Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 29
um fjörutíu og tvö ár, og ekki var illa
tekið á móti mér og alltaf gott að
koma til ykkar Ástu.
Ykkar líf breyttist mikið þegar þið
fluttuð í Hæðargarðinn fyrir tíu ár-
um en árin ykkar Ástu urðu alltof fá
á nýja staðnum, en hún kvaddi þenn-
an heim fyrir sex árum.
Þið kynntust mörgum góðum vin-
um eftir að þið fluttuð og ekki var
slæmt að vera komin í sama hús og
nafni minn, svili þinn og mágur
Ástu. Það átti eftir að koma sér sér-
staklega vel nú síðustu árin þegar
þú varst orðin einn og var hægt að
stilla klukkuna þegar þið fóruð sam-
an í göngutúrana.
Valli minn, það var yndislegt að
þú gast komið á fjölskyldumótið í
bústaðnum okkar í júní og verið í
faðmi barna, barnabarna, barna-
barnabarna og tengdabarna og
varst þú ánægður með helgina þeg-
ar þú fórst heim.
Engan hefði þá grunað að þú ætt-
ir svona fáar stundir eftir.
Valli minn, ég vona að þér líði
miklu betur núna og sért búinn að
hitta Ástu aftur og þið getið rabbað
um góðu árin sem þið áttuð saman.
Valli minn, ég þakka þér sam-
fylgdina, skilaðu kveðju til Ástu.
Stefán Pálsson.
Elsku afi, nú ertu kominn til
ömmu eftir langa fjarveru.
Þú varst einstakur afi, alltaf með
allt á hreinu hvað sem það var. Þú
varst vinsæll hjá okkur systkinun-
um, það var gott að vera hjá ykkur
ömmu, við vorum mikið hjá ykkur á
yngri árum, stundum mörgum sinn-
um í viku. Ég er búinn að heyra
margar sögur af þér um störf þín, þú
varst vinsæll á þínum vinnustöðum,
þú varst ekki bara afi heldur eitt
sinn verkstjóri minn, ég lærði mikið
af þér, þessi fyrstu spor mín á vinnu-
markaðinum.
Afi, það væri svo margt hægt að
segja um þig, þú varst einstakur í
alla staði. Grjónin mín biðja Guð að
geyma þig, og megi Guð geyma þig
og varðveita þig, elsku afi minn.
Þinn,
Þorvaldur Stefánsson.
Elsku besti afi minn, nú hefur þú
kvatt okkur og ert farinn yfir móð-
una miklu. Ég á von á því að hún
Ásta amma hafi tekið mjög vel á
móti þér. Núna ertu laus við allar
þjáningarnar og líður vonandi betur
eftir erfið veikindi síðustu árin.
Þrátt fyrir öll þessi veikindi sem þú
hefur gengið í gegnum hefur aldrei
vantað upp á húmorinn hjá þér,
sama hversu veikur þú varst var
alltaf stutt í grínið.
Að hafa átt þig að afa gerði mig
stolta, þú varst alltaf aðal töffarinn
þar sem þú komst. Alltaf svo fínn og
snyrtilegur og með greiðsluna á
hreinu.
Að koma til ykkar ömmu í Ás-
garðinn var alltaf gaman, þar var
alltaf fjör og mikill gestagangur. Ég
á margar og skemmtilegar minning-
ar úr Ásgarðinum hjá ykkur sem
munu ylja mér um hjartarætur um
ókomin ár. Þegar aldurinn færðist
yfir fluttuð þið ykkur um set yfir í
Hæðargarðinn og þar eydduð þið
ykkar síðustu æviárum. Þegar
amma kvaddi okkur myndaðist mik-
ið tómarúm í þínu lífi enda búin að
ganga saman í gegnum súrt og sætt
í meira en hálfa öld.
