Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KRIKKET er ekki beinlínis þjóð-
aríþrótt Íslendinga og hefur lítið
verið leikinn hér á landi í gegnum
tíðina. Nú er þó orðin breyting á
en indverskir og pakistanskir
starfsmenn Impregilo koma saman
oft í viku og leika krikket. Að
sögn Ómars R. Valdimarssonar,
talsmanns Impregilo, er spilað
hverja helgi og einnig eftir vinnu
á virkum dögum ef vel viðrar.
Ómar segir að skipt sé í tvö lið
og að í hvoru liði séu þrettán
manns. „Liðin heita Kar11 og
Kar14 en það eru nöfnin á þeim
verkefnum sem Impregilo er með
á Kárahnjúkum,“ segir Ómar og
vísar annars vegar til vinnu við
aðrennslisgöngin og hins vegar til
stíflunnar sjálfrar. „Pakistanar og
Indverjar spila saman í liði en
ekki á móti hver öðrum eins og
maður hefði ætlað miðað við
hversu köldu andar milli þessara
þjóða.“
Ómar segir að krikketleik-
ararnir hafi smíðað kylfurnar sín-
ar sjálfir og einnig grindur fyrir
markstangir. Leikið er á steyptum
velli sem er jafnframt notaður sem
fótbolta- og körfuboltavöllur. „Það
er auðvitað ekkert mikið um tóm-
stundir á Kárahnjúkum þannig að
þetta er kærkomin viðbót,“ segir
Ómar sem enn hefur ekki lagt í að
spila með enda segir hann leik-
mennina vera þónokkuð góða.
Ómar segist hafa heyrt af einu
krikketliði á Íslandi og vill koma á
framfæri áskorun til þess um að
mæta Kárahnjúkaliðinu á heima-
velli.
Ljósmynd/Ómar R. Valdimarsson
Krikket er vinsæl íþrótt meðal Indverja og Pakistana á Kárahnjúkum.
Krikket á Kárahnjúkum
ICELANDAIR hyggst fljúga til
New York í allan vetur en undanfar-
in tvö ár hefur félagið gert hlé á
áætlunarflugi til borgarinnar frá því
í janúar og fram í mars. Jón Karl
Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir
að dregið hafi úr eftirspurn eftir
ferðum til New York eftir 11. sept-
ember 2001. Eftirspurnin hafi hins
vegar aukist að undanförnu og félag-
ið sé að bregðast við því.
Á móti verður hins vegar dregið úr
flugi til Minneapolis. Ekki verður
flogið þangað á tímabilinu frá 9. jan-
úar til 13. mars 2006. Jón Karl segir
að sú ákvörðun komi til af því að eft-
irspurn eftir flugi til Minneapolis
hafi verið lakari yfir háveturinn en á
öðrum árstímum.
Icelandair heldur uppi reglu-
bundnu áætlunarflugi milli Íslands
og 22 áfangastaða í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Flýgur til
New York í
allan vetur
ÁSDÍS Bergþórsdóttir, kross-
gátuhöfundur Tímarits Morgun-
blaðsins, hefur opnað krossgátu-
vef á slóðinni www.krossgatan.is,
en einnig verður hægt að nálgast
vefinn í gegnum tengil á mbl.is
undir hausnum „Nýtt“ í vinstri
dálki.
„Vefurinn er hugsaður sem
aukastuðningur fyrir þá sem leysa
krossgátuna í Tímaritinu og geta
þeir sótt þangað fróðleik, leiðbein-
ingar og alls kyns athyglisvert
sérefni. T.d. verður þarna íslensk/
latnesk krossgáta sem reynir
bæði á latínu- og íslenskukunn-
áttu. Menn geta reynt við elstu
krossgátu í heimi, sem samin var
af Arthur Wynne, og þá stefni ég
að því að setja inn elstu íslensku
krossgátuna frá 1927 núna í júlí,“
segir Ásdís og bætir við að vef-
urinn sé fyrst og fremst hugsaður
til skemmtunar.
Sumum hefur þótt það þraut-
inni þyngra að koma sér af stað í
krossgátum Ásdísar, en á vefnum
verða byrjendaleiðbeiningar sem
ættu að auðvelda mönnum fyrstu
sporin. Þá verður gefin ein auka-
vísbending fyrir krossgátu vik-
unnar. Á vefnum geta menn lesið
fyrirlestur eftir Ásdísi um hugs-
unina á bak við vísbendingarnar
og fengið þannig fræðilegri sýn á
krossgátuna.
