Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 35
MINNINGAR
um og ótal aðrar yndislegar minn-
ingar sem aldrei munu gleymast.
Fremst stendur þó minningin af ykk-
ur ömmu, hlæjandi og brosandi sam-
an.
Elsku afi, við hefðum ekki getað
óskað okkur betri afa, við elskum þig
af öllum hjartans krafti og biðjum
Guð um að geyma þig.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Atli, Tryggvi og Ísak.
Eyjólfur fæddist á Suðureyri og
fluttist með fjölskyldunni, vorið sem
hann fermdist, út í Galtarvita, en þar
tók Bjarni afi við starfi vitavarðar.
Allir aðdrættir voru erfiðir á Galt-
arvita og þurfti stundum að beita
mikilli útsjónarsemi til koma hlutun-
um í verk. Keypt var kýr á Ingjalds-
sandi við Önundarfjörð og fluttu þeir
feðgar Bjarni afi og Eyjólfur kúna
sjóleiðis á bát frá Suðureyri út í Galt-
arvita og tókst að koma henni heilli í
land í stórgrýttri fjörunni neðan við
Galtarvita sem liggur fyrir opnu út-
hafi. Eftir að kýrin var komin í höfn
leið ekki á löngu þar til Eyjólfur var
sendur inn í Selárdal í Súgandafirði
til að sækja tarf og síðar hest frá Ísa-
firði. Hann kom skepnunum heilu og
höldnu upp og yfir Göltinn, leið sem
sýnist ófær öðrum en fuglinum fljúg-
andi. Þrátt fyrir greinargóðar lýs-
ingar Eyjólfs á því hvernig honum
tókst að nudda þessum stórgripum
yfir Göltinn hafa þessar ferðir hans
ætíð haft yfir sér ólíkinda- og æv-
intýraljóma. Á vormánuðum 1946,
þegar Eyjólfur var 17 ára, var hann
sendur eftir ljósmóður inn á Suður-
eyri, þar sem Sumarlína amma var
komin að því að fæða sitt 15. barn,
Borghildi Fríðu. Þau fóru svokallaða
„klungurleið“ fyrir Göltinn, um stór-
grýttar fjörur undir snarbröttu
hamrabelti. Þurftu þau að sæta sjáv-
arföllum og rétt sluppu undan
skriðu, fyrir snarræði Eyjólfs. Þegar
heim var komið þá var barnið fætt,
en Bjarni afi hafði tekið á móti því og
heppnaðist fæðingin vel.
Eftir 7 ára vist í Galtarvita fluttist
fjölskyldan aftur til Suðureyrar.
Byggt var íbúðarhús að Eyrargötu 6,
Suðureyri, en þar fékk sá sem þetta
ritar og Stefán, yngri bróðir minn, að
njóta þess að alast upp með Sum-
arlínu ömmu og Bjarna afa og systk-
inahópnum eða „stórfjölskyldunni“
og var tekið sem einu af systkinun-
um.
Á uppvaxtarárum undirritaðs var
fremur fátítt að fólk ferðaðist til út-
landa, en Eyjólfur hafði mikla útþrá
og fór nokkrar ferðir til útlanda, m.a.
heimsótti hann Páfagarðinn í Róm í
tíð Píusar Páfa XII. Þegar heim var
komið sýndi hann okkur ungmenn-
unum ljósmyndir og minjagripi og
sagði okkur ferðasögur á sinn leiftr-
andi hátt og við lifðum okkur inn í
menningu og ævintýraheima fjar-
lægra landa.
Árið 1955 keyptu Eyjólfur og
Bjarni afi fjögurra tonna trillu, Svan
ÍS-570. Undirritaður reri með þeim á
handfærum í fimm sumur, frá 1965–
1970. Það reyndist mikil lífsreynsla
og þroskandi að vera með þeim feðg-
um til sjós en þeir voru óþreytandi
við að leiðbeina og fræða piltinn um
sjómennsku og leggja honum lífs-
reglurnar. Hart var sótt og vorum
við iðulega með fyrstu bátum á sjó-
inn á morgnana og komum með þeim
síðustu í land á kvöldin og voru afla-
brögð jafnan með ágætum. Eyjólfur
var með eindæmum fiskinn. Undir-
ritaður reyndi hvað hann gat að til-
einka sér hvernig Eyjólfur bar sig að
veiðunum, háttum hans og hreyfing-
um, en allt kom fyrir ekki, fiskurinn
sótti stöðugt áfram á færið hjá Eyj-
ólfi.
