Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 25 MENNING Áskell Másson er eitt af fáumtónskáldum íslenskum semhefur lifibrauð sitt ein- göngu af tónsmíðum. Áskell hefur líka einatt mörg járn í eldinum í smiðju sinni, og verk hans fara víða. Áskell hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín fyrir slagverks- hljóðfæri, og hefur notið þeirrar velgengni að margir flinkustu slag- verksleikarar heims eru með verk hans á efnisskrám sínum og bera hróður þeirra víða. En Áskell semur þó vitaskuld alls konar tónlist, og kammertónlist skipar veigamikinn sess í verka- skrá hans. Í kvöld fagnar hann því í Salnum, með Caput-hópnum, að í gærkvöldi lauk upptökum á nýrri plötu með fimm kammerverkum í flutningi Caput undir stjórn Joels Sachs. „Við köllum þetta vinnu- stofutónleika,“ segir Áskell. „Þetta eru verk fyrir stærri kammerhóp og okkur langaði að halda óform- lega tónleika í lokin á þessu vinnu- ferli. Við opnum dyrnar að Salnum kl. 20, og það er ókeypis inn. Stjórnandinn Joel Sachs hefur ver- ið að flytja verk mín talsvert í New York með Juilliard Ensemble í Lin- coln Center og hefur flutt tvö þess- ara verka þar. Við flytjum þrjú verk í kvöld, Elju, Kammerkonsert og túbukonsertinn Maes Howe.“    Í nóvember bíður Áskels mikiðævintýri, en honum hefur verið boðið að flytja erindi um tónlist sína á risavaxinni alþjóðlegri ráð- stefnu slagverksfólks í Ohio í Bandaríkjunum. „Þetta er helj- armikil ráðstefna, sem kallast PAS- IC [Percussion Arts Society Int- ernational Conference]. Í fyrra sóttu sjö þúsund manns þessa ráð- stefnu, en hana sækja allir þeir sem vettlingi geta valdið og tengjast slagverki á einhvern hátt. Þarna eru hljóðfæraleikarar – sama hvort þeir spila á trommusett í rokk- hljómsveit eða á pákur í sinfón- íuhljómsveit, einleikarar, hljóð- færaframleiðendur, nótnaútgefendur, hljómsveit- arstjórar og allir þeir sem hafa áhuga á faginu. Mér er boðið sem tónskáldi, sem er óvenjulegt, því venjulega er einungis sérstökum hljóðfæraleikurum boðið. Ég á að tala um slagverkstónlist mína og verkin verða flutt með. Ég fæ að ráða hvaða verk verða flutt og hverjir flytja þau.“ Áskell segir ráðstefnuna haldna á nýjum stað hverju sinni, og henni er valið nýtt þema ár hvert. Að þessu sinni eru það einleiksverk. „Ég er að hugsa um að láta spila verk sem heitir Kím fyrir sner- iltrommu, en það er minna þekkt en Prím. [Skoska slagverksdrottn- ingin Evelyn Glennie og fleiri af- burða slagverksleikarar hafa lengi haft Prím á efnisskrám sínum, og það er eitt langvinsælasta verk Ás- kels, og trúlega eitt af mest spiluðu verkum fyrir slagverk í heiminum í dag.] Þá ætla ég að láta spila Mar- imbusónötu og loks Impromptu fyrir marimbu, sem er geysilega erfitt verk.“ Áskell kveðst ekki bú- inn að ákveða endanlega hverjir leiki, en hann hefur þegar nefnt Markus Leosson frá Svíþjóð, og ráðstefnuhaldarar hafa samþykkt þann ráðahag.    Áskell segir að á ráðstefnunni séjafnan einblínt á flytjendur, hljóðfæraleikarana sjálfa. „Þarna er bókstaflega allt. Þarna eru menn að selja nótur og hljóðfæri – búðir eru með bása og útstillingar. Þarna verða margir fyrirlesarar og slagverksklíník – sinfónísk klíník um sinfónísk hljóðfæri og önnur fyrir til dæmis trommusett af ýms- um gerðum. Etnísk tónlist á líka sína fulltrúa og það er fjallað um djembe- og kongatrommur, ind- verskar tablatrommur og jap- anskar. Stundum eru fyrirlestr- arnir eins konar sýnikennsla, og þarna eru allskonar hljóðfæri – jafnvel þvottabretti og bílfelgur, sem farið er að framleiða sem slag- verkshljóðfæri.