Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 28
✝ Þorvaldur Ís-leifur Helgason
fæddist í Reykjavík
13. september 1920.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut laugar-
daginn 9. júlí síðast-
liðinn. Þorvaldur
var fimmti í aldurs-
röð sjö barna
hjónanna Helga
Sigurðssonar, f.
23.7. 1878, d. 15.7.
1959, og Málfríðar
Ágústu Runólfsdótt-
ur, f. 27.8. 1884, d. 23.12. 1974.
Systkini Þorvaldar eru, Elín Jón-
ína, f. 1907, d. 1978, Guðrún, f.
1910, d. 1996, Eðvarð, f. 1912, d.
1933, Sigríður, f. 1917, d. 1994,
Fríða, f. 1923 og Helgi, sem lést
strax eftir fæðingu.
Þorvaldur kvæntist 26. desem-
ber 1942 Ásfríði Gísladóttur, frá
Viðey, f. 5. ágúst 1924, d. 31. des-
ember 1998. Foreldrar hennar
voru hjónin Gísli Gíslason, f. 14.5.
1871, d. 10.12. 1948, og Svava J.
Sigurðardóttir, f. 27.8. 1881, d.
17.7. 1959. Börn þeirra eru: 1)
Haukur Hafsteinn, f. 28. ágúst
1942, maki Guðleif Sigurðardótt-
ir, þau eiga þrjú börn og fimm
barnabörn, 2) Málfríður Ágústa,
f. 5. nóvember 1944, maki Stefán
Pálsson, þau eiga tvö börn og sex
barnabörn, 3) Helgi, f. 26. októ-
ber 1946, maki Aileen Ann Þor-
valdsson, þau eiga tvo syni, 4)
Margrét, f. 23. febrúar 1953,
maki Guðmundur
Gíslason, þau eign-
uðust fjögur börn
en eitt lést í frum-
bernsku og barna-
börnin eru fjögur,
5) Þorvaldur Ísleif-
ur, f. 31. júlí 1958,
maki Hrefna Brynj-
ólfsdóttir, þau eiga
fjögur börn og eitt
barnabarn, 6) Sig-
urður, f. 27. október
1960, maki Guðrún
Sigríður Reynis-
dóttir, þeirra börn
eru þrjú. Tvö börn þeirra Þor-
valdar og Ásfríðar létust í fæð-
ingu.
Þorvaldur og Ásfríður bjuggu
lengst af í Ásgarði 107, en fluttu
sig um set að Hæðargarði 29, þar
sem þau eyddu síðustu æviárum
sínum. Þorvaldur starfaði á fiski-
skipum frá fimmtán ára aldri, en
þegar hann kom í land hóf hann
störf hjá lýsisstöð Bernhards
Pedersen. Þaðan lá leiðin til
Steypustöðvarinnar h/f, þar sem
hann starfaði í tæpa þrjá áratugi,
en síðast starfaði hann sem verk-
stjóri hjá Skrúðgörðum Reykja-
víkurborgar í rúman áratug. Þor-
valdur var einn af stofnendum
Knattspyrnufélagsins Þróttar
1949 og sat í stjórn og lék með
meistaraflokki félagsins á fyrstu
árum þess.
