Morgunblaðið - 14.06.2005, Side 46
STÆRSTA tískusýning sem hald-
in hefur verið hérlendis fór fram í
Skautahöllinni á föstudagskvöld.
Sýningin var á vegum nýstofnaðs
félags, Mosaic Fashions, og voru
föt frá Oasis, Coast, Whistles og
Karen Millen á sýningarpöllunum
auk undirfata frá Odille Oasis.
Sýningin var vel heppnuð og
stór hluti hennar var stílisering
Steinunnar Sigurðardóttur. Stein-
unn er án efa einn þekktasti fata-
hönnuður landsins. Hún er fyrr-
verandi formaður
Fatahönnunarfélags Íslands en
hefur nú dregið sig útúr stjórninni
og einblínir á eigið fyrirtæki.
Þegar verið er að sýna svona
margar línur innan sama hálftíma
eða svo er mikilvægt að skapa
ákveðinn stíl fyrir hverja línu. Það
er gert bæði með því að breyta
umhverfinu, sem gert var á mjög
skemmtilegan hátt á sýningunni,
og stíliseringu fatanna. Stutt pils
sáust mikið í Oasis-línunni sem
var sú stelpulegasta. Notkun
skartgripa var meiri þar og fötin
pönkaðari. Föt frá Coast voru
klassísk og hugsuð fyrir eldri kon-
ur. Línan frá Whistles var lífleg
og skemmtileg með útvíðum pils-
um. Karen Millen-konan var hins-
vegar mjög fáguð, í frekar þröng-
um fötum, með sólgleraugu og
stórt hár.
Sýning á heimsmælikvarða
„Svona eiga tískusýningar að
vera,“ segir Steinunn í samtali og
staðfestir að tískusýning sem
þessi hafi ekki verði haldin hérna
áður. „Ég hef sett upp margar
sýningar erlendis. Þessi sýning
var algjörlega á heimsmælikvarða
og hægt að setja hana inn í hvaða
tískuborg sem er,“ segir hún.
Steinunn segir að á tískusýn-
ingum erlendis sé stílisering stór
þáttur og svari ýmsum spurn-
ingum. „Hvernig á að presentara
enn einn jakkann upp á nýtt?
Hvernig á að raða fötunum saman
upp á nýtt,“ segir Steinunn en
þetta leggur línurnar ekki síður
en fötin sjálf.
„Í Whistles setti ég „petticoat“
undir pilsin til að gera þau meira
a-laga. Karen Millen var alveg
bein niður. Ég vildi að hver lína
hefði ákveðnar silúettur,“ segir
Steinunn sem dæmi um það sem
Tíska | Tískusýning Mosaic Fashions í Skautahöllinni
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
hún var að hugsa. Hún lék sér
einnig með undirfötin á sýning-
unni með því að bæta við ýmsum
flíkum til að gera þau meira
spennandi.
„Í erlendum borgum eru haldn-
ar tískusýningarvikur og þar
kemur ýmislegt fram. Eftir það
fer maður að sjá þetta á fólkinu.
Um það snýst tíska. Hérna hefur
þetta ekki verið til staðar því það
hafa ekki verið neinar tískusýn-
ingar fyrir fólk að fara á og
skoða,“ segir hún.
Fötin sem verið var að sýna eru
fyrstu haust- og vetrarlínur í búð-
unum og eru þau væntanleg í
verslanir síðsumars. Verslanir frá
Karen Millen og Oasis eru hér-
lendis, föt frá Coast fást ekki hér
en Steinunn upplýsir að búð frá
Whistles verði opnuð hérlendis í
haust. Sýning Whistles vakti hvað
mesta lukku á föstudaginn og var
Steinunn sjálf ánægð með línuna.
„Mér fannst mjög gaman að stíl-
isera þá línu. Mér fannst hún
skemmtilega íslensk og mátulega
afslöppuð. Hún var þægileg. Það
fannst á henni hvað það var þægi-
legt að setja hana saman,“ segir
hún.
Áttatíu manns baksviðs
Stórt starfslið er bak-
sviðs á sýningunni til að
láta hana ganga upp,
eða alls um áttatíu
manns. Átján manns,
núverandi og útskrif-
aðir nemendur Stein-
unnar í fatahönnun við
Listaháskóla Íslands,
störfuðu við að klæða fyr-
irsæturnar í en alls voru
36 fyrirsætur á sýning-
unni. Til viðbótar unnu um
25 manns við hárgreiðslu
og förðun auk fleira starfs-
liðs. „Þetta er atvinnufólk
og á gífurlegar þakkir skil-
ið,“ segir Steinunn.
Mikil skipulagning er að
baki svona sýningar en yfir
því starfi var Dögg Thomsen
en hún hefur mikla reynslu
erlendis frá. Steinnunn
hrósar líka Storm, sem sá
um viðburðastjórnunina.
Þekkingin er því til stað-
ar hér og eykst
bara með viðburði
sem þessum og
vonandi að Íslendingar fái að sjá
fleiri alvöru tískusýningar.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Sv
er
ri
r
Karen
Millen
Maðurinn
skapar fötin
Morgunblaðið/SverrirMorgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Árni TorfasonMorgunblaðið/Sverrir
Oasis
Coast
Whistles
Karen
Millen
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
kl. 5.20 og 10.10 B.I 10 ÁRA
kl. 4, 5, 7, 8 og 10 B.I 10 ÁRA
Sýnd kl. 3.50 m. ísl tali
Miðasala opnar kl. 15.30
Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims!
„Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
kl. 5
Blaðið
Blaðið
Blaðið
Blaðið
„Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
Bourne IdentityBourne IdentityFrá leikstjóra Bourne Identity
Frá leikstjóra Bourne Identity
Missið ekki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta pari heims!
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 35.000 gestir
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
x-fm
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
x-fm
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i 14 ára
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE
Skráðu þig á bíó.is
JENNIFER LOPEZ JANE FONDA
Sýnd kl. 5.30, 8, 10.40 B.i 14 ára
kl. 8 og 10.40
Sýnd kl. 8
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Þrælgóð skemmtun
Ó.Ö.H - DV
Þrælgóð skemmtun
Ó.Ö.H - DV
Þrælgóð skemmtun
Ó.Ö.H - DV
Þrælgóð skemmtun
Ó.Ö.H - DV
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 35.000 gestir
YFIR 12.000 GESTIR
Á AÐEINS 4 DÖGUM
YFIR 12.000 GESTIR
Á AÐEINS 4 DÖGUM