Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
A
f samræðum mínum
við ófáa Íslendinga
undanfarin ár hefur
mér orðið ljóst að Ís-
lendingar hafa af-
skaplega undarlegar hugmyndir
um umhverfisverndarsinna. Þeim
megi í raun helst líkja við einhvers
konar skrímsli, sem vilja ekkert
frekar en að eyðileggja og tortíma
öllum okkar göfugu og gömlu lífs-
háttum, vanvita sem skilja ekkert
um sérstöðu okkar eða sjálfstæði
sem þjóðar.
Þetta er fjarri sanni og vænt-
anlega hefur viðkoma hins ofbeld-
ishneigða furðufugls Pauls Wat-
sons haft rík mótunaráhrif á
hugarfar meðalíslendingsins, en
„umhverfisverndarsinninn“ sá
vann sér það helst til frægðar að
valda tortryggni og eyðileggingu.
Nokkrir íslenskir fjölmiðlar
hafa nú lapið upp áróður stjórn-
valda og ákveðið að samnefna
þann hóp umhverfisverndarsinna
og andófsmanna sem hingað kem-
ur til lands í sumar „atvinnumót-
mælendur“ að hætti fyrrverandi
forsætisráðherra þjóðarinnar.
Orðið kemur í staðinn fyrir enska
orðið „activist“, sem mætti frekar
þýða „manneskja sem liggur ekki
bara uppi í sófa og borðar snakk á
meðan Róm brennur, heldur fer út
og gerir eitthvað í hlutunum“. En
ég býst við að „atvinnumótmæl-
andi“ sé þjálla og vænlegra til vin-
sælda.
Við höfum öll hagsmuna að
gæta. Sumir gæta einungis sinna
eigin. Dæmi um slíka eru pen-
ingamenn, stjórnmálamenn og út-
vegsmenn. Aðrir gæta hagsmuna
annarra, sem kannski eru ekki
eins færir um að gæta sinna eigin
hagsmuna. Í þeim hópi eru mann-
réttindafrömuðir, fólk sem berst
fyrir bættum lífskjörum fátækra
og umhverfisverndarsinnar.
Umhverfisverndarsinnar eru
ekki upp til hópa vitleysingar eða
veruleikafirrtir öfgamenn, þótt
það væri örugglega ósköp þægi-
legt ef svo væri. Yfirleitt er þetta
nokkuð upplýst fólk sem hefur leit-
að sér þekkingar á sviði umhverf-
isins. Það hefur lært ýmislegt um
uppblástur, áhrif nútímalandbún-
aðar á heilsu jarðarinnar og áhrif
úreltra veiðitækja á heilsu hafsins.
Sumir þeirra gera sér einnig grein
fyrir mikilvægi þess að vernda við-
kvæma náttúru hálendisins sem
virðist hafa lítið efnahagslegt gildi
en skiptir samt afar miklu máli í
stærra samhengi.
Ég heyrði áhugaverða frétt á
dögunum í fréttatíma sjónvarps-
ins. Þar var því lýst að Kofi Annan
og Sameinuðu þjóðirnar vildu
banna togveiðar með botnvörpum.
Þar var meðal annars sagt að um-
hverfisverndarsinnar líktu þessu
við kanínuveiðar með jarðýtu.
Fréttin var svo eldsnögg að taka
U-beygju og sjávarlíffræðingur
LÍÚ talaði út í eitt um hvað þetta
væri mikil vitleysa. Það mátti
næstum skilja á manninum að það
að draga botnvörpur í gegnum við-
kvæm vistkerfi virkaði eins og
vítamínsprauta á viðkvæma kór-
alana. Aðra lýsingu hef ég fengið
frá sjómönnum til 30 ára. Þeir lýsa
því hvernig trollin voru dregin
gegnum kóralana þangað til smám
saman botninn á þeim veiðisvæð-
um var orðinn rennisléttur. Kór-
alarnir eru, fyrir þá sem ekki vita
það, lífsnauðsynlegir fyrir afkomu
fiskistofna.
Formaður Hafró kom síðan á
skjáinn og sagði ljóst að botnvörp-
ur yllu ekki skaða alls staðar, ekki
á mjúkum leirbotni t.d. En það er
eins og að segja að sprengjur drepi
engan í eyðimörkinni. En þeim er
sjaldnast beitt á mannlaus svæði.
Á endanum klykkti fréttafólkið
út með þeirri staðreynd að ef botn-
vörpuveiðum hefði verið hætt á
þessu ári, hefðum við glatað 40%
af útflutningsverðmæti fisksins
okkar. Já, það er rétt, en það er
enginn að tala um að hætta þeim á
þessu ári, er það? Hafa Íslend-
ingar enga hæfileika til að aðlagast
nýjum aðstæðum?
