Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 16
Eskifjörður | Frænkurnar frá Eskifirði, Silvía Halldórsdóttir og Hafdís Bára Pétursdóttir, héldu til veiða í kvöldsólinni á Eskifirði. Veiðin var heldur dræm en fyrir rest beit þessi þorskur á sem stöllurnar sáu aumur á og slepptu aftur í hafið. Morgunblaðið/Alfons Veitt og sleppt Dorg Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Landbúnaðarstofnunin nýja verður staðsett á Selfossi og mun fara vel í landslagi stofnana og fyrirtækja í bæn- um. Hún kemur inn í atvinnulífið á sama tíma og Lánasjóður landbúnaðarins verður seldur svo þess er að vænta að starfsfólk sem þar starfar eigi góða möguleika á starfi, fylgi það ekki með þegar sjóðurinn flyst til væntanlegs kaupanda. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra segir að fjármálastofnanir hafi áhuga á sjóðnum.    Mikið framboð hefur verið á störfum og er ekkert lát á þenslunni á Árborg- arsvæðinu. Fjölgun fólks heldur áfram á Selfossi og í Hveragerði sem sést best á því að þrengsli eru vaxandi í grunnskól- unum og biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast. Hrópað er á nýjan leikskóla á Selfossi en bæjaryfirvöld þar vilja seinka byggingu hans og hyggjast leysa vand- ann með lausum kennslustofum við leik- skólana. Það er svo aftur mat margra að með því sé gengið í ákveðna gildru sem erfitt geti verið að komast úr, samanber lausu stofurnar við grunnskólana sem alltaf eru viðvarandi þrátt fyrir góð áform.    Suðurlandsvegurinn á milli Reykjavík- ur og Selfoss er mikil lífæð. Umferðin þar hefur farið vaxandi ár frá ári með stórum og miklum helgar- og sum- artoppum. Nýjar upplýsingar frá trygg- ingafélögunum varðandi tjón á veginum vegna umferðarslysa sýna að bregðast þarf við og sinna þessum vegi mun betur en gert hefur verið varðandi nýfram- kvæmdir og viðhald, með öryggismálin í forgangi. Fimm milljarða kostnaður á 15 árum og kostnaður upp á einn milljarð árið 2003 setja umræðuna um vegabætur í nýtt samhengi. Krafan um tvöföldun vegarins verður æ háværari enda er tvö- faldur vegur öruggasta mannvirkið. Lokamarkmiðið með framkvæmdum þarf að mati margra að vera fjögurra akreina upplýstur vegur og allar aðgerðir að mið- ast við það. Þess vegna líta menn með hornauga til þess að þriggja akreina veg- ur verði byggður án þess að hafa örygg- isvegrið eða autt svæði á milli akreina, sem áfangi að fjögurra akreina vegi. Hættan á framanáárekstrum er sú sama við slíkar aðstæður ef ekki meiri. Úr bæjarlífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Blandað bú er rekið á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Þar er stórt kúa- ogsauðfjárbú en einnig nokkuð af öðrum skepnum. Á bænum er eitt svín, grís sem heitir því viðeigandi nafni Beikon, vænt- anlega vegna fyrirsjáanlegra örlaga sinna fyrir jólin. Hann gengur gjarnan með lömbunum. Hér er hann í félagsskap með heimalningnum Júmbó og kúnni Nunnu. Kýrin er óvenjuleg í útliti, rauðskjöldótt, húfótt og þar að auki hyrnd. Er þessi lita- samsetning orðin heldur fáséð og hyrndar kýr ennþá frekar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nunna, Beikon og Júmbó Íslensku menningar-heimili í Noregi máalltaf finna vísur í bókaskápnum. Í bréfi til Biddu systur segist Þór- bergur Þórðarson hafa verið á gangi á götu í Kaupmannahöfn er datt niður í hann: Heyrði ég í hamri sungið. – Það hljómaði’ eins og elskóvssúk. – Hver var það, sem þar söng inni? Það var hin fagra Pípalúk. Pípalúk! Pípalúk! Það var hin fagra Pípalúk! Svo fékk Randver að heyra kvæði Huldu um álf- ana í Barni náttúrunnar eftir Kiljan, en annað er- indið hljóðar svo: Hljótt er fram við Hóla, hljótt og kyrt og rótt. Bæði skulum við blunda, – brátt er komin nótt. Og Hlíðar-Jóns rímur eftir Stein Steinarr svíkja eng- an, s.s. erindið: Lífs um angurs víðan vang víst ég ganginn herði, eikin spanga, í þitt fang oft mig langa gerði. Frá Noregi pebl@mbl.is Bifröst | Háskólarnir í Reykjavík virka eins og ryksugur á mannlegt atgervi. Þeir soga til sín ungt og efnilegt fólk og skila sjaldnast aftur til landsbyggðarinnar. