Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 21
UMRÆÐAN
HINN 15. júlí sl. var athyglisvert
viðtal í Morgunblaðinu við Ólaf
Kvaran, forstöðumann Listasafns
Íslands, þar sem fram kemur sú
dapra staðreynd að í
húsakynnum safnsins
við Fríkirkjuveg er
ekki nægjanlegt rými
til að hafa fasta sýn-
ingu um íslenska lista-
sögu. Ég tek undir það
sem þarna kom rétti-
lega fram. Þá tala ég
út frá 50 ára reynslu
minni við störf í ferða-
þjónustu, nánar til-
tekið sem leið-
sögumaður erlendra
ferðamanna og einnig
sem kennslustjóri í
Leiðsöguskóla Ís-
lands. En auðvitað er
það einnig dapurlegt
fyrir íslenskt námsfólk
og íbúa landsins yf-
irleitt.
Ég man þá tíma
þegar Listasafn Ís-
lands var til húsa á efri
hæð Þjóðminjasafns
Íslands og sjálft Þjóð-
minjasafnið hafði til
sinna umráða neðri
hæð og hluta af kjall-
ara. Þeim leið-
sögumönnum, sem þá stunduðu Ís-
landskynningu í dagsferðum út frá
Reykjavík og í stuttum kynn-
isferðum um sjálfa borgina, þótti
það mikil framför þegar Listasafnið
flutti í núverandi húsnæði við Frí-
kirkjuveg og hafist var handa við að
undirbúa stækkun og end-
urskipulagningu á húsnæði sjálfs
Þjóðminjasafnsins. Reyndar voru
kynnisferðirnar um Reykjavík þann-
ig skipulagðar að sjaldan var okkur
leiðsögumönnunum gefinn langur
tími á Þjóðminjasafninu og því ár-
íðandi fyrir okkur að þekkja vel
staðsetningu safngripanna og vera
stuttorð og gagnorð í frásögn.
Eftir langa lokun Þjóðminjasafns-
ins var því nauðsynlegt fyrir leið-
sögumenn að fara á sérstakt nám-
skeið til að kynnast nýja húsnæðinu
og þeim safngripum sem ekki voru
áður til sýnis. Gömlu safngripirnir
„okkar“, sem við höfðum alltaf getað
gengið að á sínum stað í gamla hús-
næðinu, voru nú komnir í allt annað
umhverfi, en endurfundirnir voru
ánægjulegir og vöktu gamlar minn-
ingar. Einnig voru komnir til sögu
margir „nýir“ safngripir sem köll-
uðu á öflun nýrra upplýsinga og
heimalestur. En þannig er leiðsögu-
starfið, alltaf eitthvað nýtt að lesa og
kynna sér.
En hvað varð um Listasafn Ís-
lands og nýja sýningarhúsnæðið
þar? Í stuttu máli veldur það miklum
vonbrigðum að eiga ekki kost á
fastri yfirlitssýningu á íslenskri list
á einum stað. Þau vonbrigði eru ekki
bara meðal leiðsögumanna heldur
einnig meðal þeirra erlendu ferða-
manna sem hafa áhuga á að kynna
sér upphaf og þróun íslenskrar list-
ar. Ef þeim er sagt að slík fastasýn-
ing sé ekki í boði á Íslandi eiga þeir
erfitt með að trúa því. Óþarfi ætti að
vera að minnast í þessu sambandi á
það hvað íslenskt skóla-
fólk og Íslendingar yf-
irleitt fara á mis við.
Sjálf hef ég persónu-
lega fengið í heimsókn
erlenda gesti sem hafa
varla trúað því að slík
yfirlitssýning væri ekki
í boði. Fyrir nokkrum
árum kom hingað bresk
kona, einn þekktasti
kennari leiðsögunema
þar í landi. Hún trúði
ekki að „lands“-
listasafn sem kallaði sig
„Listasafn Íslands“
hefði ekki stöðugt slíka
fasta yfirlitssýningu.
Hún sagði að í Bret-
landi væri það meg-
inverkefni „lands“-
safna að kynna list á
landsvísu, en önnur
minni söfn væru með
„þema“-sýningar eða
kynntu einstaka lista-
menn.
