Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LENGI skal manninn reyna. Ég var sannfærður um að fólkið úti á þessari frægu landsbyggð (í þessu tilfelli Norðurland) hefði nú loks- ins fengið eitthvað sem það mætti halda í, hanga á, eignast. En, nei – því er ekki að heilsa. Loks þegar eitthvað bita- stætt kemur, þá skal það tekið. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með nokkrum stjórn- málamönnum suð- urveldisins, bæði þingmönnum stjórn- ar- og stjórnar- andstöðu, þó svo að ákveðnir stjórn- arþingmenn hafi skorið sig úr, þegar orðræðan hefur beinst að Héðins- fjarðargöngum. Af stjórnar- andstöðumönnum undanskil ég þó Kristján L. Möller sem gerði heiðarlega tilraun í Kastljósi til að koma vitinu fyrir Gunnar I. Birgisson. Steininn tók úr þegar ég heyrði vitnað í Gunnar I. Birgisson, þingmann og ýmislegt fleira, og ætlaði ekki að trúa því sem eftir honum var haft. Ekki batnaði það þegar ég hlustaði á hann sjálfan í Silfri Eg- ils fyrir nokkru og reyndar í Kast- ljósi líka. Það sem ég hafði heyrt og hélt að væri bull og borin von að trúa reyndist vera satt og rétt. Rík- isstjórnin ákvað fyrir allnokkru að fara út í framkvæmd sem getur stækkað Eyjafjörð og um leið gert Út-Eyjafjarðarsvæðið enn byggi- legra; opna göng til Siglufjarðar gegnum Héðinsfjörð. Það voru góð tíðindi og tíma- bær. Markmiðið með þessum fram- kvæmdum er:  Bæta samgöngur á Trölla- skaga.  Auka umferðaröryggi.  Tengja Siglufjörð við Eyja- fjarðarsvæðið og styrkja á þann hátt byggð á svæðinu. Sérstaklega hefur verið horft til framkvæmda sem rjúfa vetr- areinangrun, koma í stað ann- arrar kostnaðarsamrar vegagerð- ar, stytta vegalengdir eða stækka atvinnusvæði. Það má ekki gleyma því að for- sendur traustra byggða og þar með vaxtarsvæða eru öruggar samgöngur, öflug sveitarfélög, samstarf byggð- arlaga um þjónustu og góð skilyrði til at- vinnusóknar. Má ég í því sam- bandi minna á að sama fyrirtækið, Þormóður rammi - Sæberg hf., hefur höfuðstöðvar bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði og gerir út togara frá báðum bæjunum. Þetta segir Gunnar I. Birg- isson að sé vitlausasta fram- kvæmd sem nokkur maður geti farið í. Miklar mega gáfurnar vera í Kópavoginum. Það hlýtur að vera erfitt hlutskipti að heita Gunnar I. Birgisson og sjá ofsjónum yfir aurum til annarra. Það hlýtur að vera afskaplega erfitt hlutskipti að vera höf- uðborgarbúi og þar um kring og geta ekki unnt öðrum lands- mönnum þess að fá framkvæmd í sitt hérað. Það hlýtur að vera umhugs- unarefni þegar þungavigtarmenn á þingi geta ekki setið á sér vegna hneykslunar yfir því að samfélag sem leggur til 5–6 millj- arða króna til þjóðarbúsins á hverju ári hverju fær nú úthlut- aða framkvæmd upp á 6–7 millj- arða eins og einu sinni. Það hlýtur að vera dapurlegt að vera Gunnar I. Birgisson, sitja á þingi og telja alla milljarðana sem þetta litla samfélag fyrir norðan býr til, sendir suður og fær skammtað úr hnefa til baka – já, eins og einu sinni. Hvað gerir þingmaðurinn og sveitarstjórnarmaðurinn Gunnar I. Birgisson við alla peningana sem verða til í litla samfélaginu fyrir norðan þess á milli? Hvað eru 6 milljarðar sinnum 20 svo dæmi sé tekið? Kann einhver að reikna það? Það skyldi þó ekki vera svo að þeir peningar séu notaðir í fram- kvæmdir fyrir sunnan? Fóru þeir