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Run- ólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, við útskrift nema um helgina. Runólfur sagði að háskólarnir í Reykja- vík, lengst af Háskóli Íslands einn og sér, hafi undanfarin 100 ár eða svo verið einn af meginkröftum í byggðaþróun landsins. Uppbygging stjórnkerfis og atvinnulífs með miðlægum hætti hefðu samverkandi áhrif. Hann sagði að í höfuðborginni væru vaxtarbroddar nútímasamfélagsins og þangað leitaði fjármagnið og fólkið, frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins. Landsbyggðin hafi forgang Taldi hann nauðsynlegt að setja aukinn kraft í uppbyggingu menntunar og rann- sókna á landsbyggðinni og nefndi í því sambandi að veita þyrfti háskólum á lands- byggðinni forgang til vaxtar og þroska. Þeirra starf væri lykilatriði til að tryggja framtíð byggðanna. „Í dag eru þeir sveltir fjárhagslega og fá ekki rými til vaxtar af hálfu yfirvalda menntamála. Svo virðist vera sem að forgangur í háskólamálum landsins liggi nú í enn frekari eflingu há- skóla í höfuðborginni með sameinuðum há- skóla HR og THÍ sem virðist eiga að fá fjármuni til vaxtar umfram aðra á næstu árum,“ sagði rektor meðal annars. Hann nefndi að Viðskiptaháskólinn á Bifröst geti fengið fjármagn til vaxtar um 4% á ári, þegar hann hafi getu og vilja til að vaxa um 25–30%. Farið hafi verið fram á að fjölga úr 400 nemendum í 510 á næsta ári en þeim standi til boða að fjölga um sextán nemendur. Ryksugur á mannlegt atgervi Vestmannaeyjar | Stjórnendur grunn- skóla og leikskóla Vestmannaeyja harma það að bæjarstjórn skuli hafa ákveðið sam- einingu grunnskóla og leikskóla án þess að hafa rætt grundvöll þess við stjórnendur skólanna og telja að það raski starfsemi þeirra. Bæjarstjórn hefur á grundvelli skýrslu sem unnin var samþykkt á stefnumörkun að grunnskólar bæjarins sameinist undir eina yfirstjórn haustið 2006 og að leikskól- ar bæjarins sameinist undir eina stjórn í byrjun næsta árs. Létu stjórnendur skól- anna bóka athugasemdir sínar á síðasta fundi fræðsluráðs. Gera athuga- semdir við vinnubrögð ♦♦♦ Austur-Húnavatnssýsla | Fulltrúar allra sveitarfélaga í Austur-Húna- vatnssýslu undirrituðu nýverið áskorun til ríkis- stjórnar Íslands um að kynna mögu- leika á staðsetn- ingu iðjuvers í Austur-Húnavatns- sýslu eða í Skaga- firði fyrir fjárfest- um. Áskorunin kem- ur m.a. í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað meðal stjórn- valda þar sem áhersla er lögð á staðsetningu álvers í Skagafirði, Eyja- firði eða á Húsavík. Fram kemur að með áskoruninni vilja forsvarsmenn sveitarfélaganna í Austur-Húna- vatnssýslu vekja athygli á að verið er að ljúka gerð svæðisskipulags fyrir sýsluna þar sem stefnt er að því að kannaðir verði möguleikar á orkufrekum iðnaði. Gerir svæðis- skipulagsáætlunin ráð fyrir um 50 ha iðnaðarsvæði við Eyjarey, sem er miðja vegu milli Skagastrandar og Blönduóss og í 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Mögu- leikar eru taldir á uppbyggingu hafn- ar þar og er styrkur svæðisins m.a. tal- inn felast í greiðum samgöngum, góðu náttúrufari, nálægð við verslunar- og þjónustukjarna og er landrými mikið. Jafnframt er vakin athygli á nálægð þessa staðar við Blönduvirkjun. Með áskoruninni vilja sveitarstjórn- armenn í Austur- Húnavatnssýslu vekja athygli á þeirri staðreynd að sýslan hefur marga góða valkosti umfram önnur svæði til staðsetningar iðjuvers. Því óska sveitarfélögin góðs samstarfs við stjórnvöld um rannsóknir á um- ræddu iðnaðarsvæði við Eyjarey og frekari vinnu við málið, segir í áskor- uninni. Vilja kynna möguleika á iðjuveri í Eyjarey Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.