Útför Þorvaldar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Allt hefur sinn vitjunartíma og
ekkert stöðvar tímans þunga nið. Sú
staðreynd og vissa að lífsgöngunni
lýkur aðeins á einn hátt breytir því
ekki að hinsti viðskilnaður ástvinar
er sár og skilur eftir tóm hjá þeim
sem eftir standa. Þorvaldur tengda-
faðir minn er fallinn frá eftir lang-
varandi veikindi. Okkur var vel til
vina frá fyrstu kynnum þó svo við
værum ekki alltaf sammála um
landsins gagn og nauðsynjar eins og
gerist og gengur. Við vorum þó oftar
sammála heldur en hitt, ég tala nú
ekki um þegar komið var að kosn-
ingum, sér í lagi forseta- og borg-
arstjórnarkosningum. Þá slógu
hjörtu okkar í takt og oft mikið
spjallað. Valli missti Ástu eiginkonu
sína fyrir tæpum sjö árum, síðan þá
hefur hann búið einn í íbúð sinni í
Hæðargarði. Ætíð var gott að koma
til hans og sjá hvað vel fór um hann,
allt í röð og reglu. Hann tók virkan
þátt í félagslífinu í Hæðargarðinum,
spilaði brids við félagana, fór í göngu
tvisvar á dag meðan heilsan leyfði,
tók nokkra hringi á púttvellinum,
sótti kirkju og stundaði útskurð í
tré. Eftir hann liggja margir fallegir
hlutir sem nú prýða heimili afkom-
enda hans. Valli var mikið snyrti-
menni og var ætíð smekklega
klæddur svo eftir var tekið. Ég
minnist þess að þegar hann kom síð-
ast í mat til okkar í Vesturbæinn á
fallegu sumarkvöldi í júní, klæddur í
ljóst frá toppi til táar, þá orðinn
mjög lasburða, lét hann þessi orð
falla: „Maður leggur nú ýmislegt á
sig fyrir góðan mat“. Já, nú verða
þær ekki fleiri ferðirnar í Vesturbæ-
inn og á Grímstaðarholtið þar sem
hann ólst upp. Margar skemmtileg-
ar og fróðlegar sögur sagði hann
okkur frá þeim tíma, enda stálminn-
ugur og hafði góða frásagnargáfu.
Valli var gæfumaður í sínu einka-
lífi, átti góða konu og börn sem
hugsuðu svo vel um hann til hinstu
stundar og sáu til þess að hann gæti
búið heima hjá sér þar til yfir lauk,
sem var einlæg ósk hans.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Kæri tengdapabbi, þakka þér
samfylgdina og allar góðu samveru-
stundirnar. Ég óska þér fararheilla
inn í eilífðarlandið.
Guðleif Sigurðardóttir.
Þorvaldur Helgason er látinn eftir
erfið veikindi sem ágerðust með ár-
unum en um það leyti sem hann sá
fram á góð elliár fékk hann slæmt
hjartatilfelli, það varð til þess að
hann þurfti að vera með gangráð
síðustu átján árin.
Valli minn, þau eru orðin allmörg
árin síðan ég kom í Ásgarðinn, eða
ÞORVALDUR ÍS-
LEIFUR HELGASON
28 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
U
m daginn var ég í
London í þeim til-
gangi að skrifa það-
an fréttir tengdar
hryðjuverkunum í
borginni 7. júlí sl. Ég flaug heim á
leið á sunnudagskvöldi og gafst því
ekki tækifæri til að horfa á Pano-
rama-þátt um hryðjuverkin sem
byrjað var að auglýsa og sýna átti á
BBC um kvöldið.
Panorama-þættirnir eru frétta-
skýringarþættir sem standa undir
nafni, dæmi um þá frábæru dag-
skrárgerð sem jafnan er stunduð
hjá BBC (og raunar öðrum bresk-
um sjónvarpsstöðvum einnig).
Nema hvað. Þegar heim var
komið hafði ég orð á því við vinnu-
félaga mína að það væri nú aldeilis
munur að komast til Bretlands og fá
tækifæri til að horfa nokkur kvöld á
bresku sjónvarpsdagskrána. Í
framhaldi fórum við að velta því fyr-
ir okkur hvers vegna Ríkissjón-
varpið keypti aldrei neina frétta-
skýringarþætti af BBC, s.s.
Panorama-þættina.
Jújú, vissulega sýnir RÚV
fræðsluþætti frá Bretlandi, sem og
annars staðar að. En það gerist afar
sjaldan að þar séu sýndir glænýir,
eða nýlegir, fréttaskýringarþættir
um mál sem ofarlega eru á baugi.
