegna þess að menn vildu fá erlent fjármagn inn og eins þekkingu,“ segir Ingibjörg. Mörgu ósvarað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir GUÐJÓ Kristján formaðu Frjálsly flokksin ekki enn tækifær skoða sk Ríkisen unar va Hann sa ljóst að væri svo flókið að nú þyrfti lögfræðinga. Þörf á lögfræðiálit Guðjón A. Kristjánsson ÖGMUNDUR Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri grænna, segir þingmenn almennt ekki komna með skýrsluna í hend- ur. „Það var ekki fyrr en óskað var sérstaklega eftir því að fjár- laganefndarmenn fengu hana, en í millitíðinni boðar forsætisráðherra til fundar með fréttamönnum um rannsóknarskýrslu um eigin hæfi án þess að sýna þeim skýrsluna,“ segir Ögmundur og bætir við að þessi vinnubrögð séu svo forkastanleg að mönnum verði orða vant. „Við þurfum að gaumgæ hluti, bæði þessa skýrslu R urskoðunar og aðra hluta m segir Ögmundur, sem telur meginþætti að ræða í málin fyrsta lagi þrönga lagalega hæfi forsætisráðherra. Í öð dómgreind hans og annarr koma að þessum málum. O um pólitík og pólitískt siðfe inn þessara þátta er til lykt Þetta verður engan veginn þessari skýrslu. Hún segir inni afskaplega lítið, enda m isendurskoðandi segja sjál skýrslunni að hann líti ekk sem hlutverk sitt að gefa ú legan úrskurð sem hann þó inn að takast á hendur fyri dögum.“ „Ég tel að þjóðin muni a það að skilið verði við þetta þessum hætti,“ segir Ögmu „Varðandi Ríkisendurskoð starfar hún undir handarja ins og á að hafa skjól af þin haldseftirliti sínu gagnvart kvæmdavaldinu og þar me sjálfsagt ráðherrum landsi hún skuli láta þá, og þann r sem rannsóknin beinist geg skýrsluna er svo ævintýral menn skortir lýsingarorð.“ Forkastanleg vinnubrögð ráðherra Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.