Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 8

Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á heildina litið hefurekki dregið úr eft-irspurn eftir leiguíbúðum á almennum markaði frá því bankarnir hófu að bjóða 90 til 100% húsnæðislán sl. haust, segir Guðlaugur Þor- steinsson, framkvæmda- stjóri hjá leigumiðluninni Leigulistanum. Hann seg- ir að nokkuð hafi dregið úr eftirspurninni fyrst eftir að bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin. „Menn voru greinilega að skoða sinn gang,“ segir hann. Eft- irspurnin hafi þó aukist eftir ára- mótin. „Hún hefur haldist stöðug síðan þá og reyndar aukist ef eitt- hvað er.“ Hann segir eftir- spurnina þó mismunandi eftir árs- tíðum. Hún sé t.d. meiri á sumrin og á haustin en á veturna. Inntur eftir mögulegum skýr- ingum á mikilli eftirspurn eftir íbúðum, segist hann m.a. telja að ungt fólk fari fyrr út á leigumark- aðinn en áður. Hann kveðst þó einnig verða var við að fólk ákveði að bíða með fasteignakaup, og leigja íbúð, í þeirri von að íbúða- verð lækki. Þá veit hann dæmi þess að fólk hafi selt íbúðir sínar, til að fá hámarksverð fyrir þær, og ætli síðan að bíða með að kaupa sér nýja, þar til íbúðaverð lækki. Guðlaugur segir að eftirspurnin hafi aukist það mikið, að „það hafi gengið á húsnæðisframboðið“, eins og hann orðar það. Þegar hann er spurður hvort það vanti m.ö.o. fleiri leiguíbúðir á markað- inn svarar hann: „Já, við getum alveg komið út fleiri íbúðum.“ Hann tekur þó fram að hann byggi þetta svar sitt frekar á til- finningu fyrir markaðinum en staðfestum tölum. Guðlaugur segir að verð á leiguhúsnæði hafi haldist nokkuð stöðugt síðustu mánuði og jafnvel ár. „Leiguverð hefur ekki fylgt þessu háa fasteignaverði enda er leiga ekki fjármögnuð með lán- um,“ útskýrir hann. Spurður út í leiguverð segir hann að það fari eftir ýmsum þátt- um. Þumalputtareglan sé þó sú að fermetrinn sé leigður á þúsund krónur. Þegar hann er beðinn um að nefna dæmi um leiguverð á t.d. tveggja herbergja íbúðum, segir hann að þær séu leigðar á bilinu fimmtíu til 75 þúsund krónur á mánuði. Fækkar milli ársfjórðunga Í fréttabréfi um húsaleigubæt- ur, sem birt er á vef félagsmála- ráðuneytisins, kemur fram að bótaþegum húsaleigubóta hafi fjölgað frá fyrsta ársfjórðungi 2004 til fyrsta ársfjórðungs 2005, eða úr 9.074 í 9.973. Að sögn Elínar Gunnarsdóttur, deildarsérfræðings hjá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, hefur bóta- þegum fjölgað jafnt og þétt allt frá árinu 1998, en þá var sveit- arfélögum gert skylt, skv. lögum, að greiða húsaleigubætur. Í fréttabréfinu kemur þó fram að bótaþegum hafi fækkað um 2,5% milli síðasta ársfjórðungs 2004 og fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Meðalfjöldi bótaþega var 10.237 á síðasta ársfjórðungi 2004 en 9.973 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Of snemmt er þó að segja til um það hvort þetta sé varanleg fækkun bótaþega eða tímabundin sveifla. Elín Gunnarsdóttir segir að ef til vill megi rekja fækkunina til hreyfingar námsmanna á leigu- markaðinum; námsmenn segi gjarnan upp leiguíbúðum við lok námsannar, og þessi fækkun bótaþega geti endurspeglað það að hluta til. Hún segir þó einnig að ef til vill megi rekja fækkunina til stöðunnar á húsnæðismarkaðin- um; fólk hafi í auknum mæli farið af leigumarkaðinum til að kaupa sér íbúð. Lægri greiðslur í ár? Sveitarfélögin greiddu samtals 402,4 milljónir króna í húsaleigu- bætur á síðasta ársfjórðungi 2004 en um 381,7 milljónir á fyrsta árs- fjórðungi 2005. Greiðslur sveitar- félaganna voru 10,5% lægri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en áætlað var, að því er fram kemur í fyrrgreindu fréttabréfi. Þar kem- ur fram að áætlanir sveitarfélag- anna hafi miðað við að meðaltal bótaþega myndi fjölga úr 9.505 á árinu 2004 í 12.290 á árinu 2005. Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborg- ar, staðfestir að Reykjavíkurborg hafi einnig gert ráð fyrir fjölgun bótaþega á þessu ári. Bótaþegum hafi fjölgað jafnt og þétt undan- farin ár, en tölur frá fyrstu mán- uðum þessa árs, gefi til kynna að heldur sé að draga úr þeirri aukn- ingu. Spurð um hugsanlega skýr- ingu segir hún m.a. að íbúðir, sem hingað til hafi verið í útleigu, hafi verið seldar vegna þenslu á fast- eignamarkaðinum. Auk þess segir hún: „Þrátt fyrir þetta háa fasteignaverð hefur fólk keypt íbúðir vegna aukinna lána- möguleika.“ Hún segir að svo virðist sem skortur sé á leiguíbúð- um á markaðinum. Þegar hún er spurð hvort hún hafi áhyggjur af þeirri þróun svarar hún: „Já, ég hef áhyggjur vegna þess að marg- ir geta ekki staðið undir afborg- unum af húsnæðislánum og kjósa jafnvel frekar að leigja.