Kom upp sú kenning að um svo
dýrt efni væri að ræða, að RÚV
hefði ekki efni á því. En eitthvað er
ég efins um þá skýringu, fyrir það
fyrsta hefði maður haldið að RÚV
og BBC tilheyrðu þessu syst-
urbandalagi, sem evrópskar rík-
issjónvarpsstöðvar tilheyra. Og þá
ættu væntanlega að vera hæg
heimatökin að fá efni á sanngjörnu
verði.
Nú mætti halda að með fram-
ansögðu væri ég að búa mig undir
að hrósa RÚV fyrir að taka um-
ræddan Panorama-þátt á dagskrá
núna á þriðjudagskvöldið. En svo er
ekki. Raunar ætlaði ég að skamma
RÚV vegna þess að það mátti nefni-
lega öllum vera ljóst, sem horfðu á
þáttinn, að hann var næstum alveg
úreldur. Ég á við þá staðreynd að í
dag vita menn mun meira um
hryðjuverkin en þeir gerðu í Bret-
landi fyrir næstum tveimur vikum
síðan. Þetta voru sannarlega sjálfs-
morðsárásir – en það var ekki orðið
ljóst þegar þátturinn var gerður og
sýndur úti í Bretlandi – og nú telja
menn sig auðvitað vita hverjir
frömdu ódæðið.
Ekkert af þessu var ljóst af um-
ræddum fréttaskýringarþætti;
enda var hann sýndur úti í Bret-
landi að kvöldi sunnudagsins 10.
júlí. Var RÚV ekki búið að skoða
efnið þegar það tók það til sýninga?
Eða – og það væri verra – hefur
þátturinn beðið sýningar frá því í
síðustu viku?
Mér finnst að RÚV eigi að kaupa
meira af svona efni en menn verða
líka að setja það strax á dagskrá;
það er eðli frétta (og fréttaskýring-
arþátta) að þær verða fljótt gamlar.
En úr því að ég er farinn að ræða
þessi mál er rétt að vekja athygli
RÚV-manna á því að 25. júlí nk.
hefjast sýningar á Panorama-
þáttaröð Peters Taylor (þess þátta-
gerðarmanns sem gerði umræddan
þátt um hryðjuverkin) um nýja birt-
ingarmynd al-Qaeda-hryðjuverka-
samtakanna (þættirnir heita á
ensku „The New al-Qaeda“).
Hvernig væri nú að hlaupa til og
kaupa þættina strax og hefja sýn-
ingar á þeim undireins? Málið er
aktúelt.
Vel að merkja; það er rétt að
hrósa Agli Helgasyni fyrir pistil
sem hann skrifaði á bloggsíðu sína
núna á þriðjudag um hryðjuverkin í
London og þá tilhneigingu sumra til
að fordæma slík verk aðeins með
skilyrðum.
Eða eins og Egill kemst að orði:
„Það sem er einkennilegast er hin
skilyrta fordæming á glæpnum – að
geta ekki fordæmt svona verknað
án þess að koma með langa romsu
um misgerðir Vesturlanda, helst
langt aftur í aldir.“
Egill var ekki síst að beina orðum
sínum til þeirra sem skrifa í vefritið
Múrinn. Og sannarlega hafa við-
brögð þeirra við hryðjuverkinu í
London verið athyglisverð. Í fyrstu
grein Múrsins um hryðjuverkin,
sem dagsett er 8. júlí, er Sverrir
Jakobsson sagnfræðingur t.a.m. svo
upptekinn af því að fara hörðum
orðum um þá George W. Bush og
Tony Blair, að hann rétt gefur sér
tíma til að gagnrýna þá sem raun-
verulega frömdu ódæðin í London.
Það er varla að hann megi vera að
því að fordæma sjálft hryðjuverkið.
