Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Álftir hafa gert
óskunda í túnum það sem af er
sumri. Á dögunum sátu hvorki
fleiri né færri en 46 álftir á túni á
Egilsstaðanesinu og gerðu sér gott
af nýgræðingnum. Fleiri flugu yfir
og hugsuðu sér gott til glóðar-
innar af gnægtaborði akursins.
Bændur eru leiðir á þessum
ágangi en segja lítt tjóa að reka
þær burt, þær séu umsvifalaust
komnar aftur.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Af gnægtaborði akursins
Reyðarfjörður | Alcoa Fjarðaál hefur
sýnt því mikinn áhuga að fá konur til
vinnu í álverinu. Undanfarið hafa
staðið yfir kynningar á starfsaðstöðu
og vinnuumhverfi sem konum jafnt
sem körlum býðst þar. Hrönn Péturs-
dóttir, starfsmanna- og kynningar-
stjóri hjá Alcoa Fjarðaáli, hefur stýrt
fundum og segir að álverið muni
þarfnast starfsfólks með mjög fjöl-
breytta menntun og reynslu.
Á kynningum hefur m.a. komið
fram að það að vinna í álveri sé al-
mennt eftirsóknarvert, margir sæki
um, laun séu góð og starfsmannavelta
lítil. Æskilegt sé að hafa fólk á öllum
aldri við störf. Vinnuvikan er skv.
könnun Kjararannsóknarnefndar
fyrir verkafólk í stóriðju árið 2004 að
meðaltali 42,4 klst. og hjá Alcoa
Fjarðaáli verða vaktirnar 8 klst. dag-,
kvöld- og næturvaktir. Innan við
helmingur starfsmanna vinnur í
vaktavinnu, hinir í dagvinnu ein-
göngu.
Öll menntun veitir forskot
Álverið er komið til að vera, þar er
atvinnuöryggi og starfsemin 24 klst. á
sólahring alla daga ársins.
Í álverinu fer fram hátækni- og
þekkingarvinna, almenn framleiðslu-
störf felast að miklu leyti í stjórnun
framleiðslutækja, vinnuvéla og fram-
leiðslustýrikerfa og við það eiga kon-
ur að geta unnið jafnt og karlar. Ekki
er seinna vænna en að byrja strax að
afla sér menntunar; öll menntun veit-
ir forskot þegar kemur að umsóknum
um störf í álverinu. Fræðslunet Aust-
urlands og framhaldsskólarnir bjóða
fram fjölbreytt úrval námsefnis m.a. í
ýmsum iðngreinum og tölvulæsi,
einnig ýmis vinnuvélaréttindi o.fl.
Álverið verður fjölskylduvænn
vinnustaður, áhersla er á að öll störf
verði fjölbreytt, góður stuðningur við
starfsmenn og stöðugt leitað að úr-
bótum til framþróunar. Áhersla verð-
ur á virka þátttöku starfsmanna í öll-
um þáttum starfseminnar, í gegnum
sjálfstýrð teymi og þátttöku ein-
stakra teymismeðlima í stoðþjónustu-
verkefnum.
Á þeim fundum sem haldnir hafa
verið með konum hefur verið rætt um
gæslu barna, ekki sé sveigjanleiki á
leikskólum, möguleikar á hlutastörf-
um, tungumálaörðugleikar o.fl. Ís-
lenska verður tungumál álversins svo
konur ættu ekki að láta tungumála-
kunnáttu aftra sér frá að sækja um
starf.
Konur geta, vilja og þora
Eftir Hallfríði Bjarnadóttur
eth1@simnet.is
Reyðarfjörður | Útibú Landsbanka
Íslands á Reyðarfirði er flutt í nýtt
og glæsilegt húsnæði í verslunar- og
þjónustumiðstöðinni Molanum. Þar
eru nýjustu tæki og tækni hvert sem
litið er og mjög vel búið að starfsfólki
sem og viðskiptavinum. Húsnæðið er
150 fermetrar og stöðugildi þrjú.
Hraðbanki hefur verið settur upp í
vesturinngangi Molans.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Glænýtt útibú Sigurður Ásgeirsson, útibússtjóri Landsbankans á Reyðar-
firði, mátar einn gjaldkerastólinn.
Landsbankinn flytur
Egilsstaðir | Hvatningarverðlaun
Þróunarfélags Austurlands voru ný-
verið veitt í sjötta sinn. Héraðsprent
á Egilsstöðum hlaut hvatningarverð-
laun ársins fyrir metnaðarfulla upp-
byggingu á prentsmiðjurekstri, ára-
tuga farsælan rekstur og vandaða
þjónustu. Verðlaunagripurinn kom
að venju úr höndum handverksfólks
á Austurlandi og var að þessu sinni
áletraður stuðlabergslampi frá fyr-
irtækinu Álfasteini á Borgarfirði
eystra.
Tilgangur verðlaunanna er að
heiðra þann aðila (einstakling, fyr-
irtæki, stofnun, félagasamtök eða
stjórnvald) sem að mati dómnefndar
félagsins er best að slíkri viðurkenn-
ingu kominn, fyrir vel unnin störf í
þágu fyrirtækja eða stofnana á Aust-
urlandi og/eða hafi verið öðrum í at-
vinnulífi á Austurlandi sérstök
hvatning eða fyrirmynd.
