Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR tæpu ári kynnti Jón Krist-
jánsson heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra að hann vildi beita sér
fyrir lagasetningu um reykleysi á
veitinga- og skemmtistöðum. Með því
var á pólitískan hátt byrjað að marka
þá stefnu hér á landi sem hófst í
Bandaríkjunum og síðar í nokkrum
Evrópulöndum og verður án efa fljótt
hin almenna stefna í
Evrópu. Rökin eru ein-
föld og skýr: Óbeinar
reykingar valda sjúk-
dómum og dauða og því
ber að tryggja öllu fólki
reyklaust vinnuum-
hverfi. Í janúar sl. hélt
Læknafélag Íslands
málþing um óbeinar
reykingar. Þar var
Erna Hauksdóttir frá
Samtökum ferðaþjón-
ustunnar (SAF) einn
framsögumanna og
fram kom í máli hennar
að ýmsir rekstraraðilar veitinga- og
skemmtistaða hefðu stigið skref í átt
til reykleysis og því yrði að halda
áfram. Nokkrum vikum síðar kom
fram á Alþingi frumvarp sem tók á
þessu máli og fyrsti flutningsmaður
var ein þeirra sem sat áðurnefnt mál-
þing, Siv Friðleifsdóttir. Mikil við-
brögð urðu í samfélaginu með til-
komu frumvarpsins. Í byrjun fóru
örfáir einstaklingar mikinn, höfðu allt
á hornum sér og reyndu með rök-
leysu að hnekkja réttmæti frum-
varpsins. Þeir voru hins vegar mun
fleiri sem studdu frumvarpið og rödd
þeirra hefur heyrst reglulega fram að
þessu. Mál hafa þróast hratt og
skemmst er frá því að segja að stétt-
arfélög fólks sem vinnur á viðkom-
andi stöðum hafa látið sig málið varða
og vilja tryggja sínu fólki sama rétt
og öðru vinnandi fólki.
Þannig hafa bæði Mat-
vís og Efling tekið
sterklega undir mik-
ilvægi lagasetningar í
þessa veru. Í mars sl.
héldu svo rekstraraðilar
þessara vinnustaða
(SAF) aðalfund sinn.
Þeir setja greinilega
heilsu starfsmanna
sinna í öndvegi, því að-
alfundurinn var skýr í
þeirri afstöðu að banna
beri reykingar. Ekki
bann með einhvers kon-
ar reyksvæðum eða öðrum afslætti,
heldur algjört bann og án undantekn-
inga. Þetta er ábyrg afstaða, að vilja
ekki bara skapa sumum heldur öllum
sínum starfsmönnum heilsusamlegar
vinnuaðstæður alls staðar og alltaf.
Rekstraraðilar í mörgum löndum
hafa ekki sýnt svona ábyrgt fordæmi.
Í þessu þarfa máli hefur unnist
áfangasigur.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra kom því á
dagskrá og fól ráðgjöfum sínum smíði
frumvarps og greinargerðar. Þegar
ekki reyndist grundvöllur fyrir því að
ríkisstjórnin sameinaðist um málið,
kom sú vinna sér vel og flýtti fyrir
þegar Siv Friðleifsdóttir og félagar
lögðu fram sitt frumvarp. Mitt mat er
að mikill meirihluti þjóðarinnar telji
löggjöf í þessa veru bæði réttmæta og
tímabæra. Þeim rökum gegn frum-
varpinu, að starfsmenn hafi ekki ósk-
að eftir þessu, hefur verið hnekkt
með því að stéttarfélög margra þeirra
og starfsmenn hafa lýst vilja sínum til
að fá þessi sjálfsögðu réttindi. Aðal-
fundur SAF hefur rutt veginn fyrir
þá stjórnmálamenn og aðra sem ekki
treystu sér til að styðja málið, með
þeim rökum að rekstraraðilar ættu
sjálfir að ákveða þetta. Þeir hafa talað
og rödd þeirra er há, skýr og einróma
– bann skal það vera og reyklaust loft
við vinnu – fyrir alla starfsmenn, allt-
af og án undantekninga. Af þessum
skýra vilja mun hæstvirt Alþingi án
efa taka mið og þingmenn allra flokka
sameinast um lagasetningu á haust-
þingi 2005, sem tryggi öllu fólki reyk-
laust vinnuumhverfi.
