Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 33
Eiginleiki þinn til að skynja hve-
nær þínir nánustu þurftu á einhverju
að halda var með ólíkindum. Hringd-
ir á réttu augnabliki og vissir án þess
að spyrja, áttir aflögu, kunnir þann
galdur að gera mikið úr litlu.
Þú varst svo lítil þegar mamma
þín veiktist af berklum, bara tveggja
ára gömul. En þú fékkst skjól hjá afa
þínum og ömmu á Veðrará. Þau voru
kölluð gimsteinar guðs. Og þú sýndir
mér brekkuna sem þú grést í þegar
enginn sá til.
Þú lést þig varða vini mína, þau öf-
unduðu mig af þér.
Þú hefðir átt að vera sagnfræð-
ingur, varðveittir skjöl, bréf forfeðr-
anna, hvert einasta bréf okkar systk-
inanna á ferðum okkar um lífið.
Fjársjóður.
Ég fletti lúinni vasabók afa þíns
þar sem hann skrifar hjá sér inn-
kaupalista fyrir systur sína í annarri
sveit: tvö ál af tvisttaui, fjögur lóð
garn, þrjár litlar tölur, eina lakkr-
ísstaung, bollapör, blekbittu, rússín-
ur og kanelolíu. Útreikningar bú-
fræðingsins, smákrot, galdrastafir til
hversdagsnota, eins og hvernig mað-
ur skilur fuglamál eða ver sig gegn
illum sendingum,
Þú áttir líf með honum pabba mín-
um í 27 ár. Hann kom að norðan og
þú að vestan. Þið komuð upp hópi
mannkostabarna, barnabarna og
langömmubarna, yfir fjörutíu afkom-
endur. Mér finnst þú hafa séð hvern
og einn og átt þín einstöku tengsl
við, t.d. Sólborgu, elsta barnabarn
þitt og Önnu tengdadóttur þína sem
reyndust þér ómetanlegar. Þær eiga
nú báðar um sárt að binda vegna frá-
falls Jónu og Bóra. Þú sáðir gild-
ismati sem varir um ókomna tíð;
mannúð, seiglu, hagsýni og óbilandi
reisn, þrátt fyrir veikindi og kvalir.
Í seinni blóma lífsins barstu gæfu
til að hitta hann Bárð Jakobsson,
óhefðbundinn gáfumann sem bar þig
á höndum sér í 12 góð ár, allt til hans
dauðadags 21. júní 1984.
Einlægur áhugi þinn á fólki, eðl-
islæg gleði og hjartahlýja skapaði
þér vini á öllum aldri. Margir hafa
gengið inn í sólarlagið á undan þér
sem taka nú fagnandi á móti þér.
Þú baðst alltaf Guð að geyma mig
og nú bið ég hann að geyma þig,
elskan mín. Þú ert komin inn í ljós-
ið …
Þín
Gunnhildur.
Ekkert gladdi ömmu meira en
heimsókn frá barnabörnunum og til
hennar var gott að koma.
Amma sagði sögur af fólkinu í
myndaalbúmunum, ættingjunum af
Vestfjörðum, og laumaði kandís í lít-
inn lófa. Hún kunni að segja sögur,
enda afar minnug og áhugasöm um
sögulegan fróðleik. Hún var stolt af
fólkinu sínu, forfeðrum jafnt sem af-
komendum, og var alltaf einstaklega
frændrækin. Ríkidæmi hennar var
fjölskyldan, afkomendurnir hennar
dýrgripir.
Á menntaskólaárunum var gott að
koma til ömmu til að fá næði frá
amstri hversdagsins. Það var eins og
tíminn liði einhvern veginn hægar
hjá ömmu. Henni þótti vænt um það
þegar ég fékk stundum að vinna
heimavinnuna hjá henni og leitaði þá
stundum í bókasafnið. Nánast und-
antekningarlaust var að finna í bók-
unum hennar ömmu ítarefni, blaða-
greinar sem tengdust efni bókanna á
einhvern hátt sem hún hafði klippt út
og varðveitt. Þannig var amma. Hún
fylgdist alltaf vel með fréttum, var
vel lesin og hafði ríkan áhuga á
mönnum, málefnum og heimsmálun-
um.
