Morgunblaðið - 21.07.2005, Side 40

Morgunblaðið - 21.07.2005, Side 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn FÆRÐU MÉR MAT! ÞÚ KLÁRAÐIR ALLAN MATINN! FÆRÐU MÉR MYNTU! ÞETTA ER SAGA UM GRÆÐGI MÉR FINNST GOTT HJÁ ÞÉR AÐ SKRIFA UM GRÆÐGI JÓN GRÁÐUGI BJÓ Á ÍSAFIRÐI... ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ SKRIFA UM RAUN- VERULEGAR TILFINNINGAR HVAÐ STÓÐ Á ÞESSU SKILTI? „VARÚÐ, SVIPTIVINDAR!“ ER ÞETTA STEIN- GERVINGUR SEM STENDUR UPP ÚR MOLDINNI? NEI, ÞETTA ER EKKI DÝR. ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA EINHVERS KONAR VOPN EÐA FORNT ELDHÚSÁHALD ÆTLI ÞETTA HAFI ÞJÓNAÐ TRÚAR- LEGUM TILGANGI NÚ SKIL ÉG AF HVERJU FÖTIN ÞÍN ERU ALLTAF ÚT UM ALLT HVAÐA DÝR ÆTLI ÞETTA HAFI VERIÐ? FYRST ÉG ER MEÐ HRING Í NEFINU ÞÁ GET ÉG ALVEG EINS FENGIÐ MÉR HÚÐFLÚR ÉG ER SAMMÁLA ÞÉR ABBY. NONNI ÞARF AÐ VINNA ALLT OF MIKLA HEIMAVINNU MÉR FINNST EKKERT AÐ ÞVÍ AÐ KRAKKAR Í ÞRIÐJA BEKK LÆRI HEIMA Í 20 MÍNÚTUR Á DAG. ÉG ÞURFTI SJÁLFUR EKKI AÐ LÆRA FRAM EFTIR FYRR EN Í HÁSKÓLANUM PABBI MÁ ÉG BYRJA AÐ DREKKA KAFFI? ÉG NÁÐI AÐ HRISTA HANN AF MÉR HVAÐ ER ÞETTA ÁFRAMRÚÐUNNI? ÞETTA ER... ... VEFUR! Dagbók Í dag er fimmtudagur 21. júlí, 202. dagur ársins 2005 Víkverji styður aukiðumferðareftirlit á þjóðvegunum og fagn- ar lögreglumönnum hvar sem til þeirra sést. Fullyrða má að þeira bjarga manns- lífum á hverjum ein- asta degi bara með því að vera sýnilegir, aka um, stöðva mann og annan á óleyfilegum hraða á meðan allir hinir lúsast framhjá og dempa hraðann undir skini ljósblárra blikk- ljósa. Það er ekki ætlun Víkverja að smjaðra fyrir lögreglunni þótt það sé út af fyrir sig ekkert verra en hvað annað. En staðreyndin er samt sú að sýni- leiki lögreglunnar dempar umferð- arhraða og stillir hegðun almennt. x x x Lögreglan hefur óteljandi oft stöðv-að Víkverja, furðuoft vegna gruns um ölvun við akstur. Það verð- ur bara að sæta því enda svosem allt í lagi að blása í alkóhólmælinn reglu- lega. Í eitt skiptið eltu lögreglumenn Víkverja á ómerktum bíl og króuðu hann af á þröngu hringtorgi og köll- uðu til merktan lögreglubíl sér til fulltingis. Nokkuð mikill viðbúnaður að mati Víkverja sem botnaði ekki neitt í neinu. En öflugt var eftirlitið, það verður ekki annað sagt. Svo var blásið. Víkverji er nú orð- inn býsna flinkur á alkóhólmælinn. Í fyrstu skiptin frussaði hann alltaf framhjá munnstykkinu og varð það á að fá hláturskast í allra fyrsta skiptið. Ekki var þá lög- reglumönnunum ekki skemmt. En öðrum til upplýsingar er nauðsynlegt að leggja varirnar þéttingsfast utan um munn- stykkið, blása síðan af hæfilegum krafti og gæta þess að stöðva ekki fyrr en manni er gefið merki. Það er nefnilega dálítil kúnst að læra þetta svo vel fari. Manni hættir til að blása of laust. Gott er að æfa sig á stíflaðri blokkflautu, blása og telja upp á fimm og endurtaka eftir þörfum. Gott er jafnvel að hafa blokkflautu í hanskahólfinu og taka eina rispu t.d. á rauðu ljósi eða þegar maður er bíða eftir krökkunum úr fimleikum. Og muna að vera alltaf bláedrú og sak- laus sem lömb. Gangi ykkur vel. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Ljósmyndasýning | María Kjartansdóttir opnaði 16. júlí sýningu á Thorvald- sen bar við Austurvöll. Sýningin ber yfirskriftina „The Hormone Society“ og samanstendur af ljósmyndum af íslenskum unglingum á menntaskólaböllum. Alls eru myndirnar 16 talsins í stærðunum A2 og A3. María útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskólans í vor og hefur eink- um lagt stund á ljósmyndun. Heldur hún senn til Glasgow School of Art í mastersnám í listrænni ljósmyndun. Sýningin á Thorvaldsen er sölusýning, en aðgangur er ókeypis. Hormónarnir á fullu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Og ég mun gjöra þá og landið umhverfis hæð mína að blessun, og ég mun láta steypiregnið niður falla á sínum tíma, það skulu vera bless- unarskúrir. (Esekíel 34, 26.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.