Krossgátuvefur
fyrir áhugasama
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætis-
ráðherra, situr nú tveggja daga sum-
arfund forsætisráðherra Norður-
landanna, en honum lýkur í dag.
Íslendingar héldu fundinn í fyrra, en
þar sem Danir gegna nú formennsku
í Norrænu ráðherranefndinni eru
þeir gestgjafar að þessu sinni. Fund-
urinn, sem haldinn er einu sinni á ári,
fer fram í Falsled Kro á Fjóni.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að rætt hefði verið um
norræna samvinnu og hvernig það
samstarf hefði verið gert skilvirkara
og hagkvæmara. Hann sagði stuðn-
ing við þær aðgerðir mikinn og til að
mynda hefði ráðherranefndum verið
fækkað. „Mikill tími fór í að ræða um
Evrópusamband-
ið og útlitið þar.
Stjórnarskrár-
málið er í mikilli
sjálfheldu og ljóst
er að það skýrist
ekki fyrr en á
seinni hluta
næsta árs í fyrsta
lagi. Sambandið
glímir við fleiri
vandamál, eins og
fjárlögin, en menn telja að þau leys-
ist. Meiri óvissa ríkir með stjórnar-
skrána“. Halldór sagði að alþjóðamál
hefðu einnig verið rædd og ætlunin
væri að auka samstarf vegna ham-
fara og neyðarástands sem gæti
skapast, eins og þegar flóðbylgjan
fór yfir Suðaustur-Asíu og hafði í för
með sér miklar hörmungar fyrir
mörg norrænu löndin. „Síðan var
rætt um samstarfið við Rússland,
svo það bar margt á góma“. Ráð-
herrarnir munu halda áfram óform-
legum viðræðum í kvöld og á morgun
og segir Halldór afar gagnlegt að
hittast með þessum hætti. „Það er
mikilvægt að menn kynnist, bæði
ráðherrar og embættismenn, og geti
lyft upp símanum hvenær sem er ef
eitthvað kemur upp á.“
Að sögn Steingríms S. Ólafssonar,
upplýsingafulltrúa forsætisráðu-
neytisins, fer ekki fram stefnumót-
un, heldur er hann vinnufundur.
Ræddu stöðuna innan
ESB og alþjóðamál
Halldór
Ásgrímsson
TILLAGA um að Vinstri grænir velji fram-
bjóðendur sína í borgarstjórnarkosningunum
næsta vor með innanflokksprófkjöri eða svo-
nefndu forvali verður rædd á félagsfundi
Vinstri grænna í Reykjavík í kvöld. Fastlega er
búist við því að tillagan verði samþykkt, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þar með
hafa Vinstri grænir formlega útilokað hug-
myndir, sem upp hafa komið innan Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík, um að frambjóðendur
R-listans verði valdir með opnu prófkjöri.
Hvorki samfylkingarmenn né framsóknar-
menn í Reykjavík hafa tekið formlega ákvörð-
un um með hvaða hætti þeir vilja að frambjóð-
endur verði valdir fyrir næstu borgar-
stjórnarkosningar. Innan Samfylkingarinnar
eru háværar raddir um opið prófkjör í Reykja-
vík, eins og áður sagði, þ.e. að almenningur fái
að kjósa fólk og borgarstjóraefni, en Anna
Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar-
manna, hefur sagt í samtali við Morgunblaðið
að opið prófkjör hugnist ekki framsóknar-
mönnum í borginni.
Viðræður flokkanna þriggja sem standa að
R-listanum héldu áfram á u.þ.b. tveggja tíma
fundi í gær. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er einkum deilt um tvennt: í fyrsta lagi
hve marga fulltrúa hver flokkur á að fá í átta
efstu sætin á sameiginlegum framboðslista og í
öðru lagi hvernig velja eigi þá fulltrúa á fram-
boðslistann.
Óháðir ekki með?
Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar voru
framsóknarmenn með tvo fulltrúa í átta efstu
sætum R-listans, Samfylkingin með tvo og
Vinstri grænir með tvo. Tveir frambjóðendur
voru óflokksbundnir, þ.e. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og Dagur B. Eggertsson. Ingibjörg
gekk hins vegar formlega til liðs við Samfylk-
inguna fyrir síðustu alþingiskosningar. Þar
með var Samfylkingin komin með þrjá borg-
arfulltrúa.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er
vilji meðal samfylkingarmanna um að þeir fái
að minnsta kosti fjóra fulltrúa í efstu sæti
framboðslistans fyrir næstu kosningar. Fái
þeir fjóra hafa hinir flokkarnir tveir fjögur
sæti til skiptanna, sé gengið út frá því að
óflokksbundnir verði ekki með. Vinstri grænir
hafa hins vegar lagt áherslu á að hlutur flokk-
anna verði sem jafnastur. Þeir hafa þó viðrað
þá hugmynd að þeir fái þrjá fulltrúa í efstu
sætin. Framsóknarmenn hafa hins vegar hald-
ið sig við tvo fulltrúa, skv. heimildum Morg-
unblaðsins. Fleiri þættir gætu þó skipt máli í
viðræðunum um hlut flokkanna. Til að mynda
hvaða flokkur fær borgarstjóraefnið, forseta
borgarstjórnar og formann borgarráðs, svo
dæmi séu nefnd. Þessir þættir hafa þó enn ekki
verið mikið ræddir innan viðræðuhópsins.
Skiptar skoðanir eru meðal viðmælenda
Morgunblaðsins um það hvort óflokksbundnir
séu enn inni í myndinni eða ekki. Eins og við-
ræðurnar hafa þróast að undanförnu hefur þó
ekki verið gert ráð fyrir þeim. Engin formleg
ákvörðun hefur verið tekin í þessum efnum.
Viðmælendur Morgunblaðsins eru hins veg-
ar sammála því að ekki hafi komið fram mikill
málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna.
Flokkarnir hafi vissulega ólíkar áherslur í ein-
stökum málum, en um málefnapakkann í heild
ætti, þrátt fyrir það, að geta náðst samstaða.
Vinstri grænir ræða forval í kvöld
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
SLASAÐUR skipverji af fiski-
bátnum Smáey frá Vestmanna-
eyjum var fluttur til Hafnar í
Hornafirði í gærmorgun og
honum komið undir læknis-
hendur. Hann hafði dottið um
borð í bát sínum og skorist í
andliti þegar hann lenti á fiski-
kari.
Vegna slyssins var björgun-
arskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Ingibjörg frá
Höfn, kallað út kl. 4.30 aðfara-
nótt mánudags. Aðstæður voru
góðar og gekk björgunarferðin
vel.
Slasaður
sjómaður
sóttur
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur til
rannsóknar meinta nauðgun í
Öskjuhlíðinni um helgina. Kona
hafði leitað í Neyðarmóttöku á
slysadeild og fékk lögreglan vitn-
eskju um málið þaðan. Karlmaður
sem talið er að hafi verið að verki
hefur verið yfirheyrður en konan
hefur ekki gefið skýrslu hjá lög-
reglu. Konan og karlinn munu hafa
verið í tjaldi í Öskjuhlíð undanfarna
daga. Lögreglan verst frekari
frétta af málinu þar sem upplýs-
ingar frá konunni skortir enn.
Yfirheyrður
vegna nauðg-
unarmáls
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur
tekið saman og gefið út leiðbeining-
arrit undir yfirskriftinni „Góðir
starfshættir lækna“. Þar er grund-
vallarreglum um góða starfshætti
og kröfum um lækniskunnáttu,
þjónustu og framkomu lýst sem
læknar verða að geta uppfyllt á öll-
um sviðum í starfi sínu.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir segir tilganginn með útgáf-
unni vera þann að koma þessum
sjálfsögðu samskiptareglum á
framfæri á einn stað en jafnframt
að setja Landlæknisembættinu
ákveðin viðmið um það hvernig
embættið eiga að taka á og snúa sér
í þeim kvörtunarmálum sem berist
embættinu. Hann segir Landlækn-
isembættið fá um 250 kvartanir ár-
lega og stór hluti þeirra snýr að
samskiptum, minnihlutinn eða um
þriðjungur snýr að tæknilegum
mistökum sem snerta framkvæmd
aðgerða og fleira. Hann bendir á að
samskipti lækna við sjúklinga og
við aðra innan sinnar stéttar sé
ekki síður mikilvæg en góð lækn-
iskunnátta. Leiðbeiningarritið er á
vefasíðunni www.landlaeknir.is.
Góð samskipti
lækna við sjúk-
linga mikilvæg