Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 23
MENNING
Það þyrfti einhver að taka aðsér að rannsaka hvernigfólk „neytir“ lista eftir árs-
tíðum. Margir segjast lesa annars
konar bókmenntir á sumrin en á
veturna og kjósa annars konar bíó-
myndir á haustin en vorin. Þetta
ætti að vera forvitnilegt rannsókn-
arefni fyrir þá sem miðla listum,
og einnig fyrir þá sem hafa áhuga
á mannlegri hegðun yfirleitt.
Það segjast til dæmis margir
frekar taka upp léttari bókmenntir
á sumrin; lesa reyfara, glæpasög-
ur, ástarsögur, ferðabækur og þess
konar bókmenntir, en drama-
tískari skáldsögur eigi betur við á
veturna, og að rómantískar gam-
anmyndir eigi betur við á sumrin,
en alvörugefnari ræmur passi vetr-
inum betur. Hvers vegna þetta er
svona er ómögulegt að segja.
Sumrinu fylgir léttleiki eftir vetr-
arþyngsli – en hvers vegna vill þá
fólk ekki einmitt auðvelda sér
skammdegið með því að vera á
léttari listafóðrum. Auðvitað er
þetta allt einstaklingsbundið, þótt
margt bendi til ákveðinna al-
mennra tilhneiginga í þessa
veruna.
Hvað sjálfa mig snertir, tek ég
vel eftir breyttu hegðunarmynstri í
listneyslunni frá vetri til sumars,
án þess að ég geti skýrt af hverju
það stafar. Síðustu sumur hafa til
dæmis verið ævisögubækur í mín-
um ranni. Í fyrrasumar las ég stór-
merkilega ævisögu Janisar Joplin,
Love, Janis, ritaða af Lauru systur
hennar, og í framhaldi af því firna-
góða ævisögu Duke Ellington eftir
Mark Tucker. Sú bók er bæði ít-
arleg og vönduð á allan hátt og er
gripur sem allir sem á annað borð
elska músík Ellingtons ættu að
lesa.
Í sumar ætla ég að rifja uppkynnin af ævisögu sem ég las
fyrir allmörgum árum, en það er
sjálfsævisaga rússnesku
óperusöngkonunnar Galínu
Vishnjevskaju. Allar eiga þessar
ævisögur það sameiginlegt að þær
gefa einstaklega víða og marg-
slungna sýn á þessar persónur. All-
ar lifðu þær á tímum mikilla breyt-
inga á 20. öld – Ellington á þeim
tímum þegar blökkumenn voru að
kveðja sér hljóðs og krefjast jafn-
réttis á við hvíta, Janis á umróts-
tímum 68-kynslóðarinnar og Gal-
ína á tímum seinni heimsstyrj-
aldarinnar og kalda stríðsins.
Persónuleg lýsing hennar á um-
sátrinu um Leningrad, þar sem
hún nær svalt til dauða með dauð-
vona ömmu sína sér við hlið, er ein
áhrifamesta stríðsminning sem ég
man eftir. Það er reyndar ótrúlegt
að manneskja sem upplifði alla
hennar harma, barnamissi, ofbeldi,
drykkjuskap, stríð, hungur og fá-
tækt, skyldi að endingu standa upp
og stíga til frægðar og frama eins
og hún gerði. Skrif hennar um
samskiptin við Stalín og hans pót-
intáta eru einstök heimild um það
hverjum augum listir voru litnar í
Sovétríkjum þess tíma, og vitna vel
um hvílíkan línudans listamenn
urðu að stíga til að lifa af með list
sinni til þess að glata ekki sam-
visku sinni og sannfæringu. Þessi
saga var þýdd á íslensku á sínum
tíma.
Það er sama með tónlistina. Núþegar vetrartónlistin er komin
upp í hillu tekur sumarmúsíkin við.
Það þekkja vafalaust ekki margir
hér argentínska söngvameistarann
Edouardo Falú. Í heimalandi sínu
er hann þó mikils metinn snill-
ingur. Fyrir nokkrum árum
áskotnaðist mér diskurinn Resol-
ana, þar sem hann syngur og spilar
á gítarinn sinn eigin lög, og mér
fannst hann himnasending. Falú er
gítarsnillingur og hefur til dæmis
löngum verið í miklum metum hjá
flamencokónginum Paco Peña.