Reykleysi við vinnu – húrra!
Pétur Heimisson fjallar um
löggjöf um reykingar ’Mitt mat er að mikillmeirihluti þjóðarinnar
telji löggjöf í þessa veru
bæði réttmæta og tíma-
bæra.‘
Pétur Heimisson
Höfundur er heimilislæknir á Egils-
stöðum og formaður tóbaksvarnaráðs
Lýðheilsustöðvar.
Mikið af góðum 50% tilboðum
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Mörkinni 6, sími 588 5518
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna getu
sína í verki; þeim er það fyrir-
munað og þau munu trúlega
aldrei ná þeim greindarþroska
sem líffræðileg hönnun þeirra
gaf fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum til-
vikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofnana,
sem heyra undir samkeppn-
islög, hvern vanda þær eiga við
að glíma og leitar lausna á hon-
um.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hags-
muni allra að leiðarljósi, bæði
núverandi bænda og fyrrver-
andi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heim-
ilisofbeldi og kortleggjum
þennan falda glæp og ræðum
vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyrir-
byggja að það gerist. Forvarnir
gerast með fræðslu almenn-
ings.
Jóhann J. Ólafsson:
„Lýðræðisþróun á Íslandi hef-
ur, þrátt fyrir allt, verið til fyr-
irmyndar og á að vera það
áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýs-
ingar framkvæmdavaldsins,
um að skapa betra umhverfi
fyrir bílaleigurnar.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÞRÁTT fyrir að mikið gangi á í
Brussel þessa dagana, bæði varð-
andi neitun Frakka
og Hollendinga á
stjórnarskrá ESB og
deilur vegna fjár-
mögnunar Sam-
bandsins, er langt
því frá að einhver
hætta sé á því að
ESB sé að liðast í
sundur. Sameig-
inlegir hagsmunir
aðildarríkjanna eru
það miklir að öruggt
er að þau munu að
lokum ná málamiðl-
unum í þessum stóru
málum. Á margan
hátt má líkja þessu
við vaxtarverki ung-
lings sem er að
breytast í fullorðna
manneskju. Mörg
stór mál bíða Evr-
ópusambandsins á
næstu árum. Króat-
ía, Búlgaría og Rúm-
enía eru við anddyr-
ið og aðildarviðræð-
ur við Tyrkland
hefjast í lok þessa
árs. Erfiðleikar eins
og hafa komið upp í
kringum stjórn-
arskrá Evrópusam-
bandsins eru ekki
nýir af nálinni. Sam-
bærileg mál komu
upp í tengslum við
Maastricht-samninginn og sátt-
málana í Nice og Amsterdam.
Einnig man vel upplýst áhugafólk
um Evrópumál stirðleikann á
milli Bretlands og hinna aðild-
arríkjanna þegar Thatcher var
við völd í London. Þar að auki má
rifja upp að De Gaulle gerði allt
vitlaust á árunum 1964–66 með
því að reyna að auka
áhrif Frakka innan
ESB. Sambandið stóð
þetta allt af sér og
kom mun sterkara út
úr þessum erfið-
leikum en áður. Því
er hins vegar ekki að
leyna að flækjustigið
er mun meira um
þessar mundir því nú
koma 25 ríki að mál-
inu, hvert með sínar
áherslur. Það þarf því
ekki að koma mjög á
óvart að ekki tókst að
klára stjórnarskrár-
málið í Frakklandi og
Hollandi. Það er þó
ljóst að það var tölu-
vert pólitískt áfall
fyrir Sambandið að
svo fór. Ljóst er að
stjórnmálamennirnir
stíga ekki í takt við
hinn almenna kjós-
anda og þurfa að
finna þá tónlist sem
íbúar Evrópu eru til-
búnir að hlusta á. Það
er hins vegar ljóst að
öll skynsamlega rök
hníga að því að finna
sameiginlega leið til
að þróa Evrópu
áfram. Ríki ESB
munu því finna lausn
á þessum vanda því
það er ekki nein önnur skyn-
samleg leið til fyrir þau varðandi
framtíðina, hvort sem er fé-
lagslega, stjórnmálalega og efna-
hagslega. Einnig er það ljóst að
hræðsluáróður andstæðinga Evr-
ópusambandsins um yfirþjóðlegt
vald og súperríki Evrópu á ekki
við rök að styðjast. Smáríkin inn-
an ESB bera ekki skarðan hlut
frá borði í stækkaðri Evrópu og
ef eitthvað er þá eru smærri rík-
in að styrkja stöðu sína í Evrópu
nútímans.