Ég gleymi ekki þegar við barna-
börnin gáfum þér farsíma í 80 ára
afmælisgjöf. Það er nú sennilega
ekki algeng afmælisgjöf á þeim
tímapunkti en þú töffarinn varðst að
vera maður með mönnum og eiga
GSM. Þar sem ég vann hjá Síman-
um á þessum tíma fékk ég ófá sím-
tölin þegar þú lentir í vandræðum
eða þurftir einhverjar upplýsingar
um símann.
Það er stutt síðan þú varst nógu
hress til að mæta á fjölskyldumótið
sem tókst mjög vel og allir skemmtu
sér vel. Ég átti því miður ekki kost á
því að njóta þess að vera með ykkur
öllum.
Til stóð hjá mér að fara með fjöl-
skylduna til Íslands í ágúst og vera
við brúðkaup Gísla bróður en það
getur verið stutt á milli hláturs og
gráts. Nú mun ég koma fyrr til Ís-
lands til að kveðja þig í hinsta sinn.
Það getur verið erfitt að vera
langt í burtu frá sínum nánustu þeg-
ar svona ber að en sem betur fer
voru þær mamma og Hulda systir
hjá mér þegar þú kvaddir. Við erum
búnar að hafa styrk hver frá annarri
sem hefur hjálpað okkur mikið í
gegnum þetta.
Elsku besti afi minn, takk fyrir
allt og allt.
Hvíl í friði.
Linda Guðmundsdóttir,
Danmörku.
Elsku besti afi minn. Þegar ég
settist niður með það í huga að setja
niður á blað nokkur orð um þig, þá
hreinlega fylltist hugur minn af fal-
legum minningum um þig allt frá því
ég var lítil stelpa þar til dagsins í
dag. Það er svo yndislegt að eiga
svona margar góðar og fallegar
minningar til að hugga sig við á erf-
iðum stundum sem þessum, elsku afi
minn.
Já, það voru sko forréttindi að
hafa haft þig svona lengi með okkur.
Ég mun án efa oft hugsa til ísbílt-
úranna okkar á gamla hvíta Skod-
anum, göngutúranna á stokknum
með viðkomu á róló, heimsóknunum
okkar í vinnuna til ömmu í Bústaða-
kirkju á miðvikudögum til að sníkja
eitthvert góðgæti hjá henni, ferðirn-
ar enduðu svo með viðkomu á bóka-
safninu í kjallaranum þar sem ég
fékk alltaf að velja mér tvær bækur
og án undantekninga voru það Einar
Áskell og Langamma á þakinu. Þú
varst sá sem huggaðir mig þegar ég
datt í fyrsta sinn af hjólinu mínu í
brekkunni í Ásgarðinum, ég fékk sár
á handarbakið sem ég ber enn í dag
merki eftir. Þær eru sko margar
minningarnar um þig og þeim mun
ég aldrei gleyma.
Eftir að ég flutti svo til Reykja-
víkur í fyrra, fór heimsóknum mín-
um til þín að fjölga og kíkti ég oft inn
hjá þér fyrir eða eftir skóla. Þá sát-
um við yfirleitt og spjölluðum um
allt milli himins og jarðar, gömlu og
nýju dagana. Þú minntir mig statt
og stöðugt á það að nú mættir þú al-
veg fara að verða svolítið gleyminn
því að þú værir ekkert unglamb
lengur, þó svo að útlit þitt hafi nán-
ast ekkert breyst síðan ég fæddist,
eða í 23 ár.
Þú varst alltaf svo gæjalegur og
sama hversu veikur þú varst, afi
minn, þá var aldrei langt í brosið og
húmorinn hjá þér og gantaðist þú
við hjúkkurnar á spítalanum og
heillaðir alla upp úr skónum með
sjarmanum þínum.