“ Fréttaskýring | Hvernig stendur húsa- leigumarkaðurinn? Eftirspurn að aukast? Bótaþegum húsaleigubóta hefur fækk- að um 2,5% milli ársfjórðunga Námsmenn leigja líka á almennum markaði. Leiguverð hefur lítið breyst síðustu mánuði  Meðalfjöldi þeirra sem þiggja húsnæðisbætur var 9.505 árið 2004, skv. upplýsingum Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga. Flestir bótaþeganna leigðu á almennum markaði, eða um 47,39%. Hlutfall þeirra bótaþega sem leigðu á fé- lagslegum markaði árið 2004 var um 33,74%. Námsmenn sem leigðu á stúdentagörðum eða á heimavistum voru um 14,57% bótaþega. Þá bjuggu um 4,30% bótaþega á sambýlum árið 2004. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞEIR hittust á dögunum flugstjór- arnir þrír sem fóru fyrstu ferðirnar í áætlunarflugi landsmanna milli landa sumarið 1945. Þeir rifjuðu upp ferðirnar og dásömuðu fallega mynd af Catalína-flugbáti Flugfélags Ís- lands sem var notaður í þessar ferð- ir, en flugstjórarnir fyrrverandi eru Jóhannes R. Snorrason, Smári Karlsson og Magnús Guðmundsson. Flugstjórarnir þrír eru allir komnir yfir áttrætt og hættu störf- um eins og lög gera ráð fyrir þegar hámarksaldri flugstjóra var náð. Jóhannes R. Snorrason, sem nú er 87 ára, var yfirflugstjóri Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða og hann var einn stofnenda Félags íslenskra atvinnuflugmanna árið 1946. Hóf hann störf hjá Flugfélagi Íslands haustið 1943 eftir flugnám í Kanada og var flugstjóri í fyrstu áætl- unarferðunum milli landa. Tveir synir hans, Hjörleifur og Jóhannes Örn, eru þotuflugstjórar hjá Ice- landair. Magnús Guðmundsson er 88 ára og hóf flugferil sinn vorið 1944 hjá Flugfélagi Íslands. Eins og Jóhann- es lærði hann flug í Kanada og starf- aði hjá Flugfélaginu til 1947 er hann færði sig til Loftleiða. Magnús fór aðra ferðina sumarið 1945 til Skot- lands og Danmerkur þegar Jóhann- es var flugstjóri en sumarið eftir var Magnús flugstjóri á Catalína- flugbátnum. Fór hann þá eina ferð til Bergen með fimleikaflokk KR og var Smári Karlsson þá flugmaður með honum. Magnús starfaði hjá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar í ein 7 ár eftir að hann hætti sem flug- stjóri. Guðmundur, sonur hans, er þotuflugstjóri hjá Icelandair og sömuleiðis dóttursonur hans, Magn- ús Antonsson. Smári Karlsson er yngstur þess- ara þriggja frumkvöðla í fluginu, 82 ára, og flaug eins og Magnús hjá Flugfélaginu fyrstu árin en hjá Loft- leiðum frá árinu 1947. Hann lærði einnig í Kanada á stríðsárunum. Smári flaug með Jóhannesi fyrstu ferðina á Catalína-flugbátnum TF- ISP til Skotlands og Danmerkur, eins og fram hefur komið, og sum- arið eftir var hann flugstjóri á Catal- ína-flugbátum Flugfélagsins. Smári heldur sig enn við efnið og flýgur nú Cessna-flugvélum Flugklúbbsins í Mosfellsbæ. Eins og starfsbræður hans á Smári son, Skúla, sem er þotuflugstjóri hjá Icelandair. Ljósmynd/Snorri Snorrason Þeir voru glaðbeittir flugstjórarnir fyrrverandi, þegar þeir rifjuðu upp árin á Catalína-flugbátnum. Frá vinstri: Smári Karlsson, Jóhannes R. Snorrason og Magnús Guðmundsson. Fögnuðu 60 ára flugáfanga Þessi mynd var tekin af flugstjórunum fyrir 60 árum. Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Jóhannes R. Snorrason og Smári Karlsson. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra hefur ákveðið að heimila veiðar á rjúpu nú í haust. Segir í frétt frá umhverfisráðuneyt- inu að þetta sé gert með vísun til breyttra laga um stjórnun fugla- veiða og niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands síð- ast liðið vor, þar sem fram kom að rjúpnastofninn hefði meira en þre- faldast á tveimur árum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að stýra veiðum og tryggja að þær verði sjálfbærar, segir í fréttinni. Í þeim reglum sem settar verða um veiðar í haust mun ráðherra leggja áherslu á að tryggt verði að nýting rjúpnastofnsins verði í samræmi við afkastagetu hans. Ráðherra hefur í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, óskað eftir áliti Náttúrufræðistofnunar Ís- lands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og tillögum Umhverfisstofnunar um stjórn og framkvæmd veiðanna. Ráðherra mun einnig hafa samráð við Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skotveiði- félag Íslands og Fuglaverndarfélag- ið um framkvæmdina. Reglugerð um veiðarnar verður sett um mán- aðamótin ágúst–september næst- komandi. Umhverfisráðherra heim- ilar rjúpnaveiðar í haust Morgunblaðið/Golli Rjúpnaveiðar verða leyfðar á ný í haust eftir tveggja ára veiðibann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.