Amma hafði stórt hjarta og kenndi
börnum sínum að vera góð við menn
og dýr, allir voru jafnir í hennar aug-
um. Henni var umhugað um velferð
sinna nánustu og gaf sér alltaf tíma
til að setjast niður og spjalla um það
sem ég var að fást við hverju sinni, í
námi, starfi og einkalífi. Áhugi henn-
ar á öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur var einlægur og ósvikinn.
Hún hvatti mig ávallt til dáða og fyr-
ir það er ég henni ævinlega þakklát.
Síðustu æviár sín dvaldist amma í
Sunnuhlíð í Kópavogi við einstaka
umönnun starfsfólks sem sinnti
henni af alúð og hlýju.
Dagurinn sem amma dó var bjart-
ur og fallegur, sól skein í heiði, prest-
urinn komst þannig að orði að það
viðraði vel til ferðalaga. Amma hafði
þráð að leggja upp í sína hinstu ferð
lengi, enda líkaminn orðinn lúinn og
hennar hlutverki lokið að eigin mati.
Ég efast ekki um að hún hafi lagt á
sig krók yfir Önundarfjörðinn til að
líta gamla bæinn sinn, fjöllin og fjör-
una, líkt og ég er sannfærð um að
hún hafi fengið hlýjar móttökur á
áfangastað.
Guð geymi þig, elsku amma,
Sunna.
Elsku amma mín. Það hryggir mig
meira en orð fá lýst að fá ekki tæki-
færi til að fylgja þér síðasta spölinn í
Dómkirkjunni í dag. Ég sit hér og
horfi á fallega mynd af okkur, kinn
við kinn, á dásamlegum sumardegi í
Blönduhlíðinni. Minningarnar sem
skjóta upp kollinum eru margar og
góðar. Ristað brauð með kavíar og
eggi, kruður, bruður, sauðskinns-
skór, gulur Wrigleys, draugasápa og
loðinn ormur hlykkjast yfir stofu-
borðið á Ásbrautinni. Ég og Sunna,
liggjandi á maganum að hlusta á
Eniga Meniga, Ævintýri í Maraþara-
borg eða Gullna hliðið, lykt af nagla-
lakki. Þegar ég byrjaði í MH skaust
ég ósjaldan til þín í heimsókn til að
spjalla, hlusta á sögur af nútíð og
fortíð, fá mér í svanginn og oftar en
ekki til að fá mér lúr í rúminu þínu
sem var einhverra hluta vegna alltaf
hlýtt og mjúkt. Þarna upplifði ég
dýrmætar stundir með þér, við
kynntumst á okkar forsendum og
það varð ekki aftur snúið. Þú gafst
mér svo mikið, sýndir mér svo mikla
umhyggju og ást, varst svo óend-
anlega örlát og vildir allt fyrir mig
gera. Þannig man ég þig, elsku
amma mín, og þetta allt og miklu
fleira mun Mirra litla, yngsta lang-
ömmubarnið þitt, fá að heyra um þig.
Litla Maríumyndin sem þú fékkst
frá langömmu þinni þegar þú varst
lítil hangir nú fyrir ofan rúmið henn-
ar, í rammanum sem hann pabbi
þinn tálgaði.
Ég faðma þig og kyssi bless, elsku
besta amma mín. Sendi þér svo einn
fingurkoss og annan í dyragættinni.
Þín
Birta.
Lokið er langri vegferð mætrar
konu, konu sem kunni þá list öðrum
fremur að sjá alltaf bjartari hliðarn-
ar á lífinu þó leiðin hafi oft verið
brött og brekkurnar langar. Guðrún
hafði þó beðið ferðalokanna í nokkur
ár, farin heilsu, og hlakkaði til að
hitta þá vini og ættingja sem á undan
voru farnir. Hún þurfti að upplifa þá
sorg að horfa á eftir þremur af fimm
börnum sínum, þar af tveimur þeim
elstu með tveggja vikna millibili að-
eins þrem vikum áður en hún sjálf
lést. Þá bognaði Guðrún.