Við mæðgurnar vorum staddar
hjá Lindu systur í Danmörku þegar
þú kvaddir og hélst í ferð þína til
Ástu ömmu. Það var svo sárt að geta
ekki knúsað þig á þessum síðustu
stundum, afi minn. Ég hugga mig þó
við það að hafa kvatt þig vel þegar
ég fór til Danmerkur viku áður en
þú fórst. Ég og mamma höfðum eytt
vikunni með þér í Hæðargarðinum
og notið hennar vel, þessa viku hlóg-
um við mamma mikið að því þegar
kom að matmálstímum og þú fórst
að tala um hvað þig langaði að
borða, þá var ekki eins og að við
værum að tala við tæplega 85 ára
gamlan mann heldur minntir þú
helst á ungling þar sem þú baðst um
kjúkling, franskar og kók eða eitt-
hvað djúpsteikt frá Nings. Já, afi
minn, það er sko óhætt að segja að
þú varst engum líkur.
Aldrei grunaði mig það þegar ég
kvaddi þig að þetta væri mín síðasta
kveðja, þú virtist alltaf ná þér upp úr
öllum veikindum, en nú kom að því
að líkaminn gæfi sig. Ekki er langt
síðan við sátum á spítalanum og
ræddum um ömmu og þá sagðir þú
að þig væri nú bara farið að langa að
komast til hennar. Þó svo að sökn-
uðurinn sé óbærilegur þá er gott að
hugsa til þess að nú ertu kominn til
ömmu og Fannars bróður og þau
hafa án efa tekið vel á móti þér. Ég
sakna þín svo rosalega sárt, elsku afi
minn.
Hvíl í friði.
Þín
Hulda.
Jæja, elsku afi minn, þá er komið
að kveðjustund. Með stolti kveð ég
afa, vin, töffara og Þróttara.
Allt sem ég á eftir í þessu lífi á ég
eftir að sakna þín, það er bara eðli-
legt eftir allt sem við áttum saman,
en samt brosi ég nú líka svolítið í
gegnum tárin. Veikindum þínum er
lokið, þú ert kominn til ömmu sem
þú saknaðir svo mikið. Þú hefur skil-
að þínu, komið þínum vel til manns,
eins og sagt er, og litlu grjónin þín
sem dýrkuðu þig og dáðu og sakna
nú afa og langafa. Við hin skulum
standa í stykkinu og gera það með
sóma eins og þú kenndir okkur.
Elsku afi minn, með þessum orð-
um kveð ég þig, rík af nærveru þinni
ást og umhyggju.
Er sit ég ein með sjálfri mér
og syrgi það sem miður fer
þá er gott að vita að alltaf er
hérna innra með mér mynd af þér.
Þessi mynd sem ég í brjósti ber
hún er birtan sem þú gefur mér,
þegar hugur minn á flugi fer
þá finn að ég á skjól hjá þér.
Og úr mínum huga myrkið flýr
þegar myndin þín þar verður skýr
og ég finn að hjá þér birtan býr
þegar brosir til mín dagur nýr
þessi mynd sem ég í brjósti ber
hún er birtan sem þú gefur mér,
þegar hugur minn á flugi fer
þá finn að ég á skjól hjá þér.
(Kristján Hreinsson.)
Takk, elsku afi fyrir allt, eins og
þú sagðir við mig þegar amma dó,
„verum ekki sorgmædd, gleðjumst
yfir stundunum sem við áttum sam-
an“.
Lifi minning þín. Þín
Ásta Birna.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 29
MINNINGAR
ar minningar upp í hugann en erfitt
er að festa þær á blað. Erfitt að
koma þeim tilfinningum sem þeim
minningum tengjast í orð. Orð eru
lítils megn þegar kemur að því að
kveðja kæran vin. Kæran vin sem
hefur ávallt verið til staðar.
Kristján Loftsson, eða Kitti eins
og hann var alltaf kallaður, hefur
kvatt okkur í síðasta sinn. Viljum við
minnast hans eins og hann var þeg-
ar við hittum hann síðast á Hrafn-
istu þar sem hann bjó þessi síðustu
tvö ár. Hann var að spila pútt þegar
við komum við hjá honum. Og hann
var lunkinn við að koma kúlunni of-
aní og náði meðan við stoppuðum að
fara tvisvar holu í höggi. Hægur og
brosandi, hálf feiminn þegar honum
var hrósað, þannig var hann. Ekki
mikið fyrir að láta bera á sér eða
hampa. Öll sín verk vann hann af al-
úð, samviskusemi og vandvirkni.