Nú má auðvitað ræða réttmæti
innrásar í Írak út í hið óendanlega;
en maður hefði haldið að fórn-
arlömb hryðjuverksins í London
ættu skilið að þeim væri sýnd sú
virðing, að dauði þeirra væri ekki
notaður í pólitískum tilgangi dálka-
höfunda á Íslandi (eða annars stað-
ar). A.m.k. ekki strax daginn eftir
hryðjuverkið.
Múrverjar hafa raunar lagt sér-
staka áherslu á að beina kastljósinu
frá hryðjuverkinu í London og að
atburðum í Írak, kvartað er yfir því
að „enn [séu] fjölmiðlar uppfullir af
fréttum af ódæðisverkunum“, einn
þeirra fullyrðir svo í pistli á sunnu-
dag að „öllum [sé] sama um hryðju-
verk sem framin eru utan Vest-
urlanda“ og að „samúð með
fórnarlömbum ódæðismanna [virð-
ist] bundin við ákveðin þjóðríki“.
Hvað hefur viðkomandi fyrir sér í
þessu? Hvaða fólk er hann að tala
um, hvaða fólk er það sem enga
samúð hefur með fórnarlömbunum
í Írak? Er ekki mögulegt að hafa
samúð með fórnarlömbum bæði í
London og Írak – og segja fréttir af
hvorutveggja?
Kannski sannast hér hið forn-
kveðna: margur heldur mig sig.
Múrverjar gagnrýna einhverja
ónefnda aðila (kannski allan al-
menning á Íslandi sem og annars
staðar á Vesturlöndum?) fyrir að
hafa ekki samúð með fólkinu í Írak
en virðast ekki sjálfir færir um að
hafa samúð með fórnarlömbum
ódæðismanna í Bretlandi, að því er
virðist af því að Bretar hafa tekið
þátt í hernaðaraðgerðum í Írak.
Þeir sýna þá samúð allavega
ófúslega.
Hryðjuverk
í London
Múrverjar virðast [...] ekki færir um að
hafa samúð með fórnarlömbum ódæð-
ismanna í Bretlandi, að því er virðist af
því að Bretar hafa tekið þátt í hernaðar-
aðgerðum í Írak. Þeir sýna þá samúð
allavega ófúslega.
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is
✝ Kristján HólmLoftsson fædd-
ist á Bólstað við
Steingrímsfjörð 11.
september 1921.
Hann lést á tauga-
deild Landspítal-
ans í Fossvogi
föstudaginn 8. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Loftur Annas
Bjarnason bóndi á
Bólstað, f. 18.7.
1895, d. 21.2. 1981
og kona hans Pál-
fríður Ingigerður Áskelsdóttir,
f. 6.3. 1897, d. 12.11. 1966.
Systkini Kristjáns eru: Björg, f.
4.7. 1918, d. 9.9. 1936, Ása Guð-
ríður, f. 16.6. 1919, Bjarni, f.
22.7. 1920, d. 8.11. 1990, Lovísa,
f. 31.10. 1922,
Lára, f. 13.6. 1925,
Fjóla, f. 14.7. 1927,
Ragnheiður Guð-
rún, f. 8.9. 1928,
Sigrún Svava, f.
5.10. 1931, Björg,
f. 8.2. 1937, og
Ingimunda Þórunn,
f. 24.12. 1940.
Kristján ólst upp í
foreldrahúsum
fram yfir tvítugt
og fluttist þá til
Drangsness og bjó
þar alla tíð síðan
þar til fyrir tveimur árum að
hann flutti að Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Kristjáns fer fram frá
Kapellunni á Drangsnesi í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Kitti bróðir fæddist á Bólstað við
Steingrímsfjörð. Hann var fjórði í
röðinni af ellefu systkinum. Sam-
verustundir okkar voru aðallega hin
seinni ár vegna aldursmunar okkar,
en ég var aðeins fárra ára gömul
þegar hann fór að heiman rúmlega
tvítugur að aldri og fluttist þá til
Drangsness, en þar bjó hann alla tíð
þar til hann fluttist að Hrafnistu
fyrir rúmum tveim árum. Minningar
mínar um Kitta frá mínum yngri ár-
um voru þegar hann þurfti að erinda
eitthvað inni á Hólmavík og kom þá
í kaffi til mömmu og pabba.