Ég hefði haldið að það væri
metnaðarmál fyrir Íslendinga að
vilja fara gætilega að fiskimið-
unum sínum og veiða með um-
hverfisvænum veiðarfærum. Er
það kannski rangt? Eru allar full-
yrðingar Íslendinga um sjálfbæra
nýtingu auðlinda kannski bara
blekking og vitleysa, ætlaðar til að
skapa falska ímynd af landinu okk-
ar, sem hefur öll tækifærin til að
gera vel, en klúðrar þeim svo?
Algeng orðræða þeirra sem
„betur vita“ er sú að allir umhverf-
isverndarsinnar vilji helst að eng-
inn veiði fisk og enginn borði neitt
nema úldið grænmeti. Það þarf
ekki að velta þessu lengi fyrir sér
til að sjá að þetta er bara helbert
bull. Niaz Dorry heitir kona, sem í
viðtali við umhverfisvefritið gri-
st.org ræðir sjónarmið sín um heil-
brigðar veiðar. Hún hefur lengi
barist gegn óréttlátri og óvist-
vænni stýringu veiða og veið-
arfærum sem hafa óheilbrigð áhrif
á umhverfið. Dorry elskar fisk og
borðar mikið af honum. Þess
vegna vill hún vernda hann fyrir
vondum veiðiháttum og lélegri
stjórnun.
Þegar ég horfði á þessa frétt í
Ríkissjónvarpinu læddist að mér
sá grunur að einungis einn hags-
munahópur hafi eitthvað um stýr-
ingu á fiskveiðum að segja. Þeir
sem með hræðsluáróðri ógna okk-
ur með því að allt fari hér í kalda
kol ef ekki verður farið nákvæm-
lega eftir þeirra korti að velgengn-
inni. Eru íslensk stjórnvöld og
stofnanir ofurseld þessum mönn-
um sem eiga stóru togarana og
sópa fiskinum upp úr sjónum með
offorsi og forneskjulegum veið-
arfærum í skjóli greiðs aðgangs að
lánsfjármagni? Getur það verið að
landið okkar og miðin séu komin í
eigu aðila sem gefa ekkert fyrir
nærgætni og tillitssemi við lífríki
og umhverfi?
Mér finnst ég ekki þurfa að
segja ykkur það kæru lesendur, en
umhverfisvernd snýst ekki um of-
fors og hatur, afturhaldssemi eða
fáfræði, heldur nærgætni og ást á
bæði fólki og lífríkinu, framsýni og
upplýsingu.
Hagsmuna-
gæsla
Réttnefnd umhverfisvernd snýst ekki um
offors eða heimsku, heldur nærgætni og
upplýsingu, og að gæta hagsmuna
þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir
höfuð sér.
VIÐHORF
Svavar Knútur Kristinsson
svavar@mbl.is
LÖNGUM hefur einstaklings-
hyggja verið ríkjandi í háttum Ís-
lendinga. Þeir vilja eiga sitt og búa
að sínu, þar með talið að búa í eig-
in húsnæði. Þá hefur um langan
aldur verið samstaða
með þjóðinni um fé-
lagslega samábyrgð
til að tryggja sjálf-
stæði borgaranna.
Sitthvað bendir til að
þessi öld sé að líða
undir lok en öld auð-
hyggju að ganga í
garð. Útvegurinn er í
höndum örfárra, land-
búnaðurinn einnig.
Einyrkjum í iðnaði
fækkar jafnt og þétt,
sama á við um flutn-
inga og verslun svo
bent sé á ljós dæmi.
Sveitarfélög eru þær stofnanir
þjóðfélagsins sem falið hefur verið
að sjá um að þegnana vanhagi ekki
um frumþarfir s.s.vatn, raforku,
hitaveitu, frárennsli, sorphirðu,
heilsugæslu, eftirlit með holl-
ustuháttum, grunnskóla og ýmiss
konar þjónustu, m.ö.o. það sem
samfélagið getur lagt af mörkum
til að gera einstaklingnum kleift að
standa á eigin fótum og framfæra
sig og sína, en það er öllum skylt
skv. lögum. Þetta er frá öndverðu
það verkefni sveitarfélaganna sem
þeim er ætlað að sinna öðru frem-
ur. Þess vegna er sveitarfélög-
unum veittur hlutur í skattfé og
þegnarnir skyldaðir til aðildar að
þeim. Auk þess er sveitarfélögum
heimilt að innheimta þjónustugjöld
sem skulu þó einungis standa und-
ir kostnaði við framantalin verk-
efni. – En ekki meira en það. Í
störfum sínum öllum ber sveit-
arstjórnum að hafa jöfnuð og al-
mannaheill að leiðarljósi. Hér hald-
ast í hendur þau gildi sem
Íslendingar hafa haft í heiðri öðr-
um fremur þ.e. jöfnuður í mögu-
leikum og réttindum og félagsleg
samábyrgð til að tryggja sjálfstæði
og frelsi einstaklings-
ins.
