Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FJÁRVEITINGAR Landspítala – háskóla- sjúkrahúss til tækjakaupa duga ekki til nauð- synlegrar endurnýjunar og nýkaupa lækninga- tækja. Til að mæta því hafa tæki undanfarin ár verið leigð og greidd á afborgunum. Með því er þó verið að ganga á fjárveitingar framtíðarinn- ar. Á síðasta ári fékk LSH 201 milljón á fjár- lögum til meiri háttar tækjakaupa. Fjárveiting- ar til tækjakaupa hafa minnkað frá sameiningu sjúkrahúsanna árið 2000. Á sama tíma hefur eft- irspurn eftir lækningatækjum aukist verulega. Ef vel ætti að vera þyrfti að fjórfalda fjár- framlögin til spítalans hvað þetta varðar, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna á LSH. Á sjúkrahúsum á hinum Norðurlöndunum er eðlileg viðmiðun að til tækjakaupa sé varið um 3–4% af rekstrarfé háskólasjúkrahúsa. Hér á landi er hlutfallið í kringum 1%. Miðað við þetta ætti Landspítalinn að fá einn milljarð árlega til að endurnýja og kaupa ný tæki. „Á síðasta ári gerðum við stórátak í tækja- málum svo að spítalinn er betur settur núna heldur en hann hefur verið um langt skeið,“ seg- ir Ingólfur. „Menn verða að hafa í huga að ný tæki geta skilað heilmiklu í bættum rekstri og betri með- ferð fyrir sjúklinga. Hvoru tveggja er mikill ávinningur fyrir þjóðfélagið.“ Í fyrra voru leigð eða keypt tæki að andvirði 676 milljóna króna. Beiðnir sviðstjóra læknis- fræðilegra sviða til tækjakaupa hljóðuðu við upphaf síðasta árs upp á um 1.200 milljónir króna. Því þurfti að forgangsraða verkefnum með tilliti til fyrirliggjandi fjárveitinga. „En það má aldrei slaka á í tækjakaupum,“ segir Ingólfur. „Talið er að lækningatæki endist að meðaltali ekki nema fimm til sjö ár. Sá tími er fljótur að líða.“ Fjárveiting til tækjakaupa á LSH úr takti við þörfina Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Þröngt húsnæði | 20–24 CLIFF Richard er ind- ælismaður, vinalegur, lætur lítið á sér bera og er laus við alla stjörnu- stæla, segir Erla Óla- dóttir, veitingamaður og meistarakokkur á Casa Bitoque í smábænum Guia í Portúgal, en hjá Erlu er söngvarinn góð- kunni orðinn fastagest- ur. „Hann kemur alltaf inn í eldhúsið til mín til að heilsa upp á mig og þakkar svo fyrir sig með handabandi þegar hann kveður,“ segir Erla og bætir við að kálfalifrin og bökurnar sínar séu í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum og hann velji sér gjarnan ís- lenskar pönnsur og ávexti í eftirrétt.  Daglegt líf | 19 Íslenskar pönnsur í eftirrétt Cliff Richards NIÐURSKURÐUR í ræstingum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefur m.a. valdið því að erfiðara er að ráða við ákveðnar sýkingar innan spítalans en áður. Stöðugur niður- skurður hefur verið í ræstingum undanfarin ár til að lækka rekstrarútgjöld. Starfsfólki í ræstingum hefur fækkað m.a. vegna þess að framkvæmdastjórn ákvað um áramótin 2003/ 2004 að skera niður í ræstingum um 40 millj- ónir króna. Átak var gert í sýkingarvörnum á spítalan- um á síðasta ári og stöðugt er unnið að leið- beiningum fyrir starfsfólk. Sýkingafaraldrar hafa komið upp en engu að síður eru Íslend- ingar í óvenjulegri stöðu hvað varðar ýmsar sýkingar. Sýkingar sem sjúkrahús erlendis hafa misst tökin á hafa ekki enn náð fótfestu hér. „En við þurfum sífellt að vera á tánum hvað þetta varðar,“ segir Ólafur Guðlaugs- son, yfirlæknir sýkingavarnadeildar LSH. Minni þrif og meiri sýkingarhætta MARGIR notuðu góða veðrið í gær til að viðra hunda sína. En það eru fleiri dýr sem njóta þess að spóka sig í sólinni og þeirra á meðal er páfagaukurinn Bjartur. Vakti það mikla athygli vegfar- enda í Austurstræti að sjá Sonju Georgsdóttur með Bjart á öxl- inni. Aðspurð segist Sonja gjarn- an nota matarpásuna sína til að spássera með fuglinn, sem þyki fátt betra en að sóla sig þegar á því gefst færi. Að sögn Sonju vekja göngutúrar hennar með Bjart ávallt nokkra eftirtekt, en enn meiri eftirtekt vekur það víst þegar hún tekur kanínuna sína, hana Vitu, með sér einnig. Segist hún ganga með kanínuna í poka en leyfa henni einnig að hlaupa aðeins um á völdum stöðum. Það vekur að sögn Sonju mikla hrifn- ingu kattanna í hverfinu sem séu forvitnir um þennan eyrnalanga ferfætling. Greinilegt sé að þeim þyki kanínan sérlega spennandi leikfélagi í óþökk kanínunnar sjálfrar. Spóka sig í sólinni Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Jim Smart Kaffihúsin við Austurvöll voru þétt setin í hádeginu í gær, enda notuðu margir tækifærið til að snæða hádegisverð sinn úti undir berum himni. MARAN Seafood A/S, dótturfélag Sigurðar Ágústssonar ehf. í Dan- mörku, hefur keypt danska fyrir- tækið Hevico