Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 20
E
f allt gengur að ósk-
um og fjármagn fyrir
nýjum spítala verður
tryggt haustið 2006,
má gera ráð fyrir að
hægt verði að hefja
framkvæmdir við nýj-
an spítala á lóð Land-
spítala –háskólasjúkrahúss (LSH)
við Hringbraut í júní árið 2008. Gert
er ráð fyrir að nýbyggingar taki um
fimm ár í byggingu og önnur fimm ár
taki að breyta og aðlaga eldra hús-
næði. Það er því í fyrsta lagi eftir
rúman áratug sem starfsemi LSH
getur flust í nýtt húsnæði. En þangað
til þarf hún að halda áfram að þróast
við núverandi aðstæður.
Starfsemi LSH er í dag á nærri
tuttugu stöðum á höfuðborgarsvæð-
inu. Megin þungi þjónustunnar við
sjúklinga er í Fossvogi og við Hring-
braut en endurhæfing fer fram á
Grensási, geðsjúkum er sinnt á
Kleppi, öldrunarþjónusta er á
Landakoti og barna- og unglinga-
geðdeild er á Dalbraut, svo dæmi séu
tekin. Af þessari dreifðu starfsemi
hlýst mikið óhagræði, bæði fyrir
sjúklinga og starfsfólk.
Færri hús og flóknari starfsemi
Þó að búið sé að sameina flestar
sérgreinar á einn stað, er full starf-
semi allan sólarhringinn bæði við
Hringbraut og í Fossvogi sem þýðir
að tvöfaldar vaktir eru nauðsynlegar
að hluta og fullkominn tækjabúnað-
ur t.d. í tengslum við bráðamóttökur,
verður að vera til taks á báðum stöð-
um. Er það álit viðmælenda Morg-
unblaðsins að erfitt sé að ná frekari
hagræðingu í rekstri fyrr en öll
starfsemin verður komin undir eitt
þak, eins og það er oft orðað.
Frá sameiningu hefur þrengt að
starfsemi LSH, í bókstaflegri merk-
inu, þrátt fyrir byggingu nýs Barna-
spítala. Mörg þúsund fermetra hús-
næði hefur verið lokað og er húsnæði
LSH nú um 5.000 fm² minna en það
var árið 2000.
„Húsnæðið er alltof þröngt fyrir
alla þá starfsemi sem hér fer fram,“
segir Ingólfur Þórisson, fram-
kvæmdastjóri tækni og eigna LSH,
um húsakostinn. „Það kemur niður á
ýmsum þáttum. Það kemur niður á
starfseminni, starfsmönnum og sjúk-
lingum sem þurfa stundum að liggja á
göngum eða margir saman á stofum.“
Núverandi húsnæði setur því
starfsemi LSH ákveðin takmörk og
eru nokkrar ástæður fyrir því. Hús-
næðið er gamalt, það yngsta, fyrir
utan Barnaspítalann, var byggt á
áttunda og níunda áratugnum, en
annað er mun eldra eða frá og fyrir
miðja síðustu öld. Byggingarnar
voru flestar reistar fyrir mun minni
og einfaldari starfsemi en er í þeim
núna. Þetta gamla húsnæði er kostn-
aðarsamt í viðhaldi og hefur ekki
þann sveigjanleika sem þarf til að
mæta stöðugum breytingum í tækni
og vinnufyrirkomulagi.
Á allra síðustu árum hafa komið
fram hugmyndir um byggingar
nýrra sjúkrahúsa sem studdar eru
rannsóknum á því hvernig húsnæði
getur haft áhrif á bata sjúklinga og
líðan og framleiðni heilbrigðisstarfs-
fólks. Er m.a. búið að sýna fram á að
einbýli fyrir alla sjúklinga marg-
borgar sig en á LSH eru enn mörg
fjölbýli.
Í öðru lagi er húsnæði LSH of lítið
fyrir þá miklu starfsemi sem þar fer
fram. Kemur þetta harkalega niður á
aðstöðu starfsmanna. Víða vantar
fundaraðstöðu, búningsaðstöðu,
hvíldaraðstöðu, skrifstofur og set-
króka og erfitt eða ómögulegt er að
finna pláss fyrir tölvur þó sífellt
meiri krafa sé gerð á starfsfólkið að
nota þær. Einnig er aðstaða fyrir
stúdenta, sem koma í hundraða tali
inn á Landspítalann árlega, slæm.
Háskólasjúkrahúsið, sem hefur ríkar
skyldur sem kennslu-, vísinda- og
rannsóknarstofnun, býr því í dag við
ófullnægjandi húsakost til að rækta
þær sem skyldi.