Það kom fyrir um borð að Eyjólfur
tók sig fyrirvaralaust til og stökk upp
á lestarlúguna sem hún væri leiklist-
arsvið og fór með gamanmál. En eins
og þá var siðs í Súgandafirði var efni-
viðurinn fluttur með því að herma
eftir þeim sem við átti og var þá bæði
notað tungutak og líkamstjáning við-
komandi. Eyjólfur skáldaði upp
gamansögur, þó með mátulegu sann-
leiksívafi, af þekktum persónum úr
þjóðlífinu og sveitungum sínum.
Þetta gerði hann af miklu skopskyni
og frábærum meðfæddum leiklistar-
hæfileikum svo unun var á að hlýða.
Árið 1970 fluttu Eyjólfur, Guð-
finna og fjölskylda til Hafnarfjarðar
og hafa búið þar síðan. Í Hafnarfirði
starfaði Eyjólfur við ýmis störf til
sjós og lands og loks í Álverinu í
Straumsvík frá 1976 í 20 ár.
Hafið heillaði og Eyjólfur keypti
sér litla skektu sem hann nefndi
„Litla Svan“ og hóf grásleppuveiðar
frá Hafnarfirði. Hann lét síðan smíða
3 tonna trillu í Hafnarfirði sem sjó-
sett var með viðhöfn 1985 og hlaut
nafnið Haförn HF-132. Einkaleyfi
var þá komið á nafnið Svan og valdi
Eyjólfur þá af lítillæti heiti næst-
stærsta fuglsins. Á Haferninum reri
Eyjólfur á grásleppu og rauðmaga
með störfum sínum hjá ÍSAL og
áfram eftir að hann hætti þar störf-
um. Útgerð Eyjólfs lauk í fyrravor,
er hann kenndi sér þess sjúkdóms
sem hann er nú fallinn fyrir.
Ævi Eyjólfs var viðburðarík, enda
fór þar litríkur maður sem stormaði
af svo eftir var tekið. Alla tíð var
hann trúr, traustur og hjálpsamur.
Orð hans stóðu ætíð sem stafur á bók
og þurfti ekki að fara í grafgötur um
skoðanir hans á mönnum og málefn-
um.
Hann var afburða hraustmenni og
sterkur og hamhleypa til allra verka.
Á yngri árum reyndist hann, eins og
svo mörg systkini hans, liðtækur í
frjálsum íþróttum sökum afls og
snerpu, en kúluvarp lá sérlega vel
fyrir honum.
Samheldni og ættrækni niðja
Bjarna afa og Sumarlínu ömmu voru
Eyjólfi mikið hjartans mál og þrátt
fyrir alvarleg veikindi Eyjólfs stóð
hann og fjölskylda hans að því að
halda ættarmót í Hafnarfirði í tilefni
af því að Sumarlína amma hefði orðið
102 ára hinn 23. apríl sl. Þar lék Eyj-
ólfur á als oddi og hélt kjarnyrta
ræðu þar sem hann hvatti viðstadda
til að dáða, en sjá mátti þó að veru-
lega var dregið af honum líkamlega.
Með Eyjólfi er genginn mikill
áhrifamaður á líf þess sem þetta ritar
og minnist þess með þakklæti að
hann var ætíð til staðar, leiðbeindi,
fylgdist með og bar hagsmuni und-
irritaðs fyrir brjósti og hvatti til
dáða. Það er mikil lífsfylling og heið-
ur að fá að kynnast og verða sam-
ferða slíkum sómamanni og vini.
Guðfinnu sem staðið hefur við hlið
Eyjólfs í erfiðum veikindum hans og
hlúð að honum af kostgæfni sem og
börnunum, sem einnig hefur mætt
mikið á, færum við Hrefna og Ása
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Eyjólfs
Bjarnasonar.
Bjarni Stefánsson.
Fráfall Eyjólfs Bjarnasonar kom
ekki á óvart. Hann hafði tekist á við
sjúkdóminn af æðruleysi sem var
honum í blóð borið. Þeir sem þekktu
til vissu að hann myndi mæta örlög-
um sínum af sömu skapfestu. Hug-
arfari hins sterka manns sem veit
þegar hann er sigraður.
Ég kynntist honum í flokknum
okkar þar sem hann var alla tíð sér-
staklega góður og traustur liðsmað-
ur og það myndaðist strax hlý taug á
milli okkar. Á sinn hátt sterkari af
því við vorum bæði að vestan.
Tvennt er efst í minningunni þeg-
ar ég hugsa um áralöng samskipti.
Í fyrsta lagi hve hann er samofinn
góðum minningum um samkomur
okkar „stelpnanna“ í Sambandi Al-
þýðuflokkskvenna. Hvað það var
honum eiginlegt að standa með sinni
konu í þeim verkum og hversu heim-
ili þeirra Guðfinnu stóð okkur flokks-
systrum þeirra opið við hverskyns
tækifæri. Gilti þá einu hvort um var
að ræða pólitíska fundi, boð fyrir er-
lendar jafnaðarkonur sem oft sóttu
okkur heim á þessum árum eða að
halda fjölmenna kvennaveislu til
heiðurs varaformanni okkar, félags-
málaráðherranum, þegar við jafnað-
arkonurnar eignuðumst loks ráð-
herra í ríkisstjórn úr okkar röðum.