Hún vildi samt að ég
sýndi henni Listasafn
Íslands og það fyrsta
sem hún sá, þegar inn
var komið, var stór sandhrúga á
gólfinu með steinum og timb-
urbútum út um allt. Hún dró þá
ályktun að verið væri að gera við
húsið, en gekk samt til afgreiðslu-
stúlkunnar og spurði hana hvort
ekki væri opin yfirlitssýning á ís-
lenskri list. Stúlkan svaraði að því
miður hefði þurft að taka niður flest
gömlu íslensku listaverkin vegna
þeirrar nýlistasýningar sem stæði
yfir núna. Bresku konunni varð aft-
ur litið á sandhrúguna á gólfinu og
spurði mig hvort við gætum ekki far-
ið eitthvað út fyrir borgina.
Fyrir nokkrum vikum voru norsk
kunningjahjón í heimsókn. Þau
höfðu líka áhuga á að skoða yfirlits-
sýningu á íslenskri list. Þá sömu
viku var einmitt verið að kynna lista-
manninn Dieter Roth á Listasafni
Íslands og á Listasafni Reykjavíkur
og þegar við komum að Kjarvals-
stöðum til að skoða yfirlitssýninguna
á 20. aldar myndlist, sem þar hafði
verið auglýst, komum við að læstum
dyrum. Einmitt lokað þann daginn,
sem var eini dagur norsku hjónanna
í borginni. Ótal fleiri dæmi mætti
nefna um erlenda ferðamenn, sem
hafa áhuga á að kynnast íslenskri
listasögu, en slík sýning er ekki í
boði. Ég tek því sannarlega undir
með Ólafi Kvaran, forstöðumanni
Listasafns Íslands, „að leita þurfi
nýrri leiða í samvinnu og verkaskipt-
ingu“ íslenskra listasafna.
Íslensk list og er-
lendir ferðamenn
Birna G. Bjarnleifsdóttir
fjallar um listsýningar
Birna G.
Bjarnleifsdóttir
’… veldur þaðmiklum von-
brigðum að eiga
ekki kost á
fastri yfirlits-
sýningu á ís-
lenskri list á
einum stað.‘
Höfundur er fagmenntaður leið-
sögumaður og fyrrv. kennslustjóri
Leiðsöguskóla Íslands.
Í MORGUNBLAÐINU 23. maí
sl. birtist grein undir fyrirsögninni:
Engin tæknileg vandkvæði við göng
til Eyja. Byggt er á viðtali við Árna
Johnsen og þar er
þessu haldið fram.
Þetta er fáránleg vit-
leysa og alls ekki rétt.
Aðalvandinn er ennþá
óleystur. Það er eitt
stórt vandamál ennþá
óleyst: Lektin í berg-
inu. Verkfræðingurinn,
sem vitnað er í, virðist
nákvæmlega ekkert
hafa fengið að vita um
berglögin, sem byggja
upp Suðurlandsund-
irlendið, og þar með
talið Eyjasund.
Hann hefur efalaust mikla reynslu
af jarðgangagerð í Skandinavíu og
Færeyjum, en öll þessi göng eru
gerð í miklu eldra bergi en til er á Ís-
landi.
Fyrir mörgum árum byrjaði einn
kennarinn okkar í MA kennslutím-
ann með spurningunni: Hvert er
skilyrði þess að hægt sé að bera
saman? Það sló þögn á bekkinn svo
að hann svaraði sér sjálfur: Vitið þið
það ekki, auðvitað. Að það sé sam-
bærilegt.
Þessi einfalda staðreynd, að ekki
sé hægt að bera saman ósam-
bærilega hluti, er því miður allt of
oft virt að vettugi. Þetta á ekki síst
við um það sem skrifað er um göngin
til Vestmannaeyja. Allur sam-
anburður virðist vera við göng sem
gerð eru í eldgömlu graníti og allar
áætlanir miðaðar við þau. Allar áætl-
anir sem byggðar eru á jarð-
gangagerð í graníti eru algjörlega
ónothæfar og einskis virði til að gera
sér grein fyrir raunverulegum
kostnaði við göng til Eyja, ef það er
þá hægt að gera göngin.
Veit Árni Johnsen eða ingeniör
Kristiansen hvernig sprungurnar
liggja undir Eyjasundi? Vita þeir um
lekt bergsins? Mér vitanlega hefur
lektin aldrei verið mæld. Þetta er í
nánd við virkt eldfjallasvæði, gleym-
um því ekki!
Eitt er víst að Árni
Johnsen og félagar vita
ekki, frekar en við hin-
ir, hvar eða hvenær
næsta eldgos verður í
nánd við Vest-
mannaeyjar. Það er
ekki víst að næst líði
5000 ár á milli gosa!
Hvað verður þá um
göngin, og hve margir
láta þá lífið á leið í
gegnum þau til eða frá
Eyjum? Þetta veit eng-
inn!