“ Spurður um þau áhrif sem þátt- taka í ráðstefnunni geti haft á tón- smíðaferil hans, segir Áskell að allt geti gerst. „Þeir sögðu við mig að ég myndi örugglega fá það mikið af tilboðum, að ég myndi ekkert vita hvað ég ætti að gera við þau öll. En við sjáum nú bara til. Það þarf ekki nema að eitthvert eitt þeirra gangi upp, þá er ég ánægð- ur.“ Áskell kynnir tónlist sína ’Þarna eru allskonarhljóðfæri; jafnvel þvottabretti og bílfelg- ur, sem farið er að fram- leiða sem slagverks- hljóðfæri.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Kristinn „Allt getur gerst,“ segir Áskell Másson um áhrif ráðstefnunnar. begga@mbl.is DJASSINN þarf að sameinast í eina fjölskyldu á nýjan leik, segir hinn þekkti djasstónleikahaldari og píanisti George Wein í nýútkominni ævisögu. Lítur hann þar yfir langan feril og saknar þeirra tíma, þegar djassleikarar ólíkra kynslóða, stíl- afbrigða og stefna gátu hvar og hvenær sem er leitt saman hesta sína í gagnkvæmri virðingu og skilningi á upprunanum og gildi sveiflunnar. Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af ósamlyndi djass- fjölskyldunnar þegar hlýtt er á ný- útkominn geisladisk með tónleika- hljóðritun Ziegler/Scheving kvintettsins, sem Jazzvakning hefur gefið út. Upptakan er frá tvennum tónleikum sem haldnir voru í Kaffi- leikhúsinu í Reykjavík í júní árið 1999. Hér ræður tímalaus svei- flugleðin ríkjum frá upphafi til enda. Siglt er í meginstraumum djassins og allt smellur saman í sameinaðri sveiflusál íslenskra og danskra djassmúsíkanta af úrvals- flokki. Þó sennilega hafi ekki gefist mikið tóm til æfinga er samleik- urinn ótrúlega samstilltur. Það er óþarfi að fara í grafgötur um þá staðhæfingu að hinn danski Finn Ziegler er í hópi fremstu djassfiðlara heims um þessar mund- ir. Sveiflan er honum í blóð borin, ,,...kraftmikill sveiflustíll hans og næmt hljómaskyn á rætur í leik manna á borð við Stuff Smith,“ seg- ir Vernharður Linnet í útgáfutexta. Tónninn óheflaður og ljóðrænn í senn og þó stíll Zieglers sé annar en samlanda hans meistara Svend As- mussen og hins franska ,,grands- eigneur“ djassfiðluleiksins Stép- hane Grappelli, er skyldleikinn til staðar. Hér má líka heyra í Oliver Ant- unes, ungan píanista sem er í fremstu röð danskra djasspíanóleik- ara. Antunes hlaut Ben Webster verðlaunin 1999 og hefur leikið með fjölda úrvalsdjasstónlistarmanna. Þrátt fyrir að áhrif Oscar Peterson séu umlykjandi í leik hans á þessum diski hefur Antunes þróað persónu- legan píanóstíl og áhrifavaldarnir koma víða að enda Antunes verið í læri hjá ekki ómerkari píanistum er Mulgrew Miller og Richie Beirach. Á disknum eru 11 lög, flest vel þekktir djassópusar. Á efnisskrá er einnig söngdans Jóns Múla Árna- sonar, Gettu hver hún er, hér færð- ur í smekklegan sveiflubúning. Þá á Ziegler eitt djassnúmer, Blues for Birgit, þar sem fiðlarinn leiðir kvin- tettinn inn á slóðir bláa munks Theloniousar Monk. Estaté, sum- aróður hins ítalska Bruno Martino (prins næturklúbbanna) sem bjó um tíma í Danmörku, verður hrífandi í meðförum sveitarinnar og er það ekki á allra færi. Makki hnífur (Mack the Knife), sem Kurt Weill samdi við verk Bertholds Brecht 1928 og Louis Armstrong gerði heimsfrægan með hljóðritun sinni árið 1955, ólgar í hröðu tempói. Ziegler nær sveitinni upp í heita sveiflu og sólókafli Árna er með glæsibrag. Það hitnar hvað mest í kolunum í I Want to be happy sem hefur staðist tímans tönn frá því Vincent Youman samdi dansinn ásamt Tea for Two fyrir réttum 80 árum í Broadway-verkinu No, No, Nanette. Árni á magnað sóló og makalaus tvíleikur Zieglers og Ant- unes sendir píanistann og hryn- sveitina út í sjóðheita Petersoníska tríósveiflu. Scheving-feðgarnir fara á kostum á þessum diski. Ég hef sjaldan eða aldrei heyrt Árna funheitari á geisladiski, nema ef vera skyldi á hljóðritunum Útlendingahersveit- arinnar. Melódískir og tilgerð- arlausir spunakaflar hafa áreið- anlega fallið Ziegler vel í geð, sem sjálfur hefur fengist nokkuð við víbrafónleik. Einar Valur er í sér- flokki íslenskra trommuleikara og nægir að benda á leik hans í Night and day því til staðfestingar. Eng- inn hérlendis stenst honum snúning þegar kemur að latín- og karab- ískum hryn eins og heyra má í kal- ypso-dansi Sonny Rollins, St. Thomas. Bassaleikur Gunnars Hrafnssonar er þéttur, vandaður og sveiflutilfinningin ávallt góð. Hljóðupptakan á diskinum er prýðileg en hún var í höndum Ara Daníelssonar og Gunnar Smári Helgason sá um hljóðblöndun. Um helgina gafst kostur á að hlýða á kvintettinn á minningartón- leikum um Niels-Henning Örsted Pedersen og á sunnudag voru sér- stakir útgáfutónleikar disksins haldnir í Hafnarfirði. Það er einmitt með vináttulandsleikjum á borð við þennan sem Íslendingar heiðra best minningu meistarans NHÖP. Jazz- vakning á þakkir skildar fyrir það framtak að koma þessum tónleikum á geisladisk. Mun hér vera á ferð- inni fyrsta platan í útgáfuröðinni Danish-Icelandic Jazz Live in Reykjavik. Byrjunin lofar góðu. Þetta er fínasta djassmúsík, sveifl- an einlæg og heit og stórskemmti- leg. Dansk-íslenska sveiflusálin DJASS Íslenskar plötur Ziegler/Scheving kvintettinn: Finn Ziegler fiðla, Árni Scheving víbrafónn, Oliver Antunes píanó, Gunnar Hrafnsson kontrabassi og Einar Valur Scheving trommur. Hljóðritun af tónleikum í júní 1999. Jazzvakning gefur út. Danish-Icelandic Jazz Live in Reykjavik Ómar Friðriksson CIRKUS Cirkör er kominn til landsins með sýninguna 99% óþekkt. Mannslíkaminn er útgangspunktur sýningarinnar, en hún er unnin í samvinnu við vísindamenn Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Upphaf þess samstarfs má rekja til þess að sirkusinn var fenginn til að skemmta við kvöldverð Nóbelsverðlaunahafa, og höfðu vís- indamennirnir þar á orði, að gaman væri að fá ein- hvern tíma að vinna með sirkus. Mannslíkaminn var grandskoðaður og sirkusfólki kynntir ýmsir leynd- ardómar læknavísindanna, eins og sá að hávaðinn sem beinagrind okkar framleiðir við hverja hreyfingu myndi fljótt æra okkur, ef hann væri ekki á tíðnisviði sem mannseyrað nemur ekki. Sirkusinn lofar því þó að beinagrindarmúsík heyrist í verkinu. Markmið sirkussins er að gera heiminn betri með list sinni. Sýningar Cirkus Cirkör verða í Borgarleikhúsinu í kvöld, annað kvöld, fimmtudagskvöld og að kvöldi 17. júní, og hefjast allar kl. 20. Morgunblaðið/Eyþór Cirkus Cirkör kominn til að gera okkur betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.