Kitti var aldrei ríkur en hafði nóg
fyrir sig og hann gerði ekki kröfur
um meira. Hann vann lengst af við
landbúnaðarstörf og einnig við fisk-
vinnslu á Drangsnesi. Hann var ekki
fjármargur bóndi en fáir hafa hugs-
að eins vel um og ræktað upp sinn
bústofn eins og hann gerði.
Hann var hluti af okkar fjölskyldu
alltaf, alveg frá upphafi því hann var
þarna þegar Jón fæddist. Hann var í
fæði og þjónustu hjá foreldrum hans
eins og oft tíðkaðist í þá daga. Þrátt
fyrir að Kitti væri ókvæntur og ætti
enga afkomendur þá átti hann mörg
börn og barnabörn.
Systkinin á símstöðinni á Drangs-
nesi voru hans börn og síðan börnin
þeirra og barnabörn einnig. Þannig
var það bara. Börn sóttu mjög til
hans og hann var þeim góður.
Á okkar heimili kom Kitti fyrir
tæplega 30 árum. Fyrst í fæði en bjó
síðan hjá okkur í rúm tuttugu ár.
Þægilegri mann í allri umgengni er
vart hægt að finna. Allt vildi hann
fyrir okkur gera og gerði ekki mikl-
ar kröfur um þægindi sér til handa.
Það voru ekki margir matartímar í
mörg ár sem Kitti var ekki með
stelpuhnokka í fanginu meðan hann
mataðist. Hann las fyrir þær á
kvöldin og kenndi þeim bænirnar.
Þegar óþekktin í þeim var að gera
út af við heimilisfriðinn var Kitti
alltaf til staðar og til hans leituðu
þær eftir og fengu stuðning. Hjá
Kitta áttu þær alltaf öruggt skjól,
hann var þeirra Kitti og verður allt-
af. Börnin þeirra áttu líka hans ást
og umhyggju.
Kitti naut trausts og virðingar
samferðamanna sinna. Var í sveit-
arstjórn Kaldrananeshrepps og
sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
sveitarfélagið. Hann vann ötullega
fyrir Verkalýðsfélag Kaldrananes-
hrepps og var gerður að heiðurs-
félaga fyrir vel unnin störf í þágu
verkafólks á starfssvæði þess. Kitti
var mikill og góður dansmaður og
hafði mikið gaman af að hlusta á
góða harmonikkutónlist.
Það er með miklum söknuði og
hlýju sem við kveðjum okkar góða
vin. Kveðjustundina bar brátt að og
enginn var viðbúinn en þannig vildi
hann fá að fara. Hann var á leið á
Drangsnes í heimsókn í nokkra
daga en í staðinn er hann nú alkom-
inn heim aftur.
Jenný og Jón.
Í dag kveðjum við Kristján Hólm
Loftsson, þann mann sem ég hef lit-
ið hvað mest upp til og borið mesta
virðingu fyrir.
Leiðir okkar Kitta, eins og hann
var alltaf kallaður, lágu fyrst saman
þegar ég ungur maður var sendur af
mínum vinnuveitanda ásamt fleiri
mönnum á Drangsnes um hávetur
til þess að setja þar upp nýja ljósa-
vél en Kitti sá þá um að halda raf-
magni á staðnum.
Ég veitti strax athygli þessum
hægláta og traustvekjandi manni
sem tók á móti okkur og sá til þess
að okkur liði sem best á meðan á
dvölinni stóð en við vorum þarna í
þrjár vikur.
Aftur lágu leiðir okkar saman um
vorið er við Ransý tókum saman og
ég flutti á Drangsnes, en segja má
að Kitti hafi átt sinn þátt í uppeldi
þeirra systkina á símstöðinni með
Elíasi og Ingibjörgu en hann var
þar í heimili á uppvaxtarárum
þeirra.