kannski í að skapa störf á þessu landsfræga suðvest- urhorni? Allir vita hvar Reykjavík er – ekki síst sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni. Allir vita að stór hluti þjóðarinnar býr þar um slóð- ir. Þar eru stofnanir ríkisins, ósýnilegar sem aðrar. Þar eru helstu fjölmiðlar lands- ins, sem sést á hverjum degi: maður með gítar á bar fær meiri athygli í lok 10-frétta en 1.000 manna helgarfótboltamót barna norður í landi. Svo dæmi sé tekið um misskiptingu auðsins. En þurfa þroskaðir þingmenn endilega að beita botnlausri ósanngirni? Vissulega þarf mikla peninga til að byggja Sundabrautir og mislæg gatnamót vítt og breitt. Það dreg- ur enginn í efa. En þarf endilega að beita þess- ari ósanngirni þegar loks kemur að góðri og mikilvægri fram- kvæmd eins og Héðinsfjarð- argöngum og segja: Sjá, sjá, við þurfum Sundabraut en pening- arnir fara til Helvítis. Má ég benda á og ítreka að ekki er verið að taka 6–7 milljarða króna á hverju ári, góðir lands- menn, til að reisa Héðinsfjarð- argöng. Það gerist bara einu sinni. Við norðanmenn erum heldur ekki með upphrópanir í hvert sinn sem stórbrú eða umferðarljós rís fyrir milljarða í borginni við Sundin – kannski fyrir milljarðana okkar sem fóru suður í fyrra. Nei, það gerum við ekki því við viljum sýna sanngirni. Megum við biðja um það sama. Af sanngirni og síngirni Helgi Jónsson fjallar um veit- ingu fjármagns til vegagerðar ’…forsendur traustrabyggða og þar með vaxtarsvæða eru örugg- ar samgöngur…‘ Helgi Jónsson Höfundur er rithöfundur og ekur oft um þjóðvegi landsins. AÐ UNDANFÖRNU hafa Ís- lendingar haslað sér völl í við- skiptum víða um heim, þ. á m. í Austurlöndum fjær, þar sem laun eru lægri og lífsgæði minni. En er það siðferðilega rétt eða rangt hjá fyrirtækjum að flytja framleiðslu sína til landa sem eru með ódýrara vinnuafl? Þróun sl. ára og áratuga hefur verið í þá átt að stórfyrirtæki á Vesturlöndum hafa í auknum mæli kosið að flytja verksmiðjur sínar til landa sem eru með ódýrt vinnu- afl. Í flestum tilvikum er um að ræða lönd í Asíu sem í dag eru að verða nokkurs konar framleiðslulönd fyrir Vesturlönd, lönd eins og Kína, Taí- land, S-Kórea, Víet- nam o.fl. Þessa þróun hafa margir gagnrýnt og telja hana vera af- leiðingu hnattvæð- ingar og stórfyr- irtækjavalds. Í umræðunni hafa menn velt fyrir sér siðferðilegum afleið- ingum þessara breyt- inga því þær verða oft til þess að skarð myndast í atvinnulíf heimalandsins. Algeng rök þeirra sem telja það vera siðferðilega rangt að fyrirtæki flytji framleiðslu sína til þessara landa eru þau að fyrirtæki Vesturlanda nýti sér vinnuafl örs- nauðs fólks í framleiðslulöndum Asíu, þar sem atvinnumöguleikar innfæddra eru oft af skornum skammti. Í heimalandinu situr fólk eftir atvinnulaust, fólk sem er oft og tíðum lítið menntað og hefur jafn- vel helgað alla starfsævi sína sama fyrirtækinu. Þetta fólk hefur litla sem enga möguleika á að byggja upp að nýju starfsframa og í mörgum til- fellum fær þetta fólk alls ekki neina vinnu. Slík hnattvæðing sé því eingöngu til að auka bilið milli ríkra og fátækra á Vesturlöndum og að því leyti séu fyrirtæki Vest- urlanda siðferðilega ábyrg aukist þetta bil. Þetta eru býsna sterk rök sem erfitt er að horfa framhjá. Ber fyrirtækjum ekki siðferði- leg skylda til að halda uppi