Alltaf var hægt að treysta á hjónin í
Víðivangi 8 og þar nutum við aðstoð-
ar hans hans við að skapa þá aðstöðu
og andrúmsloft sem á þurfti að
halda.
Hitt er hvernig hann sem afkom-
andi fólks sem bjó við nyrsta haf og
háði lífsbaráttu við kröpp kjör og
óblíða náttúru bar með sér arf kyn-
slóðanna fyrir vestan í fasi sínu og
framkomu. Þannig var það líka í lok-
in. Hann kvartaði ekki, heldur sló á
létta strengi og gerði lítið úr sjúk-
dóminum sem hann vissi þó að myndi
hafa betur. Maður mætir örlögum
sínum með jafnaðargeði. Þannig var
Eyjólfur.
Við kveðjum góðan félaga um há-
sumar þegar umhverfið skartar sínu
fegursta, allt er í fullum blóma og
túnin kringum heimilið kæra á Víði-
vangi standa iðjagræn. Og það á vel
við.
Ég þakka Eyjólfi hlýja og trausta
samfylgd í Alþýðuflokknum og Sam-
fylkingunni. Mér þótti vænt um vin-
áttu hans.
Elsku Guðfinna, við Sverrir vott-
um þér, börnunum og fjölskyldunni
allri innilega samúð okkar.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Það er ekki langt síðan við fé-
lagarnir heimsóttum Eyjólf Bjarna-
son og Guðfinnu Vigfúsdóttur, eig-
inkonu hans, á þeirra fallega heimili
á Víðivanginum í Hafnarfirðinum.
Eyjólfur var alvarlega veikur, í
hjólastól og ljóst var að erfið barátta
var framundan. En þótt líkaminn
væri að gefa sig, þá var svo langt frá
því að hugurinn væri beygður. Kraft-
urinn, einbeitingin og staðfestan
voru til staðar. Honum þótti hins
vegar verst að geta ekki stundað
vinnu. Það væri afleitt að þurfa að
vera að þessu slugsi, eins og hann
orðaði það.
Við ræddum pólitíkina, en Eyjólf-
ur var ævinlega mikill jafnaðarmað-
ur og hafði fylgt Alþýðuflokknum að
málum alla tíð. Fyrst vestur á Súg-
andafirði og síðan um áratugaskeið í
Hafnarfirðinum. En hann hafði sínar
ákveðnu skoðanir á því hvernig vinna
átti málin og lét okkur stundum
heyra það í kratapólitíkinni í Firð-
inum, þegar það átti við. Hann var og
ófeiminn að taka til máls á fundum
okkar jafnaðarmanna og setti fram
viðhorf sín á kjarnyrtan og mark-
vissan hátt. Það vissu allir hvar þeir
höfðu Eyjólf Bjarnason – hann kom
framan að hlutunum og sagði þá um-
búðalaust. En um leið var ekki
traustari og betri félaga að finna,
þegar í baráttuna var komið.
En á þessu síðdegi spjölluðum við
einnig um æskuslóðir Eyjólfs og fór-
um í huganum vestur á Súganda-
fjörð. Hann fór á kostum þegar hann
lýsti fyrir okkur lífsins gangi vestur
þar fyrr á tímum. Lífið var ekki alltaf
dans á rósum og meitlaði í stein
kraftmikið og dugmikið fólk á borð
Eyjólf Bjarnason. Hann var Vest-
firðingur og stoltur af því. Þetta sein-
asta síðdegi með vini okkar Eyjólfi
hérna megin strandar mun aldrei
líða okkur félögunum úr minni.
Eyjólfur Bjarnason gegndi mörg-
um trúnaðarstöðum fyrir Alþýðu-
flokkinn í Firðinum. Hann var við-
loðandi hafnarstjórn um áratuga-
skeið, enda trillukarl af lífi og sál.
Hann lét sér mjög annt um uppbygg-
ingu hafnarinnar og á þeim vettvangi
eins og öðrum hafði hann ákveðnar
og mótaðar skoðanir og lá ekki á
þeim. Eyjólfur á sannarlega þakkir
skildar fyrir aðkomu að mörgum
framfaraskrefum á vettvangi hafnar-
mála í Hafnarfirði.