Við Kitti skiptumst á að vakta
ljósavélina nokkuð mörg ár og má
segja að Kitti hafi leitt mig inn á þá
starfsbraut sem er enn þann dag í
dag mín aðalatvinna.
Af Kitta hef ég lært að virða
náungann og að reyna að koma til
móts við skoðanir annarra eins og
kostur er og ekki hvað síst að sætt-
ast við alla ef um ágreining var að
ræða.
Börnin okkar Ransýjar hafa notið
hlýju og góðmennsku Kitta eins og
allir samferðamenn hans og erum
við öll ríkari af að hafa fengið að
njóta samvista við hann.
Við söknum þín öll og biðjum al-
góðan Guð að styrkja okkur, systur
hans og afkomendur þeirra í sökn-
uðinum. Blessuð sé minning þín.
Tryggvi Ólafsson.
Nú er elsku Kitti farinn og situr
örugglega á góðum stað með afa og
öllum sem hann þekkir þar og fylg-
ist með okkur.
Kitti „stóri“ eins og við kölluðum
hann alltaf var okkur systkinunum
afar góður og við litum alltaf á hann
sem afa okkar. Hann var stoltur af
okkur öllum og fylgdist vel með því
sem við tókum okkur fyrir hendur
og heldur því örugglega áfram það-
an sem hann er núna. Það var alltaf
gaman að hitta Kitta, hann lumaði
alltaf á einhverju góðgæti og
skemmtilegum sögum. Það voru ófá
skiptin sem Kitti kom röltandi yfir
götuna á Drangsnesi með eitthvert
góðgæti handa okkur, eða bara til að
spjalla. Við vorum líka tíðir gestir í
fjárhúsunum hjá honum. Hann var
alltaf tilbúinn til að gera hvað sem
var fyrir okkur. Sama hvað við báð-
um hann oft að fara með okkur í
sund, hann var alltaf til í það. Við
eigum honum mikið að þakka og er-
um heppin að hafa fengið að kynnast
honum og vera honum samferða í
gegnum lífið.
Elsku Kitti, við vonum að þér líði
vel þar sem þú ert og að við hitt-
umst aftur á þeim stað. Við biðjum
góðan guð um að geyma þig og að
styrkja alla ástvini þína í sorginni.
Kær kveðja
Kristján Hólm, Katla og Ólafur.
Elsku Kitti, nú er kveðjustundin
runnin upp. Hlýjar og góðar minn-
ingar streyma fram.
Þær eru ófáar minningarnar sem
sækja á hugann og þegar við hugs-
um um allar þær stundir sem að við
áttum saman, þá kemur minning um
hlýjan, elskulegan og góðan mann
fyrst í huga okkar. Þú varst alltaf
svo góður við okkur systurnar þegar
við komum norður með foreldrum
okkar. Það var alveg sama hvað þú
varst að gera eða hvert þú varst að
fara, þú varst alltaf tilbúinn að leyfa
okkur að koma með þér. Þegar sá
tími kom að þér fannst orðið tíma-
bært að flytja suður þá komstu oftar
í heimsókn til okkar á Selfoss og
þær minningar eigum við eftir að
geyma vel í hjarta okkar. Þú gafst
þér alltaf tíma til að setjast niður og
tala við okkur og það var alltaf svo
gott að leita til þín, því að þú sýndir
öllu sem að við vorum að gera mik-
inn áhuga.
Það er svo erfitt að kveðja þig,
elsku Kitti, en minning um góðan
mann lifir og þú munt alltaf eiga
góðan stað í hjarta okkar. Guð
geymi þig.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Kristín Jóna Johnnysdóttir,
Ingibjörg Anna Johnnysdóttir
og fjölsk.
Elsku besti langafi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Takk fyrir allt sem þú hef-
ur kennt okkur.
Skilaðu kveðju til lang-
ömmu frá okkur öllum.
Við elskum þig
Fríða Karen, Elísabet,
Tómas Ingi og Agnar
Darri.
HINSTA KVEÐJA
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birt-
ingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningar-
greinar