Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gefðu efasemdum og vanmáttartilfinn- ingum engan gaum í dag. Flestum líður svona einhvern tímann. Það sem virðist raunverulegt á sér engar stoðir í raun- veruleikanum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðleitni þín til þess að framkvæmta eitt- hvað í hópi eða samstarfi við aðra verður stöðvuð tímabundið. Allt fellur í ljúfa löð innan fárra mánaða. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Valdabarátta við maka eða nána vini fyll- ir tvíburann af efasemdum um sína nán- ustu framtíð. Gakktu hægum skrefum næstu mánuðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn efast um eitthvað tengt út- löndum, langferðum og háskólanámi, sem og hvaðeina tengt útgáfu og fjöl- miðlun. Ekki vera óákveðinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið virðist ekki geta reitt sig á stuðn- ing maka og náinna vina um þessar mundir. Sjálfsagt er best að treysta á sjálfan sig á meðan. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við aðra einkennast af ergelsi þessa dagana því meyjan finnur til mik- illar sjálfstæðisþarfar um þessar mund- ir. Þú vilt fara þínu fram og ekki láta segja þér fyrir verkum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin finnur hugsanlega leiðir til þess að bæta aðstæður á vinnustað. Vertu opin fyrir nýrri tækni. Kannski að tækjabún- aður auðveldi breytingar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn endurmetur tiltekið við- fangsefni sem hann taldi hafa mótaða skoðun á. Nú er hann ekki viss. Það kann að tengjast börnum og ástarævintýri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Eitthvað kunnulegt er á seyði á heim- ilinu eða innan fjölskyldu bogmannsins. Hann þarf að takast á við þetta ástand þar til því linnir. Bíddu rólegur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samskipti við systkini og ættingja eru óstöðug um þessar mundir. Þetta ástand gæti varað út sumarið. Vertu þolinmóð, kannski lærir þú eitthvað nýtt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn finnur nýjar leiðir til tekju- öflunar, en gömul vandamál skjóta upp kollinum á sama tíma. Stundum finnst engin lækning. Er viðhorfinu kannski um að kenna? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kannski hefur fiskurinn gengið of langt á of skömmum tíma. Hann er eirðarlaus og þarf að leggja sig sérstaklega fram við að sýna öðrum háttvísi. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú ert bæði metnaðargjörn og djörf manneskja og ert fljót að draga ályktanir af því sem gerist í kringum þig. Þú berst af einurð fyrir málstaðinum sem þú trúir á. Þér hættir til ráðríkis í samböndum við aðra. Þú tekur stjórnina yfir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 klifra, 4 óhrein, 7 álappi, 8 fiskur, 9 veið- arfæri, 11 hermir eftir, 13 kraftur, 14 harmur, 15 rúmstæði, 17 hvæs, 20 am- bátt, 22 segl, 23 ávöxtur, 24 fiskúrgangur, 25 teinunga. Lóðrétt | 1 elda, 2 aðgæta, 3 fædd, 4 svalt, 5 tungl, 6 jarða, 10 ráfa, 12 kveikur, 13 amboð, 15 bjór, 16 læst, 18 blés, 19 sól, 20 skordýr, 21 tarfur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 klámhöggs, 8 kippi, 9 guldu, 10 níu, 11 farga, 13 leifa, 15 hress, 18 snagi, 21 tík, 22 nefna, 23 remma, 24 lið- sinnir. Lóðrétt | 2 lipur, 3 meina, 4 öngul, 5 gulli, 6 skúf, 7 gufa, 12 gys, 14 enn, 15 hönk, 16 erfði, 17 starfs, 18 skrín, 19 aumri, 20 iðan. Tónlist Salurinn | CAPUT hópurinn flytur þrjú tón- verk eftir Áskel Másson í Salnum, Kópa- vogi. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að CAPUT vinnur nú að upptökum á fimm tónverkum Áskels með bandaríska stjórn- andanum Joel Sachs. Þetta verða óform- legir „vinnustofutónleikar“ og hefjast klukkan 20.00. Aðgangur er ókeypis með- an húsrúm leyfir. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson til 1. júlí. Árbæjarsafn | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson sýnir íslensk fjöll úr postulíni í Listmunahorninu. Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see a dark sail“ til 24. júní. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui-húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrílverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12– 18 um helgar. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýn- ir málverk. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám og margt fleira skrýtið og skemmtilegt! Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista, Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Kaffi Sel | Ástin og lífið. Gréta Gísladóttir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur til 3. júlí. Kaupfélag listamanna | KFL-group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélaginu í Hafnarfirði, Strandgötu 28, 2. hæð. Mynd- list 27 listamanna leikur um alla hæðina, í herbergjum, í sal, á klósettum og dregur sig einnig út úr húsinu. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá 14–18. Að- gangur er ókeypis. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst. Listasafn Íslands, Kjarvalsstaðir | Sum- arsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Smekkleysa, plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon er fyrsta úrvinnsla í samvinnu þeirra. Sýningin stendur til 15. júní. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson sjá nánar www.or.is. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. 50 vatns- lita- og olíumálverk í 3 sölum, ný og eldri verk. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja- vík 2005. Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Söfn Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós- myndum úr fórum Kópavogsbúa af börn- um í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnahólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norð- urlöndunum. Sýningin fer um öll Norð- urlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Opið frá kl. 11–17. Mannfagnaðir B.K.H. |Bandalagskonur Hafnarfirði, hinn árlegi skógræktardagur í reitinn okkar er miðvikudaginn 15.júní kl. 19. Fundir OA-samtökin | OA karladeild alla þriðju- daga klukkan 21–22, í Tjarnargötu 20, Gula húsinu, 101 Reykjavík. Útivist Ferðafélagið Útivist | Núpsstaðarskógar 16.–19. júní: Brottför frá skrifstofu Útivistar á eigin bílum kl. 18. Núpsstaðarskógar eru sannkölluð náttúruparadís milli Skeið- arárjökuls og Lómagnúps. Fararstjóri er Jósef Hólmjárn. Verð 12.900/14.800 kr. Ferðafélagið Útivist | Leggjabrjótur 17. júní: Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Hefð hefur skapast fyrir því að ganga hina fornu þjóð- leið Leggjabrjót milli Hvalfjarðar og Þing- valla 17. júní. Fararstjóri er Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Verð 2.900/3.400 kr. Ferðafélagið Útivist | Jónsmessunæt- urganga Útivistar 24.–26. júní: Stemmn- ingsferð þar sem allir breytast í hetjur eftir krefjandi en umfram allt skemmtilega ferð yfir Fimmvörðuháls á þessum bjartasta tíma ársins. Viðey | Í kvöld verður farið í fuglaskoð- unarferð í Viðey, en þar hafa verið taldar 30 tegundir fugla að sumarlagi. Leið- sögumaður verður Einar Þorleifsson, fuglafræðingur. Siglt verður frá Sundahöfn kl. 19 og ferjugjald er 750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Dagana 15.–18. júní fer fram í Norrænahúsinu í Reykjavík fimmta keltnesk-norræna- baltneska þjóðsagna-málþingið en þjóðfræðigrein Háskóla Íslands er 25 ára í ár. Á málþinginu verður meðal annars fjallað um hvernig frásagnarhefð þjóðsagna var og er ásamt því hversu stóran þátt þjóðsögur hafa átt í mótun og kortlagningu samfélaga í gegnum sameig- inlega heimssýn, gildi og skilning. Í tilefni málþingsins verður efnt til ljóðakvölds í Norræna húsinu í kvöld undir yfirskriftinni Nýjar hliðar á þekktum andlitum: Þjóðsögur og náttúra. Þar taka þátt þrjú ljóðskáld og rithöfundar frá Írlandi, Svíþjóð og Íslandi. Daíthi Ó Hógáin er að- stoðarprófessor í írskum þjóðfræðum við Dyflinn- arháskóla ásamt því að vera leiðandi rithöfundur á Írlandi. Bengt Af Klintberg er þekktur um heim allan fyrir störf sín á sviði þjóðhátta, en hann hef- ur safnað þjóðsögum, barnarímum og fleiru auk þess að vera höfundur fjölmargra greina og út- varpsþátta. Sigurður Pálsson, rithöfundur, tekur þátt sem fulltrúi Íslands og flytur fjögur ljóð úr ljóðabók sinni Ljóðnámumenn (1988). „Í þremur ljóðanna, Höfundur Njálu, Höfundur Laxdælu og Höfundur Vatnsdælu, yrki ég um höf- undana sem enginn veit hverjir voru. Ég læðist inn í hugarheim þeirra og fylgist með úrslita- hugljómuninni um verkin áður en þau voru skrif- uð,“ segir hann. Fjórða ljóðið sem Sigurður flytur í kvöld heitir Landnámsljóð. Það fjallar um ferðalagið út í óvissuna og sköpun landsins sem er líkt og óskrif- uð blaðsíða. „Á árunum sem ljóðin voru skrifuð var ég mikið að velta fyrir mér landnámi Íslands og ljóðabæk- ur mínar Ljóðnámuland (1985) og Ljóðnámumenn fjalla um þessar pælingar mínar. Terry Gunnell fékk mig svo til liðs við sig nú þar sem ljóðin passa vel inn í heildarþema kvöldsins,“ segir Sigurður. Bæði Hógáin og Klintberg sækja í goðafræði og þjóðsagnaarfleið í verkum sínum. Hógáins fjallar um fornírskar þjóðsögur og í ljóðum Klintbergs eru sagðar sögur sem byggðar eru á þjóðtrú og kvæðamönnum, persónum sem almenningur þekkir. Ljóð Sigurðar gefa aðra sýn á þemað, í þeim er fléttað saman landnámi Íslands, sögum og um- hverfi. Hógáin mun lesa úr sínum verkum á írsku og ensku en Karl Guðmundsson hefur þýtt ljóð hans á íslensku. Klintbergs flytur sín ljóð á sænsku og hefur Heimir Pálson þýtt þau á íslensku. Sigurður flytur ljóð sín á íslensku en Terry Gunnell hefur þýtt ljóð hans yfir á ensku. Ljóðlist | Ljóðakvöld í Norræna húsinu í kvöld Ný sýn á þjóðsögur og náttúru  Sigurður Pálson fæddist árið 1948 á Skinnastað í N- Þingeyjarsýslu. Hann er með maîtrise- og D.E.A. gráðu í leik- húsfræðum frá Sor- bonne í Frakklandi þar sem hann stundaði einnig bókmenntir. Þar að auki lauk hann prófi í kvikmyndaleikstjórn frá CLCF. Sigurður hefur einkum fengist við ritstörf og þýðingar í gegnum tíð- ina en einnig kennslu, sjónvarp og kvikmyndir. Sigurður er kvæntur og á einn son. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÓSKAR Theódórsson opnar málverkasýningu í dag á Land- spítala, dagdeild, Kleppi. Á sýningunni eru olíupastel- myndir. Hún stendur til 30. júní næstkomandi. Óskar sýn- ir málverk❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.