Meðal þess sem
sveitarfélög hafa með
höndum er skipulag
byggðar og landnýt-
ing. Þau eiga að kapp-
kosta að hafa land til
umráða og hafa á
hendi útvegun
byggingalóða. Um
þennan þátt í starf-
semi sveitarfélaganna
hafa alltaf gilt sömu
sjónarmiðin og um
aðra þætti í störfum
þeirra, þ.e. að lág-
marka álögur svo sem kostur er og
veita þjónustuna á sem næst
kostnaðarverði, þó á þann hátt að
rekstrarþættir geti borið sig með
viðunandi og nauðsynlegu svig-
rúmi. Nú er breyting orðin hér á
og það er Reykjavíkurborg sem
gefur tóninn. Í stað þess að sjá
fólkinu fyrir lóðum á því verði sem
einungis stendur undir kaupum á
landi og skipulagningu þess, eru
þær nú seldar hæstbjóðendum.
Þessi markaðsvæðing frumþarf-
anna er alvarlegt íhugunarefni og
vekur grundvallarspurningar um
hefðbundið og lögbundið meg-
inhlutverk sveitarfélaganna og
hvort hún eigi rætur í umræðu og
pólitískri stefnumótun meðal þjóð-
arinnar? Þ.e. hvort Íslendingar
hafi kosið um þessa stefnubreyt-
ingu og hvort gróði af lóðabraski
sé orðinn meðal tilgreindra lögboð-
inna tekjustofna sveitarsjóða?
Svo sem að framan er bent á
eru landsmenn skyldaðir til aðildar
að sveitarfélögum. Með því tryggir
löggjafinn gagnkvæmni í rétt-
indum og skyldum. Allir skulu
taka þátt í félagslegri samábyrgð
og eiga sömu möguleika, vera jafn-
ir fyrir lögum. Að bjóða upp lóðir
þannig að einungis þeir efnameiri
geti keypt þær er fullkomið brot á
þeirri grundvallarreglu sem starf-
semi sveitarfélaganna hvílir á og
lýst er í þessari grein og hleypir
almennu landverði í himinhæðir.
Allir þurfa þak yfir höfuðið og
aðgangur að byggingarlandi á að
vera greiður. Þessi nýja tilhögun
vegur hins vegar að möguleikum
og velferð þeirra sem hvað helst
þurfa að fá notið hinna félagslegu
lausna. Þetta mun síðar meir kosta
margfalt það sem hefst út úr þessu
braski með landið. Íslendingar
eiga meira land en flestar aðrar
þjóðir og er það vorkunnar- og
vandalaust að sjá svo um að allir
fái það pláss sem þeir þurfa. Því
er brýnt að hinir kjörnu fulltrúar
hverfi nú þegar af þessari óheilla-
braut. Ef það ekki gerist með góðu
er óhjákvæmilegt annað en reyna
að stöðva þennan ósóma með dómi.
Er lagagrunnur fyrir lóða-
braski Reykjavíkurborgar?
Ámundi Loftsson fjallar
um skyldur sveitarfélaga ’Að bjóða upp lóðirþannig að einungis þeir
efnameiri geti keypt
þær er fullkomið brot á
þeirri grundvallarreglu
sem starfsemi sveitarfé-
laganna hvílir á. ‘
Ámundi
Loftsson
Höfundur er verkamaður.
FALSANIR og eftirlíkingar af
hvers kyns varningi eru ört vaxandi
vandamál. Það sama á við um fals-
anir og eftirlíkingar af sköpun og
hugverkum. Innan
Evrópusambandsins
hefur verið reynt að
bregðast við þessari
þróun með tilskipun nr.
2004/48 EC, sem ætlað
er að auðvelda eig-
endum hugverkarétt-
inda að standa vörð um
réttindi sín. Með til-
skipuninni, sem sam-
þykkt var af Evr-
ópuráðinu í apríl 2004,
var ætlunin að stuðla
að samræmdri fram-
kvæmd og möguleikum
á réttarúrræðum innan
Evrópusambandsins. Tilskipunin
mun væntanlega verða samþykkt
sem hluti af EES-samningnum og
munu ákvæði hennar þá verða að-
löguð íslenskum lögum og reglum.
