Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 35
MINNINGAR
✝ GuðmundurOttesen Gunn-
arsson fæddist á
Eystra-Súlunesi í
Leirár- og Mela-
hreppi í Borgarfirði
18. desember 1919.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi við
Hringbraut 19. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Gunn-
ar Oddsson, bóndi á
Bjarnastöðum, frá
Gröf í Lundar-
reykjadal í Borgar-
firði, f. 22. september 1884, d. 30.
september 1974, og kona hans
Sigurlaug Guðmundsdóttir Otte-
sen frá Ingunnarstöðum í Brynju-
dal í Kjós, f. 19. febrúar 1890, d.
17. júní 1960. Systkini Guðmund-
ar eru Sigurður, búsettur á
Bjarnastöðum í Grímsnesi, f. 1.
ágúst 1931, kona hans er Elín
Lára Sigurðardóttir, f. 16. febr-
úar 1950, og Ása, búsett í Reykja-
vík, f. 25. október 1932, eigin-
Sólveig, f. 24. júní 1953, gift
Ragnari Þorvaldssyni, f. 17. febr-
úar 1949. Börn þeirra eru Sigríð-
ur, f. 1. maí 1974, í sambúð með
Þóri Guðlaugssyni, f. 30. nóvem-
ber 1968, synir þeirra eru Andri
Snær, f. 20. ágúst 2000, og Sævar
Þór, f. 24. júní 2002; og Guð-
mundur, f. 2. maí 1979, í sambúð
með Sigrúnu Elsu Stefánsdóttur,
f. 5. febrúar 1981. 3) Gunnar, f.
30. mars 1959, kvæntur Margréti
Kristinsdóttur, f. 2. október 1954.
Börn þeirra eru Helga Birna, f.
27. nóvember 1977, í sambúð með
Berry Timmermans, f. 5. júlí
1974, dóttir þeirra er Emma Mar-
grét, f. 26. janúar 2005; og Guð-
mundur Ottesen, f. 28. apríl 1985.
Guðmundur flutti sjö ára gam-
all með foreldrum sínum að
Bjarnastöðum í Grímsnesi þar
sem hann sleit barnsskónum.
Hann fór til náms í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni og að því
loknu lá leið hans til Reykjavíkur
og hóf hann störf hjá Reykjavík-
urhöfn en flutti sig síðan yfir til
Áhaldahúss Reykjavíkurborgar,
en lengst af starfaði hann hjá
Vegagerð ríkisins þar sem hann
var skipaður birgðavörður. Þar
starfaði hann til 70 ára aldurs.
Hann stundaði hestamennsku af
lífi og sál svo lengi sem heilsan
leyfði. Útför Guðmundar verður
gerð frá Seltjarnarneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
maður hennar er
Karl P. Ólafsson, f.
20. september 1920.
Hinn 3. júlí 1948
gekk Guðmundur í
hjónaband með Sig-
ríði Gunnsteinsdóttur
frá Nesi við Seltjörn
á Seltjarnarnesi, f.
28. júní 1925, d. 4.
september 2001. For-
eldrar hennar voru
Gunnsteinn Einars-
son, bóndi í Nesi, frá
Kerlingadal í Vestur-
Skaftafellssýslu, f.
23. júní 1871, d. 17.
maí 1937, og Sólveig Jónsdóttir,
f. 4. maí 1889, d. 21. janúar 1961.
Börn Guðmundar og Sigríðar
eru: 1) Gunnsteinn, f. 28. sept-
ember 1949, kvæntur Áslaugu I.
Skúladóttur, f. 15. febrúar 1953.
Börn þeirra eru Hanna Sigríður,
f. 22. september 1971, í sambúð
með Ólafi Svanssyni, f. 30. maí
1972; og Skúli Þór, f. 17. apríl
1978 í sambúð með Eyþóru Hjart-
ardóttur, f. 28. október 1980. 2)
Ríð ég háan Skjaldbreið skoða,
skín á tinda morgunsól,
glöðum fágar röðulroða
reiðarslóðir, dal og hól.