Hún elskaði fjölskylduna sína skil-
yrðislaust og gaf öllum afkomendum
sínum gott veganesti út í lífið eins og
að verja alltaf minnimáttar og vera
nægjusamur. Hamingjan væri ekki
fólgin í peningum heldur mannauði
og sannri vináttu sagði hún svo oft.
Réttlætiskennd hennar var mjög
sterk og lá hún ekkert á skoðunum
sínum um menn og málefni hvort
sem hún var sammála eða ekki.
Guðrún var hafsjór fróðleiks, ótrú-
lega minnug alveg fram í andlátið,
bæði á fólk og atburði liðinna ára.
Það var einstaklega gaman að hlusta
á frásagnir hennar frá æskuárunum
að Veðrará.
Mér var hún sem móðir, tók mig
inn á heimili sitt þegar ég gekk með
sonarson hennar, kenndi mér svo að
hugsa um litla fyrirburann, baðaði
hann fyrir ungu móðurina sem ekki
kunni handtökin og var alltaf tilbúin
til aðstoðar með góð ráð. Á þeim ár-
um var það ég sem var þiggjandi,
hún veitandi. Seinni ár vona ég að
mér hafi tekist að borga örlítið fyrir
mig þó það væri ekki nema með
heimsóknum öðru hvoru og spjalli
sem var hennar líf og yndi. Við grín-
uðumst oft með uppgjörið á milli
okkar sem við ætluðum að gera þeg-
ar við hittumst á „Endastöðinni“,
hún taldi það vera í jafnvægi, en ég
er viss um að hallar á mig.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Guðrúnu með trega en gleðjumst
jafnframt yfir hvíldinni sem henni
var svo sannarlega kærkomin og
biðjum öllum ástvinum hennar bless-
unar.
Ég veit að hún vakir yfir þeim öll-
um.
Björk.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 33
MINNINGAR
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
ÞÓRÐAR ANNASAR JÓNSSONAR
frá Gestsstöðum,
áður til heimilis
í Markholti 7,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Guð blessi ykkur öll.
Sæberg Þórðarson, Magný Kristinsdóttir,
Guðbjörg Þórðardóttir, Stefán Magnús Jónsson,
Guðmundur Vignir Þórðarson, María Kristjánsdóttir,
Bergþóra Þórðardóttir, Viggo Jensson,
Brynjar Viggósson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓRUNN AXELSDÓTTIR,
Tunguseli 1,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju miðviku-
daginn 29. júní kl. 15.00.
Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir, Atli Sverrisson,
Karen Guðmundsdóttir, Auðunn Örn Jónsson,
Hafdís Guðmundsdóttir, Þorsteinn Kjartansson,
Bryndís Halla Guðmundsdóttir, Óðinn Guðbrandsson,
Guðlaugur Guðmundsson,
Anna Þórdís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku pabbi okkar, tengdafaðir og yndislegur
afi,
VÍKINGUR ÞÓR BJÖRNSSON
fyrrv. eldvarnaeftirlitsmaður,
Munkaþverárstræti 2,
Akureyri,
sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. júní
sl., verður jarðsunginn frá Akureyrakirkju
miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu á Akureyri.
Kristján Víkingsson, Guðrún Óðinsdóttir,
Björn Víkingsson, Þórunn Árnadóttir,
Guðrún Björg Víkingsdóttir, Pálmi Stefánsson,
Þóra Víkingsdóttir, Snorri Snorrason,
Finnur Víkingsson, Steinunn Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁRNI FINNBJÖRNSSON,
Hvassaleiti 39,
Reykjavík,
fæddur á Hesteyri 16. júní 1921,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum
föstudaginn 17. júní sl., verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15.00.
Guðrún Gestsdóttir,
Hólmfríður Árnadóttir, Jón Gauti Jónsson,
Elísabet G. Árnadóttir, Ingþór Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐMUNDUR SKAGFJÖRÐ FRIÐÞJÓFSSON,
frá Siglufirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar sunnudaginn 26. júní.
Aðstandendur.