Morgunblaðið - 14.06.2005, Side 44

Morgunblaðið - 14.06.2005, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14, Lau 13/8 kl 14, Sun 14/8 kl 14 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar Stóra svið CIRKUS CIRKÖR ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Alveg brilljant einleikur Eddu Björgvins. þriðjudaginn 14. júní í Borgarleikhúsinu! STYRKTARSÝNING fyrir leikskáldið Árna Ibsen fimmtudagur 16. júní laugardagur 18. júní sunnudagur 19. júní ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Miðasala Borgarleikhússins, sími 568 8000. SÝNING Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur verið árviss um nokk- urt skeið en í ár er í fyrsta sinn gefin út bók með myndunum af sýning- unni. Blaðaljósmyndarafélagið gefur bókina út. Nú eru fáeinir mánuðir síðan ég sá sýningu félagsins í Gerð- arsafni en þar gat að líta sömu myndirnar og í bókinni. Það er for- vitnilegt að bera saman reynsluna af því að fletta bókinni heima í stofu eða skoða sýninguna, niðurstaðan er sú að bókarformið hentar ákaflega vel og þrátt fyrir augljósan stærð- armun njóta myndirnar sín vel á síð- unum. Hver og ein fær þann tíma og það næði sem hún krefst, þær berj- ast ekki um athyglina og aðrir áhorfendur eru heldur ekki að trufla. Það er því vel til fundið að gefa myndirnar út á bók og hér birt- ist þverskurður af landi og þjóð samtímans. Ljósmyndir eru óaðskiljanlegur hluti af fréttaflutningi og það er list að fanga augnablikið þannig að eftir standi mynd sem lifir en margar slíkar er þó að finna í þessari bók. Eins og á sýningunni er myndunum skipt í efnisflokka, fréttamyndir, íþróttamyndir, portrett, landslags- myndir, o.s.frv. Þetta gerir bókina, rétt eins og sýninguna, aðgengilega og lesandinn missir síður þráðinn. Augljóst er af myndunum að blaða- ljósmyndarar eru upp til hópa metn- aðarfullir og leggja sig fram við að ná góðum myndatökum, áherslurnar eru síðan ólíkar bæði eftir ljósmynd- urum og myndefni. Ragnar Ax- elsson, Rax, á nokkrar af myndum ársins en myndir hans einkennast af viðleitni til að fanga eilífðina í augnablikinu. Kjartan Þorbjörnsson á sömuleiðis fleiri en eina mynd árs- ins, bæði portrett og íþróttamynd. Ljósmyndir Páls Stefánssonar frá vinnu við Kárahnjúka að vetrarlagi eru eftirminnilegar og margar port- rettmyndir lýsa vel myndefni sínu, hvort sem það er Gerður Kristný sem kannski veltir fyrir sér tilvon- andi barni eða Sigurbjörn Einarsson sem virðist horfa lengra en við hin. Myndröð Sverris Vilhelmssonar af hamförum við Indlandshaf var valin myndröð ársins og sýnir bæði sorg og von um uppbyggingu á ný. Myndir geta sagt marga söguna og val á sjónarhorni og svipbrigðum getur verið mjög leiðandi, ljós- myndir eru aldrei hlutlausar. Ef ég væri Hillary hefði ég t.d. ekki sett myndina í þessari bók í fjöl- skyldualbúmið, hún hefði farið beint í ruslið. Ljósmyndir fjölmiðla skapa að verulegu leyti þá mynd sem við höfum af umheiminum og því er starf ljósmyndaranna og þeirra sem sjá um myndefni blaða og annarra miðla ábyrgðarmikið. Staðreyndin er sú að ósjálfrátt trúir maður ljós- myndum, þrátt fyrir vitneskju um hversu mjög tölvutæknin hefur gert okkur kleift að breyta þeim okkur í hag en sem betur fer standa íslensk- ir fjölmiðlar tæpast í slíku, a.m.k. enn sem komið er. Í stuttu máli er óhætt að segja að bókin innihaldi margar sorglegar, hlálegar, innilegar, ljúfar, eft- irminnilegar og sjónrænt sterkar myndir sem gera hana skemmtilega í skoðun um leið og lesandinn rifjar upp liðið ár. Ljósmyndir teknar af listfengi eru daglegt brauð á síðum dagblaðanna og það er tími til kom- inn að halda þeim til haga fyrir framtíðina. Bókin minnir lesandann á að hafa augun hjá sér yfir morg- unkaffinu, á síðum dagblaðanna geta leynst ýmsar perlur. Mynd er máttur BÆKUR Ljósmyndir Útgefandi Blaðaljósmyndarafélag Ís- lands. 2005. 