Morgunblaðið - 14.06.2005, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.2005, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU „Æ oftar beðinn um línufisk“ Úr verinu á morgun UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup TrackWell á lausnum og rekstri SeaData. Helstu lausnir SeaData eru Raf- ræn afladagbók, Útgerðarstjórinn og Afurðabók. SeaData-kerfið skráir upplýsingar um ferðir og veiðar fiskiskipa og sendir rafræn- ar upplýsingar til útgerða og Fiskistofu. Kerfið hefur náð út- breiðslu hjá útgerðum á Íslandi og erlendis. Meðal viðskiptavina eru Brim hf., Síldarvinnslan, Þor- björn-Fiskanes, Vísir hf. og Samherji. Sérhæfing TrackWell liggur í gagnaskrán- ingum og ferilvöktun á forðum fyrirtækja, s.s. bílum, skipum og fólki. Meðal lausna TrackWell á þessu sviði eru TracScape-flotastýring- arkerfið og Tímon, tíma- og viðverukerfið sem er í notkun hjá yfir 100 fyrirtækjum hérlendis. Þar má nefna að TracScape hefur frá upphafi verið notað við sjálfvirka tilkynningarskyldu skipa sem og fyrir Fjareftirlitskerfi Landhelg- isgæslu og Fiskistofu. Auk þess nota NAFO og NEAFC, sem eru eftirlitsstofnanir með veiðum á úthöfunum, kerfi TrackWell fyrir sína starfsemi. Með sam- þættingu SeaData-lausnanna við kerfi Track- Well opnast ný tækifæri til markaðssetningar SeaData-lausnanna á erlendum vettvangi. Að sögn Jóns Inga Björnssonar, fram- kvæmdastjóra TrackWell, eru kaupin liður í að styrkja sókn TrackWell á forða- og flotastjórn- unarkerfum fyrir fyrirtækjamarkað hér á landi og erlendis. „TrackWell hefur að mestu unnið fyrir ríkisstjórnir, stofnanir og símafélög um allan heim en á síðasta ári hófum við sókn inn á fyrirtækjamarkað. Með samruna við Grunn- Gagnalausnir í fyrra erum við komnir með öfl- ugar lausnir sem snúa að almennri forð- astjórnun og nú með samningi við SeaData get- um við boðið útgerðinni mjög góðar aflaskráningar- og staðsetningarlausnir,“ segir Jón Ingi. Garðar Rafn Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri SeaData, segir að með því að færa rekstur SeaData til TrackWell sé þjónusta við núverandi viðskiptavini aukin, auk þess sem hægt verði að setja meiri kraft í markaðssókn hérlendis og erlendis á lausnum fyrirtækisins. Stjórnendur TrackWell ásamt starfsmönnum SeaData. TrackWell kaupir rekstur SeaData NORSK-ÍSLENSKA síldin veiðist nú um 100 mílur frá landi og er hún á hraðri leið suð- austur og veiðist í mjög köldum sjó. Vilhelm Þorsteinsson var í gær inni á Seyðisfirði í af- fermingu og síðan að umskipa afla sínum í flutningaskip. Þeir voru þá með 620 til 640 tonn af fryst- um flökum og 150 til 160 tonn af óunninni síld í móttökunni, sem þeir voru í óða önn að vinna fyrir löndunina í flutningaskipið. Birk- ir Hreinsson, skipstjóri, sagði að veiðarnar hefðu gengið vel, en vinnslugetan réði því hve mikið væri tekið hverju sinni. Vinnslan í þessum túr hefði verið stöðug og gengið vel. Síldin væri nú í mjög köldum sjó, um 3 gráð- ur við yfirborðið og nálægt núllinu dýpra. Það væri mjög gott að taka hana úr svona köldum sjó, því þá gengi betur að halda henni kaldri um borð. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fisk- vinnslustöðva hefur 8.400 tonnum af síld verið landað til vinnslu í landi. Mestu hefur verið landað í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, 2.650 tonnum. Til Neskaup- staðar hafa borist 2.500 tonn, tæp 1.600 tonn til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, rúm 1.000 tonn til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, 465 tonn til HB Granda á Vopnafirði og 80 tonn til Djúpavogs. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu hafa alls veiðst 19.800 tonn það sem af er vertíð, en leyfilegur afli er 157.700 tonn. Nokkur skip eru komin yfir þúsund tonnin, en 17 skip hafa landað síld til þessa. Sex skip með kolmunna Kolmunnaveiðarnar ganga þokkalega og síðustu daga lönduðu fimm íslensk skip afla sínum og eitt færeyskt. Afli íslensku skip- anna er orðinn 160.000 tonn, en leyfilegur afli er 345.000 tonn. Erlend skip hafa landað 87.000 tonnum og hafa íslensku verksmiðj- urnar því tekið á móti nærri 250.000 tonn- um. Mestu hefur verið landað hjá Síld- arvinnslunni á Seyðisfirði, ríflega 58.000 tonnum. Næst kemur Eskja á Eskifirði með 54.000 tonn, þá Síldarvinnslan í Neskaupstað með 32.700 tonn, Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði er með 30.000 tonn, Ísfélag Vest- mannaeyja með 28.600 tonn, HB Grandi á Vopnafirði er með 19.500 tonn, Nordic Fact- ory á Djúpavogi er með 11.400 tonn, Ísfélag Vestmannaeyja er með 9.800 tonn og Hrað- frystistöð Þórshafnar er með 3.400 tonn. Fimm skip eru komin með meira en 10.000 tonn af kolmunna samkvæmt upplýs- ingum á vef Fiskistofu. Ingunn AK er afla- hæst með 15.700 tonn. Næstur kemur Jón Kjartansson SU með 13.900 tonn, þá Hólma- borg SU með 13.850 tonn, Börkur NK er með 13.100 tonn og Faxi RE er með 11.400 tonn. Síldin veiðist í mjög köldum sjó JEFF Tunks matreiðslumeistari státar af mörgum viðurkenningum fyrir matargerð- arlist sína. Hann á og rekur þrjú virt veit- ingahús í Washington DC. Elst þeirra er DC Coast sem býður upp á nútímalegan banda- rískan mat, TenPenh hefur yfirbragð Suð- austur-Asíu og maturinn á Ceiba ber keim af mið- og suðuramerískri matargerð. Tunks og meðeigendur hans undirbúa nú opnun fjórða veitingahússins í Washington DC. Jeff Tunks segist hafa kynnst Íslandi fyrir fjórum til fimm árum. Honum var boðið að taka þátt í fyrstu Food and Fun hátíðinni og hefur verið með síðan, síðustu tvö skiptin sem dómari. Kynni hans af landinu leiddu til þess að hann var fenginn til að vera að- alstjarnan í þætti Chefs A’Field þáttarað- arinnar um íslenska þorskinn og lambið. Jeff afneitar raunar stjörnuhlutverkinu fyrir sína hönd, en segir að íslenski maturinn hafi gegnt því hlutverki. Mikil athygli „Fyrir þremur árum fór ég í göngur og réttir á Íslandi,“ sagði Jeff. „Ég heillaðist af því hvernig bændurnir sækja féð upp í fjöllin. Fólk frá PBS sjónvarpsstöðinni leitaði til mín og bað mig að vera með í þættinum vegna þess að ég átti að baki Íslandsferðir og þekkti orðið marga á Íslandi. Tilgangurinn var að sýna bandarískum áhorfendum hve hreinar afurðir þið eigið; fiskinn, vatnið og lambið. Í þættinum er reynt að sýna fólki með augum mat- reiðslumeistarans hvaðan maturinn kemur. Síðan eru þessar stórkostlegu afurðir teknar og gerðar að neyslu- vöru og enda á diski neytandans. Síðasta daginn var kvik- myndað á Óðinsvéum, veitingahúsi Sigga Hall. Þar not- uðum við þorskinn sem við veiddum og kjöt af lambi sem smalað var af fjallinu. Við elduðum tvo rétti úr þessu hrá- efni. Þættirnir fá mikið áhorf og ég þekki fólk sem bíður í ofvæni eftir að fá að sjá þetta stórkostlega landslag. Ég trúi að þátturinn muni vekja mikla athygli á Íslandi og ís- lenskum afurðum. Eins á mér og Washington DC svo þetta er beggja hagur.