Evrópa er svarið
Andrés Pétursson fjallar um
vandamál Evrópusambandsins
Andrés Pétursson
’Ríki ESBmunu finna
lausn á þessum
vanda því það er
ekki nein önnur
skynsamleg leið
til fyrir þau
varðandi fram-
tíðina, hvort
sem er félags-
lega, stjórn-
málalega og
efnahagslega.‘
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
OFÞYNGD og of-
fita meðal íslenskra
grunnskólabarna
hefur aukist gríð-
arlega á undan-
förnum árum. Tíðni
ofþyngdar á þessum
aldri hefur fjórfald-
ast frá fyrri helmingi síðustu ald-
ar og nú eru um 15–20% þeirra of
þung miðað við alþjóðleg viðmið-
unargildi. Faraldsfræðileg rann-
sókn gerð á einstaklingum fædd-
um 1914–1935 sýndi að nánast
allir sem voru of þungir sjö ára
voru það einnig á fullorðinsaldri.
Því er þessi aukning ofþyngdar
grunnskólabarna mikið áhyggju-
efni. Ofþyngd á fullorðinsaldri
fylgja áhættuþættir fyrir sjúk-
dóma eins og fullorðins syk-
ursýki, hjarta- og æðasjúkdómar
sem er ein algengasta dán-
arorsökin hér á landi, og tengsl
hafa einnig fundist við ýmsar
gerðir krabbameina s.s. rist-
ilkrabbamein.
Hvað er til ráða?
Aldrei er of seint að byrja að
huga að góðri næringu og bætt-
um lífsháttum eins og aukinni
hreyfingu. Grunnurinn að góðri
heilsu er þó lagður fyrr.
Næring í móðurkviði
Forvarnirnar ættu að byrja
strax við getnað, ef ekki fyrr, því
góð heilsa móður fyrir meðgöngu
er líka mikilvæg. Næringarþörf
eykst hlutfallslega meira en
orkuþörf á meðgöngu og áríðandi
er að fæða sé næringarrík og
fjölbreytt fyrir þroska og vöxt
barnsins. Á Íslandi fæðast börn
að meðaltali þyngri en víðast
hvar annars staðar í heiminum.
Rannsóknir benda til þess að
regluleg fiskneysla á meðgöng-
unni stuðli að hærri fæðing-
arþyngd og hafi verndandi áhrif
gegn offitu barns síðar meir.
Hugsanlega tengist þetta því að
þau börn sem hafa lægri fæðing-
arþyngd þyngjast hlutfallslega
meira fyrsta árið en það er talið
áhættuþáttur fyrir offitu síðar.
Þetta er auðvitað ekki algilt og
það að fæðast léttur þarf ekki
endilega að þýða of mikla líkams-
þyngd síðar á ævinni. Tiltölulega
nýlega var farið að veita offitu
þungaðra kvenna athygli sem
lýðheilsufræðilegs vanda. Of-
þyngd móður á meðgöngu fylgir
aukin áhætta bæði fyrir móður
og barn um áframhaldandi of
mikla líkamsþyngd og fylgikvilla
hennar.
Fyrsta árið
Ráðlagt er að móðurmjólk auk
D-vítamíns sé eina næring barns-
ins fyrstu 6 mánuði ævinnar.
Móðurmjólkin veitir alla þá nær-
ingu sem barnið þarfnast þessa
fyrstu mánuði. Að auki inniheld-
ur hún meltingarensím sem að-
stoða við meltingu fæðunnar og
mótefni gegn sýkingum og líkur á
þróun ofnæmis minnka. ß-lacto-
globulín og kasein eru prótein í
kúamjólk sem eru talin geta vald-
ið ofnæmi. Þegar barnið byrjar
að fá aðra fæðu er móðurmjólkin
góð viðbót allt fyrsta árið.