at- vinnustigi í samfélagi okkar? En hvað er „samfélag“ okkar? Er það vinnustaðurinn okkar, bærinn okkar, landið okkar, heimsálfan okkar eða jörðin okkar? Ef við hugsum um það sem há- markar hag sem flestra (nytja- hyggja) og gefum okkur að tekjur og hagvöxtur sé það sem hámark- ar hag manna, komumst við jafn- vel að því að fyrirtækjum Vest- urlanda ber í raun siðferðileg skylda til að flytja framleiðslu til þeirra landa sem eru með ódýrara vinnuafl. Ávinningurinn getur nefnilega orðið beggja sé rétt haldið á spöðunum. Ávinningur ríka landsins: Sé mögulegt að framleiða vöruna á ódýrari hátt er annaðhvort hægt að auka hagnað af framleiðslunni eða lækka verð vörunnar. Aukinn hagnaður skilar sér í hærri skatt- tekjum í ríkissjóð heimalandsins, sem þýðir að meira er til skipt- anna til aðstoðar við þá sem misstu vinnuna. Það er t.d. hægt að hjálpa þeim sem misstu vinnuna með einhvers konar styrkjum, hugsanlega til flutninga á önnur svæði þar sem er atvinna eða til að fjárfesta í menntun. Í öllu falli verða til meiri pen- ingar til velferðarmála. Sé varan seld ódýrar þýðir það að fleiri geta notið hennar eða að afgangur verður fyrir einhverri annarri vöru. Atvinnuleysið sem myndast þarf ekki að vera nema tímabund- ið og getur í sjálfu sér haft já- kvæð áhrif bæði á einstaklinginn sem missir vinnuna og þjóðfélagið í heild. Einstaklingurinn þarf að endurmeta stöðu sína og fái hann stuðning til mennt- unar mun það skila sér í hærri launum fyrir hann og hærri landsframleiðslu fyrir þjóðfélagið í heild. Ávinningur fátæka landsins: Til að fátæk ríki nái sér á strik verða að koma til er- lendar fjárfestingar og viðskipti. Fyrirtæki ættu því að fjárfesta í fátækum ríkjum, flytja framleiðslu til þeirra. Í framhaldinu verð- ur til atvinna fyrir heimamenn sem leiðir til vaxandi landsfram- leiðslu þess lands, þ.e. hagvöxtur eykst og tekjur íbúanna aukast. Rannsóknir hafa sýnt að erlend fyrirtæki greiða yfirleitt hærri laun en innlend fyr- irtæki og bjóða upp á meira starfsöryggi og betri aðbúnað á vinnustað. Hærri tekjur, aukið ör- yggi og betri aðbúnaður eru allt þættir sem auka lífslíkur þjóða og velferð. Erlend stórfyrirtæki eru mun líklegri til að hugsa um þessa þætti en innlend fyrirtæki þar sem ímynd fyrirtækja á Vest- urlöndum er mjög viðkvæm fyrir almenningsáliti. Neikvæð eða veik ímynd er það sem fyrirtæki Vest- urlanda óttast vegna þess að ímyndin er yfirleitt það eina sem greinir þau frá keppinautum. Oft þarf lítið út af að bera til þess að vörumerki hrynji í áliti. Dæmi um þetta er Nike sem varð fyrir töluverðum álitshnekki þegar umræðan snerist um barna- þrælkun í erlendum verksmiðjum. Nike brá skjótt við og í dag þykja erlendar verksmiðjur þess til fyr- irmyndar. Hagvöxtur iðnríkja Asíu er tölu- vert meiri en þeirra landa sem ekki hafa opnað á erlenda fjárfest- ingu. Kína er með 8,2% vöxt árið 2003 og Taíland 6,4% en lönd sem ekki hafa opnað á erlenda fjárfest- ingu, eins og Venesúela og Sim- babve, eru með neikvæðan vöxt. Að sjálfsögðu er þessi aukning ekki öll tilkomin eingöngu vegna erlendra fjárfestinga, fleiri þættir spila þar að sjálfsögðu með en er- lend fjárfesting er einn af mik- ilvægustu þáttunum. Samanlagður hagnaður ríku landanna og fátæku er augljós af þessum samanburði og ef við hugsum um samfélag manna sem samfélag allra manna á jörðinni verðum við að setja til hliðar eig- inhagsmuni, hugsa um heiminn sem heild og framleiða þar sem það er hagkvæmast fyrir heildina. Við skulum því ekki nota hugtök eins og „arðrán“ um útrás ís- lenskra fyrirtækja að lítt athug- uðu máli. Arðrán í alþjóðlegum viðskiptum? Svandís Edda Ragnarsdóttir fjallar um alþjóðleg viðskipti Svandís Edda Ragnarsdóttir ’Hagvöxturiðnríkja Asíu er töluvert meiri en þeirra landa sem ekki hafa opnað á erlenda fjárfestingu.