Önnur vitleysa sem
kemur fram í greininni er að göngin
komi í staðinn fyrir Herjólf. Það þarf
ferjuna eftir sem áður, en mætti
kannski fækka ferðum. Hefur það
verið athugað hve margir Eyjamenn
eða aðrir myndu nota göngin? Ég
efast um að allir í Eyjum séu svo
hugaðir að þeir muni hætta sér í
gegnum þau.
Ætlar bæjarstjórinn í Eyjum og
samgönguráðherra að klippa á
borða í miðjum göngum við opnun
þeirra, eða verður það gert við
gangaopin samtímis? Hefur hinn er-
lendi verktaki ætlað sér að fá Íslend-
inga til að starfa við göngin? Ég
efast um að nokkur maður hér fáist
til að vinna við þær aðstæður sem
hér er boðið upp á ef eitthvert annað
starf fæst í landi.
Þarna er um að ræða vinnu í um
eða yfir 100 m dýpi undir úthafi og
allt að 10 km fjarlægð frá landi, í
hripleku bergi þar sem alltaf má
gera ráð fyrir miklum leka við
hverja einustu sprengingu.
Hvað gera áætlanirnar ráð fyrir
mörgum hundruðum (eða þús-
undum) tonna af sementi til að þétta
bergið áður en sprengt er? Hefur
það verið rætt meðal vörubílstjóra,
sem flytja vörur til Eyja, hvernig
þeim líst á að aka daglega eða oftar í
gegnum þessi göng, 18–20 km löng
um 100 m undir úthafinu?
Í grein minni í Morgunblaðinu 28.
apríl sl. benti ég, að ég held ræki-
lega, á það hversu góð vatnsból eru í
þessum hraunum t.d. í Svartsengi,
Straumsvík og Gvendarbrunnum,
þar sem rennslið virðist vera þvert á
sprungustefnuna sem er NA-SV.
Þetta sýnir hversu galopin hrauna-
mótin eru í raun.
Þetta sama gildir áreiðanlega um
hraunlögin undir Eyjasundi. Því
breyta engar fullyrðingar
ókunnugra eða óskhyggja Eyja-
manna. Lekt bergsins er óvissuþátt-
ur nr. 1, 2 og 3 og skiptir öllu máli
um hvort hægt er að gera göngin
eða ekki!
Svo þegar göngin væru klár, ef
hægt er að gera þau, kemur fram-
haldið: Hættan á jarðskjálfta eða
eldgosi sem myndaði sprungu í
bergið og klippti göngin í tvennt.
Það þarf ekki stóra rifu á 100 m dýpi
til að fylla göngin af sjó. Það gæti
gerst á mjög stuttum tíma.
Vinsamlegast athugið að þetta er
ekki svartsýnistal heldur raunsæi.
Þetta gæti auðveldlega gerst og eng-
inn veit fyrirfram hvenær! Göngin
eru stórhættuleg dauðagildra fyrir
alla sem nota þau!
Enga óskhyggju – Engin göng –
Finnum aðra leið!
Alls ekki öll tæknileg
vandkvæði leyst
Ísleifur Jónsson fjallar
um mögulega gangagerð
til Vestmannaeyja ’Göngin eru stór-hættuleg dauðagildra
fyrir alla sem nota þau!‘
Ísleifur Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
Í MARSMÁNUÐI 1941 lá leið
mín í Sparisjóð Hafnarfjarðar til
að stofna minn fyrsta sparisjóðs-
reikning. Ég opnaði útidyr húss-
ins, fór eina hæð upp stiga, þar fór
ég inn um dyr og var þá kominn
inn í þröngt herbergi Sparisjóðs-
ins. Þar voru þrjár manneskjur að
störfum, sparisjóðsstjórinn, gjald-
kerinn og ein stúlka. Sparisjóðs-
stjórinn vann standandi við stórt
og mikið skrifborð og skráði í
miklar bækur. Allt handskrifað.
Ég bar fram erindi mitt og innan
stundar var nafn mitt komið í
stóra bók, kennitölulaust, því á
þeim tíma hét maður sínu skírn-
arnafni og varð að rísa undir því.
Ég kvaddi og gekk út með mína
fyrstu sparisjóðsbók og var orðinn
viðskiptavinur Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar og hef verið það óslitið í
nær 65 ár.