Beint er í norður fjallið fríða,
fákur eykur hófaskell,
sér á leiti Lambahlíða
og litlu sunnar Hlöðufell.
(Jónas Hallgr.)
Það er alltaf erfitt að kveðja en
góðar og ljúfar minningar renna í
gegnum hugann sem gera kveðju-
stundina bærilegri. Minningar sem
ylja og kalla oft fram bros.
Guðmundur var stjórnsamur mað-
ur og fastur fyrir en hann var einnig
raunsær og hjartahlýr. Greiðviknari
manni hef ég ekki kynnst. Hann var
traustur og stóð þétt að baki sínum
þegar á þurfti að halda.
Lengi býr að fyrstu gerð. Guð-
mundur var góður fjölskyldumaður
og ræktaði það hlutverk mjög vel og
á hann þakkir skildið. Kom hann úr
bændasamfélaginu en þar voru
börnin mikilvægur hlekkur í keðju
lífsins. Þau tóku þátt í hinu daglega
lífi hvort sem um var að ræða um-
hirðu dýra eða afkomu fólksins
þannig að þau voru beinir þátttak-
endur í lífsbaráttunni, bæði í sorg og
gleði. Þessa fengu börn hans að njóta
og síðar barnabörn.
Þau hjón voru ákaflega gestrisin
og tóku einstaklega vel á móti fólki.
Það breyttist ekkert eftir að hann
var orðinn einn. Þegar gesti bar að
garði tíndi hann eitthvað til og hellti
á könnuna. Hann var alltaf reiðubú-
inn að snúast í kringum konu sína og
börn. Tengdamóðir mín sagði gjarn-
an: „Hann Guðmundur minn kemur
með það,“ og „Guðmundur minn“
kom, stoppaði ekki lengi en sinnti er-
indi sínu og fór. Við gerðum gjarnan
grín að því að amma sendi bara afa
þegar henni þóknaðist. En þetta
breyttist heldur ekkert þó að ömmu
nyti ekki lengur við. Afi var alltaf
boðinn og búinn að skreppa til okkar
eða fyrir okkur á meðan heilsan
leyfði.
Sveitin og skepnur toguðu í hann
alla tíð. Hann naut þess að fara ríð-
andi um landið á hestamannamót og
sjá fallegustu gæðinga landsins sam-
an komna á einum stað. Best þótti
honum ef hann gat keypt eins og tvo,
þrjá hesta, þá var ferðin fullkomnuð.
Hann tók þátt í smalamennsku með
Sigurði bróður sínum og var þá riðið
um svæðið í kringum Hlöðufell og
Skjaldbreið. Hann unni þessu svæði
og naut þess að tala um það og rifja
upp með okkur eftir að við hjónin
höfðum gengið um það með bakpok-
ana okkar.
Hann nýtti sér þarfasta þjóninn
hverju sinni, fyrst hestinn og síðan
bílinn, og hafði yndi af að ferðast um
landið, hvort sem það var ríðandi á
hesti eða akandi um í bíl.
Við ferðuðumst saman um landið
meðan börnin okkar voru lítil og nut-
um við þess að afi hafði gjarnan kom-
ið á staðina áður, vissi hverjir bjuggu
á hverjum bæ og ekki skemmdi það
fyrir ef viðkomandi hafði átt góðan
gæðing, þá var umsögnin fullkomn-
uð.
Hann gerði allt á frekar nettan
hátt og einnig þegar hann kvaddi í
hinsta sinn. Allt svo klippt og skorið.
Guðmund, tengdaföður minn,
kveð ég með miklu þakklæti og virð-
ingu og munum við alltaf geyma
minningu um heiðarlegan og kraft-
mikinn persónuleika í hjörtum okkar
en ekki hvað síst vináttu sem aldrei
bar skugga á. Ef skoðanaskipti urðu
þekktum við hvort annað það vel að
við vissum nákvæmlega hvað hitt
vildi.
Blessuð sé minning hans.
Áslaug I. Skúladóttir.
