Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 38
FRÉTTIR
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRIÐ 1998 tefldu Garry Kasp-
arov og Veselin Topalov 6 skáka
einvígi í borginni Leon á Spáni.
Það var óvenjulegt fyrir þær sakir
að báðir keppendur fengu að nota
skákforrit sér til aðstoðar við tafl-
mennskuna. Kasparov lýsti því yf-
ir eftir einvígið að þetta væri
framtíðin fyrir skáklistina. Sem
betur hefur sú spá ekki ræst og
hafa mótshaldarar mótsins í Leon
hætt að notast við þetta form - það
er jú skemmtilegra að sjá manns-
hugann einan að verki. Á mótinu í
ár tóku fjórir skákmenn þátt,
Viswanathan Anand (2.785), Alex-
ei Shirov (2.714), Rustam Kaz-
imdzhanov (2.670) og norska
undrabarnið Magnus Carlsen
(2.548). Keppnin var háð með út-
sláttarfyrirkomulagi og í undan-
úrslitum voru tefldar fjórar at-
skákir. Anand vann báðar skákir
sínar með hvítu gegn Norðmann-
inum unga og gerði jafntefli með
svörtu. Kasimdzhanov hafði annan
hátt á – hann vann báðar skákir
sínar með svörtu gegn Shirov og
gerði jafntefli með hvítu. Það var
því spennandi að sjá hvernig
FIDE-heimsmeistaranum Kas-
imdzhanov myndi reiða af gegn
indverska sláturhúsinu. Meistar-
inn byrjaði vel og lagði Anand að
velli í fyrstu skákinni. Í þeirri
næstu var tefld fjörleg byrjun en
þegar þrjátíu leikjum hafði verið
leikið var ljóst hvert stefndi. An-
and hafði hvítt í neðangreindri
stöðu og fórnaði nú manni til að
útkljá viðureignina.
31. fxe6! Hxg7 32. Hd7+! Rxd7
33. Dxg7 og svartur sá sæng sína
útbreidda þar sem eftir t.d. 33.
...Re5 kæmi 34. Df6+ Kf8 35. e7+!
og hvítur mátar. Kasimdzhanov
þjarmaði að Anand í næstu skák
en að lokum lyktaði hún með jafn-
tefli. Spænskur leikur kom upp í
lokaskákinni og hafði Anand með
hvítu eilítið betra framan af. Í eft-
irfarandi stöðu tók hann óvænta
en happadrjúga ákvörðun:
30. Rxc4! bxc4 31. Bxc4+ Kh8
32. Bxa6
Það er gríðarlega erfitt fyrir
svartan að finna haldbæra vörn í
þessari stöðu á svo skömmum um-
hugsunartíma. Áætlunargerð fyrir
hvítan er hinsvegar mun einfaldari
– hvítu frípeðin eiga að marséra
upp í borð.
32. ...Re7 33. Bb7! Rxf5 34. g4
Re7 35. c4 Rb8 36. a6 Rbc6 37.
Hxd8 Hxd8 38. b5 Ra5 39. Ha1 og
svartur gafst upp enda ræður
hann ekki við frípeð hvíts með
góðu móti. Anand vann þar með
mótið og var það í fimmta skipti
sem hann gerði það. Þessi við-
kunnanlegi og sigursæli mótas-
kákmaður heldur vonandi áfram
sínu striki en næsta mót hjá hon-
um verður sjálfsagt ofurmótið í
Dortmund.
Lenka teflir í Moldavíu
Evrópukeppni einstaklinga í
kvennaflokki fer fram þessa dag-
ana í höfuðborg Moldavíu, Chis-
inau. Mótið hófst 11. júní sl. og
lýkur 24. júní nk. en Lenka
Ptácníkova (2.277), stórmeistari
kvenna, teflir fyrir Íslands hönd.
Hún lagði heimakonuna Angelicu
Babei (1.843) að velli í fyrstu um-
ferð en laut í lægra haldi fyrir ísr-
aelsku skákkonunni Möshu Klin-
ovu (2.391) í þeirri annarri. Hægt
er að nálgast nánari upplýsingar
um mótið á vefsíðunni www.skak.-
is.
Stefán Kristjánsson
gengur úr Helli í
Taflfélag Reykjavíkur
Vorið 2001 fagnaði Stefán Krist-
jánsson Íslandsmeistaratitli með
Taflfélagi Reykjavíkur. Skömmu
eftir það gekk hann til liðs við
Skákfélagið Hrókinn og vann Ís-
landsmeistaratitilinn með þeim í
þrjú ár í röð. Þegar Hrókurinn
hætti keppni í Íslandsmóti skák-
félaga vorið 2004 varð Stefán
munaðarlaus eins og margir aðrir
liðsmenn Hróksins sem vildu tefla
í Íslandsmótinu. Hann kaus að
finna sér þá nýtt skákheimili á
Hellisskútunni og með félaginu
varð hann Íslandsmeistari sl. vor
ásamt því að verða Norðurlanda-
meistari taflfélaga á Netinu. Í síð-
ustu viku gekk hann úr Helli í sitt
gamla félag, TR. Þetta þykir tíð-
indum sæta í skákheiminum og
gera má ráð fyrir að undir forystu
Óttars Felix Haukssonar muni
gamla stórveldið,TR, styrkja lið
sitt enn frekar fyrir komandi átök.
