Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýlegt ramma-samkomulagfjármálaráð- herra átta helstu iðn- ríkja heims, um að fella niður skuldir átján af fátækustu ríkjum heims, hefur beint kast- ljósi fjölmiðlanna, að þróunaraðstoð og vanda þróunarlanda. Þessi mál verða einnig efst á baugi á leiðtoga- fundi átta helstu iðn- ríkja heims í Skotlandi í næsta mánuði. Í þúsaldarmarkmið- um Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að þjóðir verji að lágmarki 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Því markmiði hefur enn ekki verið náð hér á landi. Miðað er við að framlög Ís- lands til þróunarmála verði 0,22% af vergri landsframleiðslu á þessu ári, eða tæpir tveir milljarðar króna. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar í apríl í fyrra að hækka þetta hlutfall á næstu árum. Ríkisstjórn- in stefnir m.ö.o. að því að framlög Íslands til þróunarmála verði 0,35% af vergri landsframleiðslu árið 2009. Nái það markmið fram að ganga hafa framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækkað úr 0,09% í 0,35% á réttum áratug, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu utanríkisráðuneytisins sem ber heitið Stefnumið Íslands í þróun- arsamvinnu 2005 til 2009. Í skýrsl- unni er kynnt stefna stjórnvalda í þróunarmálum, eins og nafn henn- ar ber reyndar með sér. Opinber þróunaraðstoð er skil- greind á sama hátt í öllum OECD- ríkjunum skv. upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu. Opinber þró- unaraðstoð er í fyrsta lagi, skv. skilgreiningu OECD: aðstoð veitt af hinu opinbera, í öðru lagi: aðstoð sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun og auka vel- ferð í þróunarlöndum og í þriðja lagi: fjárhagsaðstoð veitt sem gjafafé eða lán með minnst 25% gjafahlutfalli. Þróunarsamvinna Íslands er unnin marghliða og tvíhliða, eins og það er orðað, á vef utanríkisráðu- neytisins. „Marghliða þróunarsam- vinna felst í samstarfi innan fjöl- þjóðlegra þróunarstofnana,“ segir á vef ráðuneytisins. „Ísland hefur, sökum smæðar sinnar, einskorðað þátttöku sína við tiltölulega fáar stofnanir, einkum ýmsar sérstofn- anir [Sameinuðu þjóðanna] líkt og Þróunaráætlun SÞ (UNDP), Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mat- væla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ og Há- skóla SÞ, en tveir skólar eru starf- ræktir á Íslandi – Sjávarútvegs- skólinn og Jarðhitaskólinn.“ Því er bætt við að Ísland hafi einnig tekið þátt í fjölþjóðlegu starfi nokkurra alþjóðafjármála- stofnana, sem sinna þróunarmál- um, eins og Norræna þróunar- sjóðnum og Alþjóðabankanum. Þá telst starfsemi Íslensku friðargæsl- unnar einnig til aðstoðar Íslands við þróunarríki. Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands (ÞSSÍ) ber hins vegar ábyrgð á svokallaðri tvíhliða þróunarsam- vinnu Íslands. Hún var stofnuð með lögum árið 1981 og heyrir und- ir utanríkisráðuneytið. „ÞSSÍ sér lögum samkvæmt um opinbera tví- hliða þróunaraðstoð Íslendinga við þróunarríki. Slík aðstoð byggist á gagnkvæmum samningum milli ríkisstjórnar Íslands og ríkis- stjórna samstarfslandanna um þróunarsamvinnu og er því fyrst og fremst byggð á samstarfi opin- berra aðila,“ er m.a. útskýrt í stefnu stofnunarinnar frá mars 2004. ÞSSÍ fær um það bil 35% til 38% framlaga Íslendinga til þróunar- mála. Sú upphæð nam um 800 milljónum króna á þessu ári, að sögn Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinn- ar. Til samanburðar, bendir hann á að stofnunin, hafi haft 220 milljónir til ráðstöfunar árið 2001. Þá gerir hann ráð fyrir því að stofnunin hafi u.