“ Búinn að fá æfingu Jeff Tunks segir að réttarstemningin hafi ekki komið sér mjög á óvart. „Ég var búinn að fara í nokkrar æfing- arferðir til Íslands og hafði fengið tilsögn í að drekka ís- lenskt brennivín. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór á hestbak. Ég er fremur stórvaxinn og hestarnir ekki svo stórir. En þeir höfðu þetta af og ég líka. Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði mér til í reiðmennsku. Hann veitti mér miklar upplýsingar um íslenska sauðféð og menningarlegan bakgrunn gangna og rétta. Það var mjög gagnlegt. Sama má segja um Krist- in Aðalsteinsson sjómann sem fór með mig á þorskveiðar frá Eskifirði. Ég hafði frábæra leiðsögumenn.“ Jeff Tunks telur íslenska matargerðarlist vera mitt á milli evrópskrar og bandarískrar hefðar. „Norðurevrópsk áhrif eru sterk. Skammtastærðirnar eru miklu minni en okkar, sem ég tel að sé gott. Mikil áhersla er lögð á fallega framsetningu matarins. Ég varð mjög hrifinn af kokka- skólanum ykkar (Hótel- og matvælaskólanum). Miðað við stærð landsins er þetta frábær skóli. Á Food and Fun hef ég unnið með nemendum og útskrifuðu fagfólki úr skól- anum. Ég var hrifinn af færni þess og þjálfun. Íslenskir matreiðslumenn njóta þeirra forréttinda að fá að vinna með hreint og gott hráefni. Það er lykillinn að vel- gengni hvers matreiðslumeistara. Helsti vandi okkar hér í Bandaríkjunum er að finna besta hráefnið hverju sinni. Fiskurinn ykkar og lambið eru það besta sem fæst.“ Hlakkar til að fá mjólkurvörurnar Jeff Tunks segist vera einkar heillaður af skyri og ís- lenskum mjólkurvörum og hlakka til þegar farið verður að flytja þær til Bandaríkjanna. Heilsusamlegt líferni og holl- usta í mataræði verður fólki æ hugleiknara og það mun leiða til meiri fiskneyslu, að mati Jeffs Tunks. „Íslenski þorskurinn og bleikjan eru toppvara. Bleikjan er svo fersk. Það eru lítil bein í flökunum sem næstum bráðna þegar íslenska bleikjan er elduð. Þegar maður eldar silung úr öðrum heimshlutum verður að tína beinin burt.“ Veitingastaðurinn DC Coast hefur boðið upp á íslenska rétti undanfarin haust þegar mikil matarsýning er haldin í Washington DC (The National Food Show). Hún er haldin að hausti þegar íslenskt lamb fæst ófrosið vestra. „Við buðum fólki að smakka ýmsa rétti úr íslensku hráefni á föstu verði. Vorum með íslenska osta, fiskrétt, lambakjöt og síðan eftirrétt úr íslensku skyri. Þetta seldist mjög vel og var vinsælt. Heillaðist af að fara í göngur og réttir Jeff Tunks matreiðslumeistari tók þátt í gerð sjónvarpsþáttar um ís- lenska lambið og þorskinn. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TENGLAR .................................................................................. www.dccoast.com Morgunblaðið/Guðni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.