Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND ALLS voru brautskráðir 290 kandidatar á há- skólahátíð Háskólans á Akureyri um helgina. Þar af voru 111 fjarnemendur, tæplega 40% af heildarfjölda kandidata, og hefur sá hópur aldr- ei verið fjölmennari en nú. Á nýliðnu háskólaári voru 1.516 nemendur skráðir í sex deildir háskólans, auðlindadeild með 117 nemendur, félagsvísinda- og lagadeild með 191 nemanda, heilbrigðisdeild með 312 nemendur, kennaradeild með 556 nemendur, viðskiptadeild með 299 nemendur og upplýs- ingatæknideild með 41 nemanda. Þorsteinn Gunnarsson rektor nefndi í ræðu sinni á háskólahátíð að Háskólinn á Akureyri hefði verið í örri þróun og margar nýjungar litið eða væru að líta dagsins ljós. Einkum hefði ver- ið lögð áhersla á að byggja upp rannsóknatengt nám og aðstöðu til rannsókna. Það hefðu því verið mikil tímamót þegar nýja rannsóknar- og nýsköpunarhúsið, Borgir, var opnað á liðnu haust, „þar sem öll aðstaða til kennslu og rann- sókna hefur tekið stórt stökk fram á við“, sagði rektor, rannsóknavirki kennara og sérfræðinga hefði stóraukist og þeim vegnaði vel að afla styrkja til rannsókna og tækjakaupa á liðnu ári. Þá nefndi Þorsteinn að framkvæmdum við há- skólann yrði fram haldið, en fengist hefði heim- ild til að hefja hönnun á fjórða byggingaráfanga á Sólborg sem gert væri ráð fyrir að taka í notk- un haustið 2007, en byggingin „mun bæta að- stöðu fyrir nemendur og kennara til muna, auk þess sem hún er liður í að færa alla starfsemi háskólans á sama svæði“. Fram kom í máli rektors að undirbúningur er hafinn að meistaranámi við viðskiptadeild og vonast til að leyfi stjórnvalda fáist til að hefja það haustið 2006. Á vegum auðlindadeildar hef- ur einnig verið unnið að undirbúningi meist- aranáms, alþjóðlegs rannsóknatengds meist- aranáms í auðlindafræði sem ráðgert er að hefjist nú í haust. Þorsteinn nefndi að styrkleiki upplýsinga- tæknideildar á alþjóðavettvangi hefði aukist á síðastliðnu ári, komið hefði verið á fót al- þjóðlegu samstarfi við háskóla í Svíþjóð, Skot- landi og Hollandi, en skiptinemar frá Rússlandi, Finnlandi og Belgíu hafa stundað nám í deild- inni. Meira en 180 umsóknir hafa borist frá er- lendum nemendum en að sögn Þorsteins er að- eins hægt að veita litlum hluta þeirra viðtöku. 290 kandidatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri Um 180 um- sóknir í upplýs- ingatæknideild frá erlendum nemum Morgunblaðið/Margrét Þóra Háskólahátíð Alls voru 290 kanditatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri um helgina, þar af 111 úr fjarnámi og hefur sá hópur aldrei verið stærri. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Varað við viljayfirlýsingu | Sam- tök um fjölbreytta atvinnuuppbygg- ingu í Eyjafirði voru stofnuð á Ak- ureyri nú nýlega, en samtökin hafa sent frá sé ályktun þar sem þau vara eindregið við þeirri stefnu stjórn- valda að einhæfa atvinnulíf þjóð- arinnar með enn einu álveri, hugs- anlega við Eyjafjörð. Auk einhæfni í atvinnulífi leiðir nýtt álver til enn frekari landspjalla vegna virkjana og efnamengunar lofts, láðs og lagar umhverfis álverið. Auk sjón- mengunar og aukinnar losunar á gróðurhúsalofttegundum spillir ál- ver ásýnd Eyjafjarðar sem vistvæns matvælaframleiðslusvæðis. Því leggjast samtökin gegn því að bygg- ing álvers á Norðurlandi verði fest í sessi með undirritun „viljayfirlýs- ingar“ milli Akureyrarbæjar og bandaríska álrisans Alcoa. Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði leggja til að stefnt verði að öflugri starfsemi í sátt við nátt- úru og umhverfi sem fellur að þeirri starfsemi sem er nú þegar til staðar.    Þjófnaður | Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt karlmann í árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld og fíkniefnabrot. Umræddur maður hefur margoft hlotið dóma á síðustu árum, síðast 11 mánaða fangelsisdóm nú í febr- úar fyrir brot á hegningarlögum og umferðarlögum. Sá dómur var skil- orðsbundinn að hluta og rauf mað- urinn því skilorðið með brotunum sem hann var dæmdur fyrir nú. Maðurinn var fundinn sekur um innbrot í verslun á Akureyri nú í janúar en þar stal hann fjórum far- tölvum sem samtals voru metnar á rúmar 800 þúsund krónur. Þá var hann fundinn sekur um að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án öku- réttinda. Loks var hann fundinn sekur um fíkniefnalagabrot en 6,16 grömm af hassi og 9,94 grömm af maríjúana fundust í fórum hans.    