þ.b. einn og hálfan milljarð til ráðstöfunar á árinu 2009, miðað við að framlög Íslands til þróunarmála verði 0,35% af vergri landsfram- leiðslu. Stofnunin hefur þegar gert samninga við fjögur ríki í sunnan- og austanverðri Afríku, þ.e. við Malaví, Mósambík, Namibíu og Úganda. Til stendur að bæta við tveimur löndum á þessu ári, Sri Lanka og Níkaragúa. Reyndar er stefnt að undirritun samnings um þróunarsamvinnu milli Íslands og Srí Lanka, í næstu viku, nánar til- tekið 22. júní nk. Samningurinn verður til fimm ára, segir Sighvatur, og hefur stofnunin 75 milljónir króna til ráð- stöfunar á Sri Lanka, á þessu ári. Fulltrúi á vegum SÞÞÍ, Árni Helgason, er þegar kominn til Sri Lanka til að undirbúa starfið. Árni mun, að sögn Sighvats, hafa yfir- umsjón með verkefninu á Sri Lanka – hann verður svonefndur umdæmisstjóri – en auk þess verða kallaðir til einstakir ráðgjafar. Gert er ráð fyrir því að bækistöðv- ar SÞÞÍ verði í Colombo og að verkefnið hefjist formlega í ágúst nk. „Við höfum undirbúið starfið í samvinnu við yfirvöld í sjávarút- vegsmálum á Sri Lanka,“ útskýrir Sighvatur. SÞÞÍ muni því einbeita sér að verkefnum sem tengjast sjávarútvegsmálum í landinu. Fréttaskýring | Þróunaraðstoð í brennidepli Aukin framlög á næstu árum Stefnt að undirritun samnings um þró- unaraðstoð við Sri Lanka í næstu viku Um 113 milljónir barna ganga ekki í skóla. Tæplega fimmtungur jarð- arbúa býr við örbirgð  Um 80% jarðarbúa, eða um fimm milljarðar manna, búa í þróunarlöndum, þar sem almenn fátækt er hluti daglegs lífs og tæplega fimmtungur jarðarbúa eða 1,2 milljarðar býr við ör- birgð, segir í skýrslunni Stefnu- mið Íslands í þróunarsamvinnu 2005 til 2009. „Um 800 milljónir jarðarbúa þjást af næring- arskorti og 14 milljónir deyja úr hungri á ári hverju. Dag hvern deyja yfir 30.000 börn vegna læknanlegra sjúkdóma.“ Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SMÁLAX er að veiðast í Borgarfirð- inum. Veiðin í Norðurá tók kipp á sunnudag, þegar tíu laxar voru dregnir á land. „Þetta er allt grálús- ugur smálax,“ sagði Kjartan Þor- björnsson ljósmyndari sem var við veiðar í gær. „Menn eru mikið að kasta flugunni en engu að síður hafa flestir náðst á maðkinn, upp úr hefð- bundnum maðkaholum.“ Hann sagði laxinn ekki sýna sig mikið. „Hann er samt kominn milli fossa, við sáum tvo á Berghylsbroti,“ sagði Kjartan sem var búinn að landa einum á Stokkhylsbroti og tók sá svarta Snældu. Sterkar smálaxagöngur Veiðin hófst í Þverá á sunnudag og komu þá sex laxar á land. Athygli vakti að helmingurinn var smálax, fjögur til fimm pund, en hinir átta til níu. Fyrsta laxinn í Þverá veiddi Anna G. Ottósdóttir, fimmtán mín- útum eftir að veiði hófst. Það var hennar fyrsti flugulax en nú er í fyrsta sinn einungis veitt á flugu. Í gær kom einn lax á fyrri vakt- inni. „Aðstæðurnar eru erfiðar, skjannasól og hiti,“ sagði Andrés Eyjólfsson leiðsögumaður. „Við höf- um verið að sjá lax á fleiri stöðum, þótt það vanti enn meiri dreifingu á hann. Í gær sáum við svo fiska frammi á fjalli, hann var að ganga milli hylja.