Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 19
Laugavegi 170, 2. hæð • virka daga kl. 9:00-17:00 • Sími • Fax 552 1405 • www. • fold@fold.is Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Þjónustusími sölumanna eftir lokun 694 1401 Flyðrugrandi - 107 Rekjavík Vorum að fá í einkasölu sérlega góða 2ja til 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérsuðurver- önd. Mjög góð staðsetning rétt við KR- völlinn. Björt og falleg íbúð. Hús hefur verið töluvert endurnýjað og lítur mjög vel út að utan sem innan. Verð 14,5 millj. 6811 Brekkulækur - 105 Reykjavík Glæsileg 62 fm íbúð á fyrstu hæð í fallegu fjölbýl- ishúsi. Íbúðin skiptist í svefnherbergi, stofu, eldhús með fallegri innréttingu og gott baðherbergi. Útgengi frá herb. út á svalir og í garð. Verð 12,9 millj. 6933 Sogavegur - 108 Reykjavík Vel skipu- lögð, rúmgóð og falleg 2ja herb. 60 fm íbúð með sérinngangi á jarðhæð - geng- ið beint inn. Snyrtilegur garður og góð aðkoma. Róleg og góð staðsetning í botngötu. Verð 12,9 millj. 6787 Engihjalli - 200 Kópavogi Falleg og vel um genginn 64 fm rúmgóð 2ja herbergja íbúð á þessum skemmtilega stað í Hjallahverfi Kópavogs, sem nú er að verða eitt mesta miðsvæðishverfi á stór- Reykjavíkursvæðinu. Íbúðin er skemmti- lega skipulögð, stór stofa, rúmgott her- bergi og svalir meðfram allri íbúðinni. Verð 12,3 millj. nr. 6812 Sveitasetur - Kiðjaberg 801 - Selfossi Stórglæsilegt nýtt 70 fm sumarhús með um 140 fm verönd. 3 svefnherb., stór stofa og sérlega fallegt baðherbergi. Sérsmíðaðar innréttingar, halogen-lýs- ing, brunavarnarkerfi, auka hljóðeinangr- un í veggjum. Eikarparket og viðhaldsfrí- ar náttúruflísar á gólfi. Bústaðurinn er mjög vel staðsettur. Frá honum er stór- fenglegt útsýni yfir Hvítá og til fjalla. Stutt er í golfvöllinn á Kiðjabergi, sem er einstaklega fallega staðsettur völlur. Stutt er í sund í Hraunborgum. Tækifæri til að eignast nýjan og glæsilegan bú- stað á frábærum stað. Sumarbústaðir Eignir vikunnar Eignin MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 19 MINNSTAÐUR Keflavík | „Fyrst þegar ég fékk fréttirnar fannst mér þetta óraunverulegt. Núna er tilhlökkun efst í huga, að fá tækifæri til að helga mig því sem ég hef mestan áhuga á,“ segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópransöngkona og stjórnandi Barnakórs Kefla- víkurkirkju. Hún heldur til Skotlands í haust með fjölskyldu sinni til að stunda meistaranám við óperudeild tónlistarskóla í Glasgow. Frá því Bylgja Dís lauk námi við Söngskólann í Reykjavík 2003 hefur hún verið að huga að fram- haldsnámi. Hún hefur farið til Ítalíu og Bandaríkj- anna en segir að það hafi ekki gengið upp, meðal annars vegna barnanna. Síðast fór hún í nokkra tíma til söngkennara í Wales. „Kennarinn þar hvatti mig mjög til að fara yfir til Skotlands og hitta yfirmann söngdeildarinnar þar. Þá var um- sóknarfresturinn liðinn en yfirmaðurinn var tilbú- inn til að taka við síðbúinni umsókn og bað mig um að syngja fyrir,“ segir Bylgja Dís. Og hún komst inn í óperudeildina við Royal Scottish Academy of Music and Drama. „Þetta er frábært tækifæri, maður verður ekki ungur að eilífu. Það sækja margir um þetta nám og mín umsókn kom seint. Ég hafði því ætlað mér að syngja fyrir á fleiri stöðum en allir bentu mér á þennan skóla sem væri sá mest spennandi á Bret- landseyjum um þessar mundir. Ég var því ekki með neina varaáætlun og það kom sér vel að kom- ast þar að,“ segir hún. Gaman að vinna með börnum Bylgja Dís er fædd og uppalin í Keflavík. Hún hefur verið í Kirkjukór Keflavíkurkirkju und- anfarin ár og sungið mikið einsöng með kórnum og án hans við ýmsar athafnir. Þá hefur hún sungið með kammerkór í Reykjavík. Fyrir tveimur árum ákvað sóknarnefnd Keflavíkurkirkju að stofna barnakór við kirkjuna og fól henni og Hákoni Leifssyni söngstjóra að undirbúa það og Bylgja Dís tók síðan að sér að stjórna kórnum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Mikill áhugi hefur verið á kórnum frá upphafi og margir krakkar tek- ið þátt. Þá hefur þetta verið gott fyrir starfið í kirkjunni, að fá börnin þangað inn,“ segir Bylgja Dís. Hlakka til að byrja Bylgja segist alltaf hafa haft gaman