Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hörður Jónassonfæddist í Syðri-
Villingadal í Saur-
bæjarhreppi í Eyja-
firði 12. apríl 1921.
Hann andaðist á St.
Jósepsspítala í Hafn-
arfirði 5. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Jónas Tómasson, frá
Hofi í Vesturdal í
Skagafirði, f. 30.1.
1878, d. 3.5. 1964, og
Þrúður Margrét
Valdimarsdóttir, frá
Kolgrímastöðum í
Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðar-
sveit, f. 12.4. 1877, d. 8.5. 1973.
Hörður var yngstur í hópi tíu al-
systkina og tveggja hálfsystra. Al-
systkini Harðar eru Ferdinant, f.
12.2. 1902, d. 12.2. 1902, Árni, f.
12.2. 1903, d. 16.10. 1989, Valdi-
skólanum á Akureyri en hvarf frá
því í upphafi síðari heimsstyrjald-
arinnar er hernám hófst á Íslandi
en þá stundaði hann vinnu fyrir
hernámsliðið um nokkurra ára
skeið.
Að styrjaldarárunum loknum
hóf hann störf hjá Olíufélagi Ís-
lands á Akureyri og var frá 1957
hjá því félagi í Reykjavík og vann
þar uns hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir á 72. aldursári. Hann
vann fyrstu árin við olíudreifingu
um allt land og síðar við viðgerðir
á dælubúnaði og hin síðustu ár á
verkstæði félagsins í Reykjavík.
Árið 1953 kvæntist Hörður eft-
irlifandi eiginkonu sinni Ernu Þór-
unni Jensen (fædd Karlsdóttir), f.
16.8.1927, frá Vopnafirði. Erna
ólst upp á Vopnafirði til 10 ára ald-
urs er fjölskylda hennar fluttist til
Reykjavíkur. Hörður og Erna voru
barnlaus. Þau áttu lengst af heima
í Álfheimum 28 í Reykjavík, frá
1960 og til 2003, er þau fluttu að
Hraunvangi 1 í Hafnarfirði.
Útför Harðar fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
mar, f. 29.8. 1905, d.
11.11. 1972, Guðbjörg
Fanney, f. 12.3. 1907,
d. 25.6. 1984, Þórhall-
ur, f. 3.3. 1909, d.
15.12. 1985, Sigurliði,
f. 22.6. 1911, búsettur
á Akureyri, Jónína
Rósa, f. 24.3. 1913, d.
29.6. 1988, Hermann,
f. 8.12. 1914, d. 29.7.
1994 og Lilja, f. 22.9.
1917, d. 28.1. 1993.
Hálfsystur Harðar
voru Ólöf Jónasdóttir,
f. 10.11. 1895, d. 1.5.
1949 og Jenný Jónas-
dóttir, f. 19.8. 1904, d. 3.12. 1991.
Hörður ólst upp í foreldrahúsum
í Syðri-Villingadal og síðar í Hóls-
gerði og Leyningi í sömu sveit.
16 ára aldri flutti hann með for-
eldrum sínum til Akureyrar og bjó
næstu ár þar. Hann hóf nám í Iðn-
Hörður frændi er dáinn. Hann var
yngstur í stórum eyfirskum systk-
inahópi og lengst af límið í þeim hópi.
Hörður og Erna kona hans voru svo
samrýmd að sjaldan var minnst á
annað þeirra án þess að hins væri
getið um leið. Þau Hörður og Erna
voru á sinn hátt miðpunktur ættar-
innar þó að þau byggju „fyrir sunn-
an“. Þangað fóru allir í heimsókn
þegar þeir áttu leið um enda voru
þau hjón skemmtileg og gestrisin og
fylgdust vel með sínu fólki. Á hverju
sumri komu þau hingað til Akureyr-
ar til að hitta systkini Harðar og fjöl-
skyldur þeirra og rækta ættartengsl-
in. Þá brást aldrei að farið væri fram
í fjörð og teknir út gamlir og nýir bú-
skaparhættir. Í þessum ferðum fann
maður hvað Eyjafjörðurinn átti mikil
ítök í Herði og hvað hann naut þess
að koma norður á gömlu ættarslóð-
irnar.