Áður hafa Kristbjörg Krist-
mundsdóttir á Reyðarfirði, Jónas
Hallgrímsson á Seyðisfirði, Síldar-
vinnslan hf. í Neskaupstað, Gísli
Jónatansson á Fáskrúðsfirði og
Smári Geirsson í Neskaupstað hlotið
hvatningarverðlaun Þróunarfélags-
ins.
Auk verðlaunanna eru árlega
veittar þrjár viðurkenningar fyrir
athyglisverða nýsköpun og metnað-
arfull þróunarverkefni í austfirsku
atvinnulífi. Í ár hljóta slíkar viður-
kenningar Ferðaskrifstofa Austur-
lands á Egilsstöðum, Íslensk Olíu-
miðlun á Norðfirði og Hótel
Svartiskógur í Jökulsárhlíð.
Héraðsprent hlaut
hvatningarverðlaun
Boðið var upp á glæsileg til-þrif á árlegri Flughelgisem fram fór á Akureyrium helgina. Það var ekki
síst listflugið sem heillaði viðstadda,
þar sem m.a. þekktir flugkappar eins
og Arngrímur Jóhannsson og Magn-
ús Norðdahl sýndu listir sínar.
Magnús er orðinn 77 ára, en sýn-
ing hans vakti mikla athygli og full-
yrti Ómar Ragnarsson, sem var
kynnir á hátíðinni, að enginn annar
maður í heiminum svo gamall léki
sömu kúnstir og Magnús.
En listflug var ekki bara sýnt,
heldur fór Íslandsmót í greininni
fram. Helgi Kristjánsson varð Ís-
landsmeistari á rússneskri Yak 55-
vél og Ingólfur Jónsson varð annar í
keppninni, á Pitch Special.
Vert er að geta þess að sérstakir
gestir hátíðarinnar að þessu sinni
voru nokkrir meðlimir 269. her-
sveitar Konunglega breska flughers-
ins sem staðsett var á Kaldraðarnesi
á stríðsárunum, en sú sveit fann ein-
mitt og fangaði fyrsta þýska kafbát-
inn sem þá náðist hér við land.
„Þessir karlar hafa tekið miklu
ástfóstri við Ísland,“ sagði Arn-
grímur Jóhannsson í samtali við
Morgunblaðið, en hann bauð þeim 11
sem lifandi voru úr sveitinni hingað
til lands 1997. Fimm sveitarmenn
komu að þessu sinni.
Eitt af því sem mesta aðdáun vakti
um helgina var framlag Írans Brend-
ans O’Brian sem þykir sérlega fimur
við að stýra Piper Cub. Hann flaug
m.a. á hlið dágóðan spöl og lék sér
svo að því að snerta flugbrautina með
vinstra og hægra framhjólinu á víxl;
dansaði eftir brautinni.
Sýning helguð Jóhannesi
Á laugardag var opnuð í Flugsafn-
inu á Akureyrarflugvelli sýning helg-
uð Jóhannesi Snorrasyni, fyrrver-
andi flugstjóra. Hann er fæddur 12.
nóvember 1917, á Flateyri, en ólst
upp á Akureyri.
Jóhannes fékk ungur áhuga á flugi
og var í hópi ungra manna á Akur-
eyri sem stofnuðu Svifflugfélag Ak-
ureyrar árið 1937.
Jóhannes var flugstjóri í fyrsta
millilandaflugi Íslendinga með far-
þega árið 1945. Var það til Skotlands
og var farkosturinn Catalina flug-
bátur. Af öðrum flugvélategundum
sem Jóhannes flaug má nefna
Grumman Goose, Douglas DC-3,
DC-4, DC-6, Vickers Viscount og síð-
ast Boeing 727 þotu.
Hann varð yfirflugstjóri Flug-
félags Íslands árið 1946 og gengdi
því hlutverki þar til hann lauk ferli
sínum 7. nóvember 1980, þá í þjón-
ustu Flugleiða. Var þá 37 ára at-
vinnuflug að baki og 30.000 flug-
tímar, þar með eru taldar
sekúndurnar sem hann flaug Grunau
9 í Eyjafirði - en það var rennifluga
(sviffluga) sem stofnendur Svifflug-
félags Akureyrar hófust handa við að
smíða strax eftir stofnun félagsins,
eftir þýskri teikningu. Á þessari vél
lærðu þeir svo að fljúga.
Rennifluga þessi er enn til, í Flug-
safninu á Akureyri, og er enn flug-
hæf.
Glæsilegar kúnstir. Írinn Brendan O’ Brian sýnir listir sínar á Piper Cub J3. Hann er þekktur
fyrir ýmislegt óvenjulegt og hefur t.d. stundað það að lenda á vörubílspöllum á Cub!
Sæll, frændi! Ingólfur Jónsson á Pitch Special heilsar áhorfanda að sýningunni, einum af fugl-
um himinsins. Ingólfur varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í listflugi.
Glæsileg tilþrif í flugveislunni
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skrifað í skýin! Arngrímur Jóhannsson sýnir listir sínar við Akureyrar-
flugvöll um helgina á Pitch-vél sinni.