Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 41 DAGBÓK BÍLALEIGAN AKA Vagnhöfða 25 • 112 Reykjavík • Sími 567 44 55 • Fax 567 44 53 VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Talstöðin og Saga ÞEGAR Útvarp Saga leit dagsins ljós var það mikið gleðiefni en nú ná ekki allir þeirri stöð eftir að hún var flutt. Var það mikill missir. Ég er hætt að hlusta á Rás 1, þar er spiluð of mikil tónlist, einnig í viðtals- þáttum, þá er helmingurinn tónlist. Það var því mikil himnasending þeg- ar Talstöðin tók til starfa en nú er hún einnig orðin tónlistarstöð og er ég mjög ósátt við það. Við sem vinnum t.d. á næturnar og þeir sem vaka á næturnar hafa hlustað mikið á þessar stöðvar en það er ekki það sama þegar spilað er mikið af tónlist. Ég vil þakka Talstöðinni fyrir góða dagskrá – þ.e. þegar þeir eru ekki að spila tónlist. Vaktakona. Stytting á sumarfríi grunnskólabarna ÉG las í Velvakanda sl. föstudag pistil um styttingu á sumarfríi grunnskólabarna. Mér finnst þetta vera út í hött því það sem við höfum er varla hægt að kalla frí (tveir mán- uðir)! Ég er sjálfur í grunnskóla. Hvað eigum við eiginlega að gera á þess- um tveim mánuðum? Það er erfitt að fá sér vinnu og vera í henni í aðeins tvo mánuði. Síðustu tvær vikurnar í skólanum gerðum við ekki neitt. Við vorum bú- in með námsefnið en þurftum samt að mæta í skólann, samt fann ég ekki fyrir að hratt væri farið yfir náms- efnið. Stytting á sumarfríinu hefur líka fleiri vandamál sem ég hef tekið eft- ir. Foreldrar mínir reka litla verslun úti á landi og maður tekur eftir því að ferðamannastraumurinn fer seint af stað vegna skólans og því eiga fleiri foreldrar erfitt með að fara eitthvað í fríinu sínu. Nema auðvitað að þau fari sjálf og skilji krakkana sína eftir heima. Oddur Bjarni. Stafræn myndavél týndist KODAK-MYNDAVÉL, stafræn, týndist á bílastæðinu við Hjálp- arfoss í Þjórsárdal sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 896 7388. Þrílit læða fannst í Nauthólsvík LÆÐA, þrílit, þ.e. hvít með svarta og brúnlitaða bletti á skrokknum og lítinn svartan blett á kjálka, er í óskilum. Hún er spök og blíð keli- rófa og hún fannst í Nauthólsvík sl. föstudag. Þeir sem kannast við kött- inn eru beðnir að hafa samband við Ernu í síma 861 1022. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Hárgreiðslustofan opin frá kl. 10, bað og fótsnyrting kl. 9, vinnustofan opin alla daga. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Lokað í Garðabergi. Opið hús í safn- aðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13.30 hefst gróðursetning í Gæðareit. Upp- lýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia og pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 ferð í Bónus, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9.30– 10.30. Böðun fyrir hádegi. Hádeg- isverður. Helgistund kl. 13.30 í um- sjón séra Ólafs Jóhannssonar. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hárgreiðsla 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Handverk og tréskurður. Gönguhópurinn Sniglarnir kl. 10. Bón- us kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15. Skrán- ing í hópa og námskeið fyrir haust- önn stendur yfir. Hárgreiðslust. 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Nánari uppl. í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa- vinna. Kl. 13–16 postulínsmálun (júní). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13– 16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45. Handmennt almenn kl. 9.30, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Ritningarlestur, sálmasöngur og bæn. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðju- dögum kl. 13 til 16. Spilaður lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum samverunnar. Kaffi á könn- unni. Vettvangsferð í næstu viku, 21. júní. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs- ingar í síma 895 0169. Allir velkomn- ir. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund er hvern þriðjudag kl. 18 í Hjallakirkju. Krossinn | Almenn samkoma verður í Krossinum Hlíðasmára 5–7 í kvöld kl. 20. Gunnar Þorsteinsson talar. Allir eru velkomnir. Kaffi og meðlæti verð- ur í boði eftir samkomu til styrktar hjálparstarfi í Honduras. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.–16. júní Kl. 19.30 Stuttmyndakvöld í Gamla bókasafninu við Mjósund. Sýndar verða stuttmyndir ungra höfunda, m.a. Goðsögnin um Leifturfót og ónefnd mynd eftir Inga Lárusson. Kl. 20.00 „Dans úr ýmsum áttum“. Sýning Listdansskóla Hafn- arfjarðar í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins, Strandgötu 50. Aðgangs- eyrir 500 kr. Kl. 20.00 Dýragarðssaga í uppsetningu Leikfélag Hafnarfjarðar. Bjartir dagar ÁRLEG sumarmessa verður í kirkjunni á Skálmarnesmúla í Múla- sveit, Austur-Barða- strandarsýslu, klukkan 14.00 laugardaginn 18. júní nk. Séra Bragi Benedikts- son á Reykhólum messar, um tónlist sér Atli Guð- laugsson. Að guðsþjón- ustu lokinni verður af- hjúpað söguskilti og legstaðaskrá í kirkju- garðinum. Messukaffi verður á Firði. Messa á Skálmarnesmúla 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rg5 d5 5. exd5 Rd4 6. c3 b5 7. Bf1 Rxd5 8. cxd4 Dxg5 9. Rc3 exd4 10. Bxb5+ Kd8 11. Bc6 Rf4 12. Bxa8 Rxg2+ 13. Kf1 Bh3 14. d3 Rf4+ 15. Ke1 dxc3 16. bxc3 Bc5 17. d4 He8+ 18. Kd2 Rd5+ 19. f4 Dg2+ 20. Kd3 De4+ 21. Kc4 Rb6+ 22. Kxc5 De7+ 23. Kb5 Bd7+ 24. Ka6 Dd6 25. Db3 Rxa8+ 26. Ka5 Bc8 27. c4 He6 28. Db5 Rb6 29. f5 Staðan kom upp á búlgarska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Ivan Cheparinov (2621), hafði svart gegn Nikolai Ninov (2486). 29… Rxc4+! 30. Dxc4 Db6+ 31. Ka4 Bd7+ 32. Ka3 Da5+ 33. Kb2 Hb6+ 34. Db3 hvítur hefði einnig tapað drottningunni eftir 34. Kc2 Ba4+ 35. Kd3 Bb5. 34... Ba4 35. f6 Bxb3 36. axb3 Dd5 37. fxg7 Dxb3#. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Ivan Cheparinov (2621) 9½ vinning af 13 mögulegum. 2. Nikolai Ninov (2486) 9 v. 3.–4. Dejan Bojkov (2509) og Vladimir Petkov (2463) 8½ v. 5. Krasimir Rusev (2427) 7½ v. 6. Valentin Iotov (2433) 7 v. 7. Julian Radulski (2502) 6½ v. 8. Val- entin Panbukchian (2340) 6 v. 9.–10. Dimitar Dochev (2357) og Spas Kozhuharov (2375) 5½ v. 11.–12. Grig- or Grigorov (2361) og Sasho Nikolov (2394) 5 v. 13. Boris Chatalbashev (2499) 4 v. 14. Rastislav Raev (2338) 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. LEIÐIN heim, geislaplata Sigurðar Flosasonar saxófónleikara, verður gefin út í Japan innan skamms. Dimma ehf., útgefandi plötunnar hér á landi, hefur selt Alljos Ent- ertainment í Japan réttinn til út- gáfu þar í landi. Öll tónlistin á þess- ari nýju plötu Sigurðar er frumsamin, en með honum leika Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur. Japanska útgáfan verður með tveimur aukalögum sem Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson hefur samið djassljóð við og Kristjana Stefánsdóttir syngur. Auk þess að gefa Leiðina heim út mun japanska fyrirtækið taka að sér sölu og dreifingu þar í landi á eldri plötum Sigurðar Flosasonar, en áætlað er að sú fyrsta; tríóplatan Himnastiginn frá 1999, verði gefin út í Japan í nóvember. Kvartett Sig- urðar Flosasonar ásamt söngkon- unni Kristjönu Stefánsdóttur held- ur til Japan í júlí og kemur fram á tónleikum í Tókýó auk þess að leika fyrir Íslands hönd á heimssýning- unni í Aichi. Morgunblaðið/Eyþór Sigurður Flosason saxófónleikari. Leiðin heim til Japans Brúðkaup | Gefin voru saman 11. des- ember 2004 í Stjørdal þau Hrafnkell Halldórsson úr Kópavogi og Nina Gangås. Ljósmynd/Nils Henrik Árnaðheilla dagbók@mbl.is SÉRSTÖK afmælissýning á verkum listamannsins Sölva Helgasonar, öðru nafni Sólon Íslandus (1820- 1895), hefur verið opnuð í galleríi sem kennt er við listamanninn í Lónkoti í Skaga- firði. Að sögn Ólafs Jónssonar staðarhaldara er þetta gert í tilefni af því að áratugur er liðinn frá af- hjúpun minnisvarða um Sölva og opnun veitingahússins Sölva-Bars á ferðamannastaðnum Lónkoti. Verð- ur sýningin opin í allt sumar en á Sölva-Bar eru, að sögn Ólafs, ætíð til sýnis myndverk eftir þennan sér- stæða einfara í íslenskri myndlist. Lónkot í Skagafirði. Fremst er minnisvarði um Sölva Helgason. Verk Sölva í Lónkoti Sölvi Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.