Þegar við fluttum suður í nokkur
ár í lok sjöunda áratugarins tóku þau
okkur eins og við værum börnin
þeirra, enda finnst okkur að við höf-
um verið það. Þau gáfu okkur margt
til búsins þegar við hófum búskap í
bakhúsi á Laugaveginum og ráðlegg-
ingarnar komu sér ekki síður vel. Þá
eru ótaldar allar þær bílferðir og úti-
legur sem þau buðu okkur í. Það er
fátt betra ungum hjónum en að eiga
slíka hauka í horni. Þó að við séum
flutt norður á ný fyrir mörgum árum
þá hafa þeir tímar komið að ég (Þór-
ir) hef þurft að dvelja fyrir sunnan
sumar- eða vetrarlangt. Þá brást
fasti punkturinn í tilverunni, Hörður
og Erna, aldrei.
Hörður var hvoru tveggja alvöru-
maður og æringi. Hann hafði til
dæmis yndi af því að hringja í vini
sína og villa á sér heimildir og var
sérstaklega laginn að finna þá
strengi sem komu viðmælendum
hans á flug. Hörður átti nánast alla
ævi við mikla magaveiki að stríða og
ágerðust veikindi hans mjög síðustu
árin. Andlát hans kom því ekki á
óvart. Við þökkum samvistir við góð-
an dreng og sendum Ernu okkar
innilegustu samúðarkveðjur frá okk-
ur og dætrum okkar.
Una og Þórir.
Lítil kveðja til góðs vinar, Harðar
Jónassonar.
Hölli var einstakur félagi. Hann
var hjálpsamur, mátti ekkert aumt
sjá og var allaf boðinn og búinn að
veita góð ráð. Hann var afskaplega
heiðarlegur og traustur.
Fyrir 50 árum myndaðist gott
samband milli okkar hjónanna og
Harðar og Ernu. Við vorum öll að
byggja okkur íbúð í blokk þegar við
kynntumst. Svo vildi til að Hörður og
Erna bjuggu á móti okkur, á sama
palli. Strax myndaðist vinátta okkar
á milli og sambandið varð að ein-
stöku og nánu vináttusambandi.
Mikill samgangur var á milli okkar
og þeirra. Þau voru okkur svo kær að
það myndaðist allt að því fjölskyldu-
tengsl á milli. Börnin okkar urðu eins
og þeirra börn. Við ferðuðumst sam-
an jafn innan lands sem utan lands
en þau voru frábærir ferðafélagar.
Oft á tíðum var glatt á hjalla og mikið
gátum við setið við skemmtilegar
rökræður langt fram á nótt. Það var
mikið gantast og hlegið.
Hafðu þökk fyrir góðar stundir,
kæri vinur. Elsku Erna, ég sendi þér
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurður Runólfsson.
Þegar við systurnar setjumst nið-
ur til að skrifa nokkur kveðjuorð um
Hölla eins og við kölluðum hann allt-
af, förum við á flug við að rifja upp
allar þær góðu minningar sem við
eigum um hann. Í huga okkar koma
upp allar skemmtilegu og fróðlegu
sögurnar sem hann sagði okkur frá
því hann var ungur og var að alast
upp í Eyjafirðinum og sögurnar sem
hann rifjaði reglulega upp af okkur
systkinunum frá því að við vorum lít-
il. Eflaust myndi honum nú þykja
þetta óþarfa pjatt að við séum skrifa
um hann og sjáum við hann fyrir
okkur segja og hlæja við; iss, hvað
eruð þið að hripa niður um mig,
gamlingjann. En kæri Hölli, hjá því
verður ekki komist því svo stóran
sess átt þú í hjarta okkar. Við erum
svo sannarlega þakklátar fyrir að
hafa fengið að hafa þig samferða
okkur í lífinu því annan eins ljúfling
er vart hægt að finna. Það eru for-
réttindi að hafa fengið að njóta vin-
áttu þinnar. Kynni mömmu og pabba
við Hörð og Ernu hófust fyrir 50 ár-
um. Þar með hófst góð og dýrmæt
vinátta og teljast þau hjónin hluti af
okkar fjölskyldu. Þau hafa alltaf átt
hvert bein í okkur systkinunum. Við
höfum oft sagt að þau séu eins og for-
eldrar númer tvö, svo stór hluti af lífi
okkar hafa þau ávallt verið. Ekki nóg
með að þau hafi reynst okkur eins og
bestu foreldrar heldur hafa þau sinnt
börnunum okkar eins og þau væru
afi þeirra og amma. Alltaf hefur verið
mikill samgangur á milli okkar og
þeirra og til merkis um það þá kom
Hölli nánast á hverjum degi á Lang-
holtsveginn og fékk sér kaffisopa hjá
mömmu þegar hún var á lífi. Vafa-
laust er hann búinn að kíkja til henn-
ar í kaffi og spjall. Við vitum að allt
tekur einhvern tíma enda og þar með
talið lífið sjálft. Þrátt fyrir það
bregður manni samt þegar kallið
kemur.