Fyrir nokkrum árum fóru Hafn-
arfjarðarkratar í heimsókn til flokks-
systkina í Cuxhaven í Þýskalandi, en
þýskir flokksvinir höfðu árinu á und-
an sótt okkur heim til Hafnarfjarðar
og ferðast um landið. Í mikilli mót-
tökuveislu í Cuxhaven, þar sem
haldnar voru margar ræður á þýsku,
þá bað Eyjólfur um orðið. Síðan flutti
hann þrumandi ræðu á íslensku, á
þann hátt sem honum var einum lag-
ið. Hlaut að launum mikið lófatak, en
Þjóðverjarnir sem ekki skildu auka-
tekið orð í íslensku, sögðust engu að
síður hafa í raun skilið vel inntak
ræðunnar, þegar þeir heyrðu fossa-
og árniðinn í hverju orði Eyjólfs og
þá fundist sem þeir væru komnir til
Íslands aftur.
Eyjólfur var mikill fjölskyldumað-
ur og átti þar láni að fagna. Guðfinna
kona hans, mikill dugnaðarforkur og
góð kona, er af miklu kratafólki kom-
in. Börnin og barnabörnin eru öll
myndarfólk og fjölskyldan hefur æv-
inlega staðið þétt saman í blíðu og
stríðu. Þau Guðfinna og Eyjólfur
voru mjög áhugasöm um framgang
mála hjá FH, enda börnin og barna-
börnin öll í leik og starfi hjá félaginu.
Á þessari stundu viljum við fé-
lagarnir þakka Eyjólfi frábært sam-
starf og tryggan stuðning í gegnum
tíðina. Það er gott að eiga vin á borð
við Eyjólf Bjarnason.
Við og fjölskyldur okkar sendum
Guðfinnu, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum ættingjum
Eyjólfs innilegar samúðarkveðjur.
Megi minning um góðan og traustan
mann milda sára sorg.
Ingvar Viktorsson,
Guðmundur Árni Stefánsson.
Um hásumar kveður Hafnfirðing-
urinn Eyjólfur Bjarnason okkur og
við fylgjum eftir í huganum lífshlaupi
þessa jafnaðarmanns sem sagði okk-
ur skoðun sína þegar honum fannst
þess þurfa. Eyjólfur hefur lagt mikið
til lands og þjóðar á sinni lífsleið.
Hann og hans kona Guðfinna Vigfús-
dóttir og öll þeirra fjölskylda hafa
oftar en ekki komið mikið að verk-
efnum jafnaðarmanna í Hafnarfirði.
Þakkir eru færðar Eyjólfi fyrir hans
hug, vilja og atorku.
Undanfarna mánuði hefur hugur
margra dvalið hjá Eyjólfi og fjöl-
skyldu vegna þess stóra verkefnis
sem beið þeirra dag hvern. Í erli
dagsins beið okkar gefandi kaffi-
spjall, sem mun nú verða tekið á öðr-
um stað og á öðrum tíma.
Á stundum sem þessum minnumst
við einnig fjölmargra funda með Eyj-
ólfi og lifandi umræðu. Kjarnyrtar
og orðhvassar ræður hans fengu
okkur hin til að hlusta á með athygli.
Umræðan endurspeglaði hugsjónir
jafnaðarmanns, áhuga hans á Hafn-
arfirði, en ekki hvað síst mikils áhuga
á Hafnarfjarðarhöfn. Höfnin, út-
gerðin og sjósóknin var það sem
skipti ungan dreng miklu og þær
tengingar og þekking nýttust vel
þegar hann kom að málefnum stjórn-
ar Hafnarfjarðarhafnar.
Að leiðarlokum þökkum við Eyj-
ólfi fyrir allt það sem hann hefur gert
fyrir bæjarfélag sitt á liðnum árum
og þann stuðning sem jafnaðarmenn
sóttu til hans í ráðum og ræðum. Það
sæti sem hann er nú sestur í er gott
sæti, við hin yljum okkur við minn-
ingarnar um góðan dreng sem varð
að góðum manni. Mikill er missir
Guðfinnu og fjölskyldunnar allrar.
Hugur okkar, samúð og bæn beinist
til þeirra nú um stundir. Drottinn gef
þú dánum ró – hinum líkn er lifa.
Gunnar Svavarsson og
Lúðvík Geirsson.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR BENEDIKTU JÓNSDÓTTUR,
Byggðavegi 86,
Akureyri.
Guðmundur Magnússon,
Jóna Guðmundsdóttir, Þórólfur Geir Matthíasson,
Magna Guðmundsdóttir, Úlfar Björnsson,
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir,
Rannveig Antonía Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Grímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
húsasmíðameistari og slökkviliðsstjóri,
Akranesi,
lést mánudaginn 18. júlí.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 26. júlí kl. 14.00.
Kristín Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan útförin
fer fram og klukkan hvað athöfnin
hefst. Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargreinun-
um.
Minningargreinar