Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 45
MENNING
Í KVÖLD verður opinn fyrirlestur í
Snorrastofu í Reykholti um forn-
leifarannsóknir á staðnum. Guðrún
Sveinbjarnardóttir fornleifafræð-
ingur fjallar um stöðu rannsókn-
anna, en erindið er liður í röðinni
Fyrirlestrar í héraði. Í fréttatilkynn-
ingu segir að fornleifauppgröfturinn
í Reykholti sé afar áhugavert við-
fangsefni, ekki síst vegna frægðar
staðarins og þeirra fornminja, sem
dregið hafa fjölda ferðamanna þang-
að. „Óhætt er að fullyrða að upp-
greftrinum hafi miðað vel áfram og
hefur komið í ljós fjöldi merkilega
minja, ekki hvað síst í þeim kirkju-
grunni, sem haldið var áfram að
rannsaka nú í sumar.“ Guðrún
Sveinbjarnardóttir er verkefnis-
stjóri þeirra fornleifarannsókna,
sem fram hafa farið í Reykholti á sl.
árum, þ.e. frá 1987 og til 1989 og frá
1998. Hún lauk M. Phil.-prófi frá
University College London árið
1975 og doktorsprófi frá Háskól-
anum í Birmingham á Englandi árið
1987. Titill doktorsritgerðarinnar er
,,Settlement patterns in medieval
and post-medieval Iceland: an int-
erdisciplinary study“ og eins og tit-
illinn gefur til kynna hefur Guðrún
sérhæft sig í þróun byggða með
rannsóknum á eyðibýlum. Meðal
fjölmargra ritsmíða hennar eru
bækurnar Rannsókn á Kópavogs-
þingstað, sem kom út árið 1986,
Farm abandonment in medieval and
post-medieval Iceland: an inter-
disciplinary study, sem gefið var út á
Englandi árið 1992 og Leirker á Ís-
landi, sem Fornleifadeild Þjóðminja-
safns Íslands gaf út árið 1997.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Að
honum loknum verður boðið upp á
veitingar en síðan gefst gestum
tækifæri til að ræða efni hans. Að-
gangseyrir er 500 kr. og eru allir vel-
komnir!
Fornleifa-
fræði í
Snorrastofu
Morgunblaðið/Þorkell
Þessi gullni hringur fannst í upp-
greftri gamla kirkjugrunnsins í
Reykholti á dögunum.
NÝ STJÓRN var kjörin á aðalfundi Leik-
minjasafns Íslands fyrir skömmu. Stjórnar-
formaður var kjörinn Sveinn Einarsson, en
aðrir í stjórn eru Ólafur J. Engilbertsson,
varaformaður, Björn G. Björnsson, gjaldkeri,
Ingibjörg Björnsdóttir, ritari, Guðrún Helga-
dóttir, Jón Þórisson og Ágústa Skúladóttir.
Forstöðumaður Leikminjasafnsins er Jón Við-
ar Jónsson.
Jón Viðar sagði í samtali við blaðið að sitt
hvað væri á döfinni hjá Leikminjasafninu með
haustinu. Opnuð verður sýning í Þjóðleikhús-
inu um líf og starf Lárusar Ingólfssonar leik-
mynda- og búningateiknara í tilefni aldar-
afmælis hans nýlega, auk þess sem sýning um
brúðugerð Jóns E. Guðmundssonar verður
sett upp í anddyri Borgarleikhússins. Jón, sem
féll frá í fyrra, hefði orðið níræður á þessu ári.
Hann var merkasti frumkvöðull íslenskrar
brúðuleiklistar á síðustu öld og rak í áratugi
eigið leikhús, Íslenska brúðuleikhúsið. Þá
verður opnaður ítarlegur gagnagrunnur um
verkefni íslenskra leikhúsa á endurbættri
heimasíðu safnsins í haust. Safnið hefur enn
ekki eignast fasta sýningaraðstöðu og sagði
Jón Viðar að úr því hlyti að rætast, safnið yrði
vitaskuld að eignast fast húsnæði fyrr en síðar.
Ýmsir kostir hefðu verið skoðaðir, en enginn
enn fundist sem mönnum litist á og safnið gæti
hugsanlega ráðið við. Það sem helst háði Leik-
minjasafninu væri þó skortur á geymslurými.
Jón Viðar sagði að safninu væru sífellt að
berast gjafir af margvíslegu tagi, sumar mjög
verðmætar. Sem dæmi nefndi hann þrjú áður
óþekkt handrit frá Guðmundi Kamban að
þremur þekktustu leikritum hans, Marmara,
Vér morðingjar og Stjörnur öræfanna. Hand-
ritin bárust safninu frá afkomendum Gísla
Jónssonar, bróður skáldsins. Annars legði
safnið mikla áherslu á að ná til sín gögnum frá
frjálsum leikhópum eða sjálfstæðum leik-
húsum þar sem slík gögn vildu gjarnan glatast
þegar hóparnir legðust niður. Safnið ætti til
dæmis orðið góð söfn frá merkum leikhópum á
borð við Grímu og Alþýðuleikhúsið, auk þess
sem það ætti orðið gott safn leikskráa og plak-
ata. Meðal framtíðarverkefna væri að kort-
leggja það sem til væri af leiklistarsögulegu
efni í öðrum söfnum, þar á meðal söfnum úti á
landsbyggðinni.
Ný stjórn í Leikminjasafninu
Frá aðalfundi Leikminjasafnsins í Iðnó á dögunum.
CENTER for Icelandic Art – CIA.IS er upp-
lýsingamiðstöð um samtímamyndlist, vett-
vangur upplýsinga fyrir íslenska myndlist-
armenn, jafnt sem erlenda og alla þá sem eru
áhugasamir um íslenska myndlist. Mennta-
málaráðuneytið leggur fé til miðstöðvar-
innar.
CIA.IS styrkir íslenska myndlistarmenn til
starfa og sýningahalds erlendis. Styrkir til
vinnustofudvalar, verkefna og útgáfu munu
nú verða veittir í fyrsta sinn. Umsóknar-
frestur rennur út 30. júní næstkomandi.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu CIA.IS
eða á heimasíðu www.cia.is.
Morgunblaðið/Þorkell
Upplýsingamiðstöð myndlistarinnar er til
húsa í Hafnarstræti 16.
Síðustu forvöð að
sækja um styrk