Nokkrar rannsóknir, bæði hér-
lendar og erlendar, sýna að
brjóstagjöf minnkar líkur á of-
fitu. Á fyrsta árinu þyngjast
brjóstabörn að meðaltali hægar
og talið er að þau læri að tempra
inntökuna. Einnig eru tengsl
milli mikillar próteinneyslu á
fyrsta ári og hærri líkamsþyngd-
arstuðuls við sex ára aldur. En
prótein var mun minna í fæði
barna hérlendis sem voru á
brjósti sex til tólf mánaða gömul
en þau sem voru skemur á brjósti
fengu á þeim tíma sem rann-
sóknin var gerð meira af venju-
legri kúamjólk.
Ef móðurmjólkur nýtur ekki
við einhverra hluta vegna er ráð-
lagt að gefa þurrmjólkurblöndur
að sex mánaða aldri og að stoð-
mjólk komi í stað venjulegrar
kúamjólkur til 2 ára aldurs, en
neyslu venjulegrar kúamjólkur
fylgir til dæmis mun meira af
próteinum. Stoðmjólkin inniheld-
ur minna af próteinum, er járn-
bætt og gerð samkvæmt alþjóð-
legum reglum um samsetningu
mjólkur fyrir ung börn. Járn-
skortur hjá eins og tveggja ára
börnum, sem var algengur hér-
lendis fyrir nokkrum árum, var
nátengdur mikilli kúamjólk-
urneyslu. Prótein í kúamjólkinni
geta leitt til smáblæðinga í melt-
ingarvegi sem ýtir undir járn-
skort og blóðleysi, auk þess sem
kúamjólk er rýr af járni og tekur
pláss frá öðrum næringarríkum
mat.
Brugðist hefur verið við þessu
með ráðleggingum um brjósta-
gjöf og í kjölfar hennar notkun
stoðmjólkur. Þannig fær barnið
passlega mikið af próteinum og
orku, járnið nýtist betur og líkur
á ofþyngd í byrjun skólagöngu
minnka að öllum líkindum einnig.
Leikskólabarn
Á leikskólum þarf að koma upp
góðum matarvenjum hjá börnum.
Almennt er vel staðið að mat-
armálum á leikskólum og margir
leikskólar útbúa matseðla sam-
kvæmt ráðleggingum manneld-
isráðs. Tilbúnar unnar kjötvörur
eru til dæmis sjaldséður kostur
en meiri áhersla er lögð á fersk
matvæli, fisk, ávexti og græn-
meti. Rannsóknir á mataræði
barna hafa sýnt fram á mikla
neyslu á sykruðum ávaxta- og
gosdrykkjum sem veita oft um-
fram orku en lítið sem ekkert af
næringarefnum eins og vítamín-
um og steinefnum.
Foreldrar
sem fyrirmyndir
Regluleg hreyfing er mik-
ilvægur þáttur til að sporna við
ofþyngd rétt eins og gott mat-
aræði. Foreldrar eru helstu fyr-
irmyndir barna sinna og mik-
ilvægt er að þeir axli þá ábyrgð
og komi upp áhuga hjá barninu á
hollu og góðu líferni. Því er
fræðsla til verðandi foreldra um
mikilvægi góðrar næringar nauð-
synleg. Þó er ekki nóg að búa yf-
ir ákveðinni þekkingu heldur þarf
einnig að kunna að nýta sér hana.
Ekki er nóg að vera með hollan
mat fyrir börnin og unglingana ef
foreldrarnir gúffa í sig óhollustu.
Því börn gera eins og þeim er
sýnt en ekki eins og þeim er
sagt.
Næring snemma
og heilsa síðar
Ása Vala Þóris-
dóttir og Hrönn
Harðardóttir fjalla
um næringu og
heilsu
Ása Vala Þórisdóttir
’Ofþyngd grunn-skólabarna er mikið
áhyggjuefni.‘
Höfundar sitja námskeið í næring-
arfræði við Háskóla Íslands.
Hrönn Harðardóttir