Í því samhengi er ljóst að sá mað-
ur er vandfundinn sem hefur verið
jafn sigursæll á Íslandsmóti skák-
félaga hin síðari ár en einmitt
Stefán Kristjánsson.
Anand sigraði Kasimdzhanov með 2½ v. gegn 1½ v. í úrslitaeinvíginu.
Anand sigrar í Leon
SKÁK
Leon, Spánn
18. CIUDAD DE LEON-MÓTIÐ
9.–13. júní 2005
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Atvinnuauglýsingar „Au pair“ í London
Óskum eftir „Au pair“ fyrir 2 börn, 7 og 13 ára.
Sem fyrst fyrir sumarið eða í ár. Íslensk/
amerísk fjölskylda á góðum stað í London. Um-
sækjandi þarf að vera með bílpróf og reyklaus,
sjálfstæður og reglusamur og ekki yngri en
19 ára. Áhugasamir hafi samband við Röggu
í 0044 7919 126497 eða
raggalondon@yahoo.co.uk.
Ris ehf., Skeiðarási 12, 210 Garðabæ
Ris ehf. er alhliða byggingaverktaki. Starfs-
mannafjöldi er í dag um 100 manns. Fyrirtækið
er með metnaðarfulla starfsmannastefnu.
Gæðamál eru byggð á ISO 9000 stöðlunum.
Óskum eftir smiðum
eða hópi smiða
til uppsetningar á 1.100 m2 af gifsveggjum og
1.000 m² af kerfisloftum.
Framundan eru fleiri verk innanhúss.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurfinnur Sig-
urjónsson í síma 693 3340, finnur@risehf.is .
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Gvendur dúllari
Blindur er bóklaus maður
Opið í dag frá kl. 16 - 19
Gvendur dúllari
- alltaf góður hvar sem er -
Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði,
sími 511 1925.
Félagslíf
Ferðafélag Íslands
17. júní 2005
Gönguferð yfir Leggjarbrjót
Um er að ræða forna þjóðleið
á milli Þingvalla og Hvalfjarðar.
Létt og þægileg ganga sem
hentar öllum.
Göngutími 4-5 klst. Brottför frá
Mörkinni 6 kl. 10.00.
Samkomur með Kevin White
þriðjudag og miðvikudag
kl. 20.00.
Tónleikar á fimmtudag kl. 20.30.
www.krossinn.is .
Fréttir á SMS
KB BANKI hefur afhent fimm náms-
mönnum tvo miða á U2 tónleika,
sem haldnir verða í London síðar í
þessum mánuði, ásamt flugi og gist-
ingu. Dregið var í Lukkustund
námsmannaþjónustu KB banka á X-
FM nokkra föstudaga í maí og júní
og fara 10 manns út í boði bankans.
Flogið verður til London 17. júní og
heim aftur 20. júní. Námsmannaþjón-
usta KB banka býður upp á fjár-
málaþjónustu, þar sem námsmönn-
um standa til boða námsstyrkir,
tölvukaupalán, bókastyrkir, fram-
færslulán o.fl. Þar að auki getur fólk
í námsmannaþjónustu bankans átt
von á að verða dregið út og hlotið
glaðning eins og þennan.
Ljósmynd/Kristjan Maack
Vinningshafarnir Ríkharð Bjarni Snorrason, Hlín Ólafsdóttir, Berglind
Sigurgeirsdóttir, Helgi Einar Karlsson og Guðrún Þórdís Guðmundsdóttir.
Hlutu miða á U2-tónleika
DREGIÐ hefur verið í fartölvuleik
Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins.
Fyrsta vinning, HP Compaq far-
tölvu, hlaut Sólrún Harpa Þrastar-
dóttir, nemandi í menntaskólanum
Hraðbraut. Fjölmargir aukavinning-
ingar voru einnig i boði og hafa þeir
verið sendir vinningshöfum. Á
myndinni má sjá er Sólrún Harpa
tekur við HP Compac tölvunni úr
hendi Gísla Jafetssonar, markaðs-
stjóra Sparisjóðsins.
Sólrún Harpa tekur við HP Compac
tölvunni úr hendi Gísla Jafetssonar,
markaðsstjóra Sparisjóðsins.
Fartölvu-
leikur Spari-
sjóðsins
GUNNARI Boman prófessor
við Uppsalaháskóla var nýlega
veitt fálkaorðan við hátíðlega
athöfn á Bessastöðum.
Viðurkenningin er veitt fyrir
áratugalangt framlag Gunnars
til eflingar rannsóknarsam-
vinnu á sviði lungnalækninga
milli Íslands og Svíþjóðar og
framlag hans til menntunar ís-
lenskra lungnalækna í Svíþjóð.
Gunnar Boman hefur um
langt árabil verið leiðbeinandi
íslenskra lækna í sérnámi í
lungnalækningum og íslenskra
lækna sem lokið hafa doktors-
prófi við Uppsalaháskóla.
Hann hefur verið ötull hvata-
maður að þátttöku Íslands í al-
þjóðarannsóknum og hófst
þátttaka Íslands í fjölþjóða-
rannsókninni Lungum og
heilsu m.a. fyrir tilstuðlan hans.
Gunnar Boman hefur verið
prófessor við Uppsalaháskóla
og lungnadeild Akademiska
sjúkrahússins frá árinu 1981.
Orðuveit-
ing fyrir
framlag til
eflingar
rannsókna