af því að vinna með börnum. Hún hafi ætlað að verða leik- skólakennari og byrjað í því námi á sínum tíma. Því hafi stjórnun barnakórsins átt vel við hana og verið gefandi starf. „En nú er ég búin að skila þessu af mér og sé svolítið eftir börnunum,“ segir hún. Bylgja Dís er gift og móðir tveggja barna, 6 og 9 ára. Fjölskyldan fer með henni til Glasgow. Börnin hafa fengið inni í skóla og eiginmaður hennar stefn- ir líka að því að fara í nám, þótt ekki verði það fyrstu mánuðina. „Ég er sérstaklega lánsöm að eiga fjölskyldu sem vill taka þátt í þessu með mér og styður við bakið á mér í þessu púsluspili,“ segir hún. „Fólkið sem ég hef kynnst við skólann er vin- gjarnlegt og uppörvandi og ég hlakka mikið til að byrja.“ Bylgja Dís Gunnarsdóttir söngkona fer í framhaldsnám til Skotlands Sé svolítið eftir barnakórnum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gamli vinnustaðurinn Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona hefur verið í Kirkjukór Keflavík- urkirkju og stjórnað barnakór kirkjunnar undanfarin ár. Hún er nú á förum til Skotlands. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SUÐURNES LANDIÐ Mývatnssveit | Bygging sem hýsa á fuglasafn Sigurgeirs verður reist í sumar á bakka Neslandavíkur Mý- vatns. Félag um uppbyggingu safns- ins fékk úthlutað 150 þúsund króna styrk úr Þjóðhátíðarsjóði á dög- unum. Sigurgeir Stefánsson í Ytri- Neslöndum var mikill fuglavinur, hann bæði safnaði fuglshömum og myndaði fugla. Hafði hann safnað yf- ir 300 fuglum og 100 tegundum eggja þegar hann fórst í sviplegu slysi á Mývatni 26. október 1999 við þriðja mann. Hann var þá 37 ára. Vinnu- félagar Sigurgeirs í Kísiliðjunni, fjöl- skylda og vinir hafa síðan stefnt að byggingu húss yfir fuglasafn hans. Lagður hefur verið vegur að svæð- inu við Neslandavík og tekinn grunn- ur að glæsilegu safnhúsi sem Man- freð Vilhjálmsson arkitekt hannaði. Margir hafa lagt málinu lið svo sem Kiwanisklúbburinn Herðubreið og Starfsmannafélag Kísiliðjunnar, auk fjölmargra einstaklinga og fyr- irtækja. Að sögn Péturs Bjarna Gísla- sonar, framkvæmdastjóra verkefn- isins, er ætlunin að byggja safnhúsið á þessu ári. Þar til sú bygging rís verður safnið í mjög ófullkomnu 13 fermetra húsnæði í Neslöndum. Þar geta þeir sem þess óska fengið að líta á safnið þó aðstaða til sýningar sé slæm. Sparisjóður Þingeyinga hefur um- sjón með minningarsjóði. Þar er hægt að styrkja byggingu fugla- safnsins. Heimasíða fuglasafns Sigurgeirs er á slóðinni fuglasafn.- nett.is. Byggt yfir fuglasafn Sigurgeirs í Neslandavík Morgunblaðið/BFH Í safninu Feðgarnir Pétur Bjarni Gíslason og Stefán Jón Pétursson stadd- ir innan um fuglana hans Sigurgeirs Stefánssonar í Neslöndum. Eftir Birki Fanndal Haraldsson Hólmavík | Heimamenn verða í aðalhlutverki á Hamingjudög- um á Hólmavík, fyrstu bæjarhá- tíðinni sem þar er haldin. Hátíð- in hefst með hagyrðingakvöldi næstkomandi fimmtudagskvöld en lýkur síðdegis á sunnudag. Hreppsnefnd Hólmavík- urhrepps kaus menningar- málanefnd síðastliðinn vetur og lét hún það verða sitt verkefni að efna til bæjarhátíðar. „Svona hátíð hefur samfélagsleg áhrif. Vekur alla bæjarbúa til um- hugsunar um umhverfið og bæ- inn sinn. Það met ég mest,“ seg- ir Bjarni Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Ham- ingjudaga. Hann bætir því við að tækifæri gefist fyrir heima- menn að gera sér glaðan dag og kalla saman brottflutta Hólm- víkinga. Vegna hins skamma undirbúningstíma var erfitt að fá skemmtikrafta og lögð áhersla á að gefa heimamönn- um tækifæri. Dagskráin er með hefð- bundnu sniði slíkra bæjarhátíða. Hátíðin verður sett formlega á föstudagskvöld, á hátíðarsvæði í Kirkjuhvammi. Þá heldur Idol- stjarnan Heiða Ólafs, sem er frá Hólmavík, tónleika með hljóm- sveit sinni. Fjölmörg tónlistar- og skemmtiatriði verða á úti- palli á laugardeginum. Þá um kvöldi verður blót að heiðnum sið við Galdrasýninguna og síð- an blysför þaðan, varðeldur og fjöldasöngur. Á sunnudag verða tónleikar með KK og Ellen Kristjánsdóttur í Hólmavíkur- kirkju, svo nokkuð sé nefnt af atriðum á dagskránni. Heimamenn í aðalhlutverki á Hamingjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.