Þýð barítonrödd hans hefur ein-
stakan sjarma, farin að reskjast, en
full þokka, hlýju og tilfinninga.
Lögin hans eru einstök og þegar
þau eru komin í spilarann er sum-
arið sannarlega komið. Annar gít-
armeistari sem hefur stungið upp
kollinum mörg sumur í röð í spil-
aranum mínum er Eric Clapton.
Þessi diskur, From the Cradle, er
trúlega ekki einn af þekktustu
diskum hans – en ég held svei mér
að hann hljóti að vera einn af þeim
allra bestu. Þarna er Clapton á
svipuðum nótum og hann var þeg-
ar hann byrjaði í tónlistinni – í
blúsnum. Þarna eru margar perlur
eldri meistara, lög sem hann gerir
fantavel og af mikilli tilfinningu og
virðingu fyrir músík og texta.
Þetta er sumardiskur af bestu
gerð.
Listasumarið á náttborðinu
’Falú er gítarsnillingurog hefur til dæmis
löngum verið í miklum
metum hjá flamenco-
kónginum Paco
Peña. Þýð barítonrödd
hans hefur einstakan
sjarma, farin að reskj-
ast, en full þokka,
hlýju og tilfinninga.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Reuters
Eric Clapton kom fram á tónleik-
unum Blowin’ the Blues Away í
Appollóleikhúsinu í New York á
dögunum, og hefur vísast spilað þar
einhverja þeirra blúsa sem hann
tekur á plötunni From the Cradle.
begga@mbl.is
ÍTALSKIR, spænskir og íslenskir
tónar munu hljóma í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar í kvöld þegar
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og
Kristinn H. Árnason gítarleikari
munu flytja nokkur verk á einum af
mörgum sumartónleikum safnsins
þetta árið.
Helga segir hljóðfærin klæða
hvort annað mjög vel þótt samsetn-
ingin sé frekar óvenjuleg.
„Það er íslenskur maður, Arn-
aldur Arnarson, sem rekur gít-
arbúð í Barcelona og einhvern tím-
ann pantaði ég heilmikið af verkum
bæði fyrir selló og gítar og víólu og
gítar hjá honum. Það var úr þeim
verkum sem við völdum fyrir kvöld-
ið,“ segir hún aðspurð um efnis-
skrána.
Dramatík og gleði
Tónleikarnir hefjast á Sónötu í
G-dúr eftir Benedetto Marcello,
feneyskan aðalsmann, fiðluleikara
og tónskáld, og segir Helga verkið
létt og glaðlegt. Þá verður flutt
Sónata nr. 5 í E-moll eftir Antonio
Vivaldi, sem einnig var frá Fen-
eyjum, og er sónatan ein af síðustu
verkunum sem gefin voru út eftir
hann. „Ég hef haldið upp á þessa
sónötu Vivaldis síðan ég var lítil
stelpa og heyrði hana fyrst í út-
færslu fyrir selló og strengjasveit,“
lýsir Helga. „Það er merkilegt að
Marcello og Vivaldi voru uppi á
sama tíma en þessar sónötur þeirra
eru mjög ólíkar. Á meðan Vivaldis
er dramatísk samdi Marcello mun
glaðlegra verk.“
Dúett op. 137 nr. 1 í C-dúr eftir
tónskáldið Ferdinando Carulli er
þriðja verkið á dagskránni í kvöld,
en Carulli var gítarleikari frá Nap-
ólí. Verkið er skrifað fyrir víólu og
gítar og er í snemmklassískum stíl.
Íslenska skáld tónleikanna er
Árni Thorsteinsson og munu Helga
og Kristinn flytja þrjú verk eftir
hann í útsetningu Kristins.
Að lokum flytja þau spænskt
verk eftir Manuel de Falla, Prem-
iere Danse Espagnole, sem samið
var upp úr óperueinþáttungnum La
Vida Breve.