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar hjá MasterCard – Kreditkorti hf. NÁTTÚRA Íslands er aðal- aðdráttarafl erlendra ferðamanna og friðlýst svæði hafa að geyma margar af áhugaverðustu nátt- úruperlum Íslands. Tilgangur þeirra er að varðveita sérstöðu íslenskrar náttúru og verðmæt- ar fornminjar sem geyma sameiginlegan menningararf og sögu þjóðarinnar. Þjóð- garðar og önnur frið- lýst svæði eru eft- irsótt til útivistar og ferðamennsku, efna- hagslegt gildi þeirra er því óumdeilt. Er- lendir ferðamenn vilja upplifa sérstöðu Ís- lands. Þeir leita eftir gæðum og eru að jafnaði vel menntaðir og meðvit- aðir um mikilvægi náttúrunnar sem auðlindar. Á komandi árum munu ýmsir þættir hafa áhrif á þróun ferða- mennsku á friðlýstum svæðum. Þar má nefna fjölgun og breytta samsetningu gesta, aukna þekk- ingu og breytingu á ferðamáta. Fjármagn til uppbyggingar og rekstrar þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða ásamt þáttum er snúa að stjórnun þeirra munu einnig vega þungt. Áhrif ferða- mennsku á friðlýst svæði geta bæði verið jákvæð og neikvæð. Já- kvæð áhrif ferðamennsku velta ekki síst á því að skilgreina sér- stöðu svæðanna, afla þekkingar um gesti og marka skýra stefnu í uppbyggingu á þjónustu innan þeirra sem utan. Eitt skref í þessa átt er að byggja upp góða þekkingu innan friðlýstra svæða og í samfélögunum í kring en hún er undirstaða þess að nýta auð- lindina á skyn- samlegan og sjálf- bæran hátt. Það þarf að bæta fagþekkingu, efla rannsóknir, og leggja áherslu á að kynna þau tækifæri sem þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði búa yfir. Um leið þurfa takmörk þeirra að vera ljós svo ekki sé gengið gegn verndunarmark- miðum. Samráð þarf að vera um það hversu mikil uppbygging er ásættanleg án þess að gengið sé á auðlindina eða dregið úr upplifun gesta. Uppbygging innan frið- lýstra svæða hefur áhrif á ferða- þjónustu utan þeirra á sama hátt og ferðaþjónusta utan þeirra hefur áhrif á það hvernig svæðin þróast. Það er mikilvægt að varðveita vel þá auðlind sem friðlýst svæði geyma fyrir þjóðina og þá vaxandi ferðaþjónustu sem byggir afkomu sína að stórum hluta á verðmæt- um þeirra. Ef góð þekking er til staðar er hægt að móta skýra stefnu og fá það besta út úr auð- lindinni án þess að rýra gæði hennar til framtíðar. Framtíð ferðamennsku á friðlýstum svæðum Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir fjallar um náttúru Íslands og ferðaþjónustu ’Það er mikilvægt aðvarðveita vel þá auðlind sem friðlýst svæði geyma fyrir þjóðina og þá vaxandi ferðaþjón- ustu sem byggir afkomu sína að stórum hluta á verðmætum þeirra.‘ Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir Höfundur starfar fyrir Umhverfisstofnun sem þjóðgarðs- vörður í Jökulsárgljúfrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.