En þrengslin hafa líka áhrif á
sjúklingana sjálfa. Margar sjúkra-
stofur eru ekki viðunandi og lítil að-
staða fyrir aðstandendur. Þarfir,
réttindi og kröfur sjúklinga hafa
stóraukist en víða liggja sjúklingar á
fjölbýlisstofum og er trúnaður við þá
brotinn daglega þegar heilbrigðis-
starfsfólk þarf að ræða við þá, í
mesta lagi á bak við léreftstjald. Þá
eru langir gangar spítalans mörgum
þyrnir í augum og fyrir þá sem ekki
þekkja húsin vel eru þau einna líkust
völundarhúsi.
Óhentug fjölbýli
„Fjölbýli eru barn síns tíma,“ seg-
ir Jóhannes M. Gunnarsson, lækn-
ingaforstjóri LSH. Hann bendir á að
við þær aðstæður sem eru í dag sé
nánast ógjörningur að framfylgja
lögum um réttindi sjúklinga. „Þessar
kröfur eru í takt við væntingar okkar
allra um að okkur sé sýnd virðing og
mannhelgi okkar virt,“ sagði Jó-
hannes, þá starfandi forstjóri LSH, á
ársfundi spítalans á dögunum.
„Starfsfólk sem vinnur við þær að-
stæður að þurfa að ganga gegn bæði
eigin siðferðistilfinningu og lands-
lögum fyllist vanlíðan og þessar að-
stæður stuðla að óánægju sjúk-
linga.“
Ekki má gleyma hinum umtöluðu
gangalögnum, þegar legudeildir eru
yfirfullar og sjúklingar þurfa að
liggja í rúmum á göngum, þar til
pláss losnar á stofu sem oft er fyrir
3–6 sjúklinga.
Þrengsli og óhagræði bygging-
anna hefur einnig í för með sér
aukna hættu á sýkingum og með-
ferðarmistökum. Mörg dæmi eru um
það að örfá salerni og baðherbergi
séu á stórum legudeildum. Slíkar að-
stæður, sem og sjúkrastofur ætlaðar
mörgum sjúklingum, stuðla að út-
breiðslu skæðra spítalasýkinga sem
breiðast út milli sjúklinga og starfs-
fólks og hafa valdið faröldrum á
sjúkrahúsinu.
Sé litið til rannsókna sem gerðar
hafa verið í löndum sem við berum
okkur oft saman við má ætla að um
100 sjúklingar láti lífið árlega vegna
meðferðaróhappa hér á landi. Segir
Jóhannes að erlendar rannsóknir á
þessu hafi ekki leitt í ljós að um van-
kunnáttu eða vanrækslu starfs-
manna sé að ræða heldur séu fyrir
hendur aðstæður sem oftast tengj-
ast húsnæði sjúkrahúsanna á einn
eða annan hátt. Flutningar sjúk-
linga milli deilda, fjölbýli og ónóg
hreinlætisaðstaða eru allt þættir
sem auka á hættuna á meðferðar-
mistökum og sýkingum. Þessir
þættir eru allir fyrir hendi á LSH.
Jóhannes segir að þessar rannsókn-
ir eigi því ekki síst við húsnæði
Landspítalans.
Jóhannes bendir á eitt vandamál
til viðbótar sem hefur áhrif á
þrengslin en það er fjöldi sjúklinga
sem hefur fengið fullnægjandi með-
ferð á spítalanum en bíður eftir var-
anlegu plássi t.d. á hjúkrunarheim-
ilum. Fjöldi slíkra sjúklinga hefur að
sögn Jóhannesar farið minnkandi
undanfarin misseri „en það er engu
Þröngt húsnæðið
mótar starfsemina
Húsnæði Landspítalans rúmar ekki þá
starfsemi sem þar fer fram. Þrengsli
er viðvarandi vandamál sem kemur
niður á sjúklingum jafnt sem starfs-
fólki og stúdentum í heilbrigðisvísind-
um. Húsnæðið er farið að móta starf-
semina og starfsfólkið eyðir drjúgum
tíma daglega í ferðalög innan spítal-
ans. Ekki verður hægt að bæta að-
stöðuna að neinu marki fyrr en nýr
spítali verður tekinn í notkun. En
þangað til er í það minnsta um ára-
tugur. Og í millitíðinni verður starf-
semin að halda áfram að þróast við
núverandi aðstæður.
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Spítali í spennitreyju
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
Ljósmyndir Þorvaldur Örn Kristmundsson