Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 15 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur | Bæjarstjórn Kópavogs tók á fundi sínum 19. júlí sl. vel í til- lögu fulltrúa Samfylkingarinnar um aðgerðir til að auka notkun ung- menna á Strætó í tengslum við upptöku á nýju leiðarkerfi. Hug- myndir Samfylk- ingarinnar miða að því að bjóða ungmennum sér- stök kjör og hvetja þau með því til þess að nota almennings- samgöngur. Var samþykkt að vísa tillögunni til bæjarráðs til áfram- haldandi vinnu. Í tillögu fulltrúa Samfylking- arinnar er mælst til þess að bæj- arstjórn Kópavogs efni til hvatn- ingarátaks meðal 12 –18 ára ungmenna í Kópavogi til að nota strætó. Hvatningarátakið standi í a.m.k. einn mánuð og hefjist í lok ágústmánaðar. Í greinargerð fulltrúa Samfylk- ingarinnar segir m.a. að efling al- menningssamgangna sé brýnt verk- efni sveitarstjórna á Íslandi í dag. Með aukinni notkun strætó dregur úr mengun og álag á umferðaræðum minnkar. Segir í greinargerðinni að því sé áhyggjuefni að á und- anförnum árum hafi dregið nokkuð úr farþegafjölda í strætó á höf- uðborgarsvæðinu. „Ástæður þess geta verið ýmsar en áríðandi er að bregðast við og reyna með öllum ráðum að hvetja íbúana til að nota strætisvagnakerfið mun betur í framtíðinni,“ segir í greinargerð- inni. Mögulega fríkort í einn mánuð Nýtt leiðakerfi Strætó tekur gildi laugardaginn 23. júlí nk. og er yf- irlýst markmið þess að efla almenn- ingssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó. Fulltrúar Samfylkingar segja því mikilvægt að ná til unga fólksins og hvetja það til notkunar á almenningssamgöngum. „Því er lagt til að nú þegar nýtt leiðakerfi tekur gildi verði ungt fólk á aldrinum 12 – 18 ára í Kópavogi hvatt sérstaklega til að nota strætó,“ segir m.a. í greinargerð fulltrúa Samfylking- arinnar. „Það má t.d. gera með því að gefa þessum aldurshópi kost á að sækja um fríkort í strætó fyrir ákveðið tímabil, t.d. einn mánuð, á heimasíðu bæjarins eða á heimasíðu Strætó. Þar væri jafnframt hægt að kanna afstöðu unga fólksins til strætó og hins nýja leiðakerfis. Þetta gæti gagnast bænum sem eig- anda strætó og Strætó bs. þar með talið og síðast en ekki síst unga fólk- inu og fjölskyldum þeirra. Lok ágústmánaðar telst heppileg tíma- setning þar sem grunn- og fram- haldsskólar hefja starfsemi sína í lok mánaðarins.“ Samstaðan afar jákvæð Að sögn fulltrúa Samfylking- arinnar felst kostnaður bæjarins í kynningu á átaksverkefninu sem og greiðslum fyrir þau kort sem ganga út en það fari að sjálfsögðu eftir áhuga unga fólksins. Ljóst sé, að átaksverkefni af þessu tagi þurfi að kynna með áberandi hætti. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, er afar ánægjulegt að samstaða skuli mynd- ast um málið í bæjarstjórn. „Það er gott mál að við getum sameinast um jákvæð atriði eins og þetta,“ segir Sigrún. „Sérstaklega leist fulltrúa okkar Kópavogsbúa í stjórn Strætó bs., Ármanni Kr. Ólafssyni, vel á þetta, svo ég er bjartsýn á að þetta geti gengið vel upp.“ Sigrún segir hér um að ræða verkefni sem gæti hjálpað til að auka farþegafjöldann í strætó, ef ýtt er undir að ungt fólk nýti sér al- menningssamgöngur. „Það mun m.a. draga úr þessu skutli sem margir foreldrar kannast svo vel við,“ segir Sigrún. „Það á eftir að koma í ljós hversu vel þetta nýja leiðarkerfi virkar, en auðvitað von- um við að það skili þeim árangri að fleiri geti nýtt sér almennings- samgöngur en hingað til. Þetta er okkar fyrsta skref til að efla notkun á almenningssamgöngum.“ Bæjarstjórn Kópavogs vill auðvelda ungum Kópavogsbúum að ferðast með strætisvögnum Sérstök kjör og hvatning Snjallræði Fyrir nokkrum árum voru gerðar prófanir með smartkort í höndum unglinga í Kópavogi og þóttu þær heppnast vel. Ungmenni í Kópa- vogi kunna án efa vel að meta að þeim sé auðveldað að nota strætisvagna. Þá kunna foreldrar líklega einnig að meta minna skutl. Sigrún Jónsdóttir Hafnarfjörður | Sumarhátíð Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar (ÍTH) verður haldin í dag. Hátíðin hefst á Hörðuvöllum kl. 13 og stendur til 15.30. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta skemmtun og munu yngstu gestirnir hljóta óvæntan glaðning. Meðal annars koma fram listahópar úr Vinnuskólanum, þar á meðal leiklistarhópur, fjöllistahópur, tónlistarhópur og fleiri. Einnig koma fram hljóm- sveitirnar Úlpa, Spilabandið Runólfur og Fobia. Þá verður farið í hið sígilda og sívinsæla rjómabollukast sem fellur alltaf í kramið hjá ungum jafnt sem öldnum. Þá verða á svæðinu hoppu- kastalar auk þess sem boðið verður upp á pylsur og drykki. Litríkt Það verður mikið um dýrðir á sumarhátíð ÍTH í dag, eins og á hátíðinni í fyrra þar sem þessir félagar létu ljós sitt skína. Hafnfirðingar gleðj- ast á Sumarhátíð flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.