Skilvirk vernd hugverkaréttinda
er nauðsynleg öllum framleiðendum
og afar mikilvæg stoð við nýsköpun
og efnahagsþróun. Hún er ekki að-
eins nauðsynleg forsenda framþró-
unar heldur einnig mikilvægur
grundvöllur fyrir samkeppnisstöðu
framleiðenda. Af þeim sökum er
mikilvægt að tryggja að slíkum rétt-
indum verði framfylgt með einföld-
um og áhrifaríkum hætti. Áð-
urnefnd tilskipun miðar að því að
skapa umsækjendum og eigendum
slíkra réttinda sömu aðstæður innan
Evrópu.
Hingað til hafa tilskipanir og
gerðir Evrópusambandsins á sviði
hugverkaréttar aðallega miðað að
því að samræma efnisreglur og
þannig hefur verið reynt að tryggja
svipaða framkvæmd innan Evrópu-
sambandsins. Þau réttindi sem þeg-
ar hafa verið samræmd varða vöru-
merki, hönnun, uppfinningar á sviði
líftækni og þætti er varða höf-
undarétt. Reglur um
fullnustu hug-
verkaréttinda hafa
hins vegar ekki enn
verið samræmdar inn-
an Evrópusambands-
ins.
Með tilskipuninni
verður meðal annars
auðveldara fyrir eig-
endur hugverkarétt-
inda að krefjast bóta
vegna þess tjóns sem
þeir verða fyrir vegna
óheimillar notkunar
annarra á hugverkum
þeirra. Hægt verður
að gera upptæka bankareikninga og
aðrar eignir hins brotlega til að
tryggja greiðslu dæmdra bóta. Þá
verður innköllun falsaðra vara og
eftirlíkinga á kostnað hins brotlega
einnig heimil samkvæmt ákvæðum
tilskipunarinnar, auk þess sem hinn
brotlegi ber allan kostnað af mála-
rekstri vegna brota á hugverkarétti.
Falsanir og eftirlíkingar eru vax-
andi vandi sem í raun felur í sér al-
varlega ógnun við hagkerfi þjóða.
Framboð af fölsuðum varningi og
annarri sjóræningjaútgáfu á Netinu
er mikið. Ef lög og reglur um fulln-
ustu hugverkaréttinda eru mismun-
andi innan Evrópu getur það haft
slæm áhrif á innri markaðinn. Ætla
má að falsanir og eftirlíkingar séu
mun líklegri til að vera á boðstólum
í þeim ríkjum sem ekki hafa að
geyma eins áhrifarík ákvæði til að
fullnusta þessi réttindi, þ.e. þar sem
eigendur hugverkaréttinda hafa
ekki raunhæfa möguleika á að fram-
fylgja réttindum sínum. Tilgangur
tilskipunarinnar er einkum að koma
í veg fyrir misræmi milli reglna í
ríkjum innan Evrópu og til að
tryggja ákveðna lágmarksvernd
eigenda hugverkaréttinda gagnvart
fölsunum og eftirlíkingum.
Markmið tilskipunarinnar er
einnig að auka neytendavernd.
Falsanir og sjóræningjaútgáfur
hafa það yfirleitt í för með sér að
reynt sé að blekkja neytendur af
ásetningi. Er þá átt við að kaupand-
anum séu gefnar rangar upplýs-
ingar eða væntingar um gæði og
eiginleika vörunnar, sér í lagi ef um
er að ræða fölsun eða eftirlíkingu af
þekktu vörumerki. Falsanir og eft-
irlíkingar eru framleiddar án próf-
ana frá viðurkenndum eftirlits-
aðilum og fylgja ekki
lágmarksgæðakröfum. Þegar neyt-
andi kaupir falsaða vöru eða eftirlík-
ingar er hætt við að hann njóti ekki
góðs af ábyrgð eða annarri þjónustu
ef varan er gölluð. Afleiðingar fals-
ana og eftirlíkinga geta einnig verið
mjög alvarlegar og haft í för með
sér ógnun við heilsu og líf manna
þegar um lyf er að ræða. Þá getur
öryggi manna einnig stafað ógn af
eftirlíkingum af leikföngum og eins
varahlutum í bifreiðar og flugvélar.
Það er því mikilvægt að tryggja það
að réttarúrræði fyrir eigendur hug-
verkaréttinda séu skýr og áhrifarík,
bæði til verndar neytendum og eig-
endum réttindanna.
Brot á hugverka-
rétti – bætt úrræði
Borghildur Erlingsdóttir
fjallar um falsanir listaverka
í tilefni af alþjóðlegum hug-
verkadegi 26. apríl 2005
’Falsanir og eftirlík-ingar eru vaxandi vandi
sem í raun felur í sér al-
varlega ógnun við hag-
kerfi þjóða.‘
Borghildur
Erlingsdóttir
Höfundur er deildarstjóri
á Einkaleyfastofunni.