Við kveðjum Hölla okkar með
miklum söknuði en þökkum fyrir að
eiga allar ljúfu minningarnar um
hann sem ylja okkur um ókomin ár.
Hugur okkar er hjá Ernu og við
sendum henni einlægar samúðar-
kveðjur og vitum að vel hefur verið
tekið á móti Hölla þar sem hann er
núna.
Vilborg, Ágústa og Erna.
Það er erfitt að kveðja góðan vin
en traustari og betri vin en Hörð
Jónasson er ekki hægt að hugsa sér.
Frá því við bræðurnir munum eftir
okkur hafa hjónin Hörður og Erna
staðið við hlið okkar og tekið þátt í
gleði og sorg og stutt okkur á erf-
iðum tímum. Hörður og Erna eru eitt
í okkar huga og verða það áfram þótt
Hörður hafi nú kvatt.
Minningin um Hörð, góðan og heil-
steyptan einstakling, er okkur ómet-
anleg. Viljum við þakka honum fyrir
allt sem hann hefur gert fyrir okkur.
Elsku Erna. Hugur okkar er fullur
af samúð með þér og biðjum við Guð
að styðja þig á þessum erfiðu tímum.
Reynir og Jón.
HÖRÐUR
JÓNASSON
✝ Guðný SkjóldalKristjánsdóttir
fæddist á Ytra-Gili í
Hrafnagilshreppi 3.
janúar 1922. Hún lést
á Akureyri 6. júní.
Foreldrar hennar
voru Kristján Páls-
son Skjóldal, málari
og bóndi frá Möðru-
felli, f. 1882, d. 1960
og Kristín Gunnars-
dóttir frá Eyri við
Skötufjörð, f. 1892, d.
1968. Þau bjuggu á
Ytra-Gili. Kristín var
af Arnardalsætt í
báðar ættir. Móðurforeldrar
Kristínar voru Gunnar Sigurðs-
son og Kristín Anna Haraldsdótt-
ir. Móðir Kristínar dó af barnsför-
um þegar hún var þriggja ára og
stóð þá Gunnar uppi með sex
börn. Heimili hans leystist upp og
flutti Gunnar að Bessastöðum þar
sem hann varð ráðsmaður og
garðyrkjumaður hjá Skúla Thor-
oddsen. Guðný var alnafna föður-
ömmu sinnar sem var húsfreyja í
Möðrufelli 1877–1910 og hélt þar
bú ásamt manni sínum Páli Hall-
grímssyni bónda. Árið 1914 flytja
föðurafi og amma Guðnýjar að
Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi þar
sem sonur þeirra Kristján hóf bú-
skap 1913. Páll lést 1915 en Guðný
dvaldi á Ytra-Gili uns hún lést
1934. Systkini Guðnýjar voru 9:
Ragnar, f. 1914; Páll Gunnar, f.
1916, d. 1997; Gunnar Páll, f.
1919, d. 1920. Dýrleif, f. 1924;
Gunnar, f. 1925; Haraldur, f. 1928;
Óttar, f. 1932 og Ingimar, f. 1937.
Guðný giftist Helga Jakobssyni
bónda, f. 14. septem-
ber 1906, d. 5. janúar
1977. Helgi fæddist á
Akureyri en var al-
inn upp frá 6 ára
aldri hjá móðurbróð-
ur sínum Eiríki
Helgasyni, bónda á
Dvergsstöðum. Syn-
ir Guðnýjar og
Helga eru: A) Eirík-
ur Kristján Skjóldal,
bóndi á Ytra-Gili, f.
21. júlí 1945. Kona
hans er Ingunn
Tryggvadóttir frá
Vöglum. Þau eiga
fjögur börn: Helga, f. 1979; Hrafn-
hildi, f. 1981; Halldór, f. 1988 og
Heiðrúnu, f. 1989. B) Garðar,
verkstjóri á Akureyri, f. 29. maí
1947. Garðar heitir eftir nafna
sínum Þorsteinssyni alþingis-
manni sem fórst flugslysinu mikla
í Héðinsfirði daginn sem hann
fæddist, en hann var kvæntur
Önnu móðurafasystur hans. Kona
Garðars er Védís Baldursdóttir
frá Akureyri. Þau eiga 9 börn:
Helga, f. 1969; Baldur, f. 1971;
Héðin, f. 1973; Ástu, f. 1974; Sig-
rúnu, f. 1976; Önnu Jónu, f. 1978;
Höllu Björk, f. 1979; Guðnýju
Berglindi, f. 1981 og Garðar Þór,
f. 1983. Langömmubörn Guðnýjar
eru komin á þriðja tuginn.
Sambýlismaður Guðnýjar hin
síðari ár er Ari Steinberg Árna-
son, bifreiðastjóri á Akureyri, f.
29. mars 1922. Þau bjuggu að
Lindarsíðu 2 á Akureyri.
Guðný verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30
Þar sem Eyjafjarðaráin liðast lygn
við gróna bakka var ríki Guðnýjar
föðursystur okkar á Ytra-Gili. Hún
var ein af dætrum Eyjafjarðar.
Guðný og fyrri maður hennar Helgi
Jakobsson bjuggu í Skjaldarvík,
Kífsá 1953-1961 og Ytra-Gili 1961-
1977 en þá deyr Helgi. Nokkrum ár-
um síðar flytur hún til Akureyrar en
þá verða þáttaskil í lífi hennar. Hún
tekur bílpróf og fer mikið að sinna
hannyrðum og föndri, auk þess sem
hún ferðast mikið og verður virkur í
starfi eldri borgara. Hún kynnist þá
sambýlismanni sínum Ara Steinberg
Árnasyni sem þá var ekkill. Þau voru
samhent og fallegt par sem gáfu
hvort öðru mikið. Guðný hafði sterk
persónueinkenni sem reyndar eiga
við öll systkini hennar og synina tvo
Eirík og Garðar. Áberandi eru ósér-
hlífni og dugnaður án vols og væls.
Vinnusemi og sjálfsbjörg er dyggð í
augum þessa fólks, en iðjuleysi og
dugleysi er talið mikill löstur.
Ákveðni hafði hún ríka og tók oft af
skarið ef henni fannst samferða-
mennirnir sinnulausir. Vinnudagur
Guðnýjar við bústörfin var oft langur
en hún sinnti þar flestum störfum.
Hún sá um allan matarbúning fyrir
fjölskyldu sína og þá stráka sem voru
í sveit hjá henni. Á Ytra-Gili var ekki
borið á borð neitt nasl. Kjarngóður
morgunmatur samanstóð af hafra-
graut og þykkum sneiðum af smurðu
brauði með heimatilbúnu áleggi. Há-
degis- og kvöldverður var heitur
matur og inn á milli var síðdegis- og
kvöldkaffi þar sem borðið svignaði
undan heimabökuðu brauði eins og
kleinum og súkkulaðitertum. Þegar
matseld og þrif voru ekki á dag-
skránni féll Guðnýju ekki verk úr
hendi. Hún mjólkaði kýrnar, hjálpaði
ám sem áttu erfitt með burð, sinnti
hænsnum og seldi egg eða rakaði
dreifar þegar mikið var í húfi að ná
heyi í hlöðu. Maður sér hana fyrir sér
núna standandi í flekknum í eyfirskri
sumarsólinni á köflóttri vinnuskyrt-
unni og í gúmmískónum með hrífu í
höndum, brosandi yfir góðum þurrki.
Árangursríkur dagur við bústörfin
var henni ríkari umbun en veraldleg-
ir hlutir og lofgjörðir annarra.
Ragnar og Kristín Sigríður
Ragnarsbörn.
Elsku Guðný, nú er komið að
kveðjustund. Við finnum fyrir miklu
þakklæti fyrir þann tíma sem við
fengum með þér. Það var fyrir rúm-
um 11 árum þegar þið afi fóruð að
draga ykkur saman. Við munum það
eins og gerst hefði í gær, svo mikil
hamingja og gleði skein úr augum
ykkar. Þú komst, sást og sigraðir
hjörtu okkar allra, þú varst okkur
sem amma. Elsku Guðný, takk fyrir
þessi góðu ár.
Ó, veit hjá þeim að verði ljós,
uns vaknar sérhver dáin rós.
Ó, veit oss öllum hjálp og hlíf
og hér og síðar eilíft líf.
(Matthías Jochumsson.)
Guðný Björk, Kristín Dögg
og Andri Már.
GUÐNÝ SKJÓLDAL
KRISTJÁNSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Minningar-
greinar
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.isPantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800