Áfallalaus viðskipti
Ég var einn af hinum almennu
borgurum sem þurftu mjög á
lánsfé að halda til að eignast íbúð-
arhúsnæði. Í því efni átti ég mikil
og farsæl viðskipti við Sparisjóðinn
og ég man ekki eftir að hafa lent í
vanskilum svo að kostnaður sjóðs-
ins mín vegna hlýtur að hafa verið
í lágmarki. Mikið af skuldum mín-
um voru víxlar svo að ég greiddi
nokkuð háa vexti.
Ábyrgðarmenn –
stofnfjáreigendur
Ég vissi að til voru ábyrgð-
armenn. Ég veit ekki til þess að
nokkru sinni hafi reynt á ábyrgð-
ina. Mér fannst óeðlilegt að það
væri lokaður klúbbur sem bæði
réði því hverjir fengju inngöngu í
hópinn og hefði vald yfir rekstri
Sjóðsins. Ég hafði samt ekki
áhyggjur af því og
reyndi ekki að komast
í þann ágæta hóp.
Nú heita þeir stofn-
fjáreigendur. Og þeir
eiga sjóðinn. 200 þús-
und króna stofnfé
verður á einni nóttu
að 48 milljónum
króna. Þetta er orðinn
auðkýfingaklúbbur í
vitund alls almennings
og það sem verra er
að ekki er ólíklegt að
stofnfjáreigendurnir
geti selt sjóðinn okk-
ar. Hann hefur verið
bakhjarl fólksins sem
á liðnum áratugum
hefur m.a. stutt fólk
til sjálfsbjargar í hús-
næðismálum og þar
með veitt því efna-
hagslegt frelsi og ör-
yggi sem flestir sækj-
ast eftir.
Okkur, þessu venju-
lega fólki, þótti vænt
um og þykir vænt um Sparisjóð-
inn.
Hvað er að gerast?
Mér sýnist að þessi duldi auður
stofnfjáreigenda hljóti að vera
kominn að stórum hluta frá þeim
sem mestar skuldir hafa þurft að
fást við í lífsbaráttunni. Hér sé því
um að ræða ljóslifandi dæmi af
hinum gífurlegu eignartilfærslum
stórfyrirtækja. Einhvers staðar
verða þær eignir til og ég óttast að
það sé í ríkum mæli frá þeim fá-
tækustu komið. Þeir hafa minnsta
möguleika til að verja sig og sína.
Lögum samkvæmt?
Ég hef ekki trú á
að verið sé að brjóta
lög. Hér hafa mistök
orðið í löggjöf sem úr
þarf að bæta. Enda
virðist eðlilegra og
sanngjarnara að
mynda stofnsjóð sem
byggist upp af við-
skiptaaðilum með ár-
legri arðsemi sjóðsins
af viðskiptum. Það
sem nú er að gerast
hlýtur að valda stofn-
fjáreigendum óþæg-
indum og rýra þá
miklu velvild sem
Sparisjóðurinn á í
hugum fólks. Áratuga
viðskipti eru hvorki
metin né þökkuð.
Það verður þunnur
þrettándinn á 65 ára
viðskiptaafmælinu
mínu. Og þó. Spari-
sjóðsbókin er við-
skiptasamningur milli
mín og Sparisjóðsins. Í útdrætti úr
lögum Sparisjóðs Hafnarfjarðar í
sparisjóðsbókinni segir orðrétt:
„Ábyrgðarmennirnir mega ekki
njóta neins ágóða af varasjóðnum.“
Samningi mínum hefur hvorki ver-
ið sagt upp né tilkynnt um breyt-
ingar. Voru þetta ekki lögvarin
réttindi viðskiptavina?
Sparisjóður Hafnarfjarðar –
Hvað er að gerast?
Páll V. Daníelsson
fjallar um málefni
Sparisjóðs Hafnarfjarðar
’Ég hef ekki trúá að verið sé að
brjóta lög. Hér
hafa mistök orð-
ið í löggjöf sem
úr þarf að
bæta.‘
Páll V. Daníelsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Vorum að fá í einkasölu eina þekktustu
blóma- og gjafavöruverslun landsins.
Um er að ræða 522 fm verslunar- og
gróðurhús við aðalgötuna í Hvera-
gerði. Miklir möguleikar á fjölbreyttum
verslunarrekstri. Verslun hefur verið
starfrækt í húsnæðinu í um 50 ár og er
löngu landsþekkt og viðkomustaður
flestra sem koma til Hveragerðis. Er
því um mikla viðskiptavild og þekktan
stað að ræða. Verð 41,8 millj.
Verslunin Blómaborg í Hveragerði
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli