Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 27

Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 27 FJÁRLAGANEFND Alþingis, ríkisendurskoðandi og lögmenn hafa rannsakað hvernig staðið var að sölu hlutabréfa ríkisins í Búnaðarbank- anum árið 2002. Sú rannsókn hefur leitt í ljós að kaupendur bréfanna voru núverandi forsætisráðherra, ættingjar hans og vinir. Fram kom að forsætisráðherra beitti sér í söluferlinu. Á þeim tíma var hann varaformaður ráð- herranefndar rík- isstjórnar um einka- væðingu. Eftir þessa rannsókn standa eftir margar spurningar sem ráðherra hefur ekki svarað. Meg- inspurningin er sú hvort það hafi verið löglegt og siðlegt að ráðherrann beitti sér við málsmeðferðina til að tryggja að hann sjálfur og vinir fengju að kaupa hlut ríkisins í Búnaðarbankanum? Ég tel svo ekki vera. Þessi vinnubrögð koma þeim ekki á óvart sem þekkja söguna – eða eins og einhver sagði „þeir hafa ekkert lært en engu gleymt“. Þetta mál snýst um hvað telst vera siðlegt, jafn- vel löglegt, og hvort menn beri pólitíska ábyrgð. Á endanum verður það fólksins í landinu að kveða upp sinn dóm. Orðræðan Sumir stuðnings- menn forsætisráðherra hafa haldið því fram að þeir sem vilja ræða og skoða vinnubrögð for- sætisráðherra, séu fyrst og fremst slúður- og rógberar sem eru að reyna að koma höggi á ráðherrann – hafi jafnvel einnig and- úð á fjölskyldu forsætisráðherra. Engin rök hafa verið færð fram fyrir þessum ásökunum, enda eru þær fá- sinna og koma kjarna málsins ekkert við. Fleiri undarleg sjónarmið hafa litið dagsins ljós. Því hefur verið hald- ið fram að vegna þess hve stjórn- arandstaðan hafi verið sein að taka við sér sé kærufrestur svo koma megi málinu til umboðsmanns Alþingis lið- inn. M.ö.o. að ráðherra sé sloppinn frá málinu á tæknilegum forsendum! Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort PR-mönnum forsætis- ráðherra tekst að deyfa þessa um- ræðu svo á endanum muni hann kom- ast upp með að selja sjálfum sér, vinum sínum og velunnurum hlut rík- isins í banka og jafnvel selja flokkinn enn eina ferðina í alþingiskosningum. Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun á kannski ein- kennilegustu innkomuna í þetta mál. Óumbeðin, að eigin sögn, gaf hún út vottorð þess efnis að núverandi for- sætisráðherra hafi verið heimilt að selja sjálfum sér og vinum sínum hlut ríkisins í bankanum. Þessa nið- urstöðu byggir hún fyrst og fremst á því að vegna tímabundinna veikinda hans sjálfs hafi hann ekkert frétt, umfram aðra, af stærstu einkavæð- ingu sögunnar – jafnvel þó hann sjálf- ur hafi bæði verið kaupandi og selj- andi hlutarins og því ekkert komið að málin. Athyglisvert! Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi annað í ljós. Reyndar vakti stofnunin sérstaka at- hygli á því að á sex mánaða tímabili, sem söluferlið tók, hafi ráðherrann þó setið fund ríkisstjórnarinnar þar sem málið var tekið til umræðu. Kannski áttaði hann sig ekki á þeirri umræðu sem fram fór. Ríkisend- urskoðun tekur þó fram í sínu vott- orði að útgáfa þeirra sé ekki í hennar verkahring – en líklega hefur skyldan kallað í þessu tilviki. Ríkisend- urskoðun bætti svo gráu ofan á svart, er í ljós kom að hún hafði fengið rang- ar upplýsingar um eignarhlut ráð- herrans og ættingja, þegar hún til- kynnti á heimasíðu sinni að vottorðið næði einnig yfir þann eignarhlut sem hún var ekki upplýst um – og vænt- anlega fleiri komi þeir síðar í ljós. Vottorðið er því líklega úr gúmmíi sem má teygja yfir stærra svæði eftir hentugleika. Trúverðugleiki stjórnsýslu Vönduð stjórnsýsla, sem nýtur trausts, er hornsteinn lýðræðis og stjórnskipunar. Þegar ríkisstofnun, sem heyrir undir Alþingi, gefur út svona vottorð er vegið að trausti og trúverð- ugleik stjórnsýslunnar. Það er alvarlegt mál. Slík vinnubrögð kalla á sérstaka umræðu um stöðu þeirrar stofnunar? Alþingi verður að taka sérstaka umræðu um ríkisendurskoðun og stöðu hennar í opinberri stjórnsýslu. „Virtur“ erlendur fjárfestir Eitt þeirra skilyrða, sem ríkið setti fyrir því að hópur fengi að kaupa bréf þess í bankanum, var að virt erlend fjár- málastofnun væri þátt- takandi í hópnum. Síðar kom á daginn að skil- yrðið var notað sem tæki til að koma bank- anum í hendur „réttra“ aðila. Þegar salan var kynnt héldu ráðherrar ríkisstjórnarinnar því fram að mikill akkur væri í því að fá hið „virta“ erlenda fjár- málafyrirtæki til lands- ins, sem var þátttakandi í S-hópnum. Meðal þeirra sem lýstu ánægju sinni var formaður Sjálfstæðisflokksins. Síðar kom á daginn að hinn „virti“ erlendi fjár- festir reyndist ekki hafa mikla alþjóðlega skír- skotun – reyndist vera lítill „prívatbanki“ eða sparisjóður í Þýskalandi sem annast viðvik og snúninga fyrir auðmenn. Hann hafði enga burði til að auka samkeppni á ís- lenskum fjármálamarkaði. Hvernig gat þetta gerst? Var ríkisstjórnin blekkt? Hvað vissi forsætisráðherra? Forsætisráðherra Forsætisráðherra hefur að mínu viti orðið uppvís að því að fara illa með vald og misnotað stöðu sína. Hann hefur orðið uppvís að því að segja þjóð sinni rangt til um eign- arhlut sinn og sinna í fyrirtæki sem tók þátt í kaupunum. Hann hefur hvorki útskýrt þessi mál fyrir þjóð sinni, né beðist afsökunar. Það er ekkert fararsnið á honum úr stóli for- sætisráðherra – a.m.k. ekki að eigin frumkvæði. Umræðan um Bún- aðarbankasöluna mun halda áfram. Mín niðurstaða er sú að þeir sem svona fara með vald sem þeim er falið eigi að dvelja annars staðar en í stjórnarráðinu, hvort sem það yrði á vegum hins opinbera eða ekki. Niðurlag Alþingi verður að draga lærdóm af þessu máli. Að mínu mati verður að setja skýrar lagareglur um hverja einkavæðingu fyrir sig. Alþingi getur ekki afhent ríkisstjórn óútfylltan víxil þegar kemur að því að ákveða aðferð og val á kaupendum ríkiseigna – í því felast freistingar sem ráðherrar geta átt erfitt með að standast. Þá er ljóst að sú nefnd sem fjallar um breyt- ingar á stjórnarskrá verður að skoða stöðu ráðherra sérstaklega og rétt þingsins til að krefja þá svara vegna embættisfærslu sinnar. Enn fremur hlýtur það að vera sjálfstæð- ismönnun erfiður biti að kyngja að þurfa að bera pólitíska ábyrgð af þessari einkasölu forsætisráðherra – sérstaklega hafi þeir ekki vitað hvernig í pottinn var búið – nema þar á bæ séu menn almennt þeirrar skoð- unar að við helmingaskipti beri menn helmings ábyrgð. Forsætisráðherra Lúðvík Bergvinsson fjallar um sölu Búnaðarbankans Lúðvík Bergvinsson ’Það verður at-hyglisvert að fylgjast með því hvort PR- mönnum for- sætisráðherra tekst að deyfa þessa umræðu svo á endanum muni hann kom- ast upp með að selja sjálfum sér, vinum sín- um og velunn- urum hlut rík- isins í banka og jafnvel selja flokkinn ...‘ Höfundur er alþingismaður. Fyrir utan hreinsunaraðgerðir Muga- bes berst þjóðin nú við gríðarlegt at- vinnuleysi og verðbólgu. Huld segir at- vinnuleysi vera rúmlega 80%. Opinberar tölur sýna að verðbólga hafi verið 850% upp á síðkastið en Huld segist sannfærð um að hún hafi farið yfir 1000%. Mestur hluti þjóðarinnar er nú fátækur og hefur vart í sig né á. Eitt sinn velmegunarríki „Það var gósentíð í þessu landi frá valdatöku Mugabe, þegar hann tók við mjög góðu búi árið 1980, allt til svona árið 1994. Þá voru gerðar heilmiklar umbætur og fólkið sem bjó í landinu fékk störf og menntakerfið var mjög gott. Þetta land hefur alla burði til að sjá fyrir sér og sín- um. Það eru málmar í jörðu, það er gull, landið er vel fallið til að rækta ýmiss kon- ar korn og svo er það vel staðsett. Það fór hins vegar að síga á ógæfuhlið- ina síðasta áratug, svona ’97–’98 þegar of- sóknir gegn hvítum bændum hófust og margir sem höfðu tæknikunnáttu og menntun hreinlega flúðu land. Ef skipt yrði um ríkisstjórn er ég viss um að fólk myndi streyma aftur inn í landið því það eru fjölmargir sem vilja hvergi annars staðar búa. Það bíður bara eftir því að stjórn- arfarið lagist og Mugabe fari frá. Orð- rómur hefur verið í gangi um að hann ætli sér að hætta að þessu kjörtímabili loknu en það trúir því enginn,“ segir Huld og bætir við að sárt sé að horfa á þessa fyrr- um velmegunarþjóð veslast upp. svo skelfilegt. Það hljóta að vera ein- hverjir hagsmunir þarna á bak við. Það er bara verið að reyna að koma fólkinu út á land. Hann hefur minnst fylgi í stærstu borgunum þar sem fólk hefur meiri að- gang að fjölmiðlum, þótt auðvitað sé ekki um frjálsa fjölmiðlun að ræða,“ segir hún. Segir aðgerðirnar löglegar Mugabe skýlir sér líka á bak við lands- lög og segir aðgerðir sínar vera í sam- ræmi við þau. „Það er alveg rétt að það var verið að brjóta hús sem voru ólögleg en fólki var heldur ekki gefinn neinn kostur. Það er líka alveg rétt að menn voru með markað án þess að vera með leyfi. Stjórnvöld voru heldur ekki búin að opna neinar leyfisskrifstofur eða eitthvað slíkt til að fá leyfi. Allt í lagi að ætla sér að fara í hreinsunaraðgerðir, en ekki með þessum hætti. Eðlilegt hefði verið að gefa fólki frest til t.d. 1. september til að sækja um leyfi og benda því þá á hvernig það ætti að bera sig að. Það er allt önnur nálgun heldur en að mæta bara á svæðið einn góðan veðurdag og segja: ,,þú ert ekki með leyfi, út með þig!“ Þjóðin hrædd og þjökuð Fólk er hrætt og maður skilur ekki hvað langlundargeð fólks er mikið. Í mörgum öðrum ríkjum, eins og Suður- Afríku, væri fólk löngu komið út á göt- urnar til að mótmæla, en fólk í Zimbabwe er ótrúlega rólegt. Fólk er í raun logandi hrætt. Það er hrætt við að vera varpað í fangelsi.“ r núna á vergangi og það er babwe. Það er kannski ekki r mælikvarða, en á næturnar n farið niður í 0°C.“ n áform um framhaldið r hafa borist af því fréttir að hafi látist í „Murumbatsvina- “, fjögur börn og tvær konur, ra þunguð. ist ekki vita til þess að stjórn með ákveðin áform um hvað við allan þennan fjölda af fólki án heimilis og lífsviðurværis. öld segja bara: „farið heim í ar,““ segir hún, „ en fólk getur ð heim. Það á ekki pening til r líka mjög erfitt að fá bensín. rfa til að mynda oft að bíða í sólarhringa eftir bensíni og þó ggt að þeir fái neitt. Það eru angar raðir af bílum við hverja nsínstöð og það er náttúrlega að bensín er svo ódýrt í Zim- gerir það að verkum að það ægir peningar til að flytja það m eru í olíuinnflutningi tapa á um. Það er auðvitað letjandi ð vera í viðskiptum sem það a að fá fólk í sveitirnar andstaðan í Zimbabwe segir ra með hreinsunaraðgerðum efsa fólkinu í borgunum, sem us flokk stjórnarandstöðunnar um kosningum. Huld segist gabe vilji fá fólkið meira út í því þar sé auðveldara að ráða da hafi flokkur hans mest fylgi unum fylgi fólkið honum í það sé engu líkara en það trúi á ns. a ástæðu fyrir hreinsunar- m segir hún þó vera þá að fólk erið með leyfi til að reka mark- gja við húsin sín. Fólk viti í vað liggi að baki, nema ugabe sjálfur og nánustu sam- n hans. „Auðvitað þarf að hafa í hvað er að gerast í öllum ims, það liggur í augum uppi, hlutirnir eru gerðir er bara m að ninu“ Maður rífur niður hús