Lágvær en skemmtileg
Helga, sem hefur leitt víóludeild
Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá
1983, og Kristinn, sem hlaut Ís-
lensku tónlistarverðlaunin árið 1997
fyrir geisladisk með verkum Sor og
Ponce, hafa einungis spilað einu
sinni saman áður, á hádegistón-
leikum í Norræna húsinu. Helga
segir samspilið einkar skemmtilegt
og hún vonar að þau muni leika
meira saman í framtíðinni. „Hljóð-
færin eru fyrirferðarlítil svo auðvelt
væri að ferðast um með þau. Mig
myndi jafnvel langa að fara út á
land og spila í sveitakirkjum svo
það er aldrei að vita hvað við ger-
um næst.“
Blönduna af víólu- og gítarleik,
sem eru bæði lágvær hljóðfæri,
segir Helga skemmtilega. „Sam-
starf okkar Kristins er búið að vera
fínt. Við höfum æft mikið og það er
búið að vera ægilega gaman.“
Tónleikarnir í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar hefjast klukkan
20.30 í kvöld.
Tónlist | Sumartónleikar í Sigurjónssafni
Hefur haldið upp á
Vivaldi síðan í æsku
Morgunblaðið/Þorkell
Helga Þórarinsdóttir og Kristinn H. Árnason leika ítölsk, íslensk og
spænsk verk á víólu og gítar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is
MYNDLISTARKONAN Rúna, Sig-
rún Guðjónsdóttir, var á dögunum
valin bæjarlistamaður Hafn-
arfjarðar en valið fór fram í
tengslum við árlega afmælishátíð
bæjarins í byrjun mánaðarins.
„Það er afskaplega ánægjulegt að
vera valin fyrsti bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar og mér er þetta mikill
heiður,“ sagði Rúna í samtali við
Morgunblaðið. „Ég hlaut styrk að
upphæð 600 þúsund krónur sem ég
mun nýta á ýmsan máta. Hann held-
ur mér við efnið.“
Marín Hrafnsdóttir, menningar-
og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar,
segir að það hafi verið lengi á döfinni
að bæjarfélagið veldi sér bæjarlista-
mann. Það var þó ekki fyrr en í ár að
fjármagn fékkst. „Áður höfum við
veitt viðurkenningar á Sverrisdegi
Hafnarborgar og veitt útnefndum
farandgrip. En í ár er það í fyrsta
skipti sem nafnbótin bæjarlistamað-
ur er veitt ásamt peningagjöf,“ segir
Marín.
Menningar- og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðar óskaði eftir tilnefn-
ingum og umsóknum en var þó ekki
bundin þeim. Fjölmargar ábend-
ingar og umsóknir bárust.
Ásamt því að Rúna hlaut 600 þús-
und krónur voru þeim Brynhildi
Pálsdóttur hönnunarnema og Eyj-
ólfi Eyjólfssyni söngnema veittir
hvatningarstyrkir að upphæð 200
þúsund krónur hvor.
Heldur sínu striki
Marín segir mjög mikla einingu
hafa verið innan nefndarinnar vegna
valsins í ár og er stefnt að því að út-
nefna bæjarlistamann næstu árin í
tengslum við afmælishátíðina en
Hafnarfjörður átti 97 ára afmæli í ár.
Myndir Rúnu hafa verið til sýnis á
Hrafnistu í Hafnarfirði í júnímánuði
og stefnir hún að því að halda aðra
sýningu á næsta ári. Hún segist
halda sínu striki og vinnur bæði að
akrýlmyndum á handgerðan jap-
anskan pappír ásamt flísamyndum.
„Ég er gömul í hettunni og vinn
enn þá út frá lýrískum abstraktsjón-
um. Landslagið er aldrei langt und-
an, það kveikir í mér þegar ég
ferðast og svo blunda í mér gamlar
minningar,“ segir Rúna en jafnframt
segist hún aldrei ferðast nóg.
Rúna segir mikilvægt að listafólki
landsins sé veitt viðurkenningar og
styrkir og þykir löngu tímabært að
koma á nafnbót sem þessari. „Allt
sem styrkir menninguna er mikils
virði,“ segir hún að lokum.
Listir | Bæjarlistamaður Hafnar-
fjarðar valinn í fyrsta sinn
„Gömul í hettunni“
en á nóg eftir enn
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is
Ljósmynd/Þorgrímur Gestsson
Rúna við teikniborðið á heimili sínu í Hafnarfirði.