Kær tengdafaðir minn, Guðmund-
ur Ottesen Gunnarsson, er fallinn
frá. Andlát hans kom ekki á óvart,
þótt fyrirvarinn yrði styttri en fjöl-
skyldan hafði búist við, en þannig
var hann, gerði hlutina hratt og
örugglega og þarna gerði hann enga
undantekningu á.
Guðmundur var hávaxinn, mynd-
arlegur maður með sterkan svip.
Hann var orðvar, var ekkert sérstak-
lega málgefinn, en það sem hann
sagði meinti hann. Hann gat verið
þrjóskur og þver og þegar hann var
búinn að mynda sér skoðun, varð
honum ekki haggað. Hann lét það
ekki á sig fá þó aðrir væru honum
ósammála og fylgdi sinni sannfær-
ingu. Hann hafði mjög ákveðnar
pólitískar skoðanir og skipti aldrei
um lit í þeim efnum. Hjálpsemin var
honum í blóð borin, hann hafði alltaf
tíma til að hjálpa öðrum og lagði sig
fram við það, en engu máli skipti þó
hann hefði minni tíma fyrir sjálfan
sig. Honum var umhugað um velferð
fjölskyldu sinnar og lagði sitt af
mörkum til að koma börnum og
barnabörnum til manns og gladdist
með þegar vel gekk. Hann var gest-
risinn og veitti vel þegar hann bauð
til veislu. Sú síðasta sem hann hélt
fyrir afkomendur sína var til að
halda upp á 85 ára afmæli sitt í des-
ember sl. Þá lét hann þau orð falla að
þetta væri síðasta veislan sem hann
byði til svo hann gerði það með
glæsibrag og hélt hana í Grillinu á
Hótel Sögu. Þetta varð síðasta veisl-
an hans í þessari jarðvist.
Guðmundur var mikill dýravinur
og stundaði hestamennsku í áratugi
sér til ánægju og yndisauka. Hann
reyndi mikið til að smita börn sín og
síðar barnabörn af þessum brenn-
andi áhuga sínum en án árangurs.
Hundtíkurnar okkar Gunnars voru
vinkonur hans og hafði hann oft á
orði að þær væru nú ekki illa haldnar
og fengju greinilega nóg að éta,
hvort það væri nú ekki ráð að fara að
megra þær svolítið, en fór svo í ís-
skápinn og sótti góðgæti handa
þeim.
Guðmundur missti konu sína fyrir
tæpum fjórum árum eftir nokkuð
erfið veikindi hennar, en sjálfur var
hann við góða heilsu og gekk vel að
bjarga sér heima við þar til fyrir einu
og hálfu ári að fór að halla undan fæti
hjá honum. Þá kom að því að hann
þurfti að láta frá sér hestana sína
sem var honum þungbært. Hann tók
því þó með jafnaðargeði eins og hans
var von og vísa. Hann hafði ennþá
bílinn sinn og fór allra sinna ferða
einn og óstuddur þar til fyrir nokkr-
um vikum. Þá var ekkert annað eftir
en að játa sig sigraðan, því það að
verða ósjálfbjarga og öðrum háður á
hjúkrunarheimili var ekki fýsilegur
kostur fyrir Guðmund Ottesen
Gunnarsson.
Hann verður nú jarðsettur við hlið
Sigríðar konu sinnar nákvæmlega 80
árum eftir fæðingu hennar. Þá halda
þau sína veislu saman.
Hafi hann þakkir fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig og mína. Bless-
uð sé minning hans.
Margrét Kristinsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Við viljum þakka honum afa fyrir
allt sem hann gerði fyrir okkur.
Við trúum því að honum líði vel
þar sem hann er nú og vakir með
henni Siggu ömmu yfir okkur öllum.
Guð geymi hann Guðmund afa
okkar. Megi ljósið fylgja honum til
hennar ömmu og annarra ástvina.
Helga Birna Gunnarsdóttir og
Guðmundur Ottesen Gunnarsson.
Við bræðurnir urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast Guð-
mundi Gunnarssyni í æsku. Hann
var með hesta í Nesi og fengum við
að fylgja honum eftir. Hann var
óspar að lána okkur hesta og leið-
beina okkur í hestamennskunni.
Margir halda að við séum synir Guð-
mundar en hann var kvæntur afa-
systur okkar en reyndist okkur sem
besti uppalandi í hestamennskunni.
Ávallt átti Guðmundur góða hesta úr
sinni ræktun. Eitt skiptið sem við
vorum að fara heim eftir járningar
leysti hann Hjálm út með því að gefa
honum folald sem var fyrsti hestur-
inn hans. Þegar tognaði úr okkur
fórum við með honum víða á Nov-
unni í hestakaup. Alltaf átti Guð-
mundur eitthvað í hestakaupum og
hafði gaman af þeim.
Ófáar ferðirnar voru farnar austur
á Bjarnastaði sem áttu hug hans all-
an og þurfti hann að fá fréttir þaðan,
helst daglega. Það voru ekki aðeins
hestarnir sem heilluðu heldur einnig
féð. Hafði hann sérstakt dálæti á
mislitu fé. Einnig þótti honum gam-
an að því að fara á fjall og varð hann
sér alltaf úti um smalahund. Við
fengum að fara með honum á hesta-
mannamót um allt land og voru tjald-
stæðin vel valin af honum, helst hátt
uppi í brekku þar sem við fengum
frið. Stundum var hallinn svo mikill
að við runnum næstum út úr tjald-
inu. Það væsti samt aldrei um okkur
því að Sigga nestaði bónda sinn vel
að heiman og kaldar kótelettur
minna okkur enn á þessar ferðir.
Til margra ára heyjuðum við túnin
í Nesi. Þar naut hann sín í bústörf-
unum. Guðmundur var alltaf fínn í
tauinu, hvort sem hann var við hey-
skap eða á hestbaki þá var hann í
jakka og í skyrtu með bindi. Það gat
komið honum í koll. Eitt sinn var
hann að gefa Lappa nýslegið hey. Þá
launaði klárinn honum greiðann með
því að bíta í bindið svo hann þurfti að
skera á það.
Síðustu ár hefur hann verið viðloð-
andi Víðidalinn. Hann sá um hrossin
í Reiðhöllinni og gaf víða morgun-
gjafir á svæðinu. Við eigum ætíð eft-
ir að minnast góðra stunda með Guð-
mundi og erum þakklátir fyrir
samfylgdina. Sendum við samúðar-
kveðjur til ættingja Guðmundar.
Tryggvi og Hjálmur Þorsteinn
Guðmundssynir.
GUÐMUNDUR
OTTESEN
GUNNARSSON
Innilegar þakkir fyrir hlýju og samúð vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR ANDRÉSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli.
Andrés Svanbjörnsson, Björk Timmermann,
Sigríður Halldóra Svanbjörnsdóttir, Ásgeir Thoroddsen,
Agnar Fr. Svanbjörnsson, Ásta Sigríður Hrólfsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
JÓNS TRYGGVASONAR,
Grænumýri 10,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar
á Akureyri fyrir frábæra aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
Inga Skarphéðinsdóttir,
Björk Jónsdóttir, Stefán Alfreðsson,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Jón Ingi Sveinbjörnsson,
Arnar Sveinbjörnsson,
Íris Harpa Stefánsdóttir,
Eva Sóley Stefánsdóttir.
Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim
sem sýndu hlýhug og stuðning vegna
veikinda og andláts móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
BERGLJÓTAR ÞORSTEINSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju,
Byggðarholti,
Lóni, Hornafirði,
sem lést fimmtudaginn 9. júní sl.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjól-
garðs, Höfn, fyrir góða umönnun.
Guðmundur Þórðarson,
Freysteinn Þórðarson, Guðlaug Þorgeirsdóttir,
Arnór Þórðarson, Ólöf Rafnsdóttir,
Erla Ásthildur Þórðardóttir, Hugi Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.