sitt í Hatfield, Zimbabwe, síðastliðinn miðvikudag. Ríkisstjórnin hóf eyðileggingu „ólöglegra“ bygginga í maí. MIKLAR öfgar eru í veðurfari í þeim landshlutum Afganistan sem íslenska frið- argæslan mun starfa næsta árið eða svo, á sumrin verður heitara en 40° C og á vet- urna verður frostið -25° C. Vegir eru víð- ast hvar afleitir og um fimm mánuði á ári lokast stór hluti þessara svæða vegna ófærðar. Af þeim sökum hefur hjálp- arstarf legið niðri drjúgan hluta ársins en þeir Ásgeir Ásgeirsson og Garðar For- berg, sem stýra fyrstu hópum íslensku friðargæsluliðanna, vonast til að rjúfa þá einangrun og til þess sé nauðsynlegt að vera á sérbúnum jeppum. Ásgeir fór í könnunarleiðangur um þetta svæði áður en Íslendingar tóku verk- efnið að sér. Hann segir að bæði Bretar og Norðmenn hafi lent í miklum vandræðum við að komast í afskekktari héruð og þorp þar sem faratæki þeirra, óbreyttir jeppar, hafi varla ráðið við þá vegi og troðninga sem liggja þar um. Varla sé hægt að tala um vegi, þetta séu fremur asnaslóðar. Þá hafi óbreyttu jepparnir ekkert dugað í vetrarófærðinni sem hafi orðið til þess að hjálparstofnanir hafi ekki fengið upplýs- ingar um ástandið mánuðum saman. Þar sem Íslendingarnir ráði yfir öflugum jepp- um verði vonandi hægt að bæta úr þessu enda sérbúnir til aksturs í ófærð. „Þegar ég ræddi við héraðshöfðingja spurði hann mig örugglega fimm sinnum: Verðið þið yfir veturinn? Því hans reynsla var sú að hjálparstarf lægi niðri að vetrarlagi,“ seg- ir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs er áhættumatið fyrir svæðið fremur lágt og Norðmenn hafi t.a.m. aldrei orðið fyrir árás á þeim tíma sem þeir hafi starfað þar. Ekki er talin þörf á að friðargæsluliðarnir verði með hjálma eða í skotheldum vestum en sá bún- aður er þó með í för. Þeir munu bera á sér vopn, skammbyssur og 9 mm vélbyssur, sér til sjálfsvarnar. Garðar Forberg segir að reynt verði að láta sem minnst bera á vopnum og varnartólum enda snúist verk- efnið um að aðstoða við hjálpar- og upp- byggingarstarf. Mun erfiðara sé fyrir frið- argæsluliðana að vinna traust heimamanna ef þeir mæta þungvopnaðir og brynvarðir í bak og fyrir. Hvor hópur fær tvo jeppa og eina fjallakerru. Sex manns munu fara í leiðangra frá bækistöðvunum auk túlks en eftir verður vélvirki og þróunarfulltrúi. Þá verður Ís- lendingur í Kabúl sem aðstoðar liðið við aðföng. Friðargæsluliðarnir halda brátt til Noregs þar sem þeir munu í sex vikur æfa að skipuleggja leiðangra, eiga við fjar- skiptatækin, fá upplýsingar frá Norð- mönnum um uppbyggingarstarfið o.fl. Auk þess munu þeir æfa sig í vopnaburði en Ásgeir segir að sá hluti sé um 1⁄6 hluti æfinganna. Morgunblaðið/Eyþór Ásgeir Ásgeirsson og Garðar Forberg stjórna fyrstu hópum Íslensku friðargæsl- unnar sem fara til Norður- og Vestur- Afganistan. „Verðið þið yfir veturinn?“ rður- og Vestur-Afganistan með sérútbúna jeppa ð um Morgunblaðið/Eyþór u breyttir fyrir 44". og var þeim breytt hjá Jeppa- i Breyti. Þeir eru upphækkaðir eir geti ekið á 44" tommu dekkj- hefur verið læst, sett á þá spil fnast þeir nú á við öfluga björg- bíla. Þá eru tveir aukaeldsneyt- hægt er að setja alls 220 lítra af jeppana. gir að kostnaður við hvern jeppa –7 milljónir þegar tekið hafi ver- ess að öll opinber gjöld eru felld em bílarnir verða fluttir út og aftur til landsins. Þá á eftir að kostnaður vegna brynvarnar, ækja og annars, en Arnór segir fsþjóðir Íslendinga muni leggja þeim búnaði til. Jepparnir verða anistan þegar Íslendingar hafa rir þá lengur og efast Arnór ekki gir vilji kaupa þegar þeir hafi séð g tæki um sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.