Dönskunámskeið | Alls fór 31 grunnskólanemi ásamt þremur kennurum frá Íslandi til Danmerkur nú um helgina til að taka þátt í dönskunámskeiði þar. Flestir, eða 24, eru frá Akureyri, en 7 eru frá suðvesturhorni landsins. Nám- skeiðið er haldið í tungumálalýðhá- skólanum í Kalo á Jótlandi. Mark- miðið er að veita nemendunum tækifæri til að læra dönsku í dönsku umhverfi en verkefnið er liður í að auka áhuga á dönsku tungumáli sem oft er lögð minni áhersla á en t.d. ensku. Samskonar námskeið var haldið í fyrrasumar og tókst það vel. Neskaupstaður | Snælandskórinn leggur upp í söngferðalag til Írlands 17. júní næstkomandi. 57 söngfélagar eru í kórn- um en alls munu 90 manns fara ferðina. Söngfólkið í Snælandskórnum kemur víðs vegar að af Austurlandi eða svæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Kórinn hefur að undanförnu haldið tónleika á nokkrum stöðum á Austurlandi og mun syngja í Fella og Hólakirkju í Reykjavík 16. júní. Kórinn hefur verið starfandi frá árinu 1989 og er þetta fjórða utanlands- ferð hans. Stjórnandi kórsins er Gillian Haworth og undirleikari Ágúst Ármann Þorláksson. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Söngvarar ferðast Snælandskórinn fer í tónleikaferðalag til Írlands. Snælandskórinn til Írlands Djúpivogur | Á síðustu tveimur árum hefur sveitarfélagið Djúpa- vogshreppur staðið í mjög viða- miklum framkvæmdum, m.a. lagt lokahönd á glæsilegt sundlaug- armannvirki, nýja höfn við Gleði- vík og unnið að bættum aðbúnaði á tjaldsvæði. Í ár er stefnt að því að hefjast handa við endurbætur og stækk- un á smábátahöfninni á Djúpa- vogi og verið er að vinna að nán- ari útfærslu og skipulagi á höfninni. Fjölgun smábáta kallar tilfinn- anlega á umtalsverðar fram- kvæmdir við höfnina. Í ljósi framkvæmdanna verður að fremsta megni reynt að halda í þann sjarma sem einkennt hefur smábátahöfnina á Djúpavogi. Þá er og verið að kanna hvort veita eigi leyfi fyrir byggingu nokk- urra smærri bryggjuhúsa fyrir smábátasjómenn við höfnina í ákveðnum byggingarstíl. Nú standa yfir framkvæmdir við nýjan tveggja deilda leikskóla eftir forskrift frá Arkitektastof- unni Arkís og stefnt að því að taka leikskólann í notkun 1. októ- ber næstkomandi. Þá er unnið að svokölluðum Teigum innan við þéttbýli Djúpavogs. Húsið er byggt í nokkuð framúrstefnu- legum stíl, líkist helst stóru speglahúsi séð í fjarska og setur það mikinn svip á svæðið. Búið er að opna fugla- og steinasafn á Djúpavogi og hefur það verið staðsett í gamla Faktorshúsinu á staðnum, sem ráðgert er að end- urbyggja í upprunalegum stíl, þegar nægir fjármunir hafa feng- ist. Í endurbyggðu Faktorshúsi er fyrirhugað að safnið verði til framtíðar. Það er í stöðugri upp- byggingu og eru sífellt að bætast við nýir fuglar og steinar. Fugla- safnið er í eigu Djúpavogshrepps en steinasafnið er í eigu Auðuns Baldurssonar á Djúpavogi. Unnið er að uppbyggingu tjaldsvæðisins á Djúpavogi og hefur nýtt þjónustuhúsnæði verið tekið í notkun og grasflöt stækk- uð. Næsta skref er að stækka húsbílastæðið með fullkominni aðstöðu. Framkvæmdum við tjaldsvæðið verður lokið á næsta ári. Á komandi sumri verður svo farið í verulegar gatnafram- kvæmdir. nemenda við grunnskólann og verður það, ásamt nýja spark- vellinum, við hlið grunnskólans og íþróttamiðstöðvarinnar. Fugla- og steinasafn opnað Fyrr á þessu ári var lokið við byggingu raflínustöðvarhúss á byggingu á KSÍ-sparkvelli við íþróttamiðstöðina sem mun án nokkurs vafa verða vel nýttur af íbúum sveitarfélagsins, gestum og gangandi. Völlurinn verður tekinn í notkun nú í júnímánuði. Auk þess er nú unnið að því að færa og endurnýja leiksvæði Djúpavogsbúar í framkvæmdaham Ljósmynd/Andrés Skúlason Mikið að gerast á Djúpavogi Framkvæmdir eru miklar, hvort sem er í menningu eða atvinnulífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.