A/S. Stefnt er að sam- einingu fyrirtækjanna á næstunni, en áætluð velta samstæðunnar mun verða um 3,5 milljarðar ísl. kr. á ári. Íslandsbanki sá um fjármögnun kaupanna og veitti fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjöf í tengslum við kaup- in. Í fréttatilkynningu segir að Hevico sérhæfi sig í framleiðslu á heitreyktum silungi og sé stærst á sínu sviði í Evrópu. Unnið úr lifandi fiski Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Ágústsson að ástæðan fyr- ir kaupunum væri í raun tvíþætt. „Annars vegar framleiðir þetta fyrirtæki afurðir sem eiga mikla samleið með því sem við erum að gera í Danmörku og á Íslandi í dag og þessar afurðir vinna hver upp aðra inn á þá markaði sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ segir Sigurður. Hann segir hina ástæðuna vera þá að um sé að ræða traust fyrirtæki sem hefur verið vel rekið. „Við sjáum mikla framtíðarmöguleika á fram- leiðslu og heitreykingu á silungi, og það sem þetta fyrirtæki hefur fram yfir keppinauta sína í öðrum löndum er mun betra aðgengi að hráefni. Þannig vinnur það úr lifandi fiski all- an ársins hring, sem flest önnur fyr- irtæki geta ekki.“ Sigurður Ágústsson kaupir Hevico A/S RÁN var framið á bensínstöð Olís í Hamraborg 12 í Kópavogi í gær. Til- kynnt var um ránið til lögreglu kl. 17.39. Ræninginn kom einn síns liðs inn á bensínstöðina, klæddur svartri úlpu og með hettu dregna yfir höfuð. Tveir starfsmenn voru þá við störf á bensínstöðinni. Ræninginn ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni, spennti upp sjóðsvélina, tók handfylli af pen- ingum, hljóp síðan á brott og hvarf sjónum inn í bifreiðageymslu Hamraborgar. Ekki lá fyrir í gær- kvöldi hve mikill ránsfengurinn var. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Kópavogi er ránsmaðurinn 170–175 cm á hæð, grannur eða mjög grannvaxinn, með ljóst eða ljósskol- leitt hár, blá eða ljósgrá augu, klæddur í svarta úlpu sem náði niður á læri og með hettuna yfir höfðinu. Á hettunni var loðkragi. Maðurinn var íklæddur gallabuxum, líklega bláum, og hélt á grárri hettupeysu þegar hann framdi verknaðinn. Lögreglan hóf strax leit að ræn- ingjanum, ásamt því að gera rann- sókn á vettvangi. Í gærkvöldi stóð rannsókn enn yfir og var meðal ann- ars verið að skoða myndbandsupp- tökur af vettvangi og vinna úr öðrum fyrirliggjandi gögnum. Ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni SVÍAR hafa hug á því að lengja fæð- ingarorlof þar í landi úr tólf mánuð- um upp í fimmtán mánuði en þetta kemur fram hjá höfundi skýrslu um fæðingarorlof sem unnin var að til- stuðlan sænsku ríkisstjórnarinnar. Höfundur skýrslunnar, Karl-Petter Thorwaldsson, leggur til að tekið verði upp þrískipt fyrirkomulag að íslenskri fyrirmynd þannig að báðir foreldrar muni eiga rétt á fimm mánaða orlofi en geti ráðstafað þeim fimm mánuðum sem eftir eru að eigin vilja. Hann segir rök breyting- anna fyrst og fremst þau að feður þar í landi notfæra sér innan við fimmtung af heildar fæðingarorlofi. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í haust. Ragnhildur Arn- ljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félags- málaráðuneytisins, segist hafa vitað af áhuga Svía á því að taka upp sam- bærilegt fyrirkomulag og er í gildi hér á landi varðandi fæðingarorlof. Þá hafi aðrar þjóðir einnig sýnt því mikinn áhuga. „Við höfum kynnt okkar fyrir- komulag víða um heim og meðal annars í Norðurlandasamstarfinu. Það er ekki launungarmál að farið er að tala um íslenska „módelið“ og við höfum því orðið vör við athyglina sem þetta hefur vakið,“ segir Ragn- hildur en hún telur að fyrirkomulag fæðingarorlofsins hafi gefið góða raun hér á landi. „Það virðist koma á óvart í öðrum löndum hve almenn þátttaka íslenskra feðra er,“ segir Ragnhildur. Svíar íhuga að taka upp fæðingarorlof að íslenskri fyrirmynd Íslenska „módelið“ er farið að vekja athygli erlendis HALLDÓR Ásgrímsson tilkynnti í upphafi blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum í gær að reglulegir fundir með fréttamönn- um myndu hefjast í haust, sem áður hafa verið boðaðir. Halldór sagði fulla ástæðu vera til að fjalla um ýmis mál sem væru of- arlega á baugi í þjóðfélaginu. Þannig hefði hann í gærmorgun átt fund með forsvars- mönnum Samtaka atvinnulífsins og ASÍ, sem lýst höfðu áhyggjum sínum af vaxandi skuldbindingum lífeyrissjóðanna. Sagðist Halldór hins vegar reikna með að fjölmiðlar hefðu ekki áhuga á þessu heldur niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem hann var þá kom- inn með í hendur. Blaðamanna- fundir haldnir reglulega í haust ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.