“ Þar á Andrés við Kjarrá en veiði hefst í henni á morgun. Andrés sagði að þegar vart verður við smálax svona snemma þá veit það oftast á sterkar smálaxagöngur. Frekar dauft hefur verið yfir Laxá í Kjós eftir að veiðin hófst á föstudag. Einn sjö punda lax veidd- ist á laugardag og annar á sunnu- dag. Úr Blöndu eru komnir 34 laxar og enginn þeirra undir átta pundum. Mest eru þetta 10 til 12 punda fiskar og sumir stærri. „Þetta er ágætt, þrír til fimm laxar hafa verið að veið- ast á dag, eða lax á stöng,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Lax-á. Fiskar og rusl á Þingvöllum Veiðin er góð á Þingvöllum þessa dagana og lífríkið að klæðast sínum fegursta búningi. Blaðamaður kom við á mörgum veiðistöðum í þjóð- garðinum í fyrrakvöld og víða voru menn að setja í fisk, sumir í allvænar bleikjur. Menn toguðust á við fiska allar götur frá Leirutá og austur á Öfugsnáða. Á síðarnefnda staðnum urðu menn þó mest varir við smælki. Á föstudagskvöldið fylgdist blaða- maður á sama stað með snarpri við- ureign veiðimanns og sjö punda urr- iða sem tók makríl. Þjóðgarðurinn er óviðjafnanleg perla en umgengni veiðimanna er ábótavant á stundum. Í Presthólma hirti blaðamaður umbúðir utan af flugum og veiðivörum, í Veiðitanga- hólma var mjólkurferna sem ber- sýnilega hafði verið notuð undir beitu og þá voru girnisdræsur á báð- um þessum stöðum. Svona rusl, sem og dósir og hvers kyns plastdrasl, eiga veiðimenn að bera burtu með sér. Girni á aldrei að skilja eftir á jörðinni, það hefur valdið ófáum fuglum fjörtjóni. Þá hlýst verulegur sóðaskapur af því þegar reyk- ingamenn henda frá sér sígar- ettustubbum. Á stuttri ferð milli veiðistaða í þjóðgarðinum tíndi blaðamaður upp um 50 filtstubba. Það er sjálfsögð krafa að reyk- ingamenn, sem finna sig knúna til að slá á sætan birkiliminn með tóbaks- reyk, séu með ílát undir stubbana. Veiðimenn mættu hafa í huga eina af siðareglum Ármanna: Veiðimaður ræðir af háttvísi um veiðibráð, fer með gát að öllu lífi, nýtur veru sinn- ar við veiðivatn og skilur ekki eftir annað en sporin sín. STANGVEIÐI Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Helgi Ólafsson í baráttu við ellefu punda hrygnu sem tók svarta Francestúpu við Laxfoss í Laxá í Kjós. Smálaxar í Borgarfirði veidar@mbl.is ÞORSTEINN Pálsson, fyrrverandi ráðherra og fulltrúi í stjórnarskrár- nefnd, segir það koma mjög vel til álita að setja inn ákvæði í stjórn- arskrá um að breytingar á stjórn- arskrá verði bornar upp í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þetta var meðal þess sem rætt var um á ráðstefnu stjórnarskrárnefnd- ar um helgina og var þar meðal ann- ars velt upp þeim möguleika að kos- ið yrði um breytingar á stjórnarskrá samhliða þingkosningum. Þorsteinn segir þann möguleika eitt af því sem til greina komi. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það komi mjög vel til álita að stjórnarskrár- breytingar verði háðar samþykki kjósenda í kosn- ingum, sam- kvæmt þá ákveðnum reglum sem um það verða settar. En það er ekki komið til um- fjöllunar í nefndinni frekar en önnur efnisatriði,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. stjórn- arskrár verður henni breytt ef breytingartillaga hlýtur samþykki á Alþingi og er þá þing rofið í kjölfarið og boðað til kosninga. Samþykki nýtt þing ályktunina óbreytta er hún orðin að stjórnskipunarlögum. Þorsteinn segir að með því að bera breytingar á stjórnarskránni undir þjóðaratkvæði geti þegnarnir tekið afstöðu til breytinganna með beinum hætti. „Það kann að vera of þröngt ef einungis er hægt að breyta stjórnarskrá samhliða Al- þingiskosningum, þannig að það þarf að horfa á það í víðara sam- hengi.“ Hann tekur fram að ekki sé hægt að leggja breytingar á stjórnar- skránni undir þjóðaratkvæði eins og hún er núna. Til þess þurfi að breyta stjórnarskrá. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Þorsteinn Pálsson Hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæði „Kemur mjög vel til álita“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.