Hann hafði mikla ánægju af því
að dansa og í heimsóknum hans í
bæinn var yfirleitt farið á gömlu
dansana. Eins þótti honum gaman
að spila og var iðulega tekið í spil
þegar hann kom í heimsókn. Kitti
var hæglátur og hlédrægur maður
sem aldrei sagði styggðaryrði um
nokkurn mann. Nú þegar komið er
að leiðarlokum kveð ég þig með
söknuði, Kitti minn.
Ingimunda systir.
Elsku Kitti, mikið hefur mig lang-
að til að verða lítil aftur núna und-
anfarna daga. Þegar ég var lítil þá
varst þú alltaf til staðar og ég gat
alltaf leitað til þín. Eftir að þú fórst
hef ég verið að rifja upp margar
góðar minningar, næstum allar
barnæskuminningar mínar tengjast
þér. Ég man þegar ég fékk að dýfa
sykurmolum í kaffið þitt, þegar þú
varst að raka þig og snerir vélinni til
að þykjast vera að raka mig, þegar
þú fórst með okkur stelpurnar í
sundferðir, þegar þú dansaðir gömlu
dansana við mig í stofunni, þegar ég
fékk að máta frystihúsfötin þín og
þegar við horfðum á Matlock og
Derrick. Þú áttir alltaf til nammi
uppi á eldhúsinnréttingu og ís í kist-
unni til að gefa okkur. Ég man líka
eftir því þegar þú fórst með okkur
að tína ber. Oftast fórum við að Ból-
stað og þú tíndir alltaf manna mest
og alltaf bestu berin. Mér fannst það
alltaf svo ósanngjarnt þegar skól-
anum var aflýst vegna veðurs, þá
þurftir þú samt alltaf að fara í vinn-
una. Ég man að mér fannst þú vera
algjör hetja að fara út í vonda veðr-
ið. Oft fylgdirðu okkur áleiðis í skól-
ann þegar veðrið var ekki sem best.
Ég get ennþá heyrt þig segja, ,,þú
verður að búa þig vel“, þú hafðir svo
oft áhyggjur af því að okkur yrði
kalt. Þú hugsaðir svo vel um okkur
öll. Ein mín dýrmætasta minning
um þig, Kitti minn, er þegar þú
komst inn til mín á kvöldin og fórst
með Faðir vorið með mér áður en ég
fór að sofa. Mér fannst alltaf svo
merkilegt að þegar þú geispaðir þá
hélstu samt áfram að tala og ég var
alltaf að reyna að tala þegar ég
geispaði, svona eins og Kitti gerði.
Elsku Kitti, þín stutta en samt
svo langa sjúkrahúslega, var eitt
það erfiðasta sem ég hef gengið í
gegn um. Það tók mikið á að horfa á
þig svona veikan og þjáðan. Ég vil
trúa því að þú hafir fundið fyrir
nærveru okkar. Ég veit að þér líður
vel núna og ég veit að Krissi, amma
og afi hafa nú þegar tekið vel á móti
þér. Elsku Kitti minn, þakka þér
fyrir allar góðu minningarnar og
þakka þér fyrir að kenna mér bæn-
irnar mínar. Þín,
Birta.
Það eina sem við eigum víst er að
kveðjustundin kemur en þegar sú
stund rennur upp erum við alltaf
óviðbúin. Óviðbúin og eigum svo
margt ósagt. Já því tíminn sem við
áttum saman er útrunninn og við
höfum ekki lengur möguleika á að
segja þeim sem okkur þykir vænt
um hvers virði þeir hafa verið okk-
ur. Hversu þakklát við erum fyrir
þann tíma sem við höfum átt saman.
Þegar litið er til baka koma marg-
KRISTJÁN HÓLM
LOFTSSON