191 bls. Myndir ársins 2004, Blaðaljósmyndarafélag Íslands Páll Stefánsson: Ferðamenn staldra við brennisteinsauðnina í Námaskarði. Ragna Sigurðardóttir GUNNAR Dal er höfundur margra ljóðabóka. Fyrsta ljóðasafn hans kom út 1949. Þar með var áður óþekkt ungskáld að kynna sig fyrir vænt- anlegum les- endum. Skáldið hafði valið bók sinni titilinn Vera. Því þótti auðsætt að bókin innihéldi ástaljóð og Vera væri kvenmanns- nafnið alkunna. Svo var að vísu ekki. Sjálfur leysti höfundur úr gátunni alllöngu síðar. Hann hefði ekki átt við kvenmannsnafnið heldur sögnina að vera. Höfundurinn var þá búinn að nema heimspeki um víða veröld og senda frá sér alþýðleg rit um þau fræði. Og »vera« er sann- arlega ein af grunnhugmyndum heimspekinnar. Tískustefnu áranna eftir stríð, existensialismann, kölluðu vísir menn verundarspeki eða veru- fræði sem var þá þýðing á ontologie. Undirtitillinn hjá Sartre hljóðaði til að mynda þannig: Essai d’ontologie phénoménologique. Ungkynslóðin, sem hafði alist upp í styrjöldinni, vildi grafast fyrir hin dýpri rök mannlegra athafna og leitaði svara í verufræði og fyrirburðafræði. Existensíalism- anum fylgdi bölsýni, tómhyggja og visst skeytingarleysi. Heimspeki Gunnars Dal gekk í allt aðra átt. Þeg- ar stundir liðu varð trúin meira en svo áberandi í ljóðum hans. Kær- leiksboðskapur kristninnar varð hon- um umfram annað hugleikinn. Og svo auðvitað ástin að því marki sem hún grundvallaðist á kærleika. Þetta ljóðaúrval er einmitt til- einkað íslenskum konum. Fyrsta ljóðið, Lilja, er ort í minningu um konu hans. Það er tilfinningaþrungið en eigi að síður hófstillt og gagnort. Má því telja það með bestu ljóðum skáldsins. Og fleiri ástaljóð prýða þetta safn. Land minna mæðra er ort til systra, dætra og að sjálfsögðu til mæðra eins og fyrirsögnin vísar til. Í sömu veru eru ljóðin Að elska er að lifa, Land minna systra, Ljóðið um ástina og Ég elska þig. Í öllum þess- um ljóðum opinberar skáldið hug sinn til konunnar og ástarinnar. Og reyndar yfirhöfuð til mannlega þátt- arins sem jafnan er samofinn hinu trúarlega og eilífa. Ástin sé lífið og þar með vitundin, undirstaða þess að vera, »allt hitt er dauði.« Lesand- anum fer þá loks að skiljast hví fyrsta ljóðabókin var einmitt látin heita – Vera. Kristinni trú sinni lýsir skáldið á hinn bóginn í alllöngu kvæði sem hann nefnir stutt og gagnort – Trú mín. En því aðeins sér maður ljósið að það skíni gegnum myrkur. Gunnar Dal hefur löngum bent á skuggahlið- arnar í samfélagi manna; hefur þá jafnan gerst málsvari lítilmagnans gegn stórbokkanum. Kommúnism- anum sendi hann slettur margar meðan sú stefna var og hét, misjafn- lega dulbúnar, en fékk þau skeyti jafnharðan endurgoldin með vöxtum. Ádeilukveðskapur hans, sem ortur er í kappræðustíl, stendur oft einhvers staðar á milli þess að vera skáld- skapur og predikun. Ljóðin Auður og fátækt, Þú ert fangi auðsins, Þeir kalla þig lágstéttarmann og Píla- grímar Mammons geta flokkast með- al slíkra. Mun markvissari er veru- fræði sú eða ontología þar sem skáldið horfir út yfir mannlegt líf af háum sjónarhóli, en dæmi þess eru allmörg í safni þessu. Meðal slíkra má nefna ljóðið Kyrr eru djúpin. Það hefst svo: »Kyrr eru djúpin undir þessum æstu öldum, / þótt nýir stormar fari eins og söngur / um hin gömlu höf tímans.« Í ljóði, sem skáldið nefnir: Nútím- inn er leyndardómur – er áréttað hversu nærsýnn maðurinn sé einatt andspænis atburðum líðandi stundar. Nútíminn sé skapandi máttur en: »Það skilur enginn augnablikið, fyrr en það er farið.« Vegna afskipta sinna af þjóðfélags- málum og sérstöðu sinnar í ljóðlist- inni var Gunnar Dal löngum umdeild- ur. Allt um það hefur hann átt sinn örugga lesendahóp. Og sá mun vera nokkuð breiður. Ekki er þó líklegt að skáldið deili þeim hópi í einu og öllu með öðrum samtímaskáldum. Fyrir þá, sem mætur hafa á ljóðum hans, er úrval þetta sérlega kærkomið. Að- eins ástríðufullur áhugamaður um ljóðlist leggur það á sig að fara í gegnum allar hans bækur. Hér hefur Gunnar Dal valið og tekið saman það sem hann telur sjálfur vera kjarnann í ljóðum sínum og – lífsskoðun sinni þar með. Má því ætla að hér sé að finna það sem hann hefur best gert og helst hefur skírskotað til samtím- ans. Þannig gefi hér að líta þunga- miðjuna í skrifum hans og skáldskap, kærleiksboðskapinn og guðspekina jafnt og þjóðfélagsgagnrýnina. Trúin og tilveran BÆKUR Ljóðasafn Ljóðasafn eftir Gunnar Dal. 194 bls. Útg. Lafleur. Reykjavík, 2004. Orð milli vina Gunnar Dal Erlendur Jónsson STARFSMENN listasafnsins Palais des Beaux-Arts í Brussel hengja hér upp málverkið „Harmaljóðin“ eftir Antoon Van Dyck (1599–1641) en það er hluti af sýningunni „Frá Ensor til Bosch“ sem opnuð verður í safninu á morgun. Á sýningunni verða meistaraverk í eigu þriggja helstu listasafna Belgíu. Henni lýkur 9. september næstkomandi. „Harmaljóðin“ hengd upp Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.